Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 D 3 af sýningunni fyrir Futurice. Núna er ég líka búin að sjá hvernig fötin koma út og hef svigrúm til að lag- færa eftir þörfum." Sterk hönnunarhefð i Frakklandi Hugrún segir frönsku tískuna mjög ólíka þeirri íslensku. „Skan- dinaviskir hönnuðir eru í sama hópi og skera sig úr annarri evrópskri tísku. Skandinavísk tíska er frekar strákaleg og notast mikið við ull og önnur náttúruleg efni. Norrænar þjóðir eru líka nær náttúrunni og yfirleitt stoltar þjóðir, ekki síst ís- lendingar. Þeir virðast leyfa sér meira en til dæmis franskir hönnuð- ir, enda er mjög sterk hönnunar- hefð í Frakklandi. Ég gat leyft mér ýmislegt í skólanum sem frönsku krakkarnir fengu ekki að gera.“ Hugrún hefur aflað sér starfs- reynslu samhliða náminu. „Ég vann fyrir hönnuðinn Martine Sitbon. Ég var í alls konar verkefnum, til dæm- is munsturvinnu og að rannsaka efni. Auk þess hef ég verið í stílista- vinnu fyrir tónlistarmyndbönd, kvikmyndir og leikhús. Þetta hefur verið bæði fjölbreytt og skemmtileg reynsla," segir hún. „Ég er mjög ánægð með að taka þátt í Futurice enda kemur verk- efnið á besta tíma svona strax eftir útskrift. Ég vona svo sannarlega að fólk mæti og blaðamennirnir með. Úti er fólk mjög spennt fyrir ís- landi. Það verður að nýta þennan áhuga og sýna hvað við getum gert. Það verður bráðum að koma eitt- hvað nýtt fram því að vinsældir Gus Gus og Bjarkar duga ekki enda- laust. Futurice er því mjög gott framtak. Ég er sjálf með ýmis plön fyrir framtíðina og ætla að fylgja þeim eftir. Mikilvægast er að trúa virkilega á sjálfan sig og vera sterk- ur. Maður verður að þora,“ segir Hugrún að lokum. unum að allir viti hvað ég er að hugsa! Það er of eigingjarnt að mínu mati,“ segir hún og bendir jafnframt á að hún vilji að fólk finni sjálft sig í fötunum. „Það þarf að leita eftir því sem því finnst sér- stakt við fötin.“ Heildarmyndin komin í Ijós Fatalínan fyrir Futurice er að sögn Þuríðar byggð á því sem hún hefur verið að gera síðustu ár. „Ég nota allt það sem ég hef lært og gert undanfarið. Núna sé ég heildar- myndina betur og fer meira alla leið með það sem ég er að gera. Ég er minna stressuð núna því að ég fæ ekki einkunn fyrir þessa línu.“ Þurý er búin að vera að vinna að fatalínunni fyrir Futurice samhliða náminu síðan um áramótin. „Fötin eru hjá saumakonu núna. Svo er líka mátunin og allt það eftir þannig að ég býst við að vera að vinna að þessu fram á síðasta dag,“ segir hún án þess að blikna. „Ég er búin að læra mikið á þessu samstarfi við klæðskera og sauma- konur. í skólanum var kennd sníða- gerð og bjuggum við til snið með að- stoð kennara. Sníðagerð er alveg jafnmikil list og hönnun. Hún snýst um að finna upp form. Sníðagerð er því mjög mikilvæg fyrir hönnuði og nauðsynlegt að hafa góðan klæð- skera.“ Futurice er gott tækifæri fyrir þá sem þátt taka að sögn Þuríðar. „Það er gaman hve Eskimo-skrifstofan er búin að vinna vel að þessu. Ég þarf bara að einbeita mér að því að gera mitt eins vel og ég get meðan Eskimo sér um kynningarmálin. Mér finnst mjög gaman að fá tæki- færi til að gera það sem ég vil. Svo verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu,“ segir Þurý að endingu. Skjaldarmerki Reykjavíkurborgar í Ártúnsbrekku er myndað úr bláum og hvítum stjúpum. Einkennismerki Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu 2000, sljam- an, prýðir nú Austurvöll í formi bióma. Blóm með boðskap Litrík blómabeð á förnum veffl auka sumarskap þeirra sem leið eiga um, Sum vaxa út og suður, öðr- um er skipað í myndir og merki. Sigurbjörg Þrastardóttir for- vitnaðist um vinnuna á bakvið merkisblóm borgarinnar. Byggðarmerki Reykjavíkurborgar blómstrar í bláu og hvítu í slakkanum við Artúns- brekkuna, á hægri hönd þegar ek- ið er niður brekkuna. Þetta er annað árið í röð sem merkið er á þessum stað, árið áður var það staðsett neðar í brekkunni. „Þá sást það hins vegar ekki nógu vel því hallinn var ekki nægur,“ segir Þórólfur Jónsson, landslagsarki- tekt hjá garðyrkjudeild Reykjavík- urborgar. í þeirri deild fer fram skipulagning blómabeða í landi borgarinnar og þar er lagt á ráðin um liti, form og útfærslu einstakra beða. Þórólfur er eini landslagsarki- tektinn í föstu starfi í deildinni en þar starfa að auki um fimmtán garðyrkjumenn. „Sum beðin teikna ég en önnur eru gerð samkvæmt hugmyndum garðyrkjumannanna sem eru auðvitað fagmenn líka. Stundum bera þeir undir mig hug- myndir og við ræðum saman um útfærsluna, þannig að samstarfið er mjög gott,“ útskýrir Þórólfur. Útfærslur blómabeðanna eru að sögn landslagsarkiteksins af ýms- um toga. „í sum þeirra eru settir laukar sem koma upp á vorin og endast fram í júní. Þá er slitið upp úr beðunum og blómum plantað. Yfirleitt er það gert í kringum 17. júní, en það fer eftir tíðinni hvort það er gert fyrir eða eftir þjóðhá- tíðardaginn.“ Sumarblóm pöntuð í nóvember í ár eru tvö merki útfærð með blómum á vegum borgarinnar. Annars vegar stjarna menningar- borgarinnar á Austurvelli en hins vegar fyrrnefnt byggðarmerki Reykjavíkurborgar. Merkið virðist nánast sjálfsprottið þar sem það liggur í brekkunni en svo er þó vissulega ekki. „Til þess að hægt sé að útbúa svona merki þarf að vera til nægilegt magn af stjúpum í bláum og hvítum lit. Blómin voru því pöntuð með góðum fyrirvara - í nóvember í fyrra - til þess að hægt væri að rækta þau í tíma.“ Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar 1 Laugardal sér um að rækta blóm fyrir beð borgarinnar og þar voru merkisstjúpurnar ræktaðar í vetur. Morgunblaðið/Golli Þórólfúr Jónsson, landslagsarkitekt hjá garðyrkjudeild Reykjavíkur. Morgunblaðið/Jim Smart Við vegfarendum um Hringbraut og Sóleyjargötu blasir þessi blómlega sól. var fyrst teiknuð á rúðustrikað blað. Þá voru rúður í stærri hlut- föllum merktar á flötina með því að strengja bönd með metra milli- bili. Svo voru útlínur stjörnunnar mældar út frá hornunum með hlið- sjón af teikningunni og úðaðar í grasið með eins konar „graffiti“- brúsa. Graskanturinn var síðan skorinn eftir þessum úðalínum og stjúpum í tveimur bláum litum plantað í reitinn, en hann er um tíu metrar á kant.“ Af öðrum sérstaklega teiknuðum beðum má nefna sólina á mótum Sóleyjargötu og Hringbrautar, en að auki eru beð með litríkum blómum í skrúðgörðum borgarinn- ar og víðar. Um viðhald beðanna sjá starfsmenn garðyrkjudeildar Reykjavíkur með fulltingi Vinnu- skóla Reykjavíkur. í júní var svo komið að gróður- setningunni. „Hún var þannig und- irbúin að skjaldarmerkið var stækkað upp í teikningu sem síðan var málsett. Eftir teikningunni voru gerð skapalón úr krossviði sem lögð voru á moldina og réttar línur þannig fengnar," segir Þór- ólfur. „í moldina voru gróðursett- ar stjúpur sem eiga að duga fram á haust, jafnvel þar til fer að frjósa ef tíðin er góð. í sex hringlaga beðum í kring eru hins vegar tveir umgangar af blómum yfir sumarið, fyrst laukar og svo gróðursett blóm.“ Úðað I grassvörðinn Þórólfur segir að margskonar blóm megi nota til þess að mynda merki eða myndir í beðum. „Lang- fallegast er þó að hafa blóm í sterkum litum svo þau skeri sig vel úr. Stjúpur eru skínandi í þetta vegna þess að blóm þeirra eru til- tölulega stór miðað við grænu blöðin sem gerir litina mjög áber- andi. Stjúpur eru líka fremur örugg blóm, en það er ekki gott að velja blóm sem opna sig til dæmis bara í sól.“ Stjarna menningarborgarinnar var útbúin á Austurvelli í sumar og við það verk kom meðal annars við sögu veggjakrotúði. „Stjarnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.