Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LIF TVEIR Ameríkumenn standa á hafnarbakkanum við Austurbugt og virða fyrir sér seglskúturnar sem þar ligga við festar. Jack Conn- olly frá Viginíu-ríki segir blaðamanni í óspurðum fréttum að sjálfur stundi hann siglingar í sínu heimalandi. „Hann er nokkuð hvass núna," segir hann ennfremur. „Þú verður að fara varlega ef þú ert byrjandi. Halda þér í eitthvað með annarri hendi og vinna með hinni. Og passaðu þig á bóm- unni. Það er ekkert þægilegt að fá hana í hausinn en gullna reglan er þessi: Haltu vatninu fyrir utan bát- inn og sjálfum þér fyrir utan vatnið." Félagi hans hlær og Connolly færist allur í aukana. „Önnur góð regla er að ef þú elskar siglingar skaltu ekki kaupa bát. Nældu þér í vin sem á bát." Með þessa speki í veganesti knýr blaðamaður dyra á félagsheimili Siglingafélags Reykjavíkur - Brok- eyjar, sem er í gamla húsinu við hafn- arbakkann og er kallað „Batteríið" til minningar um virkið sem Jörundur hundadagakonungur lét reisa til varnar í Reykjavík árið 1809. Þar eru fyrir Jón Rafn Sigurðsson, eigandi og skipstjóri seglskútunnar Blæs og sonur hans, Ingólfur Rafn, sem einn- ig á í skútunni, þaulvanur siglinga- maður og „fyrstí stýrimaður" í þeirri ferð sem framundan er. Þeir feðgar hafa góðfúslega fallist á að taka blaðamann og ljósmyndara með í siglingu um sundin blá, svona rétt til að gefa innsýn í um hvað siglinga- sportíð snýst. Þeir eru báðir virkir félagsmenn í Brokeyju og Jón Rafn er þar reyndar stjórnarmaður. Náið samstarf Siglingafélag Reykjavíkur - Brok- ey á og rekur flotbryggjurnar við Austurbugt, þar sem að jafnaði liggja 24 seglskútur, en Jón Rafn segir leguplássið taka um 33 skútur. Náið samstarf er á milli siglinga- klúbbanna á suðvesturhorninu, Brokeyjar úr Reykjavík, Ýmis úr Kópavogi, Þyts frá Hafnarfirði og Knarrar í Reykjanesbæ. Skútur frá hinum klúbbunum liggja til dæmis oft við festar í Reykjavíkurhöfn og öfugt. Auk þess eru siglingaklúbb- arnir hér heima í sambandi við sam- svarandi klúbba erlendis bæði hvað varðar miðlun upplýsinga og gagn- kvæma aðstoð ef svo ber undir. Að sögn Jóns Rafns átti Brokey til dæm- is afar ánægjulegt samstarf við *franska siglingaklúbba í tengslum við „Paimpol - Reykjavík - Paimpol" siglingakeppnina fyrr í sumar. Feðgarnir Jdn Rafh Sigurðs- son og Ingdlf- ur Rafn, skipssrjdrnar- menn á Blæ. Svifið seglum þöndum um sundin blá Um 300 manns eru skráðir í Brok- ey, þar af á annað hundrað manns virkir félagar þegar tekið er mið af öllum deildum félagsins. „Starfsemin skiptist í nokkrar deildir," segir Jón Rafn um starfsemi Siglingafélags Reykjavíkur. „Kjöl- bátadeildin er fyrir þá sem sigla á þessum stærri seglskútum, sem eru hér í höfninni. Kænudeildin er starf- rækt í Nauthólsvík og þar höfum við Utlar skútur sem eru hentugar fyrir krakka. Krakkarnir vaxa upp úr kænunum svona um tvítugt og vilja þá fara að sigla stærri bátum. Róðra- deildin er einnig starfrækt í Naut- hólsvík og hún er mjög virk, það er að segja kappróðradeildin, þar sem koma saman krakkar og æfa allt upp í fjórum sinnum í viku. Það væri al- veg þess virði að fjalla um kapp- róðradeildina í sérstakri grein að mínum dómi," segir Jón Rafn. Hann getur þess ennfremur að félagið eigi báta, sem það leigir út eða lánar mönnum til að prófa sig áfram í sigl- ingasportínu áður en þeir taka ákvörðun um að fjárfesta í bát. „Kjölbátadeildin stendur fyrir æf- ingum og keppnum og má meðal ann- ars nefna svokallaða „æfinga- keppni", sem er jafnan haldin á hverju þriðjudagskvöldi á sumrin. Þá setjum við upp mark og siglum í kringum baujur til æfinga fyrir aðal- keppnirnar, sem eru nokkrar á ári. Klúbbarnir skiptast á um að halda keppnirnar, en það verður að segjast eins og er að við siglingamenn erum ekki mjög sýnilegir í fjölmiðlum og okkur finnst stundum að það mætti sýna þessari íþrótt meiri áhuga," segir Jón Rafn þegar talið berst að siglingakeppnum, sem haldnar eru hér á landi. Hann nefnir sem dæmi hina árlegu Faxaflóakeppni, þar sem siglt er upp á Akranes, gist þar eina nótt og siglt svo aftur í bæinn. „Um þessa keppni, ekki frekar en aðrar sem haldnar eru hér á landi, er lítið sem ekkert fjallað í fjölmiðlum. Skýringin er kannski sú að við notum kostar ekki Daglegt líf heldur nú áfram umfjöllun um sjósport á Islandi. I þetta sinn brugðu Sveinn Guðjónsson og Árni Sæberg ljósmyndari ___________sér í hlutverk háseta á seglskútunni Blæ og sigldu um sundin blá með beggja skauta byr.__________ Gulldrengirnir á Sygin: Hafsteinn Ægir Geirsson, Snorri Valdimarsson skipstjóri, Friðrik Örn Guðmundsson og Ármann Kajic Jóusson. GLÖGGIR vegfarendur, sem leið eiga um Skúla- götu um kvöldmatarleyt- ið á þriðjudögum, hafa ef til vill tekið eftir dvenju- mörgum skútum, sem sigla þönd- um seglum á sundunum. Þarna eru á ferð siglingakappar í æf- ingakeppni á vegum Brokeyjar, Siglingafélags Reykjavíkur. Ein slík var haldin síðastliðinn þriðju- dag og tóku níu seglskútur þar þátt. Keppnissljóri var Jdhann Ilall- varðsson, en hann hefur verið í því hlutverki í fjölmörg ár enda öllum hnútum kunnugur þegar siglingar eru annars vegar. Hon- Gulldrengirnir fyrstir í mark Kúnstað beisla byrinn um til aðstoðar að þessu sinni voru feðgarnir Jón Rafn Sigurðs- son og Ingdlfur Rafn Jdnsson, en á meðan keppni fór fram voru keppnisstíóri og aðstoðarmenn hans staðsettir í „stjórnsl;öð" f skútunni Blæ, sem lá við ankeri skammt frá markbaujunni. Keppnin fer þannig fram að keppnissrjdri ákveður brautina sem siglt er eftir. Á ákveðnum stað er komið fyrir startbauju, þar sem keppni hefst og svo markbauju, þar sem keppni lýkur. Brautin er svo lögð eftir vind- stefnu hverju sinni og farið eftir vissum reglum. Að þessu sinni ákvað Jóhann keppnisstjóri að lagt skyldi af stað á sundinu milli Viðeyjar og Engeyjar og siglt vestur og norður fyrir Engey, um 6 sjdmflna leið, og endað skammt undan landi á móts við gamla Ut- varpshúsið. Rjdmalogn var þegar keppnin fdr fram, ekki nema 1 til 2 vindstig og alveg á mörkunum að hægt væri að keppa. Það þarf þd ekki mikinn byr l.il, svo þetta hafðist allt saman. Keppnisstjdri og aðstoðarmenn hans voru sam- mála um að erfiðara væri að keppa við þessar aðstæður, og reyndi meira á lagni og út- sjdnarsemi keppenda í litlum byr. Þar sem seglbátarnir eru mis- stdrir og með mismunandi mikil segl er reiknuð út forgjöf á bát- ana og er það gert einu sinni á ári af fyrirtæki úti í Bretlandi sam- kvæmt ákveðnum Evrdpustaðli. Reglunum er breytt á hverju ári til þess að menn geti ekki smi'ðað sér báta eftir staðlinum. Sjdlína bátanna er mæld, bátarnir vigtað- ir og seglaflötur mældur og reikn- aður út og eftir því er forgjöfin gefin. Bátur sem er 38 fet siglir mun hraðar, hefur lengri sjólínu og meiri segl en bátur sem er kannski ekki nema 24 fet. For- gjöfin gerir því að verkum að sigur- vegarinn er ekki endilega sá sem er fyrstur í mark. Erlendis er bát- um gjarnan skipt niður í flokka eftir stærð og þyngd, það +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.