Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 6
6 D FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ BÓK Pearl S. Buck, Aust- anvindar og vestan, fjall- ar um lýónaband kín- verskrar stúlku, sem heldur tryggð við gildi heimalands- ins, og læknis, sem er menntaður vestanhafs og lítur lífið vestrænum augum. Eins og;við má búast ein- kennist hjónaband þeirra af tog- streitu og ágreiningi þar sem ólík sjónarmið mætast. Svipað er úpp á teningnum í sambúð vestrænnar og austrænnar læknLsfræði. Á Vestur- löndum vekja austrænar lækninga- aðferðir grunsemdir sumra lækna og leikmanna, enda í grundvallar- atriðum ólík hugmyndafræði sem að baki liggur. Ef til vill ýtir það undir tortryggni að fornu austrænu aðferðimar rata stundum vestur um haf í misvirðukigum búningi, sumir sjá t.d. gróðavon í að búa til nýjar aðferðjr úr sam'suðu æva- fornra hugmynda sem eru ekki endilega runnar úr sama farvegi. Vestræn læknisfræði er stundum kölluð gagnveikislækningar (allo- pathy) vegna þess að vestræn lyf verka allt öðruvísi eh sjúkdómur- inn sjálfur á meðan t.d. smá- skammtalækiringiir byggjast á lyfj- um sem hafa sömu verkan og veikin, bara miklu mildari. Smá-f skamrntalækningar eru reyndar upprunnar vestiinhafs eins og sum ar þeirra meðferða sem eru ai ryðja sérítil rímjs, svo sem pólun; „Rolfing" pg Alexanderstækni. Austrænar lækhingaaðferðir eru gjarnan kallaðar óhefðbundnar vegna stuttra kynna Vesturlanda- Áhugi á óhefðbundnum lækningum, val- meðferðum, fer vaxandi og sífellt fleiri leita sér heilsubótar til hliðar við hefðbundna vestræna læknisfræði. Kristín Elfa Guðna- dóttir kannaði hvar og hvernig austrið mætir vestri og hvaða meginkostir bjóðast þeim sem kenna sér meins. búa af þeim en eru þó vitaskuld hefðbundnar í heimalöndunum. Indverjar leggja mikið fé til vaxtar og viðhalds sinnar gömlu læknis- fræði, ayurveda, og í kínverskum læknaskólum eru víðast kenndar , fomu aðferðirnar til hliðar við þær vestrænu. Kínverjar leggja meiri áherslu á verknám en læknaskólar á Vesturlöndum og hvetja nemend- ur til að gagnrýna óhikað það sem þeim er kennt. Margt býr í þokunni Gróskan í hverskyns valkostum við hefðbundnar vestrænar lækn- ingar er gífurleg og auðvelt að vill- ast í þykkni óhefðbundinna lækn- inga. Um kostina spinnast sífellt meiri umræður meðal fagfólks, sem er vel því margir þiggja leiðsögn um frumskóginn. í grein um sjálfstæð meðferðar- form (óhefðbundnar lækningar) í Tímariti hjúkrunarfræðinga, 3. tbl. 1998, vitnar Lilja Þormar hjúkrun- arfræðingur í Dalai Lama: „Gagn- rýnið hugarfar er jákvætt þegar það leiðir til frekari þekkingarleit- ar en lokar ekki á það sem er fram- andi.“ Síðar í greininni segir Lilja méðal annars: „Áhugi almennings á náttúrlegum meðferðarformum er sífellt að aukast. Fólk leitar leiða sem eru án skaðlegra aukaverkana, eru betri fyrir umhverfið og eru fyrirbyggjandi. Fleiri og fleiri eru famir að skiíja hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu og farnir að kjósa lífsstíl sem sámræmist viðhorfum náttúrúla:kninga. Það virðist líka færast í aukana að fólk kjósi að taka virkan þátt í eigin meðferð, vilji skilja hvað úm er að ræða og geta tekið ákvarðanir byggðar á haldgóðri fræðslu og ráðgjöf. Fólk gerir því aðrar og meiri kröfur en áður fyrr. Hér er ég ekki að segja að valmeðferð eigi að koma í jstað hefðbundinna eða ríkjandi Iækninga og meðferðar- Rolfing-fræðingurinn HAFÞÓR Rúnar Gestsson er Rolf- ingfræðingur og rekur eigin Rolf- ing-stofu í Reykjavík. „Þótt Rolfing sé yfirleitt flokkaö með óhefðbundnum lækningum byggir það al- gerlegaávest- rænni Iíffæra- og lífeðlisfræði með áherslu á bandveflíkam- ans og innbyrð- is samspil líkamshluta í stöðu og hreyfingu," segir „í raun má segja að Rolfing mejfi nota við flest stoðkerfisvandaiúr*’ því allsstaðar er bandvefur í lí anum. Hin hefðbundna Rolfing- meðferð felst í tíu skipta meðferi þar sem farið er kerfísbundið jfi: allt stoðkerfið, og hei ur losaður með þrýstitækni. Þí kannski segja að þetta sé nokkurs konar upphersla á I: hef stundum Ifkt þessu í að bifvélavirki taki lífsre; rétti á honiun stærstu beyg. liðki stirðar legur og götuna." Áður en Haíþór.fórutan Rolfing starfaði h:uin sem nuditari. „Égtók fijótlega eftirþvíáð égfékk oft sama fólkið til nun með sömu um- kvörtunarefhin eftir aðhafa verið gott í mislangan tíma. Ég fór því að huga að því áð auka þekkingu mína og tækni sem endaði með þvíaðégfórí Rolfing-námið hjá Rolflnstitu- teíBouIderí Colorado. Þétfa ineð- ferðarform vantaðii flór- una hér lieima. Ég myndi gjaman vðja fá flfeeii-í Rol- fera hér svo ég kæmist oftar f tínm sjálfúr. Eins vantar alveg „osteop- ath“ (skekkjulækni) hérlemiiiog það er synd að þctta gamlá góða meðferðarform sem svo rnörg ön eru sprottin úr skuli vanta hér. Þ; ’ erþó einn felendingur í þ ví n;imi London og er væntanlegur ir eitt til tvö ár. Hafþór er spurður hvorf það'sé eitthvað sem fóik þurfi að hafa í ■ huga áður en það leitar óhefðbund- innar lækningar. Hann svárar því til að að minnsta kosti sé ógjorningur að ætla sér að banna fólki að leita eitt frekar en annað. „Þó er sjálfs. t að kynna sér bakgrunn meðhöi ans því einhver brögð hafa verið að því að fólk hafi verið að meðhöndla viðskiptavjni eftir eitt til tvö helgar- námskeið." Hafþór telur líklegt að samskipti vestrænt menntaðra lækna og val- meðferðaraðila fari vaxandi í fram- tíðinni. „Ég hef til dæmis kynnst mörgu fólki í heilbrigðisstéttinni, bæði hér heima og erlendis, sem lærthefúr óhefðbundnar aðferðir. Sérstaklcga virðast hj úkrunjir fræð- ingar og sjúkraþjálfarar iðnir við það. Ég held þó að beinn samruni vestrænu læknisfræðinnar og val- meðferða sé ekki til góðs. Valmeð- ferðimar verða að fá að halda sjálf- stæði sínu svo að kerfið gleypi þær ekki. En þessar greinar ættu auð- yeldlega að geta starfað saman hlið við hlið. Kannski eigum við eftir að sjá heilsumiðstöðvar í náinni framtíð með blöndu af hefðbundnum lækn- um Og óhefðbundnum meðferðarað- ilum eins og vfsir er kominn að á Heilsustofnuninni í Hveragerði," segir Hafþór. Hann álitur að styrkur sumra óhefðbundinna aðferða liggi í fyrir- byggjandi aðgerðum sem erfitt sé að f mæla vísindalega, en styrkur vest- rænu aðferðanna liggi fremur í uppskurðum og meðhöndlun alvarlegra sjúkdóma og slysa. „Þar sem Rolfing-meðferð er svo nýleg hér á landi vita fæstir læknar í hveiju hún felst. Fái ég viðskiptavin með undirliggjandi alvarlegan sjúk- dóm bið ég hann að leita álits læknis sfns á þvf að hann komi til mih. Lík- lega stafar rígurinn og tortryggnin sem oft hefur einkennt samskipti þessara aðila af vanþekkingu á ár- angriog verksviði hinna. Mín til- um. forma. Ekkert kemur í stað há- tæknimeðferðar þegar svo ber und- ir, en aftur á móti gætum við örugglega bætt alla meðferð og mannleg samskipti með því að víkka sjóndeildarhringinn. Ríkj- andi meðferðarform og valmeðferð þyrftu því í auknum mæli að hald- ast í hendur." Um valmeðferðir almennt má segja að í þeim flestum er lögð áhersla á heildarsýn á einstakling- inn og tekið mið af persónulegri reynslu hans. Margar þeirra byggja á heimspekilegu eða trúar- legu viðmiði, aðferðirnar eru mild- ar og miða að því að styðja við nátt- úrlegan lækningamátt líkamans. Hugtakaforði valmeðferða og vest- rænna lækninga er ólíkur og sýn á sjúkdóma og heilbrigði einnig. í valmeðferðum er orsakar leitað en minni áhersla lögð á að draga úr einkennum og sjúkleikinn oft túlk- aður sem afleiðing ójafnvægis í líkamanum. Ólík • viðhorf GREINA má þrjár meginlínur í afstöðu fólks til valmeðferða. Til eru þeir sem vilja prófa allt og líta flestar eða allar lækninga- aðferðir jákvæðum augum. Aðrir líta á allfc slíkt sem „nýaldarrugl" og treysta engu nema strangvís- indalegum vestrænum lækning- um. Loks eru þeir sem ef til vill skipa stærsta hópinn og eru reiðubúnir til þess að skoða aðr- ar leiðir en þá vestrænu en binda samt enn trúss sitt að mestu við þær lækningar sem þeir eiga að venjast. Gagnrýni er mismikil innan þessa hóps, margir prófa eitthvað vegna þess að einhver hefur bent þeim á það og þeir telja það a.m.k. ekki skaða. Aðrir kynna sér einhverja lækninga- aðferð eða kerfi utan hins hefð- bundna og öðlast tiltrú á því í gegnum þá viðkynningu. Læknirinn Læknanámið of ósveigjanlegt GUÐMUNDUR Bjömsson er sér- fræðingur í endurhæfingarlækning- um og yfirlæknir Heilsustofnunar NLFÍíHvera- gerði. Hann hef- ur kynnt sér og notar óhefð- bundnar Iækn- ingaaðferðir í starfi sínu. „Óhefðbundn- ar lækninga- aðferðir eiga tví- mælalaust sinn sess í meðferð ýmissa heilsuvanda- mála,“ segir Guðmundur. „Þær geta verið tilvalinn valkostur þegar ann- að bregst en mikilvægt er að þeim sé beitt af kunnáttu og reynslu. Nálar- stungan er þar fremst í flokki, en einnig náttúrulyf með sannað gildi." Guðmundur segir afstöðu ís- lenskra lækna til óhefðbundinna lækningaaðferða mjög misjafiia. „ Almennt séð eru læknar þó íhaldssamir og lengi að sættast við nýja strauma. Þannig er það sem talið var óhefðbundið fyrir þrjátíu árum fyrst núna viðurkennt sem gild læknisfræði, og em nálarstung- umar dæmi um það. Læknum gremst auðvitað þegar skjólstæð- ingar þeirra flakka á milli fólks án menntunar á heilbrigðissviði sem gefur sig út fyrir það að geta „lækn- að“ sjúkdóma með óhefðbundnum og of illa rannsökuðum aðferðum, og finnst oft að verið sé að hafa fólk að féþúfú," segir Guðmundur. „En það er eðlilegt að fólk leiti annað þegar hið hefðbundna heilbrigðis- kerfi „bregst“ að þeirra mati. Auð- vitað þarf að beina fólki frá aðiium sem hafa hvorki þekkingu né kunn- áttu áþessum sviðum, en slíkt er hlutverk Landlæknisembættisins. Til þess þurfa læknar að hafa til að bera víðsýni og skilning á „brölti“ skjólstæðinga sinna.“ Guðmundur segir mikilvægt að læknar þekki til þeirra aðferða sem eru að öllu leyti eða að hluta til viðurkenndar. „Læknanámið er of ósveigjanlegt í þessu tilliti. Læknar sem tekið hafa upp óhefðbundna nálgun í störfum sinum fræða í vax- andi mæli aðra lækna um þessi mál.“ Að mati Guðmundar fer samþætt- ing læknisfræðinnar og valmeð- ferða sífellt vaxandi. „Það er til bóta að læknar leiði þá þróun. Eitt dæmið höfum við hér í Hveragerði. Við er- um með Kínverja í starfi sem er vel menntaður í hefðbundinni kín- verskri læknisfræði, sem við teljum til óhefðbundinna lækninga hér- lendis. Hann stundar fyrst og fremst nálarstungumeðferð við verkjum og er meðlimur í þverfaglegu endur- hæfingarteymi okkar hér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.