Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.2000, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ NAIL VITAL Sterkar neglur á 2-3 vikum. Útsölustaðir: Lyf og heilsa - Apótek og helstu snyrtivöruverslanir Dreifingai'aðili: Cosmic ehf„ sími 588 6525 Reuters Svona við árið erum 001 ITILEFNI af alþjóðlegu tískumessunni í Kaup- mannahöfn í ágúst nk. hafa aðstandendur hennar gefið út eins konar stefnulýsingu þar sem lýst er helstu „týpum“ sem ganga munu um garða á næsta ári. Lykilorðin eru sjálfstæði, virkni og sérkenni og er hverri erkitýpu lýst með ákveðnum litum, efni og áherslu- merkjum. Ef einhverjum þykja lýs- ingar Dananna undirfurðulegar vís- ast í meðfylgjandi myndir frá nýafstöðnum tískusýningum í París og Róm, en þar sannaðist að það er einmitt svona sem svölu týpumar munu hugsa og haga sér sumarið 2001: VIRKA KONAN er ævintýragjöm, fer í útilegur og stundar útííþróttir sem krefjast hugrekkis. Hún leitar að þægilegum og hagnýtum klæðnaði, kiæðist vindjökkum og iþróttagöllum þegar það á við en kýs einnig úti- vistarfatnað úr sterkum efnum, svo sem grófum striga og þykku leðri. Gönguskór, bakpokar og hattar úr leðri era ómissandi og litimir era brúnn, drapplitaður, appelsínugulur og hvítur. Fylgihlutir era biksvartir, rauðir og gulbrúnir. SJÁLFSORUGGA KONAN veit hvað hún vill. Hún er í tengslum við sjálfa sig, stundar sjálfslækningar, ilm- olíunudd og fleira í þeim dúr. Hún er feminísk í hugsun og fatasmekkur hennar byggist á þvi besta úr nokkr- um tískulínum. Hún er veik fyrir bleikum tónum; fjólubláum og kóral- bleikum og hefúr taugar til tísku m'unda áratugarins. Hún er mikið fyrir blússur og kjóla, klæðist lag- skiptum toppum úr siffoni og tjulli en bregður léttu sumarsjali yfir axlimar á kvöldin. Perlur og blómamynstur setja svip á klæðnaðinn og rúskinn er ómissandi þegar kemur að beltum, töskum og skóm, en sandalar era sem sniðnir á þessa konu að sumarlagi. Fylgihlutir era gullitaðir, perlugráir og myntugrænir, en með þeim næst nýstárlegt yfirbragð. SJÁLFSTÆÐA KONAN er tæknisinn- uð, vafrar um Netíð og gengur með nýjustu græjur á sér. Litir hennar era skjannahvítur og antik-hvítur, gegnsær blár og pastellitir. Skemmti- legt mótvægi skapast með aukahlut- um í tinnugráum og vínbeijabláum tónum. Útlínur era sléttar og hrein- ar, áhersla á grunnkiæðnað og auka- hlutí í stfl. Skór og veski era úr rú- skinni eða með snákaskinnáferð, veskin bútasaumuð. Hörð leðurveski og möskva-töskur era líka í náðinni, sem og ermalausir bolir og draktir. EINSTAKA KONAN er heimakær. Hún kýs sveitasælu og heilsusamlegt lífemi, unir sér best í garðinum eða í eldhúsinu, fer í heimsókn til vina eða heimsækir róleg kaffihús. Litalína hennar byggist á grænum tónum, allt frá ólífum til mosa. Fylgihlutir í gul- um, skærgrænum og túrkís-grænum litum lífga upp á heildarmyndina. Flíkur þessarar konu þurfa að vera þægilegar og hefta á engan hátt hreyfingu. Endingargóð föt koma sér vel í garðinum, gallaefni er tilvalið auk vaxhúðaðra jakka með rennilás- um. Blómamynstur er ómissandi á Iqólunum og jafnvel tréklossar og pijónaðar jakkapeysur, í það minnsta heima fyrir. VIRKIKARLMAÐUR- INN er eins konar nú- tímaskáti, hann fell- ur flatur fyrir útívist og íþróttum sem reyna á hug og lík- ama. Hann gengur í sömu litum og virka konan, brún- um, ljósum, app- elsínugulum og hvítum með rústrauðu upp- broti. Aukahlutir úr stálifaravel við. Olíugallinn gengur í endur- nýjun lífdaga, í það minnsta þannig efni, auk þess sem strigi ogleðureiga upp á pallborð- ið. Franskur rennilás og stórirvasar setja svip á jakkaogbux- ur og þungir gönguskór era ómissandi til þess að ná skógarhöggs- yfirbragðinu. SJÁLFSTÆÐI KARLMAÐURINN leitar nýrra og spennandi leiða í lífi og starfi og nýtir upp- lýsingatæknina til fulls. Hann er athafiiamaður morgundagsins, umvafinn nýjustu tækni á alla kanta. Hvítur er grunnliturinn ásamt perlubláum. Sandgul- um og gráum er bætt við til að mýkja yfirbragðið og sér- stæðir pastellitir setja svip á aukahlutina. Stíllinn í heild er blanda formlegheita og sérvisku; þessi maður er eins konar nútímanörður. Gegn- sæir vindjakkar, pijónavesti með V-hálsmáli og hálfsíðar buxur ásamt götuskóm og hliðartöskum mynda eftir- sóknarvert stúdentayfirbragð, til vara era gleraugu og strigaskór. EINSTAKIKARLMAÐURINN er umhverfissinni, stússast í garð- inum og hefur skýr og einföld gildi í lífinu. Hann leggur áherslu á heilbrigða lífshætti og slakar á við ýmis verk heimavið. Liturinn fyrir þennan mann er grænn í ýmsum tón- um og gallabuxnablár. Aukalitir eru svampgulur og ópalgrænn. Lífsstíll- inn kallar á stælleg hversdagsföt. Ljóst poplín og vatnsheld efni era áberandi, sem og gróft gallaefni. Smáatriði eins og endurskinsrendur á buxum eða jökkum, öndunargöt og rennilásar gefa rétta yfirbragðið og laufblaðamynstur á stuttermabolum og skyrtum gerir gæíúmuninn. Ein- staki karlmaðurinn gengur um með nettan farsíma til þess að fullkomna ásýndina. sþ M „Eftirsóknarvert stúdentayfirbragð fæst með hliðartösku og strigaskóm,“ segir í lýsingu sjálfstæða karlmannsins sem hér er ljóslifandi kominn. Klæðnaður frá belgíska hönnuð- inum Dries Van Noten. ▲ „Ljóst poplín og vatnsheld efni eru áberandi" segir í lýsingu ein- staka karlmannsins sem er um- hverfissinni að upplagi. fllMRMB Svampgulur M klæðnaður wjjjp, gÁftfl ^ tísku- V ,, x jr hönnuðinum \ tSL'Æ Trussardi. ► „Laufblaða- mynstur á stuttermabol- um og skyrtum gerir gæfu- muninn.“ Ein- staki karlmað- urinn í útgáfu Bretans Paul Smith. Tiskumessan ▲ Ljósbrún föt með stórum vösum koma við sögu í lýsingu virka karl- mannsins „sem er eins konar nú- tímaskáti" eins og segir í dönsku tískulýsingunni. Föt frá D Squared á tískuvikunni 1 Mflanó. ▲ Pijónapeysur með V-hálsmáli og hálfsiðar buxur henta „nútima- nerðinum“, eins og breski hönnuð- urinn Paul Smith undirstrikaði á sýningu sinni í París. í Kaupmannahöfn Kenzo og ALÞJÓÐLEGA tískumessan Copenhagen International Fas- hion Fair er óðum að hasla sér völl f heimi tiskunnar. Þetta merkja Danir á því að hin heimsþekktu tiskuhús Dior og Kenzo hafa í fyrsta sinn boðað þátttöku sína í messu þessa árs sem fram fer í Bellacenter dag- ana 10.-13. ágúst nk. Á tískumessunni verða til sýn- is karlmanns- og kvenmannsföt, barnaföt, undirföt, sundfatnað- ur, fylgihlutir og fleira sem ómissandi mun þykja á vori komanda, árið 2001. Dior og Kenzo munu einbeita sér að undirfötum og segja kunnugir að vorlfnan frá Kenzo sé í senn rómantfsk og exótísk. Undirföt- in eru lagskipt; innsta lagið mcð blómamynstri sem gægist í gegnum þunn efri lög með þokukenndum litbrigðum. Um- boðsmenn Kenzo í Skandinavfu binda miklar vonir við tfsku- messuna í Kaupmannahöfn. „Við höfuin að undanförnu ver- ið að sjá umtalsverðan straum Svfa til sýningarinnar og nýja Eyrarsundsbrúin eykur jafnvel í Bellacenter Kenzo spáði fyrir um bleiku sumartískuna 2000 á sýning- um sínum í fyrra. Nú er að sjá hveiju hann spáir á tískumess- unni í Kaupmannahöfn fyrir undirfatatfskuna 2001. enn áhuga þcirra á sýningunni," er haft. eftir Mogens Trepka hjá Kenzo í fréttabréfi Bellacenter. Alþjóðlega tfskumessan í Kaupmannahöfn var síðast hald- Á sýningu Dior fyrir sumarið í ár var m.a. sýndur þessi fatn- aður; stuttbuxur, stígvél og sólgleraugu. Nú er Dior á leið til Danmerkur með ámóta efnislftinn fatnað. in í febrúar sl. Þá voru gestir hennar tæplega 20 þúsund, þar af langflestir Danir, en íslenskir gestir voru 114 talsins, sain- kvæmt birtum aðsóknartölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.