Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 19 Utanríkisráðherrar Bandaríkj anna og Norður-Kóreu funda í Bangkok Sögulegur fundur í táknrænum skilningi Bangkok. Keutors. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að fundur sinn með Paek Nam- sun, norðurkóreskum starfsbróður sínum, í Bangkok hafi verið „sögu- legur í táknrænum skilningi" og að hún hafi nú auknar vonir um að friðvænlegra verði á Kóreuskaga. „Fundur minn í dag með Paek utanríkisráðherra var hæverskur að efni til en að sama skapi sögu- legt skref frá einangrun og fjand- semi fyrri tíma,“ sagði Albright við fréttamenn eftir fundinn. Fundur Albrights og Paeks er fyrsti fundur svo háttsettra ráðamanna ríkjanna tveggja allt frá því Kóreustríðinu lauk. „Nú er ég einnig nokkuð von- betri um horfur á langvarandi friði á Kóreuskaga og á svæðinu öllu.“ Albright sagði jafnframt eftir fundinn að henni hafi ekki tekist að ná fram frekari upplýsingum um fregnir af tilboði N-Kóreustjórnar þess efnis að þeir hyggist láta af framleiðslu á langdrægum eldflaug- um gegn því að fá aðgang að vest- rænni geimvísindaþekkingu. Vladi- mír Pútín, forseti Rússlands, lét svo um mælt eftir fund sinn með ráðamönnum í N-Kóreu á dögunum að stjórnvöld hefðu í hyggju að hætta eldflaugasmíði ef þeir gætu notið aðstoðar annarra ríkja í mál- efnum er varðar geimrannsóknir. Ný bráðabirgðastjórn tekin við á Fídjí Ætlar að hygla frumbyggjunum Suva. AFP. V NY ríkisstjórn tók við völdum á Fídjí-eyjum í gær og er það yfirlýst markmið hennar að berjast fyrir hagsmunum frumbyggja á eyjunum fremur en hagsmunum eyjaskeggja af indverskum uppruna, sem eru í minnihluta. Hálfur þriðji mánuður er síðan George Speight, leiðtogi þjóðernissinnaðra uppreisnar- manna, steypti ríkisstjórn Ma- hendras Chaudrys af stóli, en Chau- dry var fyrsti forsætisráðherrann sem tilheyrði minnihlutanum. Aætlað hafði verið að bráða- birgðastjórn nýs forsætisráðherra, Laisenias Qarases, tæki við völdum í síðustu viku, en af því varð ekki vegna hótana Speights um óeirðir ef fulltrúum er fylgdu honum að málum yrði ekki tryggt sæti í stjórninni. Speight var handtekinn fyrr í vikunni og á yfir höfði sér ákæru fyrir landráð. Enginn stuðn- ingsmanna hans á sæti í nýju stjórninni. Qarase mun sitja að völdum í þrjú ár, en þá verður efnt til kosninga samkvæmt nýrri stjórnarskrá sem kveður á um að einungis frum- byggjar megi sitja á æðstu valda- stólum. Þótt uppreisnarmenn hafi orðið undir í átökunum er stefna Qarases að mörgu leyti í samræmi við kröfur þeirra, t.d. um að minni- hlutinn megi ekki fara með völd. Kennir Indverjum um Qarase hefur lýst því yfir að stjórn sín muni hygla frumbyggjum á kostnað minnihlutans. Eyja- skeggjar af indverskum uppruna eru um 44% íbúa eyjanna, en eru ráðandi afl í efnahagslífinu. Þegar Qarase tók við embætti í gær sagði hann m.a.: „Þeir sem hafa krafist þess að stjórnarskráin frá 1997 taki aftur gildi og að flokkur Chaudrys taki við völdum hafa ekki raunsætt viðhorf til stjórnmálaástandsins hér.“ Hann sagði að takast yrði á við meginástæður óánægju flestra Fídjíbúa með síðustu ríkisstjórn. „Fídjíbúar kenna stjórnarskránni um, við kennum indversku íbúunum um óhamingju okkar.“ Nýja ríkisstjórnin var umsvifa- laust fordæmd á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra Astralíu, John Downer, sagði: „Þetta er ekki lýð- ræðislega kjörin ríkisstjórn. Við okkur blasir enn sá harmleikur, að lýðræðislega kjörinni stjórn var steypt.“ Reuters Nýr forsætisráðherra Fí^jíeyja, í miðið, ásamt tveim samráðherrum sínum eftir að þeir sóru embættiseiða. Air France neitar fregnum um umfangs- mikla viðgerð París. APP, Reuters. FRANSKA flugfélagið, Air France, bar í gær til baka fregnir franskra fjölmiðla þess efnis að sl. þriðjudagsmorgun hefði farið fram umfangSmikil viðgerð á eft- irbrennara á einum af fjórum hreyflum Concorde-þotunnar sem fórst seinna þann dag með þeim afleiðingum að 114 manns létust. Blaðið Le Parisien greindi frá því að flugvirkjar hefðu skipt um steinolíudælu á eftirbrennaran- um á hreyfli númer tvö, sem er innri hreyfillinn bakborðsmegin. Eftirbrennari eykur þrýsting hreyfilsins við flugtak og á flugi og eru Concorde-þotur einu far- þegaflugvélarnar með slíkan búnað. „Air France harmar villandi fréttaflutning tilhæfulausra og villandi upplýsinga,“ sagði í yfir- lýsingu frá félaginu. „Þann 25. júlí voru gerðar reglubundnar prófanir á Concorde F-BTSC [einkennisstafir þotunnar] sem gerðar eru daglega í samræmi við ábendingar áhafnarinnar eft- ir hverja flugferð. Þessu lauk með vélarprófun." Sprunginn hjólbarði? Flugfélagið hafði greint frá því . á miðvikudaginn að flugvirkjar hefðu skipt um knývendi á hreyfli númer tvö áður en þotan fór af stað. Knývendir er notaður til að hægja á vélinni við lend- ingu eða ef hætta þarf við flug- tak. Sérfræðingar hafa þó tekið fram, að engar vísbendingar séu um tengsl milli knývendisins og eldsins sem kom upp í væng vél- arinnar í flugtakinu. Rannsóknin á slysinu hefur nú beinst að þeim möguleika að sprenging hafi orðið í vélinni vegna þess að tætlur úr sprungn- um hjólbarða hafi lent í loftinn- taki bakborðshreyflanna. Rann- sóknarnefnd flugslysa í Frakklandi (BEA) greindi frá því að tægjur úr hjólbörðunum hefðu fundist á flugbrautinni eftir að þotan fórst. „Hjólbarðarnir eru undir svo gífurlegu álagi - þeir eru á stærð við vörubílshjólbarða en eru gerðir fyrir rúmlega 300 km hraða - að ef eitthvað skýst frá þeim þá er það eins og úr byssu,“ sagði fyrrverandi flugvirki sem vann við breskar Concorde-þot- ur. Fulltrúi launþegasamtaka flugvirkja í Frakklandi sagði að aðeins einu sinni hefði dekk sprungið á franskri Concorde í flugtaki. Hefði það gerst í Was- hington 1984 en vélin komist á loft og snúið við og lent heilu og höldnu. „Það væri mjög óvenju- legt ef dekk hefði lent í hreyflin- um, en það geta orðið slys vegna þess að það sem er óvenjulegt getur gerst,“ sagði talsmaður flugmálafræðiritsins Janes In- formation Services. Air France tilkynnti í gær að allt flug Concorde-þotna félags- ins myndi liggja niðri uns annað yrði ákveðið. Græningjaflokkur- inn, sem á aðild að frönsku ríkis- stjórninni, krafðist þess að þot- urnar yrðu teknar úr notkun fyrir fullt og allt og settar „á safn“. Þær væru byggðar á tækni frá sjöunda áratugnum „það er að segja, frá síðustu öld, einskon- ar heilagt gallískt skrímsl," sagði talsmaður Græningja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.