Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bill Clinton Bandaríkjaforseti varar Palestínumenn við Einhliða yfírlýsing væri „mikii mistök“ Jcrúsalom. AP, AFP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti segir að það væru „mikil mistök“ af hálfu Palestínumanna að lýsa ein- hliða yfir stofnun sjálfstæðs ríkis, svo sem þeir hafa hótað að gera. Lét Clinton þessi orð falla í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð. „Ég held að það væru mikil mis- tök að ráðast í einhliða aðgerðir og snúa baki við friðarumleitununum, og ef svo fer mun það hafa áhrif, ekki aðeins hér, heldur um allan heim,“ sagði Clinton þegar hann var spurð- ur um hótanir Yassers Arafats, for- seta heimastjórnar Palestínumanna, um að lýsa einhliða yfir sjálfstæði. Arafat hefur sagt að Palestínu- menn séu reiðubúnir að gefa út einhliða yfirlýsingu 13. september, en deiluaðilar fyrir botni Miðjarðar- hafs hafa sjálfir gefið sér frest þang- að til til að komast að endanlegu friðarsamkomulagi. í sameiginlegri yfirlýsingu sem Israelar og Palestínumenn gáfu við lok friðarviðræðna í Bandaríkjunum nýverið segir m.a. að þeir geri sér grein fyrir mikilvægi þess að „forð- ast einhliða aðgerðir sem gera fyrir- íram út um viðræður." Arafat hefur síðan þá ekki svarað beinum spurn- ingum um frestinn til 13. september. Ríkisstjórn Ehuds Baraks, for- sætisráðherra Israels, hékk á bláþræði í gær þegar utanríkisráð- herrann, David Levy, ítrekaði hót- anir sínar um að segja af sér í mót- mælaskyni við þær tilslakanir sem Barak hafi gert í friðarviðræðunum í Bandaríkjunum. „Ég er enn í stjórninni, en ég mun taka ákvörðun um framhaldið eftir fund með forsætisráðherra á sunnu- dag,“ sagði Levy. Vantrauststillaga gegn stjórninni verður rædd á þing- inu á mánudag, en Levy hefur ekki viljað segja hvaða afstöðu hann taki þá. Þrír flokkar hættu þátttöku í stjórn Baraks áður en hann hélt til Bandaríkjanna, og segja fréttaskýr- endur að ef Levy verði á brott ásamt flokksbroti sínu muni það flýta fyrir því að boðað verði til kosninga. Gúsínskí sag'ður hafa samið við stjórnvöld í Kreml Moskvu. AFP. RÚSSNESKIR fjöl- miðlar sögðu í gær að fjölmiðlajöfurinn Vla- dímír Gúsínskí hefði samið við stjórnvöld í Krernl um að hann myndi hætta að hafa afskipti af rússnesk- um stjórnmálum gegn þvi að saksóknarar hættu við ákæru á hendur honum. Dagblaðið Nezavíss- ímaja Gazeta, sagði að „samkvæmt þessu hneykslanlega sam- komulagi á Gúsínskí að búa í kyrrþey er- lendis, njóta hagnað- arins af fjölmiðlafyrirtækjum sín- um í Rússlandi, en forðast að skipta sér af stjórnmálunum". Gúsínskí, sem á fjölmiðlafyrir- tækið Media-Most, var haldið í fangelsi í þrjá daga í júní vegna rannsóknar á meintum fjársvikum hans í tengslum við einkavæðingu sjónvarpsstöðvar í Pétursborg. Til- kynnt var í fyrradag að mál hans hefði verið fellt niður vegna skorts á sönnunum. „Sakamálið á hendur Gúsínskí snerist aðeins um stjórnmál, það að draga úr áhrifum fjölmiðla stjórnarandstöðunnar, og efna- hagsmál, það að end- urúthluta eignum," sagði Nezavíssímaja Gazeta. Gúsínskí veitt „friðhelgi“ Viðskiptadagblaðið Vedomosty sagði að rússnesk stjórnvöld hefðu veitt Gúsínskí „friðhelgi" til að sefa áhrifamikla kaupsýslumenn fyrir fund þeirra með Vla- dímír Pútín forseta í Kreml í gær. „En þessi friðhelgi kann að reynast dýrkeypt,“ bætti blaðið við. „Þetta getur ann- aðhvort verið spurning um að ríkið fái hlutabréf Media-Most í NTV [sjónvarpsstöð í eigu Gúsínskís] eða að fjölmiðlar Media-Most fari mýkri höndum um stjómvöld í Moskvu.“ Dagblaðið Segodnja, sem er í eigu Media-Most, sagði ekkert um hvort Gúsínskí hefði samið við stjórnvöld í Kreml. „Þetta líkist ríkisbrambolti: kaupsýslumaður er beittur þvingunum, eignir hans gerðar upptækar og honum er ógn- að. Og að lokum er sagt opinskátt við hann: ef þú hegðar þér illa hefst þetta aftur,“ sagði Segodnja. Fjölmiðlar Gúsínskís höfðu gagnrýnt Pútín og stjórn hans og margir töldu því að rannsóknin á máli hans væri liður í því að skerða málfrelsið í landinu. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins fagnaði því að málið var fellt niður. „Með ásökununum á hendur Gús- ínskí virtist dómskerfið hafa verið misnotað til að hrella þá, sem hafa gagnrýnt stjórnina, og ógna þeim,“ sagði talsmaðurinn. Pútín reynir að draga úr spennunni Um það bil 20 viðskiptajöfrar ræddu við Pútín í Kreml í gær og markmiðið með fundinum var að draga úr spennunni í rússneska viðskiptalífinu vegna rannsókna skattalögreglunnar og saksóknara á meintum efnahagsglæpum auð- kýfinga sem sölsuðu undir sig rík- iseignir með vafasömum hætti í forsetatíð Borís Jeltsíns. Fréttastofan Interfax sagði að Pútín hefði sagt við viðskiptajöfr- ana að rannsóknirnar á málum þeirra væri þeim sjálfum um að kenna. „Við þurfum að ræða hvað beri að gera til að samskipti okkar verði lýðræðisleg og gagnsæ," hafði fréttastofan eftir forsetanum. Stjórnmálaskýrendur töldu ólík- legt að fundurinn dygði til að koma samskiptum stjórnvaldanna og við- skiptajöfranna í eðlilegt horf. „Rússneskir kaupsýslumenn hafa fylgst ráðvilltir með því hvernig stjórnin hefur fært vald- beitinguna frá Kákasushéruðunum yfir á efnahagssviðið,“ sagði Pjotr Mostovoi, formaður Hringborðs rússneskra fyrirtækja. „Löggæslu- stofnanir eru að reyna að sanna að þekktustu fulltrúar viðskiptalífs- ins, stærstu fyrirtækjanna sem framleiða um helminginn af allri þjóðarframleiðslu Rússlands, séu stórglæpahyski." Gúsínskí var ekki á fundinum þar sem hann dvelur nú með fjöl- skyldu sinni á Spáni. Athygli vakti að auðkýfingnum Borís Berezovskí var ekki heldur boðið á fundinn. Berezovskí hefur sakað Pútín um að stórskaða efnahag Rússlands með því að eyðileggja stærstu fyrirtæki landsins. Kvenvænar herþotur Lundúnum. Morgunblaðið. NÝJAR hljóðfráar Eurofighter- herþotur, sem teknar verða í notk- un í ágúst á næsta ári, hafa verið hannaðar með það að markmiði að auðvelda kvenflugmönnum að fljúga þeim, að sögn Lundúna- blaðsins The Times. Einnig hefur búningurinn, sem flugmenn Eurofighter-þotnanna klæðast, verið lagaður að kven- líkamanum og stýrisklefa þotn- anna hefur jafnframt verið breytt til þess að gera hann þægilegri í notkun fyrir konur. Stýritæki og pinnar í flugstjórnarklefanum hafa verið gerð kvenvænni með því að gera þau léttari í notkun. Hjálmur flugmannanna hefur verið endur- hannaður með tilliti til kvenna og framleiddur úr lóttari efnum með breyttum þyngdarpunkti til þess að aðlagast minni höfuðstærð. Enn sem komið er fylla einungis karlmenn hóp þeirra bresku flug- manna sem fljúga Eurofighter- þotunum en ekkert þykir standa í vegi fyrir því að konur geti nú slegist í hópinn. Gúsinskf ræðir við fréttamenn. Reuters Arafat myndar sigurmerki með fingrunum á fundi með stuðnings- mönnum sfnum í borginni Ramallah á Vesturbakkanum þar sem honum var fagnað sem hetju eftir heimkomuna frá Camp David. Arafat verð- ur að velja eftir Amos Oz © Amos Oz 2000 Ég sit við sjónvarpið í dagstof- unni, sé Arafat fagnað sem hetju við heimkomuna á Gaza og það fyrir að hafa hafnað friði við ísra- ela. Allt Gaza-svæðið er þakið fán- um og vígorðum þar sem hinn „palestínski Saladín" er hylltur. „Velkominn heim, Saladín okkar tíma,“ er skrifað á veggina. Ég horfi, þögull, agndofa, og get ekki annað en rifjað upp að Saladín sol- dán lofaði arabísku þjóðinni að hann myndi ekki semja við heið- ingja, hann myndi stráfella þá og fleygja þeim í hafið. Ég sé Arafat í herbúningi. Þetta er Arafat klæddur eins og Che Guevara og hylltur eins og Saladín; hjartað flökrar í brjósti mér. Þegar árið 1967 var ég einn af örfáum ísraelum sem hvöttu til þess að deilan yrði leyst með tveimur nágrannaríkjum, með Jerúsalem sem höfuðborg beggja, með gagnkvæmri viðurkenningu. Síðan þá kom þjóð mín fram við mig í mörg ár sem svikara. Börnin mín voru svívirt í hvívetna í skóla, sökuð um að vera börn manns sem vildi falbjóða föðurland sitt. Og eftir öll þessi erfiðu ár fór Ehud Barak til Camp David í því skyni að bjóða þá lausn sem ég spáði fyrir um það bil þrjátíu árum. Ég staldra við til að hugsa. Ég minnist þess að í gamla daga hefði einn símklefi nægt til að hýsa allt þjóðþing þeirra Israela sem börð- ust fyrir friði. Hægt var að telja okkur á fingrum sér, örlítinn minnihluta meðal minnihluta. Nú er allt breytt. Rúmur helmingur þjóðarinnar stendur með okkur. Og samt segja Palestínumenn nei. Þeir halda því til streitu að þeir hafi „rétt til að snúa aftur“, þótt við vitum öll að hér um slóðir er „rétturinn til að snúa aftur“ arabískt veigrunarorð fyrir út- rýmingu ísraels. Arafat krefst ekki aðeins réttarins til að stofna Palestínuríki, réttar sem ég styð heilshugar. Núna krefst hann þess að palestínsku útlagamir fái að snúa aftur, ekki aðeins til Pal- estínu, heldur einnig ísraels, sem verður til þess að lýðfræðilega jafnvægið raskast og Israel breyt- ist í arabaríki 26. aldarinnar. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft eru til margar milljónir Þjóðverja sem fá aldrei að snúa aftur til fyrri heim- kynna sinna í Póllandi, Austur- Prússlandi eða Súdetalandi. Palestínumenn eiga rétt á eigin ríki, frjálsri og sjálfstæðri Palest- ínu. En vilji þeir einnig fá ísrael ættu þeir að vita að ég er tilbúinn að verja land mitt; gamall friðar- sinni sem er tilbúinn að berjast fyrir því að ísrael lifi af. Ég tel að þetta verði síðasta tækifærið: Pal- estínumenn þurfa að velja hvort þeir vilji nýjan Saladín eða beita sér fyrir friði í fullri einlægni. Tímabært er fyrir Arafat að ákveða hvort hann vilji að í sög- unni verði hans minnst sem Pols Pots eða Nelsons Mandela. Hann getur ekki verið hvor tveggja. Höfundur er (sraelskur rithöfundur. i - m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.