Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 21 NEYTENDUR Illa verðmerkt í sýningargluggum verslana Overðmerkt í 47% tilvika NÆSTUM helmingur verslana er með vörur óverðmerktar í sýningar- gluggum eða í 47% tilvika. í 32% sýningarglugga eru verðmerkingar í lagi og í 21% er þeim áfátt. Þetta kemur fram í könnun sem Samkeppnisstofnun lét gera í síðast- liðnum mánuði á verðmerkingum í 686 sérverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Að sögn Kristínar Færseth, deild- arstjóra hjá Samkeppnisstofnun, var hlutfall óverðmerktrar vöru í gluggum 26% í fyrra og hefur því verðmerkingum í sýningargluggum hrakað verulega undanfama mán- uði. „Mikið skortir á að verðmerk- ingar geti talist viðunandi í sýning- argluggum verslana en verðmerkingar eru almennt góðar inni í verslunum. í 87% tilvika reyndust verðmerkingar inni í versl- unum óaðfinnanlegar en hlutfallið var 83% í sambærilegri athugun sem gerð var í fyrra. í 11% tilvika er verðmerkingum áfátt og í 1% tilvika eru vörur inni í verslunum óverð- merktar. Mikið skortir á að verðmerkingar geti talist viðunandi í sýningar- gluggum verslana. Þessi mál eiga að vera í lagi.“ í sama streng tekur Ivar Sigur- jónsson, markaðsstjóri Kringlunn- ar. Hann segir ábendinguna frá Samkeppnisstofnun þarfa og að í kjölfar þessara niðurstaðna verði kaupmönnum Kringlunnar sent bréf þar sem þeir eru hvattir til að koma þessum málum í lag hið snar- asta. Athugaðar voru verðmerkingar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Sel- tjamamesi. Verðmerkingar verslana í júní á höfuðborgarsvæðinu Samtals voru kannaðar verðmerkingar í 686 verslunum ... í sérverslunum Borið saman við júní 1999 P I Verðmerking í lagi I l Verðmerkingu áfátt I--1 Óverðmerkt INN í SÝNINGAR- IVERSLUN GLUGGA ... í sýningargluggum Skipting eftir verslunargreinum Skóverslanir Bóka- og ritfangaverslanir Byggingavöruverslanir Heimilistækja-, húsgagnav. ofl. Sportvöru-, leikfangaversl. ofl. Úra-, skartgr.-, Ijósmyndaversl. ___________Snyrtivöruverslanir Fata- og vefnaðarvöruverslanir Lyfjaverslanir Blómaverslanir 79% 44% 1 250/o 210/0 1 26% [ 19%] 30% 29% 28% J 20% ||fj 29% 14% [ 17% Skóverslanir til fyrirmyndar Þegar litið er á verðmerkingar eftir verslunargreinum kemur vem- legur munur í Ijós „Skóverslanir skera sig til dæmis úr hvað góðar verðmerkingar í gluggum varðar. Lyija- og blómaverslanir skera sig hins vegar úr hvað lélegar verð- merkingar snertir." Kristín segir að til að samkeppni sé virk í verslun og viðskiptum þurfi neytendur að bera gott skynbragð á verð. „Verðmerkingar em ein af for- sendum þess að neytendur geti fylgst með verðlagi. Góðar verð- merkingar í sýningargluggum em mikilvægar þar sem þær auka yfir- sýn og spara neytendum tíma. Sam- kvæmt lögum eiga þeir rétt á að all- ar vörur séu verðmerktar." Ragna S. Óskarsdóttir, formaður Laugavegssamtakanna og eigandi bamafataverslunarinnar Krflisins, segist fagna þessum ábendingum frá Samkeppnisstofnun og að niður- stöðumar séu óviðunandi fyrir neyt- endur. „Laugavegssamtökin munu gera átak í að bæta verðmerkmgar fyrir haustið og fá kaupmenn tfl að taka á þessum málum af alvöm. ÍSLENSKAR kartöflur era komn- ar í verslanir á höfuðborgarsvæð- inu. Verðið er misjafnt eftir versl- unum en um er að ræða premier-kartöflur og gullauga sem er ýmist nýkomið eða væntanlegt. I gær var lægsta verðið í verslun- um Bónuss, Nettó og Nóatúns, þar sem íslenskar nýjar kartöflur kost- uðu 99 krónur kflóið. Dýrastar vom þær í Nýkaupi, á 348 krónur kílóið. „Við erum með nýjar, íslenskar kartöflur í lausu á 99 krónur kflóið og síðan eram við einnig að selja þær í tveggja kílóa pokum á 198 krónur, “ segir Gauti Þorgilsson, rekstarstjóri Bónuss. Aðspurður kvaðst Gauti ekki eiga von á því að verðið mjmdi lækka frekar. „Þetta er ný upp- skera og sumar verslanir em að bjóða kartöflumar á háu verði. Hvers vegna þessi verðmunur er milli verslana veit ég ekki, hér er að minnsta kosti ekki um gæðamun að ræða. Við emm að kaupa kartöfl- umar beint af bónda og okkur finnst einfaldlega fráleitt að það sé verið að selja þær á yfir þrjúhund- ruð krónur kílóið,“ segir Gauti. Sveinn Sigurbergsson, verslun- Kartöflustríð að hefjast í verslunum Kílóið kostar frá 99 krómim arstjóri Fjarðarkaupa, sagði að sá sem þeir væra að kaupa kartöflum- ar af væri að handmoka þeim upp. „Við bjóðum eingöngu upp á tveggja kílóa poka enn sem komið er og þeir kosta 240 krónur. Þess má geta að við eigum lítið af þeim, þetta er ekki farið almennilega af stað ennþá. Það er engin spurning að verðið mun lækka.“ Aðspurður sagði Sveinn vera gæðamun á milli kartaflnanna bæði hvað varðar útlit og stærðir. Gullauga væntanlegt „Við höfum nú ákveðið að lækka premier-kartöflur okkar í lausu úr 348 krónum kílóið í 99 krónur kflóið í dag,“ segir Jón Þorsteinn Jóns- son, markaðsstjóri Nóatúns. „Með þessu erum við að svara tilboði Bónuss. Birgjar okkar hafa ákveðið að bakka okkur upp í þessari verð- lækkun og menn eru því að greiða með vörunni. Þess má geta að skila- verð til bænda er langt á annað- hundrað krónur. Við emm að bíða eftir sendingu af gullauga-kartöflum og munum fá þær í lok dagsins eða í fyrramálið. Verðið á þeim er ekki komið á hreint ennþá en það mun verða dýrara.“ Að sögn Olafs Inga Gunnarsson- ar, deildarstjóra Nettó, kosta glænýjar íslenskar kartöflur 258- 298 krónur í tveggja kílóa pokum. „Við eram síðan einnig með kartöfl- urnar í lausu og þær kosta 99 krón- ur kflóið og það má alveg reikna með verðlækkun hjá okkur fljót- lega.“ Nýkaup seldi í gær kartöflurnar á 348 krónur kflóið. Að sögn Árna Ingvarssonar, innkaupastjóra Nýkaups, vonar hann að verðið fari að lækka en framboð hefur verið lítið. „Bændur hafa haldið uppi til- tölulega háu verði hingað tfl, við vomm að fá fyrstu uppskemna í ár og hún er sérstök að því leyti að kartöflurnar em ræktaðar í heitum kartöflugarði." Magnús Örn Guðmarsson, inn- kaupastjóri ferskvöra í 10-U-búð- unum, segir þá vera að selja kar- töflumar á 149 krónur kflóið í lausu. „Við höfum verið að fylgja markaðnum og von er á frekari lækkun bráðlega. “ Hagkaup selur kartöflumar á 129 krónur kflóið og að sögn Victors Kiernan, innkaupafulltrúa Hagkaups, er ekki hægt að segja til um það ennþá hvert framhaldið verður þar sem þetta fari allt eftir framboði.“ tyrstu Tívolífaramir em komnir heim eftir meiriháttar vel heppnaða ferð, með Lottóinu til Köben. Verður þín fjölskylda ein af fjórum sem skella sér í fjörið næst? Ef þú kaupir 10 raðir áttu mikla möguleika á stórkostlegri skemmtiferð. .. Draumarnir rætast i milli lerða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.