Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. J ULI 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 27 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SNORRASTOFA AFHENT Á REYKHOLTSHÁTÍÐ SÖGULEG athöfn fer fram síð- degis í dag í Reykholti, en þá verður Snorrastofa formlega afhent til notkunar. Þar með er stórt skref stigið til að gera Reykholt að því menningarsetri, sem hugur margra stefnir að, með áherzlu á varðveizlu menningararfsins og þá sérstaklega verk Snorra Sturlusonar. Reykholt er sú jörð, ásamt Skál- holti og Hólum, sem í hugum íslend- inga er einna tengdust sögu lands og þjóðar. Frændur vorir Norðmenn líta einnig á Reykholt sem helga jörð vegna Snorra og varðveizlu á sögu þeirra í ritum hans. Þeir hafa líka sýnt Reykholti mikla ræktarsemi og lagt mikið af mörkum við uppbygg- ingu þar. Það er því við hæfí, að við afhendingu Snorrastofu verður fjöldi Norðmanna viðstaddur og í farar- broddi verða konungshjónin Har- aldur V og Sonja drottning. Ætt kon- ungs hefur lengi tengzt uppbyggingu Reykholts, því það var Olafur krónprins, síðar Olafur V, sem af- henti Islendingum árið 1947 styttu Gustavs Vigelands af Snorra Sturlu- syni, sem enn prýðir staðinn og dreg- ur marga þangað. Þetta mun vera annað af tveimur verkum Vigelands, sem eru utan Noregs, en margir land- ar hans telja hann mesta myndhöggv- ara sinn fyrr og síðar. Ólafur konung- ur var einnig viðstaddur í Reykholti, þegar hornsteinninn var lagður að nýju kirkjunni og Snorrastofu árið 1988 og afhenti þá þjóðargjöf Norð- manna til Snorrastofu, eina milljón norskra króna. Snorrastofa geymir mikið og merkt bókasafn Reykholtsstaðar, sem rekja má til þess, að Einar Hilsen, maður af norskum ættum, sem var fulltrúi Norður-Dakotaríkis á Aiþingishátíð- inni 1930, gaf til Reykholts safn af út- gáfum á verkum Snorra. Mörg merk einkasöfn íslenzkra manna hafa og verið gefin til Reykholts eða keypt, m.a. safn Tryggva Þórhallssonar, for- sætisráðherra, skömmu fyrir 1940. Við vígslu nýju kirkjunnar 1995 var undirrituð formleg stofnskrá sjálfs- eignarstofnunarinnar Snorrastofu og samstarfssamningur ríkis og aðila í héraðinu. Að frumkvæði Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, var síðar ákveðið, að í Snorrastofu verði starfandi rannsóknarstofnun í íslenzkum og evrópskum miðalda- fræðum. I Reykholti fer nú fram fornleifa- uppgröftur og hafa ýmsar merkar minjar fundizt og munu bætast við þær minjar, sem fyrir voru á staðn- um, svo sem Snorralaug. Skólahald hefur verið lagt niður í Reykholti, en mikil uppbygging hefur verið á staðn- um tengd kirkju, fræðasetri og ferða- þjónustu. Mikil menningarhátíð er í Reyk- holti þessa helgi, frá föstudegi til sunnudags. Tónleikar eru haldnir alla dagana með þátttöku íslenzkra og erlendra tónlistarmanna. Athöfn vegna afhendingar á húsnæði Snorrastofu fer fram í kirkjunni, sem er samtengd henni, og þar verður m.a. frumflutt verk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson við texta eftir Snorra Sturluson. Síðdegis verður flutt léik- gerð „Kristskonunganna" eftir Johannes Heggland, sem fjallar um kristnitökuna í Noregi og flytjendur eru á annað hundrað íbúar frá eynni Mostri. Meðal norsku gestanna í Reykholti eru margir sveitarstjórn- armenn, sem hafa lagt lið uppbygg- ingu Reykholts. Það er við hæfi og fagnaðarefni, að íslendingar og Norðmenn hafa tekið höndum saman um að búa Reykholti þá umgjörð, sem hæfir minningu Snorra Sturlusonar, sagnaritarans, sem skráði sögu þeirra og annarra norrænna manna. Reykholt verður tákn um sameiginlega menningar- arfleifð frændþjóðanna og ekki sízt um þá ræktarsemi, sem Norðmenn hafa sýnt henni. Þeir eru því miklir aufúsugestir í Reykholti á þessum merku tímamótum í sögu staðarins. ATVINNULEYSIOG LAUNASKRIÐ Fram eftir þessum áratug var verulegt atvinnuleysi á Islandi eins og reyndar víða í Evrópu. Á meg- inlandinu er enn verulegt atvinnu- leysi, þótt það fari minnkandi. Á ís- landi er atvinnuleysi svo gersamlega horfíð að einn helzti vandi vinnu- markaðarins er að finna fólk til starfa og jafnframt samkeppni á milli fyrir- tækja um starfsfólk, sem hefur valdið verulegu launaskriði. Eftirspurn eftir vinnuafli er komin á það stig, að það eru ekki lengur ein- vörðungu fiskvinnslufyrirtæki, sem leita eftir því að flytja inn vinnuafl. Nú eru það líka fyrirtæki í verktöku og byggingariðnaði og mörg fyrir- tæki, sem starfa á mjög sérhæfðu sviði. Vel menntað og hæft starfsfólk, ekki sízt í fjármálageiranum og í tölvuiðnaði getur nánast skammtað sér laun, svo mikil er samkeppni milli fyrirtækja um starfsmenn á þessu sviði. Þess eru dæmi að fólk fái greidda eingreiðslu fyrir það eitt að koma til starfa í fyrirtæki. Þetta er mikil breyting frá því, sem áður var en jafnframt er ljóst, að það er óskemmtilegt fyrir fyrirtæki að standa frammi fyrir því, að um leið og starfsmenn hafa hlotið nægilega þjálfun til þess að blómstra á sínu sviði eru þeir horfnir til annarra starfa í þágu annarra fyrirtækja. Þessi samkeppni um vinnuafl er verulegt vandamál, sem veldur marg- víslegri truflun í rekstri fyrirtækj- anna. En þetta er vandi velmegunar og velgengni en ekki vandi samdrátt- ar og kreppu eins og atvinnuleysið var. Þeir sem koma hingað til starfa frá öðrum löndum flytja með sér marg- víslega þekkingu, sem kemur okkur að góðum notum, auk þess sem þeir skapa eftirsóknarverða fjölbreytni í þjóðlífinu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu hliðar velgengni okkar megum við gæta þess að spenna bogann ekki of hátt. Þá getur illa farið. Islendingi vel fagnað við komuna til L’Anse aux Meadows L’Anse aux Meadows. Morpunblaðið. VÍKINGASKIPINU ís- lendingi var vel fagnað þegar það kom til L’An- se aux Meadows á Ný- fundnalandi í gær en um fimmtán þúsund manns tóku þátt í sérstakri hátíðardagskrá sem efnt var til af þessu tilefni. Islendingur lagði úr höfn í Reykjavík 24. júní síðastlið- inn en ferð hans var farin til að minnast þess að eitt þúsund ár eru nú liðin síðan norrænir menn sett- ust að í vesturheimi en það voru þau Helge og Anne Stine Ingstad sem fundu minjar um búsetu nor- rænna manna í L’Anse aux Mea- dows árið 1961. Hátíðarhöld vegna komu skips- ins fóru fram á stað sem kallast Norstead og hefur verið byggður sérstaklega fyrir ferðamenn í tengslum við rústimar í L’Anse aux Meadows. Við Norstead, sem er um tvo kílómetra frá L’Anse aux Mea- dows, hefur verið komið fyrir vík- ingahúsum, skálum og kirkju og nýtti mikill fjöldi ferðamanna tæki- færið í gær og skoðaði þessa byggð en við skipulag hennar var reynt að líkja sem mest eftir byggð nor- rænna manna við L’Anse aux Mea- dows, eins og menn telja að hún hafi litið út. Efnt var til glæsilegrar sýningar í tilefni hátíðarhaldanna í gær og hafði fjöldi fólks klætt sig eins og víkingar. Áttust sumir við með sverðum og spjótum, líkt og gert var til forna. Ferðamenn létu sér vel líka þessi skemmtanahöld, keyptu ýmsan varning tengdan vík- ingum og börn létu taka myndir af sér með fullklæddum víkingum, handléku vopn þeirra og veifuðu fánum Islands og Noregs, svo eitt- hvað sé nefnt. Hápunktur dagskrárinnar var hins vegar koma Islendings og tólf annarra víkingaskipa, sem fylgdu Islendingi eftir síðasta spölinn. Var þar um að ræða bandarísk, hol- lensk, sænsk og dönsk víkingaskip sem ekki höfðu lagt í ferðina yfir hafið heldur voru flutt eftir öðrum leiðum eða smíðuð á staðnum. Gunnar Marel faðmaður við komuna í land Margir höfðu mætt snemma á staðinn til að hafa sem best útsýni þegar íslendingur kæmi inn fjörð- inn. Komu menn sér fyrir við ströndina, á klöppum neðan við Norstead, og settu sumir sjónauka á loft til að fylgjast með því þegar víkingaskipin nálguðust. Þegar Islendingur var lagstur við stjóra úti fyrir höfninni yfirgaf áhöfnin skipið og fór um borð í hraðbát, nema hvað róið var með Gunnar Marel Eggertsson, skip- stjóra íslendings, í land í hefð- bundnum árabáti heimamanna á Nýfundnalandi. Var áhöfninni fagnað vel og inni- lega þegar hún gekk í land. Hópur frumbyggja tók á móti henni með sérstökum trommudansi og síðan stigu fram þrír indíánahöfðingjar, þ.e. fulltrúar frumbyggja, en þeir vöktu athygli á því að þó að verið væri að halda upp á þúsund ára afmæli víkingabyggðar í Kanada þá hefðu indjánar byggt landið sex þúsund árum áður. Bað höfðinginn, Misel Joe, sem hafði orð fyrir frumbyggjunum, um tveggja mínútna þögn til að minn- ast frumbyggja sem féllu í valinn beinlínis vegna komu Evrópubúa vestur um haf. Hann bauð síðan áhöfn íslendings velkomna og sagði að í þetta sinn kæmu menn með friði. Vildi hann innsigla þann frið með faðmlagi og faðmaði því næst Gunnar Marel. Var áhöfn Islend- ings síðan hyllt og í kjölfarið voru flutt nokkur hátíðarávörp. M.a. tóku þeir Brian Tobin, forsætisráð- herra Nýfundnalands, Herb Gray, varaforsætisráðherra Kanada, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- Morgunblaðið/Einar Falur Islendingur kom til L’Anse aux Meadows í gær ásamt þrettán öðrum eftirlíkingum víkingaskipa sem fylgdu honum til hafnar. Halldór Ásgrfmsson, utanríkisráðherra, tekur vel á móti Ellen Yngva- dóttur, en hún var eina konan um borð í íslendingi. Ólíkir menningarheimar mætast á Nýfundnalandi. Fulltrúi frum- byggja tekur í höndina á Gunnari Marel og biður hann velkominn. Gamli heimurinn og sá nýi mætast í söng á Nýfundnalandi, en kórar frá ísiandi, Noregi og Nýfundnalandi sungu í tilefni dagsins, ásamt kór frumbyggja Nýfundnalands. herra til máls. Sagði Tobin að sú staðreynd að í níu manna áhöfn ís- lendings skyldi vera ein kona sýndi og sannaði að á Islandi, rétt eins og Nýfundnalandi, væri ein kona jafn- oki átta karla. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra vottaði áhöfn Islendings virðingu sína og sagði að ferðalag Leifs Eiríkssonar og fylgdarmanna hans vestur um haf fyrir eitt þús- und árum hefði verið til marks um dirfsku og hugrekki mannskepn- unnar. Skýrði hann jafnframt frá því að íslendingar hygðust gefa fimm þúsund eintök af Islendinga- sögum til kanadískra skólastofn- ana. Gunnar Marel flutti síðan sjálfur ávarp af þessu tilefni. Þakkaði hann fyrst móttökurnar fyrir hönd áhafnar íslendings. Síðan sagði Gunnar Marel: „Þegar við loks fór- um yfir Labrador-haf og tókum stefnu í suðvestur í átt að Ný- fundnalandi fylltumst við eftir- væntingu. Er við sáum land rísa úti við sjóndeildarhringinn gátum við ekki annað en hugsað til þess hvernig víkingunum hlýtur að hafa verið innanbijósts þegar þeir sáu þetta sama land rísa úr sæ fyrir þúsund árum, og hversu fegnir þeir hljóta að hafa verið við það að koma loksins auga á land eftir langt ferðalag, ferðalag sem í sumum til- fellum kostaði mörg mannslíf, enda komust mörg skip aldrei alla leið. Við í áhöfninni á íslendingi erum stolt yfir því að vera komin á skipi okkar hingað til L’Anse aux Mea- dows í dag.“ Skólakór Kársnesskóla tók þátt í hátíðardagskránni En hátíðardagskráin einkenndist ekki aðeins af ræðuhöldum. Mikið var um tónlistaratriði og ýmsir leikþættir voru fluttir. Meðal ann- ars tók fimmtíu og þriggja manna skólakór Kársnessskóla í Kópavogi þátt í dagskránni en kórinn er í tón- leikaferð um Nýfundnaland um þessar mundir. Ásamt kanadískum og norskum kór tók skólakórinn síðan þátt í frumflutningi nýs og af- ar mikilfenglegs tónverks. Birtist söngfólkið allt í einu fyrir aftan að- alsviðið í Norstead og tók að flytja verk sitt en auk kóranna, sem áður eru nefndir, tók hópur inúíta þátt í flutningi þess og sungu þeir og börðu bumbur. Óhætt er að segja að veðurguð- irnir hafi brosað breitt framan í há- tíðargesti í L’Anse aux Meadows í gær en veður var bjart og fallegt og rúmlega tuttugu stiga hiti var allan daginn. Stemmning var mjög hátíð- leg og lýstu menn ánægju sinni með hvernig til hefði tekist. Dagbókarblöð Það erþví miðursvo margt hér keima sem erfáránlegra en svo að Dario Fo gœti dottið það í hug;jafnvel honum! PABLO Picasso. 6. maí, laugardagur Kvöldið Lorca varð píslarvottur og sem sh'kur mun hann lifa; ekki sízt. Hann var einnig brautryðjandi í skáldskap, bæði Ijóðlist ogleik- ritagerð. Hann var fínt skáld, að sjálfsögðu, en mér þykja Ijóð hans ekki öll jafn góð; í sumum newyork-ljóðanna er mælskan ekki borin upp af nógu þéttu myndmáli og skírskotanir of súr- realískar fyrir minn smekk; að vísu eftirminnileg flugeldasýning sundraðra mynda, sumar hafa ratað inní íslenzka ljóðlist; t.a.m. rándýrsþófar. En fínustu kvæðin eru sérstæð, ljóðræn reynsla, svo persónuleg að ekki verður betur gert. í þessum ljóðum er skáldið einn á ferð, einn með arfleifð sinni og því sem enginn á nema hann; einn með þeirri óskýranlegu til- fmningu sem gerir skáld að skáldi, en ekki fagmanni ein- göngu. Lorca er beztur þegai’ hann er á heimaslóðum og eys af þeirri auðlegð sem Dali gagnrýndi einna helzt, þegar sígaunakvæðin birtust á prenti. En allt er þetta fallegmúsík á frummálinu. Og ekki nauðsynlegt að skiija hana nema með tilfinn- ingunni; rétt eins og gamlan dróttkvæðan skáldskap, kenning- ar hans, heiti og marggleymt myndmál. Ljóðgátur Lorca standa myndgátum Dalis auðvitað nær en fomri íslenzkri skreytilist. 7. maí, sunnudagur SevíIIa Þegar við komum hingað aftur eftir þriggja tíma bílferð frá Granada gerði úrhellisrigningu með þrumum og eldingum, nátt- úrlega. Það getur rignt víðar en í Reykjavík og miðað við spænska rigningu er íslenzka regnið eins- konar vasabókarútgáfa af sólar- landarigningu, ef svo ber undir. í svona úrfelli er engu líkara en opnað sé fyrir allar flóðgáttir á himnum og samkvæmt islam situr Allah þama uppi í sjöunda himni og skrúfar frá, það höfum við a.m.k. lært hér í Al-Andalus, en það er hið máríska nafn hins múslimska heimsveldis á Spáni. Arfleifð þessa ríkis er ótrúlega frjó og áhrifamikil. Það gátum við m.a. séð á tveimur sýningum sem við rákumst á hér í miðborg Sev- illa í dag, en nú hefur glaðnað yfír veðrinu svo við ráfuðum um rétt eins og túristar gera. Önnur sýn- ingin var í Casa de la Memoria de Al-Andalus og þar em sýndir keramikvasar frá dögum már- anna, sumir mannhæða háir, aðrir minni. En það er einhver paradís- arþrá í þeim öllum, svo fallega skreyttir sem þeir eru - en á þess- ari sýningu voru einnig aldagömul málverk af Alhambra-fólki, eink- um konum. Minna á sumar mannamyndir Errós eins og þær eru málaðar af nákvæmni og stakri tillitssemi við fyrirmynd- imar, þ. á m. málverk af fallegri konu sem les í bók, mér skilst hún hafi verið skáld þar um slóðir á sínum tíma. Orðið skáld í fom- grísku meridr sá sem skapar, sköpuður. Þá var ljóðlist í heiðri höfð í þessu fyrirheitna ríki land- vinningamanna og soldána. En þeir héldu upp á fleira en falleg DISKUR eftir Picasso. VASI eftir Picasso. kvæði og kóraninn, einkum töluna fjóra sem er undirstaða alls mynsturs í dýrlegri skrautlist þeirra. Það er mikið til af fallegum kvæðum á arabísku; mikið af fallegum kvæðum sem eiga rætur í paradísarþrá múslima, en þessi ljóðlist er einatt á næstu grösum við ástina sem Omar Kajam hefur öðrum fremur lofsungið í ferhend- um sínum. En það eru fleiri en Erró sem hafa sótt í spánska arfleifð már- anna, það var augljóst þegar við fóram á hina sýninguna í Caja San Femandó, einnig í miðborg Selvilla. Þar vora sýnd keramik- verk eftfr Picasso, sum einnig með rætur í afrískri listhefð. Þar vora margir eftirminnilegir vasar og þá ekki síðui’ plattar eða diskar, margir svo persónulegir að maður hefði þekkt þá úr mflu fjarlægð. Nautabanaserían á vart sinn líka og ýmis verk önnur, t.a.m. Tón- listartúlkunin frá 1957 og þá ekki síður Ballettdansarinn. Það skyldi þó ekki vera að Picassos verði einna helzt minnzt fyrir þennan þátt listar sinnar. Fóram í messu í dómkirkjunni, einnig til áltaris. Minnti mig á þegar við gengum til altaris í Vati- kaninu fyrr á áram, kannski mað- ur hafi mjakazt eitthvað að Gullna hliðinu fyrir bragðið! Það fer lík- lega eftir því hvort lyklapétur er kaþólskur eða lútherskur. Ég heíd hann hafi verið hvoragt. En samkvæmt Gullna hliði Davíðs Stefánssonar var hann helzt ósköp breyskur eins og við hin. Ef það er svo, má segja að hann sé réttur maður á réttum stað eins og hrúðurkarlar synda og freist- inga hlaðast á mann i tímans rás! En hvað um það, móðurkirkjan í Sevilla tók heldur hlýlegar á móti okkur nú en áður, þegar við komum hingað til Sevilla frá Portúgal, en þá vorum við á veg- um gömlu Utsýnar í frábærri ferð sem endaði með hákarlaveiðum suðaustur af Carvoeiró, ásamt Einari Emi og Ástu Ragnheiði sem hafnaði að lokum íj)ví eina sólarlandi sem margir Islending- ar sækjast einna helzt eftir; sólar- landinu við Austurvöll! En efnið í skáldsögunni Sól á heimsenda á rætur í þessu ævin- týri, svo og ein eða tvær smásög- ur, ef ég man rétt. Þá fengum við ekki að koma inm' dómkirkjuna í Sevilla á stutt- buxum svo við urðum að leigja okkur síðbuxur en höfðum nú vað- ið fyrir neðan okkur og vorum í gallabuxum. Það er vissara að vera vel buxaður, þegar kóssinn verður að lokum tekinn á hið eina sanna gullna hlið! Kvöldið Sáum í sjónvarpinu þegar Putin tók við forsetaembætti í Rúss- landi. Það hlýtur að vera einn sögulegasti atburður þessarar aldar, a.m.k. í augum okkar sem höfum sóað ævinni í kalda stríðið og allt hnoðið í kringum það. Hvað sem segja má um Jeltsín hefur hann fryggt lýðræði í Rúss- landi og nú hefur arftaki hans og lærisveinn tekið við, samkvæmt heilræðinu sem hann fékk í vega- nesti, Hugsaðu vel um Rússland! Lýðræðislegt Rússland er í deigl- unni og ef vel tekst til hlýtur það að standa okkur nærri hvað upp- runa, söguleg tengsl og trúar- brögð snertir. Það væri því tíma- skekkja að vera í einhveijum bandalögum gegn Rússlandi. Slíkt heyrir fortíðinni til. Hef verið að hugsa um Lorca. Skáld um allar trissur hafa verið að leika Lorca, en það fer þeim illa. Allir þessir smálorcar verða einhvers konar tímaskekkja. Lorca sjálfur er einstakur. En ís- lenzkur lorca væri eins og nauta- bani í kántrýbæ eða leikriti eftir Dario Fo. En það er því miður svo margt hér heima sem er fárán- legra en svo að Dario Fo gæti dottið það í hug; jafnvel honum! Stundum er t.a.m. engu líkara en við höldum að Island hafi orðið konungsrfld 1944, en ekki lýð- veldi; hégóminn, stellingamar. Og snobbið! Og nú er ferðinni aftur heitið til Madrid. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.