Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM TcTil Sífellt fleiri íslenskir tónlistarunnendur eru farnir að ferðast austur yfir hafíð klyfjaðir pollagalla, gúmmískóm, nesti og tjaldræfli í þeim erindagjörðum að eyða nokkrum dögum í breskri sveitasælu á Glastonbury tónlistarhátíð inni. Olafur Páll Gunnarsson er einn þeirra og lýsir hér reynslu sinni af síðustu hátíð. SUMARIÐ er tíminn, söng Bubbi í upphafí áratugarins, og það er satt, sumarið er timinn, tími tónlistarinnar og tónlistarhátíðanna í Evrópu. Hróarskelduhátíðina dönsku þekkja flestir Islendingar en færri þekkja þá hátíð sem að öðrum ólöstuðum er há- tíð hátíðanna, GLASTONBURY! Saga Glastonbury spannar 30 ár , líkt og saga Hróarskeldu og er sú 'fyrmefnda töluvert nafntogaðri í tónlistarheiminum. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því hvað þessar evrópsku tón- listarhátíðir með Glastonbury fremsta í flokki eru í rauninni mögnuð fyrirbæri. Sumir halda t.d. að þessar hátíðir séu bara fyrir einhveija rokk- brjálæðinga með nafn uppáhalds hljómsveitar sinnar húðflúrað á ennið eða geggjuð teknófrík sem biyðja E- töflur og dansa nótt sem nýtan dag. En jjannig er það alls ekki. c A hátíð sem Glastonbury kemur alls konar fólk sem á eitt sameiginlegt áhugamál - tónlistina. Sumir koma til þess að reyna að njóta eins og mikils og þeir geta af því sem í boði er en aðrir koma til að sjá eina til tvær eftir- lætis hljómsveitir sínar. Allir eru hins vegar þangað komnir til að upplifa þá stórkostlegu stemmningu sem á há- tíðinni skapast og finna má fyrir um Ljósmynd/Ólafur Páll Þegar Ólafur Páll fór fyrst á Glastonbury ætlaði hann vart að trúa því hvernig svo fjölmenn hátíð gat farið fram á svo frið- saman máta. „Bowie var bestur - lang best- ur,“ eru lokaorð Ólafs Páls. leið og komið er á risastórt hátíðarsvæð- ið. Það var t.a.m. ekki amaleg upp- lifun þegar ég mætti á hátíðina í ár og heyrði fyrstu tón- ana berast til eyrna frá stærsta sviðinu (sem kallað er Pýra- mídá-svið- ið) - dásam- lega reggítóna The Wailers Band, gömlu sveitarinnar hans Bobs Mar- leys. Olnboga fylgir afsökun Þegar ég upplifði Glastonbury í fyrsta sinn árið 1995, átti ég ekki til eitt einasta orð yfír því hvflíkur friður ríkti í loftinu - hvemig allur þessi mannskari sem þama var komið sam- an gat skemmt sér „saman“ heila helgi án þess að til stórvægilegra vandræða kæmi. Þálíkt og í ár er tal- ið að u.þ.b. 150 þúsund manns hafi Það ríkir sann- kölluð karneval stemmning á Gla- stonbury og fjöl- margt annað hægt að aðhafast þar en hlýða á tónlist. Macy Gray bræddi mörg hjörtun og sýndi að hún er sannkölluð „diva“. ár sóttu um 150 þúsund manns Glastonbury og er stærsti vettvangur henn- ar kallaður Pýramída- sviðið. verið á hátíðarsvæðinu, sem breiðir úr sér yfir þijár bújarðir. Hátíðin hef- ur alla tíð verið haldin af kúabóndan- um Michael Eavis, sem á eina þriggja bújarðanna „Worthy Farm“ og leigir hinar tvær. Ég hef sótt um níu tónlistarhátíðir í það heila en aldrei nokkurn tíma séð neitt í lfldngu við það sem gerist á Glastonbury fyrir byrjendur SKOTLAND Hvar er hátíðin haldin? Glastonbury er haldin á „Worty Farm“ í Pilton í Somerset sýslu á Englandi, ekki langt frá þeim sögu- fræga stað „Stonehenge" í u.þ.b. 200 kflómetra fjarlægð frá London. Hátíðin er alltaf haldin um sum- arsólstöður og í ár fór hún fram dagana 23.-25. júní. Hvemig kemst maður? Það er lítið mál að fara á Gla- stonbury. Þegar til Heathrow flug- vallar í London er komið tekur maður lest beint til bæjarins Castle Cary sem er rétt hjá þeim stað þar sem hátíðin fer fram. Lestirnar ganga á u.þ.b. hálftíma fresti og frá Castle Cary eru fríar rútur á svæð- ið. Þegar þangað er komið er ekk- ert annað að gera en afhenda mið- ann sinn og fara að leita að tjaldstæði. Hvað á að hafa meðferðis? í raun á maður að hafa meðferðis eins lítið og hægt er en þó myndi ég alls ekki skilja stígvél og regnföt eftir heima. Svo er það tjald og lítill svefnpoki, sólgleraugu, sólhattur, sólarvöm, stuttbuxur, einar venju- legar (þægilegar) buxur, vindjakki, ein þokkalega hlý peysa, rassagar- dínur, sokkar, tveir stuttermabolir er alveg nóg, nokkur pund fyrir mat og drykk, umburðarlyndi og gott skap. Hvernig á maður að haga sér? Maður á að líta í kringum sig og haga sér eins og allir hinir - VEL! Er hægt að hringja heim? Það eru almenningssímar á svæðinu en getur tekið dálítinn tíma að komast að, biðröðin er nær stöðug og löng. Farsímar virka auðvitað á Gla- stonbury en álagið er mikið þannig að það getur verið erfitt að ná sam- bandi. SMS skdlaboðin eru besta samskiptaleiðin. Hvernig eru klósettin? Klósettin eru ekkert sérstaklega spennandi, en hvenær urðu kló- settferðir spennandi? En sturturnar? Sturtumar eru litlu skárri en klósettin. Það er líka eins með sturtumar og klósettin; maður bara gerir það sem maður þarf að gera og fer svo og gerir eitthvað annað. Hvernig er maturinn? Maturinn er allskyns og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir em grænmet- isætur eða hræ-ætur. Mér pers- ónulega finnst enskur matur ekki mjög lystaukandi. BRETLAND WALES London 0Glastonbury © SOMERSET Er þetta bara ekki sukk og svínarí? Glastonbury er eins mikið sukk og svínarí og hver kærir sig um. Hún er í raun dáhtið einsog lítið samfélag þar sem einstakhngurinn er látinn í friði ef hann er til friðs, og það ríkir mikill friður á hátíð- inni. Þar breytist í það minnsta enginn úr presti í róna. Hvað kostar? í ár kostaði miðinn 89 pund sem em tæpar 12.000 kr. Hverjir fara á hátíðina? Allskonar fólk. Pönkarar, rokk- arar, teknófrík, hippar, afar og ömmur, pabbar og mömmur, börn, unglingar, bankastarfsmenn, hjúkrunakonur, gítareigendur, verðandi rokkstjörnur og bara hin- ir og þessir - allskonar fólk. næstum hveiju einasta sveitaballi á íslandi. Aldrei nokkm sinni hef ég horft upp á ofurölvi og ælandi gesti. Aldrei hef ég séð fólk ónáða hvort annað eða grípa til handalögmála og hefðbundinna láta. Það er ekkert dauðatjald eins og á flestum íslensk- um útihátíðum, ekkert um nauðganir og fólk er ekki að míga yfir næsta tjald eða skemma það á einhvem hátt. Lyldlorðið á Glastonbury er umburð- arlyndi gagnvart náunganum og ef einhverjum verður það á að reka oln- bogan í mann fylgir afsökunarbeiðni umsvifalaust með og þá skiptir engu hvort viðkomandi htur út eins og prestur eða róni. Þess vegna var ég dáhtinn tíma að átta mig á því hvað var að gerast þegar ég upplifði hátíð- ina í fyrsta sinn því þaðan sem ég kem hefur þurft htið annað en nett og óviljandi olnbogaskot til að koma af stað almennum barsmíðum þar sem fólk hópast að og segir: ,Áfram Siggi!“ eða „Áfram Gummi“ og „Leyfum þeim að afgreiða þetta eins og Menn!“ Ég er á því að nú vaxi úr grasi fyrsta kynslóð Islendinga sem „kann“ að skemmta sér án þess að allt verði kolvitlaust þegar fleiri en fjórir koma saman og getur meira en verið að það megi að stórum hluta þakka því að í dag þykir orðið jafn sjálfsagt fyrir unglinga að fara á erlenda tón- listarhátíð og að fermast. Eitt helsta vandamáhð sem fylgir því að vera á hátíð eins og Glastonbu- ry er að þurfa að velja og hafna. Frá því dagskráin hefst á morgnana og fram á kvöld er maður í eintómum vandræðum því á meðan maður sér uppáhaldshljómsveitina spila á einu sviðinu missir maður af þremur öðr- um hstamönnum sem maður ætlaði alls ekki að missa af. Sviðin eru sjö talsins fyrir utan alls konar aðra hluti sem eru í gangi, t.d. brúðuleikhús, uppistand, leiksýningar af ýmsu tagi, bíó og fleira sem aht of langt mál væri að tejja upp. Bowie átti svæðið Það var margt góðra listamanna á hátíðinni í ár. Meðal helstu aðdráttar- afla Glastonbury í ár má nefna hljóm- sveitir og listamenn eins og Live, Cypress Hih, Bloodhound Gang, Macy Gray, Travis og síðast en ekki síst gamla kameljónið David Bowie. Að vanda var úrvalið mikið og fjöl- breytt, með öðrum orðum eitthvað fyrir alla, rokk, teknó, drum and bass og hvað þær nú allar heita þessar dans-stefnur, reggí, jass, þjóðlaga- tónlist, sveitatónhst, sálartónhst, popptónlist - allt frá Willie Nelson og Ladysmith Black Mambazo til Chem- ical Brothers og Nine Inch Nails. Sá sem kom, sá og sigraði á Glastonbury í ár var hins veg- ar Bowie karlinn. Studdur frábærri hljómsveit gerði hann það sem hann sagði fyrir nokkrum árum að hann myndi aldrei gera aftur, flutti safh allra sinna helstu slag- ara! Það var mikil eftirvænting og gleði í loftinu þegar hann steig á Pýramídasviðið síðast- ur allra á sunnudagskvöldinu og þegar fyrstu tónar lagsins „Wild Is The Wind“ hófu sig til flugs ætlaði aht vitlaust að verða. í kjölfarið fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum; „Heroes“, „Life On Mars“, „Starman", „AU The Young Dudes“, „Ashes To Ashes“, „Changes“, „Ziggy Stardust", „Und- er Pressure" og meira að segja „Let’s Dance“ sem kom eftir kröftugt upp- klapp. Bowie var tvo tíma á sviðinu - einhveija þá stystu en jafnframt skemmtilegustu tvo tíma sem ég hef upplifað. Veðrið skiptir öllu Á Glastonbury hef ég bæði verið í himnaríki og helvíti - sem veltur að mestu leyti á veðrinu. Arin 1997 og 1998 rigndi heil ósköp dagana og vikumar á undan sem gerði að verkum að hátíðarsvæðið var orðið ein risastór drullufor - og það áður en hátíðin hófst formlega. Að fenginni reynslu var undirritaður því við öllu búinn og hafði meðferðis gúmmístígvél og pollagalla. Til allrar hamingju reyndust þessir fylgishlutir ónauðsynlegir að þessu sinni því veð- urguðimir voru hliðhollir hátíðar- gestum. Útlitið var þó ekkert sérlega bjart í fyrstu því að á fimmtudeginum rigndi sem hellt væri úr fötu en bless- unarlega var allt orðið skraufþurrt á föstudeginum. Tónlistin reis hæst Sem ávallt fyrr gerðist margt óvænt sem kryddaði hátíðina og gerði bragðmeiri. Úng kona hljóp nakin upp á svið hjá Happy Mondays og Tommy Lee tók áskomn Bloodhound Gang og sýndi fólkinu rismikinn „ELVISINN". En vitanlega var það þó sjálf tónlistin sem reis hæst og er þar af heilmörgu að taka. Macy Gray sýndi það og sannaði að hún er alvöru „díva“. Embrace sýndi aftur á móti að þeir MacNamara-bræður em gjör- samlega glataðir á tónleikum. Eitt af nýju þöndunum, Coldplay, vakti upp miklar vonir, Counting Crowes var með eitthvert væl í einn og hálfan tíma, Live náði upp góðu flugi, Moby heillaði fólk upp úr skónum eins og Death In Vegas, Ocean Colour Scene, Pet Shop Boys, Fatboy Slim, Willie Nelson og reyndar margir fleiri. Mu- se verður sífellt betri, Flaming Lips líka, en Bowie var bestur - lang best- ur! Höfundur er dagskrár- gerðarmaður á Rás 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.