Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐÍÐ J- Morgunblaðið/Ágúst Bjömsson Frá slysstað í Hörgárdal, rétt við Þelamörk, á sunnudag. Þýsk kona lést í umferðarslysi í Eyjafírði BANASLYS varð skammt frá Þelamörk í Eyjafriði á sunnudag þegar rúta lenti í hörðum árekstri við bífreið sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð þegar ökumaður rútunnar sveigði yfír á vinstri veg- arhelming þegar bíll fyrir framan hægði ferðina til þess að aka inn á afleggjarann að Þelamörk, skammt norður af Akureyri. Tvær þýskar konu voru í bif- reiðinni sem rútan ók í veg fyrir og lést ökumaður hennar, þýsk kona að nafni Klara Maria Komp, við áreksturinn. Hún var 44 ára gömul og var frá borginni Koblenz í Mið- Þýskalandi. Ferðafélagi konunnar hlaut minniháttar meiðsl og var flutt á sjúkrahús. Hún hélt heim á leið í gærmorgun. Nýkomnar til landsins Konumar tvær voru nýkomnar til landsins þegar slysið varð, sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akureyri. Konan sem lifði af slysið varð fyrir miklu áfalli, þó svo að líkamleg meiðsl hennar væru minniháttar. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri verður málið verður rannsakað ítarlega. Öku- maður rútunnar var einn í bifreið- inni og slasaðist ekki. Konan er annar þýski ferðamað- Bíll hægði ferðina til að beygja inn að Þelamörk. ökumaður rútu sem á eftir kom áttar sig of seint og beygir yfir á vinstri vegar- helming til að forða aftanákeyrslu... ...en ekur á fólksbíl sem kom úr gagn- stæðri átt. urinn sem deyr í umferðaslysi á íslandi í sumar. Þann 16 júlí lést 65 ára gamall þýskur menntaskóla- kennari þegar rúta með 31 innan- borðs, farþega og bflstjóra, valt út af brúnni yfír Hólsselskíl, skammt norðan við Grímsstaði á Fjöllum. ÞVERSKURÐUR AF ÍSLENSKRI BYGGINGARLIST Úrvats teiðsögurít um islenska byggingartist þar sem um 150 byggingar frá ýmsum timum eru kynntar. Bókina prýðir fjöldi titmynda, teikninga og korta. Bókin er fáanleg á íslensku, ensku og þýsku. Mól og menning malogmenning.ls Laugavegi 18 • Sími 516 2500 • Síðumúla 7 • Síml 510 2500 Köfun að TF-GTI hófst um stundarfj órðungi eftir útkall „Sekiíndurnar skipta máli“ Morgunblaðið/Sverrir Slökkviliðsmennirnir Erling Júlínusarson og Albert Jón Sveinsson köf- uðu fyrstir niður að flugvéiarflakinu. Friðrik Þorsteinsson varðstjóri sá um vettvangsstjórn af prammanum. ALLT tiltækt lið Slökkviiiðs höfuð- borgarsvæðisins var sent á slysstað þegar tilkynning um flugslysið barst. Lögreglan í Reykjavík bar ábyrgð á og stjómaði aðgerðum á slysstað. Um fimmtán mínútum eftir útkall hófu kafarar köfun niður að flakinu. Ellefu mínútur liðu þar til kafaramir höfðu náð ölium nema einum út úr flugvél- inni. Sá var fastur í flaki vélarinnar og þurfti að beita vökvaklippum til að losa hann. Náðist hann ekki úr flug- vélinni fyrr en búið var að lyfta henni af sjávarbotni. Hann var þá úrskurð- aður látinn. Slökkviliðsmenn sem Morgunblað- ið ræddi við í gær þakka þennan stutta viðbragðstíma ekki síst því að nýverið vom slökkvilið á höfuðborg- arsvæðinu sameinuð. Viðbrögð hafi því verið fumlaus og ömgg. Slökkvilið var sent frá þremur stöðvum, frá Reykjavikurflugvelli, Skógarhlíð og Tunguhálsi auk sjúkra- bíls frá Hafnarfirði. Köfunarsveitín fljót á vettvang Meðal slökkviliðsmanna á vakt í Skógarhlíð vom þeir Erling Júlínus- arson og Albert Jón Sveinsson. Þeir era liðsmenn í sérstakri köfunarsveit slökkviliðs og lögreglunnar í Reykja- vík sem var sett á laggimar fyrir fimm ámm. Þeir fóra strax með neyð- arbíl sveitarinnar áleiðis að slysstað. A leiðinni bjuggu þeir sig undir köfun en í neyðarbílnum er allur nauðsyn- legur búnaður. Fyrst eftir að tilkynn- ing barst var ekki með öllu ljóst hve margir vom í vélinni en gert var ráð fyrir að 6-10 manns hefðu verið um borð. Er kafaramir komu að Skeija- firði beið þeirra gúmmíbátur sem hafði verið fluttur frá slökkvistöðinni á Reykjavfknrflugvelli. Flugvélin hafði þá sokkið til botns á um 6 m dýpi. Þar lá hún á hliðinni og aðeins endinn á hægri væng hennar stóð upp úr sjónum. Sá vinstri hafði brotnað af við brotlendinguna. Þegar Erling og Albert hófu björgunarstörf var skyggni um 1 m. Fljótlega náðu þeir tveimur farþegum um borð í bát slökkviliðsins sem flutti þá meðvit- undarlausa í land. í fjörunni í Skerja- firði hófu læknar og sjúkraflutninga- menn þegar lífgunartilraunir. Vinnuprammi notaður sem stjómstöð Stuttu síðar kom Kjartan J. Hauksson kafari að slysstaðnum á vinnupramma sínum. Næstu tveir farþeganna sem náðust úr flakinu vom settir um borð í prammann það- an sem þeir vom fluttir í land. Fimmti EINAR Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, segir engar líkur á því að Flugleiðir hefji beint flug frá íslandi til Winnipeg í Mani- toba á næstunni. Gary Doer, forsæt- isráðherra Manitoba, hefur lýst yfir áhuga sínum á beinu flugi milli þess- ara staða og hefur sagst tilbúinn til þess að beita áhrifum sínum gagn- vart alríkisstjóm Kanada til að slíkt leyfi verði veitt, eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag. Flugleiðir hafa verið með áætlun- arflug til Halifax í Kanada síðan árið 1996 og í dag er flogið þangað þrisv- ar í viku en að sögn Einars hefur gengið erfiðlega að fá heimild kana- farþeginn var settur beint í bát slökk- viliðsins sem sigldi með hann til lands. Eftir að pramminn kom á slysstað var aðgerðum á sjó stjómað þaðan. Vettvangsstjóri um borð í pramm- anum var Friðrik Þorsteinsson, varð- stjóri slökkviliðsins. Hann ók jafn- framt neyðarbíl köfunarsveitarinnar á slysstað. Friðrik segir það einstakt framtak hjá Kjartani að hafa strax siglt prammanum að flakinu. Margs- konar búnaður slökkviliðsins var þeg- ar fluttur út í prammann s.s. rafstöð, vökvaklippur og vinnuljós. Friðrik segir Kjartan hafa veitt ómetanlega aðstoð við björgunarstörfin að hafa prammann á staðnum. „Hann sýndi alveg einstakan þegnskap sem ekki var sjálfgefinn,“ segir Friðrik. Þegar hann sá prammann iyrst sagðist hann ekki hafa gert sér grein fyrir að hann væri á leið á slysstað. „Ég hugsaði strax til þess að það væri gott að hafa hann á staðnum," sagði Friðrik. Ann- ar kafari frá slökkviliðinu bættist brátt í hópinn. Þegar slysið varð vom tveir kafarar, annar frá lögreglunni í Reykjavík og hinn frá slökkviliðinu, við köfun við Engey. Þeir sigldu þeg- ar iyrir Gróttu og inn Skerjafjörð og tóku þátt í björgunaraðgerðum. Auk þess kom á staðinn sveit frá Slysa- vamafélaginu Landsbjörg og TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar. Friðrik segir að viðbrögð björgunarliðs hafi á allan hátt verið til fyrirmyndar og hann segist ekki vita til þess að nokk- uð hefði betur getað farið. Eina hikið sem varð á björgunaraðgerðum var stutt töf þegar neyðarbíllinn þurfti að bíða eftir leyfi frá flugtumi tfl að fara „Við höfum ekki talið eðlilegt að fara að huga að íleiri áfangastöðum fyri- en það er útséð hvað verður með aukningu á flugi til Halifax. Nauð- synlegt væri að að fljúga þangað fimm sinnum í viku til að staðurinn gæti átt sér einhverja framtíð en þarna höfum ekki haft það svigrúm sem við hefðum viljað. Það hefur ver- ið áhugi á því víða í Kanada að fá flug frá Flugleiðum um ísland til Evrópu en við teljum ekki rétt að fara að leggja drög að slíku flugi fyrr en við emm búin að sjá hvað verður um þann stað sem við fljúgum til í dag,“ segir Einar. yfir flugbrautir. Slíkt leyfi er nauð- synlegt til að flugumferð um völlinn sé ekki stofnað í hættu. Þjálfaðir hjá sænska sjóhemum Þeir Erling og Albert höfðu áður kafað niður að flugvélarflaki þar sem menn vom fastir. Þá var hinsvegar útséð um að hægt yrði að bjarga mönnunum út á lífi. Annað var upp á teningnum í Skerjafirði. Þar sem við- bragðstíminn var svo stuttur var tal- inn góður möguleiki á að hægt yrði að bjarga fólki út úr vélinni á lífi. Því urðu þeir að hafa hröð handtök. „Sek- úndumar skipta máli,“ sagði Erling. Frá því að köfunarsveit er kölluð út líða um 4-5 mínútur þar tfl kafaramir em tilbúnir til köfunar. Viðbragðs- tíminn er því svipaður og hjá öðmm neyðarbflum. Samtals em 17 slökkvi- liðsmenn sem einnig eru þjálfaðir sem björgunarkafarar. Ætíð em a.m.k. 2 á vakt hjá köfunarsveitinni. Kafarar slökkviliðsins og lögreglu em sérþjálfaðir til björgunarstarfa samkvæmt stöðlum sænska sjóhers- ins. Köfunarsveitir slökkviliðsins og lögreglunnar hafa m.a. stundað nám og æfingar undir handleiðslu sænskra kennara. Sex ára drengur drukknaði KJARTAN Davíð Hjartarson, sex ára, til heimilis á Smára- braut 4 í Hornafjarðarbæ, lést af slysförum 6. ágúst sl. Dánar- orsök var dmkknun. Kjartan Davíð dvaldi í sum- arbústaðarlandi Hornfirðinga í Stafafellsfjöllum í Lóni ásamt foreldrum sínum þegar slysið varð. Kjartan Davíð mun hafa drukknað í tjöm sem er skammt frá sumarbústaðnum þar sem hann dvaldi. Engar líkur á áætlunarflugi til Winnipeg' diskra yfirvaldæfýrir viðbótárflugi,1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.