Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skaftárhlaup hófst á laugardag og náði hámarki á mánudag Morgunblaðið/Jónas Skaftárhlaup náði hámarki eftir hádegi á mánudag og var myndin þá tekin í átt að Skaftárdal, þar sem vegurinn for í sundur. Hlaupið var með minna móti HLAUP hófst í Skaftá á laugar- dagskvöld. Pað náði hámarki aðfaranótt mánudags eða á mánu- dagsmorgun þegar rennslið mæld- ist um 700 rúmmetrar á sekúndu og hafði hlaupið þá vaxið hægt frá því að þess varð fyrst vart. I gær- morgun hafði minnkað mikið í ánni og var rennsli komið niður í um 500 rúmmetra á sekúndu samkvæmt Vatnamælingum Orkustofnunar. Hlaupið í Skaftá er ekki talið vera stórt og telja vísindamenn það koma úr vestri sigkatli Skaftárjök- uls. Hann er minni en eystri sig- ketillinn en hlaup sem koma þaðan verða að jafnaði stærri en hlaupið í ár. I júlímánuði árið 1995 kom stórt hlaup úr þeim katli og náði rennslið mest 1.400 rúmmetrum á sekúndu. Fjölskyldur innlyksa í Skaftárdal Nokkrar fjölskyldur sem dvelja í sumarhúsi í Skaftárdal hafa orðið innlyksa vegna hlaupsins en vegur- inn þangað fer venjulega í sundur í hlaupum. í gærkvöldi var enn ófært um veginn og vonaðist fólkið til að komast leiðar sinnar í dag. „Þeir sem eru á fólksbílum sitja hér fastir en Vegagerðin ætlar að athuga aðstæður á morgun [í dag]. Við vonumst til þess að það gangi upp en það er aðeins farið að sjatna í ánni,“ segir Sigurbjörg Þorsteins- dóttir, en hún segir fólk annars hafa það gott enda veðrið yndislegt og enginn skortur á neinu. Tólf fslendingar taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um baráttuna gegn tóbaki Fjórar milljónir deyja ár- lega vegna tóbaksnotkunar Chicago. Morgunbladiö. ELLEFTA alþjóðlega ráðstefnan um baráttuna gegn tóbaksnotkun og afleiðingum hennar var form- lega sett laugardaginn 6. ágúst sl. í Chieago. Ráðstefnan er sú fjöl- mennasta frá upphafi og er fjöl- mennari en þrjár síðustu ráð- stefnur samtals. Um 4.500 þátttakendur mættu á ráðstefnuna frá um 140 þjóð- löndum og þar verða flutt 2.500 erindi varðandi tóbak og heilsu, auk þess sem haldnir verða um 500 samkomur. Flestir þátttakendanna eru frá Bandaríkjunum, um þrír fjórðu, og kostnaðurinn við ráðstefnuna nemur um 800 milljónum króna. íslenskir þátttakendur á ráð- stefnunni eru tólf talsins, en ráð- stefnan stendur til 11. ágúst. „Rjúfum þögnina“ Við opnunarathöfnina ílutti Gro Harlem Brundtland, aðalfram- kvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, erindi og var henni vel fagnað af ráðstefnu- gestum. Hún minntist á nýlegar ráðstefnur varðandi alnæmi, þar sem yfirskriftin var „Rjúfum þögnina", og hvatti hún til þess að þögnin yrði einnig rofin varðandi hörmulegar afleiðingar tóbaks- notkunar í heiminum. „Við getum ekki lengur staðið þögul hjá og horft á þennan far- aldur breiðast út, sem nú þegar drepur fjórar milljónir manna ár- lega og stefnir í að verða tíu millj- ónum manna að fjörtjóni á hverju ári eftir 2030.“ Yfirskrift ráðstefnunnar er sú að fólk verði að velja á milli tób- aks og heilbrigði, það sé ekki mögulegt að þetta tvennt geti far- ið saman. Timi til kominn að herða baráttuna Brundtland taldi að nú væri tími til kominn að herða barátt- una gagnvart þeim sem afneita tóbaksnotkun sem faraldri og að leitað yrði fleiri leiða til að hjálpa fólki til að breyta viðhorfi sínu á þann hátt að heilsan væri ekki sett að veði vegna reykinga. Hún sagði ennfremur að nú væri tími til kominn fyrir tóbaksframleið- endur að standa við orð sín um að taka á þessu vandamáli og að sýna í verki að þeir vildu í raun draga úr reykingaáhuga ungs fólks, og að tóbaksiðnaðurinn legði fram fjármagn til að hjálpa ánetjuðum reykingamönnum að hætta. „Þá getum við sagt að þögnin sé rofin og að við séum farin að taka höndum saman til að efla heilbrigði, og ekki tóbaksnotkun." Handalög- mál í verk- bannsdeilu TIL handalögmáls kom á milli fé- lagsmanna Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar og verkstjóra hjá Loðnuvinnslunni hf. við útskipun á 800 tonnum af mjöli á sunnudaginn. Útskipunar- og yfirvinnubann hefur verið í gildi af hálfu verka- lýðsfélagsins frá 30. júní síðast- liðnum og svaraði Loðnuvinnslan með verkbanni, sem tók gildi 8. jú- lí. Kallað var á lögreglu, sem vísaði félagsmönnum verkalýðsfélagsins frá svæðinu, þannig að hægt var að ljúka útskipuninni. Bensín- ið þraut íVík BENSÍNLAUST var í Vík- urskála á Vík í Mýrdal í fyrradag, að sögn Guðmundar Elíassonar, framkvæmda- stjóra skálans, en mikil um- ferð var á svæðinu um helgi- na. Hann taldi að um 30 þúsund lítrum af bensíni hefði verið dælt á bíla af tönkum skálans. Guðmundur sagði nýjar bensínbirgðir hafa komið til Víkur um eittleytið í fyrri- nótt, en lengi vel leit út fyrir að ferðalangar, sem ætluðu að taka bensín þar á heimleið, yrðu að hafa þar náttstað. Guðmundur sagði óhemju mikið hafa verið að gera um helgina í Víkurskála og Skaft- árskála á Kirkjubæjar- klaustri, sem hann rekur einnig. Að hans sögn tjaldaði fjöldi fólks á Klaustri í mikilli veðurblíðu og var þar mun fleira fólk en um síðustu verslunarmannahelgar. Telur áhuga á eiturlyfj- um hafa minnkað EITURLYF hafa _ hækkað í verði upp á síðkastið. Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir ástæðuna vera minnkandi framboð. Hann segir aðgerðir lögi-eglu og tollgæslu hafa stuðlað að því að lítið hafi verið til og jafnvel skortur á fíkniefnum um nokkurt skeið. Þeir sem eigi eit- urlyf, drýgi þau með öðrum efnum og smám saman hækki verðið. Ómar segir ekki rétt að draga þá ályktun af hækkandi fíkniefnaverði að eftirspurn hafi aukist hér á landi. Ahugi þorra fólks á fíkniefnum hafi þvert á móti heldur minnkað. Leita af meiri áfergju Fíklar séu þó enn til og þeir leiti sér efna af meiri áfergju eftir því sem skorturinn verði meiri og var- anlegri. Þetta sé fólkið sem helst leitar sér meðferðar ef þrengir að. Ómar segir mikilvægt að senda sölumönnum eiturlyfja skýr skila- boð. Almenningur á Islandi verði að taka skýra afstöðu gegn neyslu eit- urlyfja og skapa þannig sér og öðr- um skilyrði til betra lífs. Ómar segir þó að sumir hafi mik- inn áhuga á því að flyta inn eiturlyf til landsins. Það segi sína sögu um hugsanlegan ávinning af innflutn- ingi efnanna og ætlan manna að koma þeim á framfæri t.d. á meðal ungs fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.