Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 12
J 12 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hátíðahöld verslunarmannahelgarinnar vel sótt Fjölmennast á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum Morgunblaðið/Jón Stefánsson Ungir sem aldnir skemmtu sér vel á Síldarævintýrinu á Siglufírði. HÁTÍÐAHÖLD voru víða vel sótt um verslunarmannahelgina, að sögn mótshaldara á stærstu hátíðunum. Fjölmennast var á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum eða um tíu þúsund manns, en einnig var fjölmennt á Kántríhátíð á Skagaströnd, sem var næststærsta útihátíðin um helgina með um átta þúsund gesti. Um fjögur þúsund manns voru á hátíðinni Neistaflugi í Neskaupstað og telja menn að hún sé með þeim fjölmenn- ari frá upphafi, en hún var fyrst. haldin árið 1993. Friðsælt í Eyjum Að sögn Ólafs Týs Guðjónssonar, mótsstjóra á Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum, gengu hátíðahöldin Mðsam- lega fyrir sig. „Þetta gekk vel,“ sagði Ólafur í gær. „Við erum að byrja á því að taka saman eftir skemmtana- haldið, sem tókst prýðisvel. Reyndar er maður illa sofinn, en það gistu á milli 60 og 70 manns í Týsheimilinu í nótt sem komust ekki með flugi í gær vegna þoku.“ Ólafur sagði mikið fjöl- menni á hátíðinni og að væntanlega hafi þetta verið með stærri Þjóðhátíð- um í Vestmannaeyjum. Að hans sögn urðu engin alvarleg slys á fólki. „Blessunarlega slasaðist enginn al- varlega hjá okkur. Eitthvað var um skrámur eftir smápústra, en annað var það nú ekki,“ sagði Ólafur. „Gæslan var alveg gríðarlega öflug í ár og stóð sig með mikilli prýði og á heiður skilið. Samvinna gæslunnar og lögreglunnar var alveg til fyrirmynd- ar.“ Fjöldi á Skagaströnd Talið er að um átta þúsund manns hafi sótt Kántríhátíð á Skagaströnd. Þess má geta að um rúmlega fimm þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra og að sögn Hallbjamar Hjartarsonar voru hátíðahöldin til fyrirmyndar. ,Allir gestir okkar virtust mjög án- ægðir. Fólk var komið hingað til þess að skemmta sér og það gerði það,“ sagði Hallbjöm. „Ég held að kántrítónlistin hafi haft þau áhrif að fólk var bara glatt og hresst og ekki með neinn æs- ing. Hér myndaðist alveg sérstakt andrúmsloft." Að sögn Hallbjamar bjóst hann ekki við þessum fjölda fólks. „Það komu um sex þúsund manns hingað í fyrra og okkur fannst það nóg. Við héldum að við gætum bara ekki ráðið við meira, en annað kom nú í Ijós um helgina," sagði Hallbjöm, en hann sagði að meira hefði verið um ungt fólk á hátíðinni en áður. „Þeir ungl- ingar sem voru héma á hátíðinni eiga heiður skilið fyrir framkomu sína og ekkert út á þá að setja,“ sagði Hall- bjöm. Ejögur þúsund á Neistaflugi Um fjögur þúsund manns vom á Neistaflugi í Neskaupstað um helgi- na og er hátíðin með þeim fjölmenn- Morgunblaðið/Kristinn Þessi snót í Galtalæk hafði mun meiri áhuga á ljósmyndara Morgun- blaðsins en lostætinu sem mallaði á grillinu hjá föður hennar. Morgunblaðið/Sigurgeir Þessir púkar hegðuðu sér vel í Herjólfsdal, en hátíðahöld fóru friðsam- lega fram í Eyjum um helgina. ari frá upphafi, en hún var fyrst hald- in árið 1993. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum há- tíðarinnar fór hátíðin vel fram. Stærstur hluti hátíðargesta var fjöl- skyldufólk og voru tónleikar og dans- leikir vel sóttir, en Selma, Andrea Gylfadóttir og Todmobile léku fyrir dansi á laugardagskvöldið við góðar undirtektir. Gott fólk í Galtalæk Um fjögur þúsund manns komu saman í góðu veðri í Galtalæk um helgina. Að sögn Ingibergs Jóhann- essonar, kynningarfulltrúa hátíðar- innar, gengu hátíðarhöldin fyrir sig eins og best verður á kosið. Hann sagði nokkuð fleira fólk hafa sótt há- tíðna í ár en í fyrra. „Galtalækjarmót- in lukkast alltaf vel vegna þess að við fáum góða gesti,“ sagði Ingibergur. „Okkur sýnist þetta vera mikið sama fólkið sem kemur hingað aftur og aft- ur og gefur það til kynna að fólk er ánægt með hátíðina," sagði Ingiberg- ur. Fjölskylduhátíð haldin á Akureyri um helgina Færri grunaðir um ölvunarakstur Fór vel fram en færri mættu FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN á Akur- eyri um nýliðna verslunarmanna- helgi fór mjög vel fram að mati lögreglu en heldur færri mættu en í fyrra, eða um 5.000 manns. Að mati Miðbæjarsamtakanna tókust hátfðarhöldin í miðbænum vel, en að sögn Ingþórs Ásgeirs- sonar, formanns samtakanna, hefði mátt vera fleira fólk. Sömu sögu var að segja af tjaldsvæðun- um í Kjarnaskógi og við Þórs- heimilið, þar var mun færra fólk heldur en um síðustu verslunar- mannahelgi. „Hátíðarhöldin í miðbænum tókust mjög vel og það var margt fólk samankomið hér á daginn. Við erum ánægðir með skipulagið af okkar hálfu en það er engin launung að við vildum sjá fleira fólk,“ sagði Ingþór. Hann sagði að Miðbæjarsamtökin myndu halda áfram að standa fyrir upp- ákomum í miðbænum um verslun- aramannahelgar. „Við höldum ótrauð áfram. Nú skoðum við vel hvað má gera betur og höldum ótrauð áfram,“ sagði Ingþór. Öflug löggæsla Þær upplýsingar fengust hjá Morgunblaðið/Rúnar Þór Hátíðargestir skemmtu sér vel á fjölskylduhátíðinni á Akureyri. lögreglunni á Akureyri að hátíðin hefði farið vel fram. Öfiug gæsla var fyrir hendi og var öll miðað við svipaðan fjölda og var á Ak- ureyri um síðustu verslunar- mannahelgi, eða um 10.000 manns. Því hefði gæslan á allan hátt verið auðveldari. Sex fíkn- iefnamál komu upp um helgina, öll minniháttar. Sex voru teknir fyrir ölvunarakstur en þeir voru um 20 fyrir ári síðan. Þá voru mun færri teknir fyrir of hraðan akstur og taldi lögreglan að öfiug og sýnileg gæsla hefði haft sitt að segja. Ásgeir Hreiðarson, skátafélag- inu Klakki, sagði að dagskráin í Kjarnaskógi hefði farið vel fram. „Áðsóknin var hins vegar döpur. Hér í sköginum voru um 900 manns og er það ekki nema þriðj- ungur þess sem var í fyrra,“ sagði Asgeir. Hann sagði að að- sóknin ylli þeim vonbrigðum og hefði neikvæð áhrif á fjáröflun skátanna. Hjá íþróttafélaginu Þór fengust þær upplýsingar að 60 tjöld hefðu verið á þeirra svæði þegar mest var. Starfsmaður félagsins sagði að aðsóknin hefði valdið þeim gíf- urlegum vonbrigðum og þetta þýddi tekjumissi fyrir félagið. 9% mmni um- ferð um verslun- armannahelgina TALSVERT minni umferð var á vegum landsins um verslunar- mannahelgina heldur en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Um- ferðarráði. Að sögn Ola H. Þórðar- sonar, framkvæmdastjóra ráðsins, var umferðin 9% minni í ár miðað við sama tíma í fyrra. Þrír alvarlega slasaðir og einn látinn Eitthvað var þó um alvarleg slys og hlutu þrír ferðamenn alvarleg meiðsl í umferðinni og einn lést. Þýsk kona lést þegar rúta ók yfir á rangan vegarhelming með fyrr- greindum afleiðingum, að sögn Ola. Ungur ökumaður slasaðist illa þegar bíll hans fór út af í Norður- árdal, en hann er ekki talinn í lífs- hættu. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda við Laugarvatn, konu sem lærleggsbrotnaði. Ökumaður bifhjóls viðbeinsbrotnaði svo í Neskaupstað er hann ók aftan á bifreið eftir að hann missti stjórn á hjólinu vegna þess að möl hafði verið borin yfir malbikið vegna þess að því var farið að blæða sök- um hita. Færri grunaðir um ölvunarakstur Ölvunarakstur var töluvert minni um þessa verslunarmanna- helgi heldur en í fyrra. 62 öku- menn eru grunaðir um ölvun undir stýri þessa helgina en þeir voru 96 í fyrra. Óli telur fólk hafa tekið viðvar- anir um aukna löggæsu á vegum úti meira til sín um síðastliðna helgi heldur en í fyrra og að öku- menn hugsi sig frekar um áður en þeir setjast í ökumannssætið eftir að hafa neytt áfengis. Helmingi fleiri fara austur Rúmlega helmingi fleiri bílar fóru um Mýrdalssand um versiun- armannahelgina í ár en í fyrra, en 6369 bílar óku sandinn um helgina. 3101 óku hann í fyrra, sagði Óli, en tekið er mið af teljurum Vegagerð- arinnar. Telur Óli þessa aukningu koma til vegna veðurblíðunnar fyr- ir austan, en mikill fjöldi fólks var saman kominn á Kirkjubæjar- klaustri. Mun minni umferð var um Öxnadalsheiði í ár, en um helgina fóru 7900 bílar heiðina miðað við 12.200 í fyrra. Óli sagðist halda að þessi fækkun bíla komi til vegna breytinga á skipulagi útihátíðar- innar á Akureyri, en þangað komu mun færri ferðamenn um verslun- armannahelgina. t-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.