Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Joseph Lieberman varaforsetaefni Demókrataflokksins Forsetaframbj óðandinn Gore vill fjarlægjast Clinton Lieberman ásamt eiginkonu sinni, Hadassah, í Nashville í Tennesse á mánudag, áður en skýrt var frá því hver yrði varaforsetaefni A1 Gore. AL GORE, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, olli vissum þáttaskilum á mánudag er hann valdi öldungadeildarþing- manninn Joseph Lieberman til að verða varaforsetaefni sitt í kosn- ingunum í nóvember. Lieberman er strangtrúaður gyðingur og þótt áhrif gyðinga í bandarískum stjórnmálum og efnahagslífi hafi lengi verið mikil hefur gyðingur aldrei fyrr verið forseta- eða vara- forsetaefni stóru flokkanna í land- inu. Stjórnmálaskýrendur fullyrða að svo geti farið að trúmál verði eitt af deilumálunum í kosninga- hríðinni, eins og 1960 þegar John F. Kennedy var kjörinn forseti, fyrstur kaþólikka. Þess skal þó getið að í skoðanakönnun Gallups í fyrra sögðust 92% aðspurðra geta hugsað sér að kjósa gyðing í emb- ætti forseta. Um 3% bandarískra kjósenda eru gyðingar og eru kjós- endur af arabískum uppruna nú orðnir álíka margir. Lieberman er 58 ára gamall, lög- fræðingur frá Yale-háskóla og hef- ur ritað fimm bækur um stjórnmál og sagnfræði. Hann er fráskilinn en núverandi eiginkona hans er Hadassah Lieberman og eiga þau fjögur börn. Þau hjón eru bæði mjög trúuð og halda hvíldardaga gyðinga hátíðlega, mun varafor- setaefnið því ekki stunda kosn- ingabaráttu á laugardögum. Talsmaður Gores, Chris Lehane, sagði að tekið yrði fullt tillit til trúar Liebermans í kosningabar- áttunni. „Ég held að flest fólk í þessu landi ... álíti að nú þegar sé kosningabaráttan of umfangsmikil. Líklega er það ágætt fyrir okkur að slaka á í einn dag.“ Virtur en umdeildur Lieberman var kjörinn í öld- ungadeildina fyrir Connecticut árið 1988, sigraði þá mjög óvænt en með litlum mun. Sex árum síðar var hann endurkjörinn með geysi- legum yfirburðum, hlaut um 67% atkvæða. „Bandaríkjaþing væri betra ef fleiri af reyndum starfs- systkinum hans væru jafn góð,“ sagði dagblaðið The New York Times er það mælti með endur- kjöri hans 1994. En þingmaðurinn frá Connecticut er umdeildur með- al demókrata fyrir pólitíska stefnu sína í mörgum efnum, þótt hann njóti mikillar virðingar og álits í báðum fiokkum og þyki óvenju snjall. Honum hefur að vísu oft tekist að sigla milli skers og báru og oft tekist að sætta sjónarmið flokkanna tveggja á þingi en í ýms- um málum er hann á öndverðum meiði við flesta demókrata á þingi. Lieberman hefur, svo dæmi séu nefnd, greitt atkvæði með lækkun á fjarmagnstekjuskatti smáfyrir- tækja og stutt hugmyndir sumra repúblikana í menntamálum um að hið opinbera láti hverju barni í té ákveðna fjárhæð til skólamenntun- ar en foreldrarnir ákveði síðan hvaða skóla nemandinn gangi í. Markmiðið er að auka val foreldr- anna en kennarasamtök í Banda- ríkjunum hafa verið mjög andvíg hugmyndinni. Gore er dyggur stuðningsmaður stéttarfélaga sem að jafnaði eru fylgjandi demókröt- um og hann hefur gætt þess vel að vera sammála talsmönnum kenn- arasamtakanna. Þrátt fyrir um- deild viðhorf Liebermans lýsti John Sweeney, forseti verkalýðs- samtakanna ÁFL-CIO, yfir stuðn- ingi við hann í gær. Sagði Sweeney m.a. að varaforsetaefnið hefði oft greitt atkvæði með hækkun lágm- arkslauna. Fulltrúi samtaka sem berjast gegn réttinum til fóstur- eyðinga gagnrýndu á hinn bóginn valið, sögðu að Lieberman hefði undantekningalaust stutt tillögur um ríkisstyrki við fóstureyðingar. „Silfurholræsa-verðlaunin“ Einnig hefur Lieberman beitt sér mikið gegn ofbeldi í afþreying- arefni en hvað síðarnefnda efnið varðar þykir mörgum í Hollywood að sér vegið. Leikararnir eru á hinn bóginn margir hlynntir demó- krötum og styðja þá með fé. Fyrir tveim árum kom Lieberman í sam- vinnu við þekktan repúblikana og fyrrverandi menntamálaráðherra, Bill Bennett, á fót „Silfurholræsa- verðlaununum" til háðungar þeim sem framleiða djarfar eða ofbeldis- fullar kvikmyndir, tónlist og sjón- varpsefni. í Conneeticut er mikill hergagnaiðnaður, Lieberman á sæti í varnarmálanefnd öldunga- deildarinnar og er ákafur talsmað- ur öflugra landvama. Hann studdi gagnflaugaáætlunina umdeildu og vildi á sínum tíma senda landherlið á vettvang í Bosníu. Einnig var hann eindreginn stuðningsmaður hernaðarins gegn Saddam Hussein Iraksforseta og vildi að gengið yrði milli bols og höfuðs á einræðis- herranum að loknu Flóastríðinu. Skoðanir Liebermans eru oftast mun nær miðju, lengra til hægri en Gores. Talsmenn repúblikanans George Bush voru fljótir að bregð- ast við vali Gores og sögðu viðhorf Liebermans nær Bush en Gore. Hinn síðarnefndi væri að gera ör- væntingarfulla tilraun til að ná til miðjukjósenda sem Bush virðist hafa heillað ef marka má skoðana- kannanir. Samkvæmt þeim hefur Bush nú 18 prósentustig fram yfir Gore. Gagnrýni á Clinton Annað sem miklu skiptir og réð jafnvel úrslitum í vali Gores er að Lieberman varð fyrstur öldunga- deildarþingmanna demókrata til að gagnrýna opinberlega hegðun Clintons forseta í Lewinsky-mál- inu. Sagði hann forsetann ekki ein- vörðungu hafa hagað sér illa held- ur „grafið undan siðferðislegum myndugleika sínum“ og trausti meðal þjóðarinnar. Framhjáhald forsetans hefði verið atlaga gegn viðleitni foreldra sem reyndu að ala börn sín upp í samræmi við „gildi heiðarleikans". Ekki gekk hann þó svo langt að krefjast af- sagnar forsetans. Þótt Gore njóti góðs af því að efnahagur landsmanna er blómleg- ur eftir átta ára valdatíð Clintons og um 60% landsmanna séu ánægð með embættisstörf forsetans eru á hinn bóginn um 60% ekki sátt við Clinton sjálfan. Varaforsetaefni j repúblikana, Dick Cheney, gerði j sér þess vegna far um að tengja 1 Gore sem mest við forsetann í ræðu sinni á flokksþinginu nýver- ið. Repúblikanar vita að að enn er stór hópur bandaríksra kjósenda ekki reiðubúinn að fyrirgefa Clint- on framferði hans. Gott samstarf við forsetann gæti reynst akkiles- arhæll Gores í baráttunni um Hvíta húsið. Demókratinn Geoff Garin segir að með Lieberman sér við hlið eigi Gore auðveldara með að sýna að hann skilji áhyggjur almennings vegna versnandi siðferðis. Lieberman gæti laðað að sér svo- nefnda miðjukjósendur og óflokks- bundna, staðfastir demókratar verða hins vegar varla í erfiðleik- um með að kjósa Gore. Og loks minna sumir stjórnmálaskýrendur á að valið á varaforsetaefni hafi af- ar sjaldan haft umtalsverð áhrif á niðurstöður forsetakosninga vestra. Helstu heimildir: AP, AFP, The Daily Telegraph og heimasíða Liebermans. Flug og hótel aðeinskr.----------------------------á 6 nætur á Hótel Delta Colosseum 4* Hótelið er örstutt frá Colosseum Innifallð: Flug og gisting. Ekki innifalið: Föst aukagjöld 2.670 kr., börn 1.970 kr. Flug frá aðeins kr.--------------------------------á Ekki innifalið: Föst aukagj. 2.670 kr., böm 1.970 kr. ® Flug og bill frá aðelns kr.-------------------------á I viku m.v. 2 fullorðna og tvö börn. Ekki innifalið: Föst aukagjöld 2.670 kr., börn 1.970 kr. Einstakt tilboð Stangarhyl 3A ■ 110 Reykjavik Simi: 587 1919 ■ Fax: 587 0036 inío'S’terranova.is ■ terranova.is ÁDUR FE8ÐAMIÐST0Ð AUSTURLANDS TERRA NOVA ■Spennartdi valkostur• Anwar Ibrahim dæmdur vegna „kynferðisafbrota“ Dómurinn fordæmdur Kúala Lúmpúr. Reuters. MANNRÉTTINDASAMTÖK, stjómarandstæðingar og erlendar ríidsstjómir mótmæltu harðlega í gær níu ára fangelsisdómi sem felld- ur var yfir Anwar Ibrahim, fyrrver- andi fjármálaráðherra Malasíu. Arif- in Jaka, hæstaréttardómari, kvað upp dóminn í gærmorgun eftir fjór- tán mánaða löng og ströng réttar- höld og samkvæmt honum hafa Anwar og bróðir hans gerst sekir um kynferðisafbrot. Áður hafði Anwar verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir meintan fjárdrátt. Helsta stjómar- andstæðingi landsins mun því verða haldið í fangelsi til næstu fjórtán ára. „Dómamir em annað áfall fyrir réttarkerfið í Malasíu,“ sagði Joe Saunders, yfirmaður Asíudeildar mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, í gær og Phil Goff, ut- anríkisráðherra Nýja-Sjálands, sagði að ástæða væri til að hafa vera- legar áhyggjur af réttmæti þess lagaferlis sem á undan dómnum hafði farið. Nokkur mótmæli bratust út í Kúala Lúmpúr, höfuðborg landsins, í gær er dómurinn var kveðinn upp og vora átta mótmælendur hnepptir í varðhald. Er Arifin kvað upp dóm sinn, að loknum réttarhöldunum yfir Anwar og Sukma Darmawan, kjörbróður hans, sagði hann að þeir hefðu gerst sekir um kynvillu og lýsti Anwar Anwar Ibrahim fyrir utan dóms- húsið í' Kúala Lúmpúr í gær. sem „sjúkum manni“. Anwar svaraði og sagði: „Aöeins sjúkur dómari myndi kalla mig sjúkan mann.“ Bróðir Anwars var dæmdur til sex ára fangelsisvistar og var gert að sæta fjóram vandarhöggum. Lýstu sakbomingarnir því báðir yfir að dómum þeirra yrði áfrýjað. Anwar mun hefja afplánun níu ára fangelsisdómsins eftir að hann lýkur við sex ára fangelsisvist sem hann var dæmdur til að afplána í apríl á síðasta ári. Árið 1998 var hann rek- inn úr embætti fjármálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra og hefur hann æ síðan haldið því fram að Ma- hathir Mohamad, forsætisráðherra landsins, hafi komið á sig sökinni í svokölluðu kynferðisafbrotamáli með það fyrir augum að koma sér úr embætti og hrinda þannig helstu pólitísku ógn forsætisráðherrans. Mahathir hefur vísað þessum ásök- unum á bug og hefur lýst því yfir að Anwar hafi verið siðferðislega óhæf- ur til að taka við embætti forsætis- ráðherra. Grannríki lýsa yfir áhyggjum Alexander Downer, utanríkisráð- herra Ástralíu, sagðist í gær vera hryggur vegna dómsins. „Margt fólk í Astralíu hefur bundið miklar vonir við Anwar Ibrahim," sagði Downer í gær. Laurie Brereton, talsmaður áströlsku stjórnarandstöðunnar, sagðist fordæma dóminn, ekki síst vegna þess að óháðir eftirlitsmenn hefðu lýst yfir efasemdum vegna hlutdrægni og sjálfstæðis dómsferl- isins. „Vinir Malasíu geta aðeins ver- ið afar hryggir vegna þess óréttlætis sem Anwar hefur verið beittur og vegna tjónsins sem ferlið hefur haft fyrir alþjóðlega stöðu Malasíu," sagði Brereton í yfirlýsingu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.