Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikarinn sem hélt sig í kuldanum Breski leikarinn Sir Alec Guinness lést á mánudaginn var, 86 ára að aldri. Hávar Siguijdnsson segir frá ferli þessa merka listamanns. Sir Alec Guinness í einu af minnisstæðustu hlutverkum sínum. Njósnarinn Georg Smiley. ÞAÐ er ekki hægt að kalla það ann- að en kaldhæðni örlaganna að breski leikarinn Sir Alee Guinness, sem er nýlátinn 86 ára að aldri, skuli vera þekktastur meðal heims- byggðarinnar fyrir hlutverk sitt sem Jedi riddarinn Obi-Wan Ken- obi í Star Wars-myndunum. Guinn- ess hafði skömm á hlutverkinu og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Vinnusamur og auðmjúkur leikari Alec Guinness var einn af fremstu og þekktustu leikurum sinnar kyn- slóðar í Bretlandi ásamt Laurence Olivier, John Gielgud, Ralph Richardson, John Mills og Michael Redgrave, svo einhverjir séu nefnd- ir. Hann birtist fyrst á leiksviði í London í litlu hlutverki árið 1933, aðeins 19 ára að aldri. Fimm árum síðar lék hann Hamlet undir stjórn Gielgud í Old Vic leikhúsinu en ári síðar gekk hann í sjóherinn og sneri ekki aftur á leiksviðið fyrr en 1946. Alec Guinness fæddist í London 1914, sonur bankamanns og konu hans, en þau skildu fljótlega eftir fæðingu sonarins. Guinness sagði síðar að hann ætti enga minningu um föður sinn. Hann byrjaði ungur að skemmta skólafélögum sínum með eftirhermum og frumsömdum leikþáttum og var staðráðinn í því að gerast leikari. Hann kostaði leiklistarnám sitt með því að vinna á auglýsingastofu en sneri sér alfarið að leiklistinni 1933 og stuttu síðar gekk hann til liðs við Old Vic leik- húsið sem þá var undir stjórn John Gielgud. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var 1946 í leikgerð af sögu Dickens, Great Expectations. Tveimur árum síðar sló hann í gegn með eftir- minnilegri túlkun sinni á gyðingn- um Fagin í kvikmynd eftir sögunni á Óliver Twist. Þar lék á móti hon- um í fyrsta sinn, en ekki hið síðasta, vinur hans til æviloka John Mills, sem nú er 92 ára og minnist vinar síns með hlýju og eftirsjá. „Alec var einstaklega auðmjúkur og vinnu- samur leikari. Hann notaði enga að- ferð aðra en þá að leggja sig allan fram, hugsaði öll smáatriði út í æsar og leit á starf sitt sem vel borgaða vinnu.“ Annar vinur og félagi, leik- arinn Peter Ustinov, sagði um Sir Alee er hann frétti lát hans: „Hann var nafnlaust skáld.“ Og vísar þar til hvorutveggja að Sir Alec þoldi enga athygli fjölmiðla og hélt sig til hlés við allt slíkt og listsköpun hans sem leikara var svo yfirlætislaus og virtist svo fyrirhafnarlaus að fæstir tóku eftir því fyrr en löngu síðar hversu snjall hann var. Sir Alec kom hingað til lands sumarið 1968 ásamt eiginkonu sinni og ferðaðist um landið. Sem hans var von og vísa barst hann lítið á, en var hlýtt til landsins eftir þá heimsókn. Tveir óskarar og Obi-Wan Kenobi Sem kvikmyndaleikari var Sir Al- ec framúrskarandi og á 6. áratugn- um var hann einn vinsælasti leikari- inn í Bretlandi og lék í fjölda kvikmynda. Þekktastar eru gaman- myndirnir kenndar við Ealing kvik- myndaverið og fékk hann þar viður- nefnið Maðurinn með þúsund andlitin, sem segir meira en flest annað um fjölhæfni hans sem leik- ara. Þekktastar frá þessum tíma eru kvikmyndirnar Kind Hearts and Coronets og The Lavender Hill Mob, þar sem Guinness leikur heimóttarlega skrifstofublók sem gerist bankaræningi. í fyrrnefndu myndinni lék Guinness átta hlut- verk. Honum var jafn lagið að túlka umkomulausar andhetjur eins og sterkar persónur en þó fólst pers- ónusköpun hans fremur í lipurð og mýkt en túlkun hetjulegrar karl- mennsku. Hetjur hans virtust ólík- legar til stórræðanna en reyndust þegar á reyndi gerðar úr seigara efni en margir aðrir. Einstaklega enskur, kurteis, lipur, lágróma en fastur fyrir og harður í horn að taka ef á reyndi. Þannig persónur er Sir Alec Guinness þekktastur fyrir. Árið 1957 lék Guinness eitt af sín- um þekktustu hlutverkum, breska liðsforingjann í Brúin yfir Kwai fljótið, og fékk hann verðskulduð Óskarsverðlaun fyrir sinn snúð. Ái’- ið 1980 hlaut hann Óskarsverðlaun í annað sinn fyrir ógleymanlega túlk- un sína í fjölda kvikmyndahlutverka og framlag sitt sem leikara til kvik- myndanna. Er ekki að efa að banda- ríska akademían hafi áttað sig á yf- irburðum Sir Alecs eftir að hann hafði komið fram í Star Wars- myndum Georgs Lucas árin á und- an. Sjálfur var Guinness ómyrkur í máli um reynslu sína af leik í Star Wars. Hann bað Lucas að skrifa persónu sína Obi-Wan Kenobi út úr kvikmyndunum, láta Svarthöfða drepa hann. „Því ég gat bara ekki haldið áfram að láta þessa vitleysu út úr mér,“ sagði Guinness í blaða- viðtali nokkru síðar, „textinn var hreinasta bull.“ Engu að síður var leikur hans í Star Wars-myndunum framúrskarandi og lyfti þeim á hærri stall í listrænu tilliti en ella hefði verið mögulegt. Þrátt fyrir að Guinness talaði af lítilsvirðingu um Star Wars-myndirnar gerðu þær hann stórauðugan og tryggðu hon- um fjárhagslegt áhyggjuleysi það sem eftir var ævinnar. Njósnarinn Georg Smiley I byrjun níunda áratugarins bætti Sir Alec nýrri persónu í fjöl- skrúðugt safn sitt með Njósnaran- um Georg Smiley, sjónvarpsþáttum sem gerðir voru eftir sögum John Le Carré, Tinker, Tailor, Soldier, Spy og Smiley’s People. Er erfitt að ímynda sér Georg Smiley öðruvísi en þann hægláta dapurlega mann sem Sir Alec gerði svo snilldarleg skil í þáttunum. Fyrsta sagan um Smiley, Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum, var kvikmynduð 1963 með Riehard Burton í aðalhlutverki og er þar um allt aðra persónu að ræða, bæði af hendi leikarans og ekki síður höfundarins. Alec Guinness var aðlaður árið 1960 og var í hópi fyrstu leikara sinnar kynslóðar sem nutu þeirrar upphefðar. Hann hafði og alla möguleika á að verða alþjóðleg kvikmyndastjarna, sérstaklega eft- ir hlutverk sitt í stórmynd Davids Lean um Arabíu-Lárens. Guinness neitaði öllu slíku og sagðist ekki geta verið neitt annað en hann sjálf- ur og hann væri bara ánægður með að vera leikari. „Ef ég reyndi að slá um mig myndi ég ekki vita hvernig ég ætti að haga mér. Ef ég reyndi að vera stjarna myndi ég gera mig að fífli.“ Svo hann hélt sig utan þess sviðsljóss sem skín hvað skærast ut- an leiksviðsins og sagði skömmu fyrir dauða sinn að hugmynd sín um himnaríki væri:..að sitja á verönd- inni á sumarkvöldi og njóta þess að sötra drykk með einum eða tveimur góðvinum mínum og hlusta á þögn- ina.“ Joáo Gilberto og Brasilíuæðið Það geisaði Brasilíufaraldur í London, þegar Vernharður Linnet átti þar leið um á dögunum. Honum fannst því tilvalið að hlusta á mesta núlifandi meistara sömbunnar brasilísku. BRASILÍSKUR matur, brasilísk- ur bjór, brasilískir ávaxtakokkteil- ar, brasilískar bíómyndir, en þó fyrst og fremst brasilísk tónlist. Það var þemað um miðjan júlí í Barbican Center í London og víðar í stórborginni. Kvöldið eftir að ég heyrði Mingus stórsveitina á Ronnie Scotís var helsta stórstirni brasilískrar tónlistar með tónleika í Barbican Center - sjálfur Joáo Gilberto. Þó hann sé ekki djassisti tengist hann djassinum fléstum brasilískum sömbumeisturum fremur - hann og Antonio Carlos Jobim. Og tengillinn: Stan Getz sjálfur. Jobim var hið mikla tónskáld sömbunnar og Gilberto gaf henni nýtt líf með töfrarödd sinni - rödd sem skóp hinn nýja sambastíl - bossa nova - öðru fremur. Það var gítaristinn Charlie Byrd sem heillaðist af tónlist þeirra fé- laga í Rio, en honum tókst ekki að koma henni á framfæri í Banda- ríkjunum fyrren hann fékk blásara til liðs við sig og að sjálfsögðu þann sem best hæfði sömbunni - Stan Getz. Breiðskífa þeirra, Jazz Samba (1962), varð vinsælli en áð- ur hafði þekkst í djassheiminum og dvaldi hálft annað ár á vin- sældalistunum og enn vinsælli varð skífan sem út kom 1964: Getz/Gilberto, þarsem Jobim lék á píanóið og Astrudo Gilberto fékk að raula ofurlítið. Heldur hefur mér leiðst sú mæta kona og yfirgaf tónleika hennar á Norðursjávar- djasshátíðinni í Haag eftir tvö lög - enda úr nógu að moða þar. Joáo Gilberto er annar handleggur. Hann er í hópi þeirra örfáu lista- manna er halda áheyrendum hug- föngnum án allra hjálparmeðala, aðeins með þeim töfrum listarinn- ar er aldrei verða útskýrðir. Al- einn á sviðinu með gítarinn frammi fyrir þúsundunum lék hann og söng linnulaust í tvo tíma án þess að annað heyrðist nema fögnuðurinn þegar hlustendur þökkuðu fyrir lögin. Brasilíska vikan var víðar en í Barbican einsog áður segir og í einhverri London-kringlunni heyrði ég sömbutríó sem greini- lega var undir stjórn ungrar glæsi- legrar stúlku sem söng og blés í altó- og sópransaxófón. Ingrid Laubrock hét hún og þótti mér hún sjarmerandi án þess að vera neitt meira, saxófóntónninn veik- ur, meðleikararnir kraftlitlir. Aft- ur á móti las ég feikijákvæða dóm um nýjan disk hennar í The Obs- erver - kannski hún þurfi hljóðver til að koma tónlistinni frá sér. Það þarf Joáo Gilberto ekki, en einn galli var á tónleikum hans; þeir voru alltof langir því á undan tveggja tíma söngdagskrá hans lék fimm manna brasilísk hljómsveit: Getz og Gilberto á hátindi bossanóvatimabilsins. Choro da Villa. Það þótti mér leið- inleg tónlist og andlaus. Kannski hefði hún verið til prýði á kaffi- húsi, en í tónleikahöll - af og frá. Það kemur æ sjaldnar fyrir að ég fái kökk í hálsin og tár I augu þegar ég hlusta á tónlist og það gerðist sosum ekki á hverjum degi hér á árum áður, en þegar Jöao Gilberto upphóf Corcovado, þriðja lag tónleikanna, var einsog þessi 69 ára gamli Brasilíumaður kveikti að nýju þann eld sem hafði töfrað mann fyrir nærri fjörutíu árum. Röddin orðin eilítið rám, en það jók bara á töfrana. Það þurfti hvorki Getz eða Jobim til. Einn var hann nær fullkominn. Það sannaðist sem Miles Davis sagði eitt sinn um Gilberto: „Hann þarf ekki annað en að lesa upp úr dag- blaði til að hljóma vel.“ Bossa nova sömbur sem ég hafði , ekki heyrt áður flutti hann í bland við gamla ástvini svo sem Chega de Saudade, Samba de uma nota so, So danco samba, O grande am- or, Destafinado og að lokum Gar- ota de Ipanema og einsog Sonny Rollins hafði lokið tónleikum sín- um á þessu sama sviði tæpu ári áð- ur með Don’t Stop the Carnival var stúlkan frá Ipanema lokaópus Gilbertos. Uppklappið óheyrt af listamanninum. Stundum fer maður til útlanda og hlustar á tugi tónleika á nokkr- um dögum og er sæll og glaður - en í þetta skipti urðu tónleikarnir aðeins tvennir og gleðin síst minni enda maður einsog Joáo Gilberto ekki daglega á dagskrá. Þetta voru fyrstu tónleikarnir hans í Bret- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.