Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ_________________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 33 LISTIR Hamlet á Hotel Elsinore KVIKMYJVDIR Regnboginn HAMLET ★ ★ Leikstjóri Michael Almereyda. Handritshöfundur Almereyda, byggt á leikriti Williams Shakespeare. Tónskáld Carter Burwell. Kvikmyndatökustjóri John de Borman. Aðalleikendur Ethan Hawke, Kyle McLachlan, Sam Shepard, Diane Venora, Bill Murray. Sýningartími 110 mín. Frandeiðandi Miramax. Árgerð 2000. HAMLET Danaprins freistar kvikmyndagerðarmanna meira en önnur verk Williams Shakespeare, reyndar meii'a en flest önnur verk heimsbókmenntanna. Yfír 50 myndir gerðar á öldinni og ein- hverjar í framleiðslu. Skemmst er að minnast Zefferelli-útgáfunnar frá 1991, með Mel Gibson, tekinni á Skotlandsheiðum. Gibson hefur mikla burði og útgeislun sem hressa uppá raddbeitinguna og textameðferðina. Útkoman var góð. Enn betri var kvikmyndagerð Kenneths Branagh frá ’96, sjálfsagt slagar hún hátt í þá frægustu, frá ’48, sem var unnin af meistara- höndum Sir Laurence Olivier. Ekki var laust við að tvær grím- ur rynnu á menn er það spurðist um heimsbyggðina að afþreyingar- goðið Gibson færi með þetta lykil- hlutverk leikbókmenntanna, en Gibson gætir þess að fara ekki með höfuðið í gapastokkinn. Hafi mönn- um brugðið við tíðindin af Gibson er óhætt að fullyrða að þeim hinum sömu hafi legið við sturlun er frétt- ist af nýjustu Hamlet kvikmynda- gerðinni. Ethan Hawke og Kyle McLachlan í bm'ðarhlutverkunum? Þetta hlaut að vera brandari. Sem það og er. Michael Almereyda, lítt reyndur handritshöfundur og leikstjóri, hef- ur fengið þá ágætu hugmynd að færa atburðarásina til Manhattan árið 2000. Hamlet (Hawke), er erf- ingi stórfyrirtækisins Denmark. Faðir hans (Sam Shepard) fellur sviplega frá og er líkið tæpast stirðnað í gröfinni er móðir hans (Diane Venora), giftist mági sínum Claudiusi (Kyle McLachlan), sem tekur yfir viðskiptaveldið. Andi gamla eigandans svífur yfir vötnun- um og varar Hamlet við frekari bolabrögðum frá hendi Claudiusar. Hamlet, yfirkominn af harm og hatri, hyggur á hefndir en sækist ætlunarverkið seint. Almereyda heldur sig við textann en klippir mikið út, öfugt við Bran- agh sem kvikmyndaði verkið í allri sinni lengd og myndin um 4 klukkustundir. Útgáfa Almereyda er rösklega helmingi styttri. Inntak verksins er þó haganlega framsett í rauðum þræði og í sjálfu sér er hlutverk textans þokkalega leyst. Sú hug- mynd að gera Hamlet að erfða- prinsi nútímalegs fjölþjóðaveldis og videolistamanns er einnig frumleg og á köflum foi'vitnileg. Það sem plagar afbrigðið er fyrst og fremst hjárænulegur leikur Hawkes, mélk- isulegri Hamlet hefur ekki sést á tjaldinu. Hann spjarar sig að vísu þolanlega á stöku stað en einræð- urnar eru virkilega illa fluttar. McLachlan gerir morðingjann og illmennið Claudius að snoppufríðu engu. Ophelia fær illskárri meðferð í heldur litlausri túlkun Juliu Stiles. Þeir sem koma með lífsmark inní kvikmyndagerðina eru fyrst og fremst Liev Schreiber sem Laertes, Sam Shepard sem vofan og Bill Murray er háll Polonius. Diane Venora tekst einnig að glæða hlutverk drottningar talsverðu lífi. Innslögin í hátæknivætt nútíma- þjóðfélagið (einsog öryggismynd- bandstökur af vofunni), eru skondin viðbót við kvikmyndagerðir Ham- let, en með þeim áberandi göllum sem hér blasa við, er spurning hvort ekki hefði betur heima setið en af stað farið. Sæbjörn Valdimarsson Alt og orgel á hádegistónleikum Marteinn H. Anna Sigríður Friðriksson Helgadóttir ANNA Sigríður Helgadóttir altsöng- kona kemur fram á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju ásamt Marteini H. Friðrikssyni dóm- organista í Reykjavík á morgun, fimmtu- dag, kl. 12. Fyrst leikur Mar- teinn „Sónötu nr. 2 í c-moll“ eftir Mend- elssohn-Bartholdy á orgelið en síðan syng- ur Anna Sigríður þrjú lög: „The Birds“ eftir Benjamin Britt- en, aríuna „Ombra mai fu“ úr óperunni „Serse“ eftir Georg Friedrieh Handel og „Fac ut portem" eftir Giovanni B. Pergol- esi. Þá leikur Marteinn sálmforleik J.S. Baeh, „Vor deinen Thron tret ich hiermit" og Anna Sigríður „Þú, Guð míns lífs“ eftir Gunnar Reyni Sveinsson og „Festingin víða“ eftir Atla Heimi Sveinsson. Tónleikun- um lýkur síðan með „Hommage a Dietrich Buxtehude" sem tékk- neska tónskáldið Petr Eben skrif- aði í minningu hins mikla norður- þýska organista og tónskálds. Anna Sigríður Helgadóttir stundaði söngnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Söngskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk námi við framhalds- deild árið 1989. Næstu þrjú árin sótti hún einkatíma hjá prófessor Rina Malatrasi á Ítalíu. Marteinn H. Friðriksson er dóm- organisti í Reykjavík og stjórnar Dómkórnum og Kór Menntaskól- ans í Reykjavík. Auk þess kennir hann við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Stelpa sem stendur si g BÆKUR E n d ii r m i n n i n g a r BARA STELPA eftir Lise Norgaard. Þýðandi Sverrir Hólmarsson. Prentun Norhaven A/S , Viborg Dan- mörku. PP Forlag 2000 - 333 síð- ur. Verð 3.480 kr. BÓKIN Bara stelpa er fyrsti hluti endurminninga Lise Nor- gaard, en hún er einn ástsælasti rithöfundur Dana eftir að hafa samið þættina Matador fyrir danska sjónvarpið. Þættir þessir sem fjölluðu um lítið danskt smá- bæjarsamfélag fyrr á öldinni nutu einnig mikilla vinsælda hér á landi en margar persónur þátt- anna eru einmitt byggðar á raun- verulegu fólki sem hún skrifar um í Bara stelpa. Sögusvið bókarinnar er dæmi- gert danskt smábæjarsamfélag. Þar segir frá uppvexti Lise á fyrstu áratugum síðustu aldar. Hún fæddist inn í vel efnaða borg- arafjölskyldu þar sem dæmigerð borgaraleg gildi voru í heiðri höfð. Lise er elst þriggja systkina og segir frá því af gráglettinni kímni að faðir hennar hafi séð til þess að móðir hennar væri ólétt þar til drengur fæddist í þriðju tilraun. Það er ljóst að þó Lise sé „bara stelpa“ er hún í mestu uppáhaldi hjá föður sínum, en jafn ljóst að hann þurfti á karlkyns erfingja að halda til að taka við fjölskyldufyr- irtækinu. Sagan er sögð frá sjónarhóli barnsins og fer vel á því, enda hef- ur höfundurinn glöggt auga fyrir þeim smáatriðum bernsku sinnar sem svona eftir á að hyggja eru ef til vill helstu mótunaráhrifin í lífi hennar. En Lise Norgaard var strax frá unga aldri ákveðin í því að láta ekki karlmenn skjóta sér ref fyrir rass á framabrautinni og átti langa starfsævi sem blaða- kona á helstu blöðum Danmerkur og einnig sem rithöfundur. Henni tókst meira að segja að komast í bankaráð viðskiptabanka föður síns en þar höfðu eingöngu setið karlar fyrir hennar tíð. Foreldrar hennar og systkini eru í forgrunni í sögunni ásamt móðursystur hennar sem að mestu sjá um uppeldi bamanna. Einnig koma afar, ömmur og fjar- skyldari ættingjar til sögunnar, auk misgóðra barnfóstra og þjón- ustufólks. Stéttaskipting er áberandi í frásögninni og athyglisvert hvernig Lise gerir sér mat úr samanburði á fortíð og samtíð, þeim kröfum sem fjölskylda hennar gerir til hegðunar og manngildis. Báðir foreldrar henn- ar halda fast í gömul gildi og eru dæmigerð börn síns tíma. Stund- um gerir Lise það að leik sínum að endursegja sögur þeirra af fjölskyldu sinni og láta svo sann- leikann eins og hún uppgötvaði hann síðar fylgja með. Þannig af- hjúpar hún tvískinnung borgara- legra lífsviðhorfa þeirra á góðlát- legan máta, viðhorfa sem í meginatriðum tilheyra horfnum heimi 19. aldarinnar. Höfundurinn gerir nábýlinu við Þýskaland athyglisverð skil í bók- inni, en hún er sjálf af þýskum ættum. í uppeldinu var mikil áhersla lögð á að varðveita virð- ingu gagnvart þeim þætti upp- runa hennar. Undir lok þessa fyrsta hluta enduminninga hennar er farið að halla undir fullorðinsár Lise og hún er orðin margs vísari um eðli heimsins. Framundan eru átaka- ár margvíslegra breytinga milli- stríðsáranna og síðar víðsjárverð- ir tímar hersetu í Danmörku. Það er því forvitnilegt að vita hvernig hinni ákveðnu og úrræðagóðu Lise reiðir af í næsta hluta, en fyrri hlutanum lýkur þar sem henni hefur loks tekist að þvinga föður sinn til að útvega sér starf sem blaðakona. Bara stelpa er skrifuð af lipurð og einlægni og er hin besta af- þreying. Þýðing Sverris Hólmars- sonar er einnig með miklum ágætum, þjál og á skemmtilegu máli. Fríða Björk Ingvarsdóttir Nýjar bækur • SIÐFRÆÐI handa Amador er eftir Fernando Savater í þýðingu Hauks Ástvaldssonar. í bókinni er fjallað um hina eilífu leit að hamingju, frelsi og ást, og spumingar sem spretta óhjákvæmi- lega af því frelsi sem maðurinn einn býr við. Bókin er bæði hugsuð og skrifuð með æskufólk í huga. Hún hefur verið gefin út í 30 löndum á 26 tungumálum. Fernando Savater er kunnastur spænskra samtímaheimspekinga. Hann hefur sent frá sér á fjórða tug bóka, skáldsögur, leikrit, heimspek- iritog greinasöfn um ýmis málefni. Útgefandi er Siðfræðistofnun Há- skóla íslands og Háskólaútgáfan, sem sér um dreifingu. Bókin er 201 bls., kilja. Verð: 2.300. Tímarit • BÓKASAFNIÐ, 24. árgangur, er komið út. Meginþema þessa heftist er menntun bókavarða og bóka- safnsfræðinga, skoðuð er staðan hér heima og í nágrannalöndunum. Velt er fyrir sér nýjum kröfum og skyld- um, hugleiddur er breyttur starf- svettvangur og hvert við stefnum á nýju árþúsundi. Einnig eru greinar um þekkingarstjórnun og breytingu á hlutverki/starfsumhverfi bóka- safnsfræðinga og hugleiðingar um menntun þeirra og hvernig hún hef- ur þróast. Þrjár greinar eru um MÁ-nám í Bretlandi og gerð er grein fyrir efni mastersritgerðar um upplýsingaleiðir vísindamanna og öflun heimilda á fjórum íslensk- um rannsóknarstofnunum. Þá er rannsóknargrein um notk- un Netsins og grein urn sameiningu Bókavarðafélaganna á íslandi í eitt félag, Upplýsingu - félag bóka- safns- og upplýsingafræða. Þá er birt bréf Erlends í Unuhúsi frá Þór- bergi Þórðarsyni, grein um tré- skurðarmyndir til bókaskreytingar o.fl. Upplýsing - félag bókasafns- og upplýsingafræða gefur út. Ritstjóri er Aslaug Agnarsdóttir, bókavörður á Landsbókasafni Islands - Há- skólabókasafni. Blaðið er 80 síður oger til sölu m.a. í Þjónustumiðstöð bókasafna. Netútgáfa blaðsins er aðgengilcg á www.bokasafnid.is. v^mb l.i is A.LLTAf= GITTH\SA£> /MÝTl ‘TfiaUandsundrið íqjnnt ttótet Söau SL-saí miðv. 9. Ú£. ffí. 20.30 Vinsœldir Thailandsferða Heimsklúbbsins fara sívaxandi. Nýr vetrarbceklingur er ú leiðinni og verður kynntur á fjölbreyttri Thailandskynningu í kvöld, mið- vikud. Austurlandaferðirnar eru fjölbreyttari en nokkru sinni áður, td. þrenns konar Thailandsferðir, mislangar og á mismunandi eftirsóttustu staði hins fagra, fjölbreytta lands: UNDRA THAILAND. STÓRA THAILANDSFERÐIN og TOPPAR A USTURLANDA. Fyrir atbeina Heimsklúbbsins er Thailand að öðlast þann sess í hugum ferðamanna, er það veróskuldar sem eitt besta ferðaland heimsins og það ódýrasta miðað við gœðt Á tœpu ári hafa nœrri 1000 manns ferðast þangað á vegum Heimsklúbbsins-Príma. Thailand er toppur tilverunnar á ferðalögum, og nýir samningar Heimsklúbbsins tryggja ótrúleg lifsgœði á hlœgilegu verði, en sœtamagn er takmarkað og því nauösynlegt að tryggja sér sœti snemma. FFundur TfiaiCandsvinaféCagsins á undan Cynningu! Thailandsvinafélag var stofnað í fýrra, og eru félagsmenn nú hátt á 3ja hundrað. Félagar þess njóta ýmissa hlunninda og sérkjara, og er tekið við nýjum félögum á félagsfundi, sem haldinn er i Skála Hótel Sögu á undan kynningunni, kl. 19.00 á miðvikud. -(Þríréttaður kvöldverður og kaffi - kr. 2000.-pantanir í síma 56 20 400) Á Thailandkynningunni, sem fylgir í kjölfar fundarins, verða ferðir nýja bæklingsins kynntar í máli og nýjum myndum frá Thailandi, m.a. kvikmynd. Gestur á fundinum og kynningunni verður Krisana Paithai, ferðamálafrœðingur frá Ayutthaya, sögu- frœgasta stað Thailands, sem Heimsklúbburinn býður nú í fyrsta sinn. Aðgangur er ókeypis, meðan rúm leyfir, og sérkjör bjóðast i 3 ferðir, þeim sem staðfesta pöntun sína á kynningunnu Athvgli skal vakin á því. að Heimsklúbburinn einn bvður ferðir íþriár fíarlœgar álfur á Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK, fyrir frábærar ferðir. l-tKUASKKIfSTOrAIV innan við kr. 100 þús. IEIMSKIÚBBUK INGÓIFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavik, simi 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: http://www.heimsklubbur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.