Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 37 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FLUGSLYSIÐ í SKERJAFIRÐI að er engin spurning um, að ör- yggi í flugi hefur stóraukizt á allmörgum undanförnum ár- um. A fyrstu áratugum flugs á ís- landi urðu nokkur mannskæð flug- slys en nú er langt um liðið frá því, að slys hefur orðið í reglulegu áætlun- arflugi stærri flugfélaga hér. Á fyrstu árum þyrluflugs hér á landi urðu einnig mannskæð slys en svo virðist, sem flugmenn okkar hafi náð góðum tökum á því að fljúga þyrlum við þær aðstæður, sem hér ríkja. Að mörgu leyti má segja hið sama um flug á smáflugvélum. Á tímabili urðu svo mörg slys á litlum flugvél- um, að fólk hafði við orð að ekki væri hægt að taka þá áhættu að fljúga í slíkum vélum hér á landi. Jafnvel hinir reyndustu flugmenn misstu líf- ið í flugi á litlum flugvélum. En einnig á þessu sviði flugsins hefur orðið breyting. Flug á litlum flugvélum virðist hafa verið nokkuð öruggt um alllangt skeið þar til nú, að þessi sorglegi atburður gerist í Skerjafirði, í örlítilli fjarlægð frá Reykjavíkurflugvelli. Ganga má út frá því sem vísu, að þessi atburður verði rannsakaður of- an í kjölinn. Sumir hafa það fyrir reglu, að fljúga aldrei í eins hreyfils flugvélum. Er eitthvert vit í því að fljúga með svo marga farþega í flug- vél með einum hreyfli? Leikmenn spyrja slíkra spurninga en vafalaust hafa sérfræðingar og þeir sem vel þekkja til skynsamleg svör við slík- um spurningum. Hefur velgengni í flugi smáflug- véla í allmörg ár leitt til þess að menn gæti ekki að sér? Það er út af fyrir sig engin ástæða til að ætla það. Og þeir sem gjarnan segja að það sé meiri hætta í umferðinni á jörðu niðri hafa nokkuð til síns máls, ef töl- urnar eru skoðaðar. Rútuslysin eru að verða býsna mannskæð bæði hér og annars staðar. Þegar við upplifum hverja verzl- unarmannahelgina á fætur annarri þannig að einhverjir deyi um þá helgi, sem ella hefðu haldið lífi, vakn- ar áreiðanlega sú spurning í hugum margra hvort það sé þess virði að stefna hálfri þjóðinni í ferðalög um eina og sömu helgi. En hver getur ráðið við það? Það er í rauninni engin orð hægt að hafa um flugslysið í fyrrakvöld. Aðstæður allar eru með þeim hætti, að mönnum verður orða vant. Örlög þessa unga fólks réðust á örfáum augnablikum. Morgunblaðið sendir þeim sem hér eiga um sárt að binda innilegar sam- úðarkveðjur. SORGLEGIR ATBURÐIR að sem af er þessu ári hefur um- ferðin á íslandi hrifsað til sín sextán mannslíf. Því miður fór svo að mesta umferðar- og ferðahelgi árs- ins, verslunarmannahelgin, tók sinn toll í mannslífum. Þýzk kona lést norður í landi, eftir harðan árekstur við fólksflutningabifreið, og lítill drengur drukknaði í tjörn áustur í Lóni. Þar að auki urðu nokkur um- ferðarslys og óhöpp án þess að al- varleg meiðsl yrðu á mönnum, auk hins hörmulega flugslyss, sem um er fjallað hér að ofan. Það er dapurlegt til þess að vita, hversu margir eiga um sárt að binda eftir helgina. Þrátt fyrir afar öflugt og vel skipu- lagt forvarnarstarf lögreglu, umferð- arráðs og annarra þeirra, sem að skipulagi og eftirliti með umferð koma, tókst ekki að koma í veg fyrir dauðaslys. Það eru gömul sannindi og ný, að slysin gera ekki boð á undan sér, eins og glöggt sést þegar gætt er að því með hvaða hætti hið hörmulega banaslys varð í Eyjafirði á sunnudag. Þýzk kona, íjörutíu og fjögurra ára gömul, var ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri við rútu sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður rútunnar, sem var einn á ferð, hafði hemlað og sveigt yfir á vinstri vegarhelming þegar bíll fyrir framan hægði ferðina til að aka inn á afleggjarann að Þela- mörk, skammt norður af Akureyri. Að sjálfsögðu átti þýzka konan sér einskis ills von, þar sem hún ók bif- reið sinni, á réttum vegarhelmingi. Hver og einn hefði getað verið í spor- um þessarar þýzku konu og sam- ferðakonu hennar. Þær gerðu ekkert af sér í umferðinni. Þetta hörmulega slys er skýrt dæmi um að það eitt dugar ekki til að hugsa um sjálfan sig og eigið aksturslag. Þeir sem fylgja öllum reglum geta orðið fórn- arlömb aðstæðna, sem skapast í um- ferðinni, eins og gerðist í þessu til- viki. Þetta er mikið umhugsunarefni fyrir fólk. Er ástæða til að vera svona mikið á ferðinni um eina og sömu helgi sumarsins? Er ekki ör- uggara að fara sér hægt um einmitt þessa helgi? Með því að gæta ávallt að um- hverfinu og aðstæðum, horfa fram á veginn, halda sig innan leyfilegs hámarkshraða og hafa bílbeltin spennt geta ökumenn dregið úr lík- um á því að slys verði. En eins og dæmin sanna er slíkt engin trygging fyrir því, að ekki geti farið illa. Margir munu hugsa sem svo, að ekki tjói að játa sig sigraðan fyrir einhverju ofurefli umferðarinnar á álagstímum, eins og þeim sem voru nú um helgina. Þjóðin megi ekki leggja árar í bát og gefast upp og sætta sig við, að það sé eitthvert náttúrulögmál, að umferðarhelgi eins og verslunarmannahelgin kosti Islendinga svo og svo mörg mannslíf. En sannleikurinn er sá, að dauðsföll- in eru sá veruleiki, sem að okkur snýr. Aðstandendur þýzku konunnar, sem lézt í bílslysinu fyrir norðan, eiga samúð okkar. Það er of mikið um, að útlendingar snúi ekki heim úr ferð til íslands, og verulegt umhugs- unarefni fyrir okkur hvað valdi því. Hugur þjóðarinnar er hjá foreldr- um og öðrum aðstandendum litla sex ára drengsins, sem dó um helgina fyrir austan. Slys á börnum eru svo þungbær að engin orð megna að lina þjáningar þeirra, sem þar eiga hlut að máli. Ekkert vitað um ástæðu bess að eins hreyfils flugvél fórst í Skerjafírði á mánudagskvöld Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Björgunarmenn bera einn hinna slösuðu upp úr fjörunni í Skerjafirði. TF-GTI á flugi yfir Reykjavíkurflugvelli fyrir skemmstu. Vélin var af Cessna-gerð, 210 Centaurion II. Missti skyndilega afi og hrapaði í sjóinn Þrír menn fórust og þrennt liggur þunfft haldið á sjúkrahúsi og er í lífshættu eftir að TF-GTI, eins hreyfíls flugvél af gerð- inni Cessna 210 Centaurion II, brotlenti í Skerjafírði, skammt undan landi, kl. 20:36 á mánudagskvöld. Vélin var að koma með fímm farþega frá Vestmannaeyjum. FJÖLMARGIR urðu vitni að slysinu og því þegar flugvélin lenti í sjónum, bæði gangandi og akandi vegfarendur og einnig íbúar í Kópa- vogi og við Skerjafjörð í Reykjavík. Slysið varð um kl. 20:36, skv. upp- lýsingum Flugmálastjómar. Fimm farþegar vom í vélinni ásamt flug- manni, en vélin var í eigu Leigu- flugs Isleifs Ottesen og var í far- þegaflugi að ferja gesti Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum heim eftir versl- unarmannahelgina. Flugvélin sem fórst var á lokast- efnu yfir Tjöminni fyrir lendingu á braut 20 að Reykjavíkurflugvelli þegar flugmaðurinn fékk fyrirmæli um að hætta við lendingu og fara hring, þar sem önnur flugvél væri á flugbrautinni. Var þar um að ræða Dornier-flugvél Islandsflugs, sem var í leiguflugi fyrir Flugleiðir á mánudag. Flugvélin flaug því yfir brautina, hækkaði flugið og tók síð- an hægri beygju er hún kom að Skerjafirði. Þegar hún var komin yfir fjörð- inn, tilkynnti flugmaðurinn um vél- arbilun og skömmu síðar, eða kl. 20:36, lenti hún í sjónum. Virðist sem vélin hafí skyndilega misst afl og hrapað við það í sjóinn. Björgunarmenn skjótt á vettvang Björgunarsveitir vom þegar sendar á vettvang og komu fyrstu björgunarmenn að í gúmbjörgunar- bátum aðeins örfáum mínútum eftir að flugvélin lenti í sjónum. í sama mund kom á vettvang Kjartan J. Hauksson, kafari í Kópavogi, en hann rekur fyrirtækið Sjóverk ehf., á prammanum Fjölva sem er með aðsetur í Kópavogshöfn. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins var sent strax á vettvang af þremur stöðvum, Skóg- arhlíð, Tunguhálsi og Reykjavíkur- flugvelli. Auk þess kom sjúkrabíll frá stöðinni í Hafnarfirði. Alls vora þetta sautján menn, þar af fjórir kafarar. Klukkan 20:39 vora alls 45 menn frá slökkviliðinu kallaðir út til aðstoðar og mönnuðu þeir m.a. slökkvistöð Reykjavíkurflugvallar, þar sem brýnt var að halda flugvell- inum opnum vegna mikillar flugum- ferðar. Hjá Slökkviliðinu fengust þær upplýsingar að sjósettur hefði verið bátur sem staðsettur er á Reykja- víkurflugvelli og fóra kafarai' slökk- viliðsins strax með honum á slys- stað. Annar vængur vélarinnar stóð þá enn upp úr sjó og var hún á um sex metra dýpi. Hófst köfun kl. 20:48, en að sögn slökkviliðsins kom pramminn Fjölvi sér mjög vel við alla björgun á staðnum - gegndi þar lykilhlutverki. Greiðlega gekk að kafa niður að vélinni og fýrstu sjúklingarnir vora komnir á land kl. 20:57, eða ríflega tuttugu mínútum eftir að fyrsta til- kynning barst. Fimm af sex sjúkl- ingum vora komnir í land kl. 21:05. I landi biðu læknar og sjúkra- flutningamenn sem hófu þegar lífg- unartilraunir. Einn af öðram var síðan fluttur á sjúkrahús. Eftir stóð að einn var enn fastur í flaki vélar- innar og náðist ekki úr því fyrr en búið var að lyfta því af hafsbotni. Var hann þá úrskurðaður látinn. Flugvélin var flutt með pramm- anum Fjölva til hafnar í Kópavogi og þangað var hún komin um fimm tímum eftir að tilkynnt var um slys- ið. Þar tók rannsóknarnefnd flug- slysa við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, vora margar björgunarsveitir kall- aðar til vegna slyssins, björgunar- sveitin Ársæll í Reykjavík með þrjá kafara og nokkra félaga, Flug- björgunarsveitin í Reykjavík með bíl og nokkra félaga til aðstoðar í fjöranni, Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi með bát Hjálparsveitar skáta í Garðabæ, Björgunarsveit Hafnar- fjarðar með báta og svæðisstjórn björgunarsveita með stjórnstöðvar- bfl. Þá vora fleiri í viðbragðsstöðu, en þeirra reyndist ekki vera þörf. Vegna framkvæmda á Reykja- víkurflugvelli er aðeins ein flug- braut í notkun, norður- og suður- brautin (02-20). Eftir að flugmaðurinn hætti við lendingu, þurfti hann að hækka flugið, en 1.000 feta hæð er lágmarkshæð við þessar aðstæður. Þrennt tókst að lífga við Þrír létust í flugslysinu. Staðfest var um miðnætti á mánudagskvöld, að tveir væra látnir, en hinn þriðji var úrskurðaður látinn um kl. 2 að- faranótt þriðjudags eftir að lífgun- artilraunir bára ekki árangur. Þrennt tókst hins vegar að lífga við og liggja þau á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og við Hringbraut. Fólkið er allt enn án meðvitundar og alvarlega slasað, að sögn vakt- hafandi lækna í gærkvöldi, og er því haldið í öndunarvélum. Þeir tveir sem fyrst létust voru flugmaðurinn, karlmaður fæddur árið 1971, og farþegi, karlmaður fæddur árið 1965. Þá lést karlmað- ur fæddur árið 1977. Aðrir farþegar flugvélarinnar vora tveir piltar, fæddir árið 1983, og stúlka fædd 1980, skv. upplýs- ingum lögreglu. Yfírlýsing’ flugfélagsins Leiguflug ísleifs Ottesen sendi í gær frá sér yfirlýsingu, sem undir- rituð var af Isleifi Ottesen, þar sem fram kom að fyrirtækið harmaði andlát farþega og flugmanns í slys- inu. Af virðingu fyrir þeim sem látn- ir væra og þeim sem nú liggja þungt haldnir hefði verið ákveðið að hafa enga starfsemi hjá fyrirtækinu ígær. „Leiguflug hefur fengið rann- sóknanefnd flugslysa öll gögn varð- andi flugvélina og mun kappkosta að styðja rannsókn slyssins á hvern þann veg sem því er unnt,“ sagði ennfremur í yfirlýsingunni. Sýndi mikið snarræði er flugslysið varð / „Eg hugsaði aðeins um að fiýta mér á vettvang“ BJÖRGUNARAÐILUM ber sam- an um að Kjartan J. Hauksson, kafari í Kópavogi, hafi sýnt mik- ið snarræði er hann kom á köf- unarpramma sínum, Fjölva, sem staðsettur er í Kópavogshöfn, að slysstaðnum. Pramminn var kominn að flaki flugvélarinnar aðeins örfáum mmútum eftir að hún féll í sjóinn og gegndi hann lykilhlutverki í björgunarað- gerðum á vettvangi. Kjartan rekur fyrirtækið Sjó- verk ehf., og býr nánast við Kópavogshöfn. „Mágkona mín sá vélina skella í sjónum og gerði mér strax við- vart. Ég stökk strax upp í pram- mann og var kominn á staðinn Iiklega um fímm mínútum eftir að vélin fór í sjóinn,“ sagði Kjartan við Morgunblaðið. Hann telur að vélin hafí Iegið á fimm til sjö metra dýpi í sjón- um þegar að var komið og segir að nokkuð vel hafí sést til botns ofan úr prammanum. Ekki var tekið að skyggja að ráði er slys- ið varð. Flugvélin sökk strax „Ég hugsaði aðeins um það að flýta mér á vettvang, enda getur tíminn skipt miklu máli þegar slys ber að höndum. Vélin sökk strax í sjóinn og hún var greini- lega mjög illa farin. Björgunar- menn á gúmbátum komu að um MorgunDiaðio/svemr Kjartan J. Hauksson kafari, eigandi prammans Fjölva. leið og ég og við hófumst þegar handa að koma fólkinu upp úr vélinni og um borð í pram- mann,“ segir Kjartan, en allir, sem í vélinni voru, voru án með- vitundar þegar að var komið. Kraninn nýttist vel við bj örgunaraðgerðir Krani er um borð í köfunar- prammanum og nýttist hann vel við björgunarstörfin. Kjartan telur að þeir fímm sem náðust strax úr flaki vélar- innar hafí verið í kafi átta til tólf mínútur. „Ég tel að sérlega vel hafí verið staðið að björgunarmálum og aðgerðin gekk fljótt og vel fyrir sig. Efst í huga nú er hins vegar virðing fyrir hinum látnu og aðstandendum þeirra, en um leið ánægja með að einhverjir hafí komist lífs af,“ bætir Kjart- an við. Sjónarvottur að flugslysinu Fannst eins og reynt væri að ræsa vélina HJÖRDÍS Thors, sem býr í Skild- inganesi, sá þegar flugvélin flaug út á hlið og lenti síðan í sjónum skammt undan ströndinni. Hjördís sat inni í stofu sinni og var að horfa út um gluggann er hún varð flugvélarinnar vör. „Eg sá út um gluggann að vélin kom í mjög ein- kennilegri stefnu yfir þveran end- ann á flugbrautinni þar sem verið er að gera við, yfir húsin hérna í Skild- inganesi, og þegar ég sé hana er hún þannig að vinstri vængurinn snýr al- veg niður og sá hægri alveg upp í loft. Hún var sumsé alveg á hliðinni. Síðan fer hún fram á nefið og þannig skall hún beint ofan í sjóinn." Hjördís segir að flugvélin hafi sokkið þegar í sjóinn, en ekld hafi orð- ið mikill hávaði við brotlendinguna. „Það komu torkennileg hljóð frá vélinni áður en hún fór í sjóinn," seg- ir Hjördís. „Mér fannst eins og það væri jafnvel verið að reyna að ræsa vélina, en er þó ekld viss. Síðan varð ekkert hljóð - eins og það væri hreinlega dautt á mótornum. Það fór ekkert á milli mála með þessa flug- vél að það var eitthvað mikið að.“ Að sögn Hjördísar sá hún glitta í stélið þegar hún stökk út í garð og einnig annan vænginn. Aukinheldur hafi eitthvað annað flotið upp, en hún hafi þó ekki séð hvað það var. Þá hafi strax myndast bensínrák á haf- fletinum. „Örstuttu síðar var þessi prammi kominn. Það kom einnig gúmmíbát- ur, en það var alveg með ólíkindum hvað pramminn var íljótur á stað- inn,“ bætti hún við. Hjördís segir að fjölskylda hennar og íbúar í nærliggjandi húsum heyri jafnan í flugumferð í kringum Reykjavíkurflugvöll, en þó aldrei yf- ir húsunum. „Þetta hefur aldrei traflað mig, enda umferðin verið' langt fyrir austan okkur og hins veg- ar langt fyrir norðan okkur. I ljósi þessa slyss horfa málin hins vegar allt öðravísi við. Það mætti gjarnan athuga þessi mál.“ Niðurstöðu rann- sóknar ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur RANNSÓKNARNEFND flugs- lysa sendi síðdegis í gær frá sér eft- irfarandi tilkynningu: „Rannsóknai’nefnd flugslysa vinnur að rannsókn flugslyssins sem varð í Skerjafirði, mánudaginn 7. ágúst sl. Flugvélin TF-GTI var af gerðinni Cessna 210L Centaurion II. Hún var eins hreyfils háþekja, búin 285 ha. bulluhreyfli og bar fimm farþega auk flugmanns og farangurs. Flug- vélin var smíðuð í Bandaríkjunum árið 1974 og keypt nýlega hingað til lands og skráð TF-GTI, eign LÍO/ Air Charter Iceland, Reykjavíkur- flugvelli, hinn 14. júní sl. Hún var notuð til farþegaflugs af Leiguflugi ísleifs Ottesen á Reykjavíkurflug- velli. Um kl. 20.40 barst Rannsókn- arnefnd flugslysa tilkynning um að flugslys hefði orðið og að TF-GTI hefði farið í Skerjafjörðinn kl. 20:36. Rannsakendur nefndarinnar fóra strax á vettvang og hófu gagnasöfn- un. Gúmmíbátur frá slökkviliði Reykjavíkur var kominn á slysstað kl. 20.44. Pramminn Fjölvi kom fljótt á slysstað og kl. 20.57 var bát- ur frá slökkviliðinu á leið í land með tvo menn úr flugvélinni. Kl. 21.05 höfðu fimm náðst í land, en ekki tókst að losa einn farþegann úr flak- inu á sjávarbotni. Rannsakendur fylgdust með þeg- ar flakinu var lyft af botninum um borð í prammann, sem flutti það síð- an að landi í Kópavogshöfn, þar sem unnt var að ná líki farþegans úr flakinu með því að nota klippur. Flakið var síðan tekið í vörslu Rannsóknarnefndai- flugslysa, þar sem rannsakendur hafa unnið við rannsókn þess í dag. Rannsókninni verður haldið áfram næstu daga, en hún er tímafrek og tekur til margra þátta. Niðurstöðu rannsóknarinnar er ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Atburðarásin í Skerjafirði 20:36 Flugmaður vélarinnar til- kynnir vélarbilun og örskömmu síðar skellur vélin í sjóinn. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins sent af stað. Lög- reglan stjórnaði aðgerðum. 20:44 Fyrstu björgunarmenn koma á vettvang í gúmbjörgun- arbát. Stél vélarinnar og annar vængur mara þá í kafi. 20:48 Köfun hefst niður á flak vélarinnar sem liggur á botni Skerjafjarðar, á sex metra dýpi vestan við Nauthólsvík. Pramm- inn Fjölvi er kominn á staðinn litlu síðar. 20:50 Björgunarsveitir í Reykjavík, Kópavogi og Gai’ða- bæ kallaðar til aðstoðar. 20:57 Fyrstu tveir úr vélinni komnir á land, báðir eru þeir án meðvitundar. Lífgunartilraunir þegar hafnar. 21:05 Fimm af sex komnir á land, en einn er fastur í vélinni og ekki unnt að losa hann í kafi. 23:21 Flugvélin hífð um borð í prammann, sjötti farþeginn úr- skurðaður látinn. 00:05 Komið með flakið í Kópa- vogshöfn og það afhent rann- sóknarnefnd flugslysa til rann- sóknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.