Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 41 okkur með Guðlaugu og Maríu, dætrum þeirra Obbu og Fidda, og fleiri frændsystkinum, auk þess sem við tókum þátt í garðræktinni. Við minnumst glaðværðar og glettni Fidda frá þessum árum. Hann átti það gjarnan til að bregða á leik og glettast svolítið við okkur krakkana og stundum var stutt í góðlátlega stríðni. Alltaf komum við kát og glöð úr sveitinni og hlökkuðum til næstu ferðar. Við yngri systkinin komum mikið inn á heimili Obbu og Fidda á Kirkjuteignum og lékum okkur oft við Lilju dótturdóttur þeirra sem bjó þá hjá afa sínum og ömmu. Alltaf var jafnvel tekið á móti okkur, enda var gestrisnin einstök og þjónustu- lundin. Ein minning kemur í hugann frá þeim tíma. Á undan hvem máltíð fór Fiddi með borðbæn og fór hann alltaf með hana af svo mikilli lotn- ingu og auðmýkt frammi fyrir Guði. Hafði þetta mikil áhrif á barnssálina og sýndi svo vel að Fiddi vissi á hvern hann trúði. Minningarnar eru margar og góð- ar og við þökkum Guði fyrir Fidda, kynni okkar af honum og kærleika hans sem hann sýndi okkur alla tíð. Við biðjum Guð að blessa minningu hans. Við biðjum einnig Guð að styrkja og blessa Obbu, Guðlaugu og Maríu og fjölskyldur þeirra. Vilborg Jóhannesdóttir, Gunnar Jóhannes, Sigurjón, Ragnar, Guðlaugur, Ragnhildur, Bjami og fjölskyldur. Kveðja frá Gídeonfélaginu á Islandi Friðrik Vigfússon var einn af 17 stofnfélögum Gídeonfélagsins þegar það var stofnað 30. ágúst 1945. ís- land var þriðja landið í heiminum sem Gídeonfélag var stofnað í, en nú starfar félagið í yfir 170 löndum með það markmið að útbreiða Guðs orð. Friðrik var virkur í starfi Gídeonfé- lagsins frá upphafi og eins lengi og heilsan leyfði, en síðustu misseri var hún farin að gefa sig. Hann var fyrsti ritari félagsins og þegar Landssamband var stofnað árið 1965 var Friðrik fyrsti forseti þess. Þá hefur hann gegnt embættum varaforseta og gjaldkera og hafa fáir félagsmenn gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið jafn lengi og hann. Öll- um þessum störfum sinnti Friðrik af einstakri trúmennsku og nákvæmni. Það er okkur sem yngri erum mikil hvatning að finna eldmóð og áhuga hinna eldri í öllu starfi félags- ins. Með ljúfmennsku sinni og léttri lund var Friðrik félögum sínum mik- ils virði. Gídeonfélagar sjá á bak góðum og traustum félaga sem alla tíð hafði brennandi áhuga á starfi félagsins. Á kveðjustund senda Gídeonfélagar eftirlifandi eiginkonu Friðriks, Þor- björgu H. Sigurjónsdóttur, dætram þeirra og öðrum ættingjum innileg- ar samúðarkveðjur og biðja þeim Guðs blessunar. Eg hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? 2. Hjálp mín kemurfrá Drottni, skapara himins og jarðar. 3. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. 4. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Israels. 5. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. 6. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. 7. Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu, hann mun vemda sál þína. 8. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (Sálm. 121) F.h. Landssambands Gídeonfé- laga á Islandi, Gunnar Sigurðsson, varaforseti. • Fleiri minningargrcinar um Friðrik Vigfússon bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. GUÐLAUGUR FRIÐÞJÓFSSON + Guðlaugur Frið- þjófsson fæddist á Sörlastöðum í Fnjóskadal 1. maí 1920. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðþjófur Guðlaugs- son, bóndi á Bakka í sömu sveit 1924- 1944, síðar iðnverka- maður á Akureyri, og kona hans Sigríð- ur Sigurðardóttir. Guðlaugur átti einn bróður, Sigurð V. Friðþjófsson, fyrrv. skrifstofu- stjóra, Hafnarfirði. Fóstursystir þeirra bræðra er Margrét Jóns- dóttir, fyrrv. iðnverkakona, Ak- ureyri. Eru þau systrabörn. Guðlaugur ólst upp á Bakka uns fjölskyldan fluttist til Akur- eyrar. Hann lauk prófi frá Iðn- skólanum á Akureyri 1949 og sveinsprófi í húsasmfði 1951. Guð- laugur lauk prófi í byggingar- tæknifræði við Stockholms Tekn- iska Institut 1954. Guðlaugur starfaði á teikni- stofu húsameistara Reykjavíkur- borgar 1954-1957 og aftur 1959- 1973, en 1957-1959 hafði hann umsjón með bygg- ingaframkvæmdum á vegum KEA á Ak- ureyri. 1973-1981 vann haim á teikni- stofu Borgarspít- alans en alls starfaði hann um aldarfjórð- ung við byggingu spítalans, bæði við að teikna hann og einnig við eftirlit með byggingafram- kvæmdum. Guðlaug- ur hafði umsjón með viðhaldi eldi'i bygg- inga í eigu Reykja- vikurborgar síðustu starfsár sín en hann lét af störfum 1989. Guðlaugur ferðaðist mikið inn- anlands, tók ljósmyndir og kom sér upp talsverðu steinasafni sem hann eftirlét Náttúrufræðistofn- uninni á Akureyri. Þá var hann mikill tónlistarunnandi, söng 17 ár í Pólýfónkórnum og starfaði mikið fyrir hann. Guðlaugur missti heilsuna 1992. Hann andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði 2. ágúst sl. Guðlaugur verður jarðsettur frá Höfðakapellu á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í uppvextinum vorum við systum- ar heppnari en önnur börn að einu leyti, við áttum besta frænda í heimi. Frændi okkar, Guðlaugur Friðþjófs- son eða Laugi frændi eins og við kölluðum hann, var stór þáttur í lífi okkar og var okkur einstaklega góð- ur. Hann var tíður gestur á heimili okkar og kom og borðaði hjá okkur a.m.k. einu sinni í viku. Hann passaði okkur ef á þurfti að halda og stund- um fengum við að gista hjá honum og oftar en ekki fylgdu þá einhverjar vinkonur með. I þessum heimsókn- um okkar til hans þá var þykkt ristað brauð haft í öll mál því hann einn kunni að rista brauð. Hann spilaði við okkur, las fyrir okkur og lék við okkur og hafði sjálfur mikla ánægju af enda var hann sérstaklega barn- góður. Frænda okkar var margt til lista lagt og hann hafði mörg áhugamál. Hann var mjög laghentur og ef eitt- hvað þurfti að laga á heimilinu var hann kallaður til. Hann var góður ljósmyndari og sá um að taka af okk- ur myndir og lét þá yfirleitt fram- kalla tvö eintök af hvem mynd, eitt fyrir sig og eitt fyrir mömmu og Frágítngur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Enn fremur má senda greinam- ar í símbréfi (5691115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauð- synlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þijú erindi. pabba. Hann var mikill áhugamaður um klassíska tónlist og kórsöng enda söng hann lengi með Pólýfónkóm- um. Hann átti mikið plötusafn og oft reyndi hann að kenna okkur að meta góða tónlist en hafði ekki alltaf er- indi sem erfiði. Hann safnaði einnig frímerkjum og fallegum steinum enda mikill áhugamaður um náttúru landsins. Lauga frænda þótti gaman að ferðast og þar sem foreldrar okkar áttu ekki bfl nutum við góðs af því. Á sumrin var nánast á hverjum sunnu- degi farið í bíltúr eitthvað út fyrir borgina. Við fóram einnig oft með honum í sumarbústaðaferðir og norður til Akureyrar. Laugi frændi var góður maður. Hann var hreinskilinn, heiðarlegur og afar vandvirkur. Hann var reglu- maður í hvívetna. Okkur reyndist hann einstaklega vel og hjálpaði okk- ur t.d. við húsbyggingar og bílakaup. Fyrir átta áram missti Laugi heilsuna og dvaldi lengst af eftir það á Sólvangi í Hafnarfirði. Fjölskyldur okkar hafa þvi ekki fengið að kynn- ast honum eins og við þekktum hann og er það miður. Núna hefur hann fengið hvíldina. Elsku Laugi frændi, að leiðarlok- um viljum við systurnar þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur. Betri frænda hefðum við ekki getað átt. Sigríður, Olöf og Sigurbjörg. • Fleiri minningargreinar um Guð- iaug Friðþjófsson bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu dagu. ifisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt ad300 manns. EINMG I.F.TfIJR IIADEGISMATUR tTUAEF MEIKAFFI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERD 6 nstinul Glœsilegar veitingar frá Veislunni Austurströnd 12 »170 Sehjnmomei «Simi: 561 2031 »Fax: 561 2008 VEISLAN Á VEITINGAELDHUS www.veislan.is 03 t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BRYNGEIRSSON verksmiðjustjóri frá Búastöðum, Vestmannaeyjum, Heiðvangi 30, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 7. ágúst. 4- Hrafnhildur Helgadóttir, Skarphéðinn Haraldsson, Guðrún E. Guðmundsdóttir, Dagur Jónsson, Jóhanna Berentsdóttir, Lovísa A. Jónsdóttir, Þorleifur Kr. Alfonsson, Eyjólfur G. Jónsson, Karen B. Guðjónsdóttir og barnabörn. t Sonur okkar, sambýlismaður, bróðir og mágur, ALAN STURLA SVERRISSON, Bakkastíg 4, Reykjavík, lést af slysförum fimmtudaginn 3. ágúst síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Susan Bury Sverrir Tómasson, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, Irene Odeny, Snjólfur Richard Sverrisson, Froydis Tevik, Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir, Þorvaldur Skúli Björnsson. í t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, fv. rekstrarstjóri Rafmagnsveitna ríkisins, Kópavogsbraut 1B, lést á Landspítalanum sunnudaginn 6. ágúst. Erla Hafrún Guðjónsdóttir, Egill Egilsson, Auður Svala Guðjónsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Helga Sigríður Guðjónsdóttir, Thomas Kaaber, Guðrún Sóley Guðjónsdóttir, Þorsteinn Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐRIK VIGFÚSSON, verður jarðsunginn í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, kl. 13.30 i Fossvogskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Gideonfélagið, KFUM eða Samband kristni- boðsfélaga. Þorbjörg H. Sigurjónsdóttir og dætur t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR STEFÁNSSON frá Hofi, Hólavegi 42, Sauðárkróki, andaðist á Dvalarheimili aldraðara á Sauðár- króki sunnudaginn 6. ágúst sl. Jarðarförin ferfram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 15.00. Guðrún Jónsdóttir, Bára Pétursdóttir, Margrét Pétursdóttir, Jón S. Pétursson, Gunnar Pétursson, Pétur Axel Pétursson, Svanhildur Pétursdóttir, Skarphéðinn Pétursson, Steinunn Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Birgir R. Rafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Baldur Sigurðsson, Erna Jóhannsdóttir, Sóiveig Þorvaidsdóttir, Steinunn Kristinsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.