Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Faðir okkar, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON skipstjóri, áður til heimilis í Byggðarenda 19, Reykjavík, lést sunnudaginn 6. ágúst. Sigurður Jónsson, Brynja Ingimundardóttir, Pétur Jónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sæunn Sigurðardóttir og börnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda faðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, Furugerði 1, Reykjavík, áður til heimilis í Hvassaleiti 16, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu' daginn 31. júlí sl. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki deildar 14E fyrir umönnun og hlýju. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Petrea S. Guðmundsson, Pétur Karl Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Rudolf Ólafsson, Guðrún Marfa Guðmundsdóttir, Haukur Harðarson, Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Magnús Karl Magnússon og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANNES SIGFÚSSON, Engihjalla 1, Kópavogi, lést mánudaginn 7. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Sigurðardóttir, Sigríður V. Jóhannesdóttir, Stefán Baldursson, Sigfús Jóhannesson, Guðbjörg Árnadóttir, Sigurlaug J. Jóhannesdóttir, Sigurður Þ. Karlsson, Sigurður G. Jóhannesson, Yvonne Williams, Sigþór Ö. Jóhannesson, Gíslína G. Hinriksdóttir, Sigrún Ósk Jóhannesdóttir, Ólafur Kr. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF INGVARSDÓTTIR, Miklubraut 54, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala mánudaginn 7. ágúst. Jarðarförín tilkynnt síðar. Sigríður Valdimarsdóttir, Eyþóra Valdimarsdóttir, Magnús V. Pétursson, Ólöf Flygenring, Valdimar Örn Flygenring Kristín Magnúsdóttir, Jóhanna B. Magnúsdóttir, Valdimar P. Magnússon, og barnarbarnabörn. + Móðir mín, amma okkar og langamma, KRISTBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 6. ágúst. Agnes Jóhannesdóttir, Svava Hrafnkelsdóttir, Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Guðbjartur Þórarinsson, Helena Kristbjörg Hrafnkelsdóttir, Valtýr Helgi Diego og barnabörn. JÓHANNA OGMUNDSDOTTIR + Jóhanna Ög- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 31. maí 1945. Hún lést á Landspítalan- um - háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 2. ágúst síðastliðinn. Faðir hennar er Ög- mundur Kristófers- son fyrrverandi hús- vörður við Þjóðleikhúsið, f. 14.8. 1907, frá Stóradal undir Vestur-Eyja- fjöllum. Móðir henn- ar var Þórdís Guð- jónsdóttir, húsmóðir, f. 8.12.1912, d. 26.11. 1973 frá Litlu-Háeyri, Eyrarbakka. Systir hennar er Auðbjörg Ög- mundsdóttir, f. 23.5. 1948, maki hennar Sigfús Guðmundsson, f. 31.12. 1945, börn þeirra Þórdís, f. 21.2. 1975, maki hennar Jökull Þór Ægisson, f. 7.6. 1976, og Ögmundur, f.21.7.1978. Jóhanna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1966 og kennara- prófí frá Kennara- skóla fslands vorið 1967. Hún ^ hóf kennslu við Árbæj- arskóla í Reykjavík um haustið 1967 og starfaði þar til dauðadags. Jóhanna var meðlimur í Söngsveitinni Fflharmóníu í 25 ár og gegndi þar trúnaðarstörfum og var þar gjaldkeri til fjölda ára. Einnig var hún í Kirkjukór Árbæj- arkirkju. Utför Jóhönnu fer fram frá Langholtskirkju f dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hjartkær frænka mín og vinkona Jóhanna Ögmundsdóttir er látin að- eins 55 ára. Eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm hefm- hún fengið hvíldina. Hanna fæddist á Ránargötu 7 þar sem foreldrar hennar hófu búskap, en þegar hún var á öðru ári fluttu þau í Þjóðleikhúsið, sem þá átti að fara að taka til starfa en þar hafði Ögmundur faðir hennar fengið starf sem hús- vörður. Hann gegndi því starfi til ársins 1983. Hanna bjó í Þjóðleikhúsinu fram á fullorðinsár, eða þar til hún flutti á Háaleitisbrautina. Það hefur vafalítið verið mjög sér- stakt að alast upp í Þjóðleikhúsinu. Leikvangur bernskunnar var Safn- hústúnið. Farið var með dúkkudót, teppi og nesti út á tún. Nú er þar risið Dómhúsið, en þar áður voru þar bíla- stæði Þjóðleikhússins. Amarhóllinn var leikvangur vetrarleikja. Þá voru sleðar dregnir fram og við renndum okkur niður að Kalkofnsvegi. Á björtu júníkvöldi var tekið þátt í hátíðahöldum 17. júní á Amarhólnum. Leikfélagamir bjuggu við Hverfisgötu, Lindargötu, Sölvhólsgötu og í Arnarhváli. Krakk- arnir gengu í Miðbæjarskólann. Þótt umhverfi Þjóðleikhússins væri ekki bamvænt hafði það sterka mótun í uppvextinum að alast upp í þessu musteri menningarinnar. Öft og iðulega var skroppið „upp í hús“ til þess að fylgjast með starfsemi leik- ara og uppsetningu leiksýninga. Við frændfólkið nutum þess líka að vera oft boðin á leiksýningar. Á Þorláks- messu var gjarnan generalprafa á jólaleikriti Þjóðleikhússins, þá var passað upp á að vera búin með jóla- undirbúninginn. Á annan í jólum var jólaboð stórfjölskyldunnar heima hjá Hönnu og mér er það ógleymanlegt þegar við frænkurnar fylgdumst með prúðbúnum leikhúsgestum koma til frumsýningarinnar, síðan fómm við inn í geymslu til þess að hlusta á glefsur úr verkinu en þangað barst ómurinn ofan frá sviðinu, og tókum við gjaman undir aríumar í óperun- um eins og aríu næturdrottningar- innar úr Töfraflautunni. Það hefur haft ómetanlegt uppeld- isgildi að fá innsýn í verk ólíkra höf- unda að ógleymdum óperum og óper- ettum sem var árviss viðburður í tíð Guðlaugs Rósinkrans Þjóðleikhús- stjóra. Ahugi Hönnu frænku minnar á tónlist hefur eflaust vaknað fyrir þessi áhrif. Hennar aðaláhugamál var tónlistin og átti hún gott plötu- safn. Hún söng um árabil með Söng- sveitinni Fílharmoníu og í kirkjukór Árbæjarkirkju. Hún lærði ung á blokkflautu og píanó. Unglingsárin liðu hjá í námi, leik og starfi. Hún fór í Menntaskólann í Reykjavík og á sumrin vann hún í Samvinnubankanum. Eðlilega var mjög gestkvæmt á heimili sem er í miðbænum, enda voru allir velkomn- ir og húsráðendur gestrisnir. En þeg- ar kom að lærdómi og próflestri var oft mjög ónæðissamt og stundum vora næturgestir, þá var gott að geta farið til Dóra móðursystur sinnar til að lesa. Þær vora alla tíð mjög sam- rýndar. Og voru þær systur Jóhanna og Auðbjörg eins og dætur hennar. Við frænkm-nar, Hanna og Auja, fengum líkt uppeldi og voram nánast eins og systur enda systkinadætur. Okkur vora oft geftn eins leikíong og föt. Mæður okkar vora myndarlegar saumakonur og á þessum tímum þeg- ar lítið fékkst fyrst eftir stríð bæði af efnum og tilbúnum fatnaði saumuðu þær stundum fót á okkur upp úr flík- um af sér. Mjög náið samband var alla tíð milli fjölskyldna okkar. Foreldrar okkar byggðu sér á 6. áratugnum sumarbústaði uppi á Vatnsenda. For- eldrar Hönnu dvöldu þar sumarlangt með dætur sínar litlar í kyrrð og ró frá ys og þys miðbæjarins. Við höfum haldið áfram að eiga þar athvarf og njóta þar friðsældar á sólbjörtum dögum frá erli dagsins. Það hefur því verið mjög tómlegt þar í sumar. Hanna hefur erft alla þá góðu kosti sem prýddu foreldra hennar. Hún var vel greind og átti gott með að læra. Hún var einstaklega traust og áreiðanleg, greiðvikin og hjálpleg, myndarleg húsmóðir og höfðingi heim að sækja. Hún mat fjölskyldu- bönd mikils og var sterkur hlekkur fjölskyldunnar. Hún var einkar hlýr og sterkur persónuleiki sem auðvelt var að líta upp til. Enda var hún góð fyrirmynd allra þeirra barna og ungl- inga sem hún hefur kennt í Árbæjar- skóla sl. 33 ár. Hennar líf var mjög farsælt og gjöfult. Það er krefjandi að vera kennari. Hún mat alla þá sem hún umgekkst mikils og vildi hag sinna sem best. Nutu systurbömin umhyggju hennar og ástúðar eins og þau væra hennar eigin. Hennar er því sárt saknað af ástvinum, vinum og frændfólki. Það var ekki einungis að við vær- um samrýndar í æsku heldur völdum við okkur sama starfsvettvang. Eftir nám í MR og Kennaraskólanum völd- um við báðar kennsluna að ævistarfi. Samræður okkai- snerast því oft um uppeldis- og skólamál. Hanna hafði yndi af að ferðast, einkum erlendis, og ekki síst til sólarlanda. Við fóram í nokkrar ferðir saman og kom þá ber- lega í ljós hvað hún var fróð um land og þjóð og bar gott skynbragð á allt. Hún hafði líka næmt auga fyrir feg- urðinni í lífinu. Hún var einstaklega smekkleg og alla tíð svo vel klædd að af bar. Það er táknrænt fyrir Hönnu mína að kveðja á heitasta tíma ársins. Nú hefur hún ekki bara „skroppið upp“ heldur er hún komin upp til Guðs síns í hæstu hæðir. Eg votta Ögmundi, Auju og fjöl- skyldu hennar mína dýpstu samúð og megi Guð veita þeim styrk í sorg sinni. Bára Bryiyólfsdóttir. Það rigndi þennan dag. Veðrið var milt en regnið féll lóðrétt niður og blómin lutu höfði eins og þau væru döpur. Við lutum líka höfði, urðum hljóð og sorgin fyllti hugi okkar og hjörtu þegar við heyrðum af andláti Jóhönnu frænku minnar. Þó svo að innst í hjarta mínu vissi ég að hverju stefndi vildi ég halda í vonina. Vonina um að henni tækist að sigra í glím- unni við þennan hræðilega sjúkdóm sem leggur svo marga að velli fyrir aldur fram. Það er þó huggun í því að nú þarf hún ekki að þjást lengur. Það er svo margt sem sækir á hug- ann þegar sest er niður að skrifa þessi orð, margar góðar minningar sem streyma að. Við Jóhanna voram systradætur og vora þær Þórdís og móðir mín Sig- ríður mjög samrýndar systur. Þórdís bjó ásamt eiginmanni sínum Ög- mundi í Þjóðleikhúsinu þar sem hann var húsvörður. Þegar farið var í bæinn í búðir komum við mamma alltaf við hjá Dísu og fjölskyldu og þar var ekki í kot vísað, kaffi og með- læti í hvert sinn og oftast voram við ekki einu gestirnir. Stundum var mér líka boðið upp á skoðunarferð undir svið, en að fá að fara baksviðs í Þjóð- leikhúsinu yar ævintýri líkast fyrir litla stúlku. Eg var þó nokkram áram yngri en þær systur Jóhanna og Auð- björg og leit mjög upp til þeirra og óskaði þess oft að þær væru systur mínar. Þær vora svo fallegar og fínar þessar frænkur mínar í Þjóðleikhús- inu. Var varla hægt að gera upp á milli þeiixa því þær systur vora alltaf mjög nánar. Hanna var sú eldri. Þeg- ar ég fæddist vora þær á besta bam- fóstraaldri svo að ég varð ákjósanlegt fómarlamb enda var móðirin útivinn- andi íþróttakennari. Hanna skiptist því á við aðra frænku okkar, Bára, að passa undirritaða og gekk víst ágæt- lega. Lítið man ég eftir þessari ljúfu tíð, en þegar ég stækkaði og hárið síkkaði var ég notuð sem hárgreiðslu- módel. Það sem þær Hanna og Auja gátu verið að dedúa við hárið á mér í öllum helstu fjölskylduboðum. Man ég sérstaklega eftir einu jólaboði þai' sem ég fékk margar hárgreiðslur. Hönnu þótti hárið samt ansi erfitt viðureignar, þungt og slétt, og vildi uppgreiðslan ekki tolla lengi í einu. Trúlega hefur Hanna á þessum árum verið í MR eða Kennaraskólanum og þegar ég skoða myndir frá þessum tíma sé ég að hárið á henni er túberað og fötin flott samkvæmt þeirri tísku sem þá var. Það var líka eitt af henn- ar aðalsmerkjum að vera alltaf vel til fara og fylgast með tískunni. Hanna var glæsileg kona og vel gerð. Hún hafði til að bera höfðingslund for- eldra sinna og góðar gáfur. Hún var ákveðin í fasi og létt í lund. Hún var traustur vinur vina sinna og gaf fjöl- skyldu sinni mikið. Henni var margt til lista lagt, hún var ágætlega hand- lagin þótt hún nýtti sér þá gáfu lítið nú á seinni áram. Söngrödd hafði hún góða og söng í nokkrum kóram hér í borg. Söngsveitin Fílharmónía hefur þó mest notið krafta hennar og man ég að oft var mikið að gera hjá Hönnu í kringum tónleika kórsins þegar hún var í stjórn hans. Henni tókst alltaf að draga lata frænku sína á tónleik- ana og henni til heiðurs mun ég halda áfram að sæly'a jólafriðinn á tónleika Fílharmóníu. Fyrir nokknjm áram voram við Hanna óvænt samtímis á sólarströnd í Portúgal. Við nutum þess að tala saman í sólinni og fóram saman út að borða en allra mest dekraði hún samt við bömin mín. Það þurfti ekki annað en nefna ís, þá var Hanna búin að bjóða upp á hann. Þetta er ekki einu gæðin sem frá henni komu. Alltaf hefur hún sýnt þeim áhuga og hjálp- að og glatt. Systurbörnum sínum þeim Þórdísi og Ógmundi hefur hún verið sem önnur móðir. Þau eiga um sárt að binda nú, sem og faðir hennar aldrað- ur er dvelur á Hrafnistu. Hanna kenndi alla sína tíð við Ár- bæjarskólann í Reykjavík og var ákaflega farsæll kennari. Við rædd- um oft saman um þetta erfiða en gjöf- ula starf okkar og hvort við ættum nú ekki að fara að hætta þessu streði og fara að gera eitthvað annað. Aldrei varð nú af því. Hanna hélt áfram að kenna, jafnvel þó að hún væri hel- sjúk. Skil ég enn ekki hversu lengi hún þraukaði við kennslu í vor. Minning hennar mun lifa áfram í hugum þeirra bama sem hún kenndi, vinum hennar og fjölskyldu alM. Elsku Ögmundur, Auja, Sigfús, Dísa og Ömmi, góðar minningar era sem myndir sem lýsa upp skamm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.