Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari A UNDANFÖRNUM misserum hefur borið mikið á umræðu um við- kvæmar persónuupplýsingar og rétt manna til friðhelgi einkalífsins. Einkum hefur verið litið til heilsu- farsupplýsinga í þeim efnum en önn- ur einkamálefni falla einnig undir viðkvæmar persónuupplýsingar. Fyrir skömmu stóð , Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, íyrir mót- mælum vegna fram- lagningar álagningar- skráa hjá skattstjór- anum í Reykjavík. Mótmælin voru fyrst og fremst táknræn enda ber skattstjóranum lagaleg skylda til að leggja skrána fram. Astæðan fyrir mót- mælum Heimdellinga er sú, að hér er um að ræða viðkvæmar per- sónuupplýsingar um fjárhagsmálefni ein- staklinga sem ekki hafa veitt leyfi sitt fyrir birtingu þeirra. Málið snýst nefnilega ekki endilega um að hægt sé að birta einhvem „topp tíu lista“ í fjölmiðlum heldur kannski frekar um að einstaklingur- inn er þannig gerður berskjalda fyrir hnýsni náunga síns. Samstarfsmenn, nágrannar, kunningjar, vinir og síð- ast en ekki síst óvinir fá þannig leyfí löggjafans til að skoða viðkæmar persónuupplýsingar hver annars. Ekki er nóg með að ríkisvaldið leggi á herðar þegnum sínum þá skyldu að gjalda því stóran hluta af tekjum sínum, heldur ber skattþegni einnig skylda til að láta skattyfir- völdum (ókeypis) í té upplýsingar um tekjur sínar og eignir. Það er sagt nauðsynlegt svo hægt sé að leggja á viðkomandi viðeigandi gjöld og álög- ur. Þegar ríkisvaldið hefur þannig í krafti valdheimilda sinna heimt þess- ar upplýsingar af einstaklingnum, má hann enn eiga von á átroðningi réttinda sinna. I stað þess að gæta þessara upplýsinga, eins og flestra annarra persónulegra upplýsinga sem ríkisvaldið hefur í vörslu sinni, eru þær lagðar fram til sýnis fyrir Pétur og Pál í tvær vikur. Sögulegt yfirlit og rök fyrir framlagningu Allt frá árinu 1937 hafa skattayfir- völd afhent fjölmiðlum upplýsingar um gjöld hæstu gjaldenda sam- kvæmt álagningu hvers árs. Fram til 1979 voru einungis lagðar fram skattskrár og ekki gerður munur í lögum á álagningar- skrám og skattskrám. Árið 1982 var farið leggja álagningar- skrár fram og styðst sú framlagning við ákvæði 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt. Með 8. gr. laga nr. 7/1984 var heimiluð opinber birt- ing og útgáfa skatt- Borgar Þór skráa. Einarsson I tengslum við þá lagabreytingu sagði í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptaneftidar neðri deildar Al- þingis, að ótvírætt sé að birting upp- Alagningarskrár Um er að ræða við- kvæmar persónuupp- lýsingar um fjárhags- málefni einstaklinga, segir Borgar Þór Einarsson, sem ekki hafa veitt leyfí sitt fyrir birtingu þeirra. lýsinga úr skattskrá og útgáfa henn- ar í heild sé til þess fallin að skapa bæði gjaldendum og skattyfirvöldum virkt aðhald og gegni slík birting að mörgu leyti sama tilgangi og fram- lagning skattskráa. Framlagning mbl.is og Síminn-GSM efna til spennandi getrauna- leiks á Formúla-1 vef mbl.is. Með þátttöku átt þú möguleika á aö vinna ferð fyrir tvo til Spa í Belgíu á Formúla-1 kappakstur. SkjóttuúrsVrtin SÍMINN-GSM FÍHOA SKMFS fOFA^ '• REYKJAVIKl fSf álagningar- og skattskráa er þannig hugsuð sem þáttur í virku skatteftir- liti og ætlað að koma í veg fyrir und- anskot frá skatti. Réttarþróun og ný viðhorf Gífurlegar umbætur hafa átt sér stað varðandi réttarstöðu einstakl- inga síðastliðinn áratug. Aðskilnað- arlögin frá 1989, tölvulögin frá sama ári, réttarfarslögin frá 1991, stjórnsýslulögin frá 1993 og síðast en ekki síst upplýsingalögin frá 1996 hafa fært mjög margt til betri vegar og réttarstaða einstaklinga gagnvart ríkisvaldinu er ólíkt betri nú en áður. Þá hefur réttarþróunin einkennst af aukinni áherslu á vemd mannrétt- inda, þ.á m. lögfestingu Mannrétt- indasáttmála Evrópu árið 1994 og endurbóta á mannréttindaákvæðum stjómarskrárinnar 1995 og 1997. Samhliða þessu hefur réttarvitund almennings breyst. Flestir gera sér betur grein fyrir réttindum sínum og þeim takmörkum sem ríkisvaldinu em sett gagnvart þeim. Eins og getið var um í upphafi þessarar greinar fór fram mikil umræða vegna lagasetn- ingar um miðlægan gagnagmnn á heilbrigðissviði og flestir þátttakend- ur í þeirri umræðu vom á einu máli um mikilvægi þess að viðkvæmar persónuupplýsingar nytu leyndar. í því tilviki var um heilsufarsupplýs- ingar að ræða og lögin vom sögð í þágu vísinda og lækninga. í þessu til- viki er um fjárhagsupplýsingar að ræða og tilgangur lagaákvæðisins er virkt skatteftirlit. Þær upplýsingar sem nú liggja frammi á skattstofum um land allt gefa í mörgum tilvikum glögga mynd af tekjum nafngreindra manna. Þessar upplýsingar er hægt að færa sér í nyt með margvíslegum hætti, þ.á m. í ágóðaskyni. Þar að auki gref- ur aðgangur almennings að þeim undan trúnaðarsambandi vegna frjálsra vinnusamninga. A flestum vinnustöðum em launakjör starfs- fólks trúnaðarmál en með framlagn- ingu álagningar- og skattskráa gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Helgar tilgangurinn meðalið? Fjárhagsmálefni em einkamál hvers og eins og meðal viðkvæmustu persónuupplýsinga í nútímasamfé- lagi. Gildai- ástæður þurfa að liggja til gmndvallar þeirri stefnu stjórn- valda að heimta þessar upplýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órökstuddar hug- myndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist gmnd- völlur slíkrar valdbeitingar og átroðningi ríkisvaldsins á réttindum einstaklinga. Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er óheimilt að veita að- gang að gögnum um einka- og fjár- hagsupplýsingar einstaklinga sem Baldur eftir Jón Leifs ÞANN 18. ágúst verð- ur ballettverkið Baldur eftir Jón Leifs flutt í Reykjavík í tengslum við menningarborgahátíð Evrópu árið 2000. Baldur er eitt viðamesta verk ís- lenskra tónbókmennta og hefur aðeins verið flutt einu sinni áður, árið 1991 af Sinfóníuhljómsveit æskunnar á Islandi undir stjóm Paul Zukofsky, 44 ámm eftir að samningu þess lauk. Ballettinn Baldur hefur hins vegar aldrei verið settur á svið fyrr en nú og er vel við hæfi að slík heimsfmm- sýning marki hápunkt menningar- borgarársins. Jón Leifs var brautryðjandi í ís- lensku tónlistarlífi, hann var ötull baráttumaður fyrir hagsmunum listamanna og var m. a. einn af stofn- endum Bandalags íslenskra lista- manna, Tónskáldafélags íslands og höfundaréttarsam- takanna STEF. Hann hafði mikii áhrif á íslenskt listalíf og var stórhuga í öllu sínu starfi, hvort sem um var að ræða í bar- áttumálum lista- manna eða í eigin tónsmíðum. Ballett- verkið Baldur er vitnisburður um stór- huga listamann sem lét ekki sitt nánasta umhverfi takmarka eða hafa áhrif á viða- mikil verkefni eins og Baldur, tónverk fyrir stóra hljómsveit, dansara, kór og einsöngvara. Verkið er samið á einum mesta umbrota- tíma Evrópu á öldinni sem er að líða, 1943-1947 í Þýskalandi, Svíþjóð og á Islandi, þar sem alls ekki var sjálf- gefið að möguleikar væru fyrir hendi á að flytja verkið. Eins og margir forverar og sam- Ballettverk Uppsetningin á ballett- verkinu Baldur, segir Kjartan Olafsson, er Kjartan Ólafsson án efa eitt af stærstu og glæsilegustu verk- efnunum á dagskrá Reykjavíkur menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. mbl.is a f s I á t t u r af eldri lager flugustangir, kaststangir, fluguhjól, spinnhjól, vöðlur, vöðlujakkar, töskur o.m.fl. tímamenn Jóns leitaði hann gjarnan í menningararf sinnar þjóðar í sinni listsköpun. Baldur er í eðli sínu mjög dramatískt verk, hin andstæðu öfl takast á um áhrif og völd með af- drifaríkum afleiðingum. Jón beitir fyrir sig stórri hljómsveit til að magna upp andstæður sögunnar og duga ekki minna en 18 slagverksleik- ara í hljómsveitina sem er með eins: dæmum, auk kórs og einsöngvara. í verkinu tekst Jóni að skapa það víð- feðma litróf sem sagan býr yfir og er óhætt að segja að í tónmáli hans komi skýrt fram barátta þeirra and- stæðu afla sem eru undistaðan í sög- unni. Tónmál Jóns Leifs er í kjarna sínum dramatískt, hann beitir and- stæðum eiginleikum hljómsveitar- innar til að undirstrika dramatík sögunnar, allt frá kröftugum áslætti 18 samhentra slagverksleikara að veikum ómblíðum hljómum í strengj- um, nokkuð sem hæfir vel drama- tískum efniviði íslenskra fomsagna. Ari eftir að samningu Baldurs lauk, 1948, var verkið lagt fram í list- keppni Olympíuleikana sem var haldin samhliða ólympísku leikunum í London það árið. Það var Einar B. Pálsson, stjórnarmaður í íslensku GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR MÖRKINNI 3 • SÍMI 588 0640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.