Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf FVRSTUR í MARK ER JARPUR, ANNAR ER BLESI, PIÐJIER SOKKA OG Á H/ELA HENNIER SKJÓNA OG LOKS LEIFUR HEPPNI! Smáfólk Ég er að útbúa kvöldmatinn þinn núna.. UlHlLE YOURE WAITIN6,I TH0U6HT Y0UMI6HT LIKE 50ME 50UP..ANI7 WHILE YOU'RE WAITIH6 FORTHE 50UP, l’LL BRIN6 YOU 50ME FRENCH BREAP.. ANP WHILE YOU'RE WAITIN6 FORTHE BREAR I TH0U6HT YOU MI6HT Á meðan þú bíður datt mér í Og á meðan þú bíður eftir hug að þig langaði í súpu..og á brauðinu, datt mér í hug að meðan þú bíður eftir súpunni þig langaði í gulrætur... færi ég þér franskbrauð.. LUHAT PO I EAT U/HILE l'M UUAITIN6 FORTHE CARROT5? Hvað borða ég á meðan ég bíð eftir gulrótunum? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Arnarfjall hið mikla og Snæfjall Frá Birni S. Stefánssyni: VITASKULD heita þessi glæsilegu fjöll ekki svo, heldur Arnarfell hið mikla og Snæfell (eystra), og svo er líka Snæfellsjökull vestra, en enginn Snæfjallsjökull. Það reynist vera svo í fjallsnöfnum, þegar fjall eða fell felst í nafninu, að meiri háttar fjöll bera fell í því. Sunnlenskur kunningi minn benti mér á, að fjalls- nöfn á Suðurlandi, sem orðið fjall felst í, væru öll kennd við jörð, svo sem Laugarvatnsfjall, Efstadalsfjall og Hestfjall. Efstadalsfjall er þá fjalllendi jarðarinnar Efstadals, Laugarvatnsfjall fjalllendi jarðar- innar Laugarvatns, Hestfjall fjall- lendi jarðarinnar Hests o. s. frv., en hins vegar er Bláfell, Bjólfell, Vörðufell og nokkur Búrfell. Undan- tekning er Ingólfsfjall. Þótt Sunn- lendingur fari á fjall (fjallmaður) - það sem kallað er að fara í leitir eða göngur annars staðar á landinu - er eins víst að hann eigi aldrei að fara upp á fjall. Orðalagið fyrir austan fjall hér í Reykjavík má skilja í þessu ljósi. Þá er ekki átt við neitt fjall sem menn geta myndað? heldur fjalllendið milli Innnesja og Olfuss. Þegar leitað er út fyrir Suður- land, reynast hins vegar vera til fjallsnöfn með fjalli í nafninu, án þess að um sé að ræða fjalllendi jarðar. Þegar að er gáð, sýnist þar einnig um að ræða andstæðu við lág- lendið, sem örnefnið lýsir. Þannig er Víðidalsfjall í Húnavatnssýslu fjall- lendi láglendisins Víðidals og Vatns- nesfjall á næstu grösum sömuleiðis, en í Skagafirði Tungufjall í Blöndu- hlíð, fjalllendi tungu milli tveggja áa, sem sveitarmenn varðar mest um vegna nytja af henni, og fjallið kennt við hana. Nokkur dæmi eru um fjall í nafni, þar sem fyrri liður er mannsnafn, en þá virðist það fjall vera hluti af fjalllendi með ýmsum öðrum fjallsnöfnum. Andstæða við þessi heiti er Bláfjall í Mývatns- sveit, hátt fjall nokkru sunnan við Hverfell (sbr. nýlega kortabók Máls og menningar), jafnhátt Bláfelli syðra, og líka stapi. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Kleppsvegi 40, Reykjavík. ------------------ Bréf til Ellerts B. Schram Frá Gunnari Sveinssyni: KÆRI Ellert B. Schram. Bréf þitt kom mér á óvart og því vil ég gera við það nokkrar athuga- semdir. Þú segir í bréfi þínu að skoðanir þínar og skrif hafi ekkert með ISI eða íþróttahreyfinguna að gera. 1. Ég hefi alltaf álitið að Ellert B. Schram og núverandi forseti ÍSÍ væri einn og sami maðurinn. En mér skilst nú að þetta hafi verið misskilningur hjá mér. Hér mun líklega vera um tvær persónur að ræða. 2. Við erum sammála um að kirkj- an sé ekki hafin yfir gagnrýni, síður en svo. En það er til tvennskonar gagnrýni, jákvæð og neikvæð. Mér fannst gagn- rýni þín bæði neikvæð og ósann- gjöm. 3. Ef þú hefur verið vondur við framsóknarkonur, og vilt biðja þær afsökunar, finnst mér eðli- legt að þú gerið það persónu- lega án minnar milligöngu. GUNNAR SVEINSSON, Vatnsholti 3b, Reykjanesbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.