Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 60
30 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Skógararfi - sönn stjarna í garðinum. ' SKÓGARARFI OG ANNAR ARFI VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Furðuleg' framkoma AÐFARANÓTT sunnu- dagsins 30. júlí kl. 3.45 kom ég ásamt dóttur minni í Leifsstöð til að taka á móti farþegum. Þegar við komum inn voru þar fyrir 3 manneskj- ur, utan 5 ítalskra hjól- reiðamanna, sem greini- lega voru nýkomnir til Jandsins og höfðu sennilega valið þennan stað vegna birtu (fyrir framan glerið) til að setja saman hjólin og síðan koma farangrinum fyrir. Útifyrir var ekki orð- ið bjart. Fljótlega fór þó fólk að tínast inn þar sem vélin sem beðið var eftir átti að lenda eftir stutta stund. Skyndilega komu 2 flug- vallarstarfsmenn (það sást á merki sem var á fótunum þeirra). Þeir stönsuðu and- artak, síðan gengur annar þeirra til eins Italans og segir skipandi röddu (á ensku) út, út, hingað er fólk að koma. Greinilega talaði Islendingurinn ekki mikla ensku. Hann segir síðar við félaga sinn „sæktu körfur“ og gerir hinn það. Þegar körfm-nar eru komnar er Itölunum gert skiljanlegt að láta það af farangrinum sem ekld var kominn á hjól- in í körfurnar. Síðan segir sá fyrri drasl, drasl (á ensku) og átti hann greini- lega við umbúðir af 2 reið- hjólum, hinum var búið að ganga frá. Allt í einu tek ég eftir konu sem gefur sig á tal við hinn Islendinginn (sem hafði sig ekkert í frammi) og segir eitthvað á þessa leið: „Fyrirgefðu, er það svona sem ykkur er kennt að koma fram við fólk?“ Ekki varð ég vör við að maðurinn svaraði þessu. Þá fóru þessir 2 menn á ganginn þar sem hægt er að ganga yfir á hinn enda stöðvarinnar. Þama höfðu um 5 manns lagt sig til svefns í stólana. Allt i einu slær sá sem hafði talað við Italina saman höndum og kallar (á ensku) vaknið, vaknið, og rauk þá fólkið upp. Eg hef aldrei séð aðra eins framkomu. Eg er alls ekki að mæla því bót að fólk leggist þarna til svefns né heldur að hjól- reiðamenn setji saman hjólin sín inni, en fram- koma annars mannsins við fólkið var þvflík að maður skammaðist sín. Helst minnti þessi fram- koma á fangavörð sem rek- ur fangana áfram. Þessi starfsmaður á greinilega mikið eftir að læra í kurteisi og almennri framkomu. Hann er svo langt frá því að vera starfi sínu vaxinn. Garðbæingur. Tapaö/fundiö Sláttuorf týndist SL. fimmtudagskvöld kl. 22-22.30 var slátturorf tek- ið úr kerru meðan verið var að losa hana á urðunarstað fyrir jarðvegsúrgang við veginn að Gufunesverk- smiðjunni en gleymdist síð- an að taka það aftur. Þegar eigandinn kom aftur 15-20 mínútum seinna var það horfið. Orfið er miðstærð af Homelett-gerð. Sá sem tók orfið til að bjarga því undan ýtutönninni er beðinn að hringja í einhvern af eftir- töldum sínum: 567-3267, 698-3267 eða 567-1166. Björgunarlaunum heitið. Frakki týndist DÖKKUR ullarfrakki týndist aðfaranótt 7. ágúst á Nellýs í Bankastræti. í frakkanum var GSM-sími, ökuskirteini og lyklar. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 694-2957. GSM-sími í óskilum Simens GSM-sími fannst sl. laugardag við Stigahlíð. Hægt er að nálgast símann hjá óskilamunadeild lög- reglunnar. Grár poki týndist GRÁR poki með bleikum bol í týndist í Kringlunni eða úr Kringlunni inn í Heima sl. fimmtudag. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 553-7438. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR fannst á Nýlendugötu fyrir sl. helgi. Hann er blár, hvítur og svartur. Upplýsingar í síma 561-4522. Fríða er týnd DÍSARPÁFARGAUKUR, stór, týndist sl. fimmtudag á Seltjarnarnesi. Hún er sköllótt á kollinum, grá með gult í vængjum. Fríða svarar nafni. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband við Tönju í síma 561-0799 og 696-1375. Tinna er týnd GÖMUL, svört læða með örlítinn hvítan blett undir hökunni og rauða hálsól hvarf að heiman úr Garða- hrauni við Álftanesveg sl. fóstudagskvöld 4. ágúst. Allar upplýsingar um afdrif hennar þakksamlega þegn- ar í síma 555-0729. Fundar- laun. SKAK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STAÐAN kom upp í A- flokki skákhátíðarinnar í Pardubice, Tékklandi. Belginn Jeroen Claesen (2.253) hafði hvítt gegn rússneska alþjóðlega meistaranum Vladimir Potkin (2.420). 22. Rf6+! gxf6 23. gxf6 Kh8 24. Kg2! Dd8 25. Df3! Hg8 26. Hhl! Hg6 Nauðsynlegt þar sem hvítur hótaði 27. Hxh7 + Kxh7 28. Dh5 mát. 27. Hxh7+? Eftir að hafa teflt frábærlega fipast Belganum flugið. 27. Hadl! hefði gert út um skákina þar sem eftir t.d. 27. ...Rd4 28. Hxh7+! Kxh7 29. Dh5+ Kg8 30. Bxg6 Dd5+ 31. Kh3 hefur hvítur óstöðvandi mátsókn. 27. ...Kxh7 28. Dh5+ Kg8 29. Hhl Rce3+?! 29. ... Rfe3+ hefði verið ná- kvæmara þó úrslitin séu þá engan veginn ráðinn. 30. Bxe3?? Tapleikurinn. Ekki er hægt að sjá betur en að hvítur hafí unnið tafl eftir 30. Kf3 þar sem eftir t.d. 30. ...Kf8 31. Dh8+ Hg8 32. Bh6+ Rxh6 33. Dxh6+ Ke8 34. Bc6+ Dd7 35. Bxd7+ Kxd7 36. Kxe3 hef- ur hvítur gjörunnið. 30. ...Rxe3+ 31. Kf3 31. fxe3 hefði einnig leitt til ósigurs eftir 31. ...Dd2+ 32. Kh3 Be2! 31. ...Hxf6+! 32. exf6 Dxf6+ 33. Kxe3 Dc3+ 34. Kf4 Dd2+ 35. Ke5 Dd4+ 36. Kf4 Dxf2+ 37. Bf3 Dd4+ 38. Be4 og hvítur gafst upp um leið. Fyrir þá sem vilja læra hvernig tefla á kóngind- versku árásina með hvítu er skákin tilvalin til að skoða: 1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 Rf6 4. Rgf3 c5 5. g3 Rc6 6. Bg2 Be7 7. 0-0 0-0 8. Hel b5 9. e5 Rd7 10. h4 a5 11. Rfl b4 12. Bf4 a4 13. a3 bxa3 14. bxa3 Ba6 15. Re3 Rb6 16. Rg5 De8 17. c4 dxc4 18. dxc4 Bxg5 19. hxg5 Rd4 20. Be4 Rxc4 21. Rg4 Rf5 og nú er stað- an á stöðumyndinni komin upp. 111 11' nor Og konan mín ætlar að fá það sama og ég. Víkverji skrifar... ÞAÐ vex arfi í garðinum mínum. Ég veit að þetta á ég ekki að játa opinberlega og það alls ekki í Morg- unblaðinu. Mér varð það ljóst í vor að arfi er eitt það hræðilegasta orð sem unnt er að taka sér í munn og ég sór og sárt við lagði að það hefði varla sést arfi í mínum garði í 20 ár. Það er versta teg- und af sjálfseyðingar- ■y.. kvöt að játa svona glæp á sig og hafi ég nokkurn tímann haft vonir um að verða gjaldgeng í hóp Garð- eiganda með stórum staf, eru þær vonir hér með brostnar. Annars dettur mér stundum í hug sagan um tvær mektarkonur á Þingeyri í gamla daga, prestsfrúna og kaupmannsfrúna, sem _ báðar vildu vera for- ystukona staðarins. Eitt sinn sem oftar kom kaupmannsfrúin í heim- sókn til prestfrúarinnar, sem áleit sig mikla ræktunarkonu. Kaup- mannsfrúnni var boðið út í garð og sýnt nýjasta stolt húsmóðurinnar. En kaupmannsfrúin gat ekki unnt stöllu sinni þeirrar ánægju að eiga blóm sem hún átti ekki. Hún neytti sinna yfirburða þar sem hún var sigld og hnussaði við: „Þetta er bara danskur arfi.“ Þetta vekur upp spurninguna um hvað er eiginlega arfi. Mörgum finnst svarið einfalt, það er þessi fjári, sem vex í kálgarðinum og trjábeðunum og maður var að reyta allt sumarið í skólagörðunum og unglingavinnunni. Aðrir vilja vera heldur faglegri í sínu svari og nefna hjartaarfa, haugarfa, blóðarfa og marga fleiri. Þeir sem eitthvað hafa gluggað í grasafræði eru líka vissir í sinni sök, arfi er planta af arfa- ættkvíslinni, Stellaria. Svo eru diplómatarnir sem segja hátíðlega: ,Árfi er planta, sem vex á öðrum stað en landeigandinn vill.“ Og sama má eiginlega segja um orðið illgresi. Það er erfitt að segja að nokkur planta sé illgresi af sjálfu sér, hún er aðeins planta á villigöt- um. Þannig eru huldulykill, ein af mínum uppáhalds prímúlum, lítil reyniplanta eða haugarfi í salatbeð- inu allt jafnmikill arfi eða illgresi, ef út í það er farið. Hörður Kristinsson nefnir í Plöntuhandbókinni 18 arfanöfn á ís- lenskum plöntum, en vissulega eru fleiri en eitt arfaheiti á sumum teg- undum. Þar á meðal eru þær jurtir, sem flestir kannast við, hjartaarfi, haugarfi, fjöruarfi, blóðarfi og veg- arfi. Og viti menn, aðeins ein þess- ara jurta er af arfaættkvíslinni, nefnilega haugarfinn. Haugarfinn er reyndar merkileg- asta planta. Mín fyrstu kynni af honum voru úr kartöflugarðinum, þegar ég var stelpa, og þarna skap- aðist ekki gagnkvæm vinátta. Svo leið og beið og ég fór á námskeið í jurtalitun. Þar töfraði leiðbeinand- inn fram ýmsa liti og m.a. fallega brúnan lit með því einu að bæta haugarfa út í jurtaseyði, sem áður gaf gulgrænan lit. í Grasnytjum Björns Halldórs- t sonar er rætt um gagnsemi ýmiss jarðargróðurs. Þar segir um haug- arfa að sé hann tekinn áður en hann kemur í blómstur og tilbúinn rétt eins og súpukál, sé hann hið holl- asta og mjúkasta fæði fyrir sóttlera menn, þá sem hafa veikan maga eða rýrnunarsótt. Arfa megi nota í bakstur við alls kyns bólgu og hann stilli alslags blóðgang. Arfafræ sé gott hænsnafóður á vetrum og það megi líka mala og nota í brauð til mjöldrýg- inda. Arfi er hreint ekki sem verstur. Ég á mér hins vegar óvin í garðinum, það skal ég játa. Hann er ósköp sakleysislegur og ber það ljúfa nafn lambaklukka. Lamba- klukkan er íslending- ur, náskyld hrafna- klukkunni, sem vex um allt land, en lambaklukka heldur sig á Suður- og Suðvesturlandi. Hrafnaklukkan er fjölær en lambaklukkan einær en hún bætir það upp með frjóseminni. Blöðin er lík og á hrafnaklukkunni en blómin hvít á lit. Hún byrjar að blómstra meðan plantan er enn ör- smá og blómstönglarnir þjóta upp og þroskast með undraverðum hraða. Fræbelgirnir þroskast áður en varir og spýta fræjunum í allar áttir. Sum fræ þurfa landan dvalar- tíma, jafnvel áratugi, en ég er viss um að lambaklukkufræið byrjar að spíra samdægurs og maður fær ör- ugglega margar kynslóðir af lambaklukku sama sumarið ef ólán- ið eltir mann. En það var arfinn í garðinum mínum. Hann ber fallegt latneskt heiti, Stellaria nemora (Stellaria er dregið af stella og merkir stjarna) og kallast skógararfi. Ég fletti upp í fjölmörgum jurtabókum, en hvergi fann ég neitt um skógararfa. Brún- in lækkaði því stöðugt á mér. Loks fann ég hann í Flóru íslands og N- Evrópu. Þar segir að vaxtarstaðir skógararfa séu einkum lækjar- bakkar í rökum laufskógum og hann vaxi í allt að 2.400 m hæð. Skógararfi sé algengur nema nyrst, á Irlandi, Færeyjum og íslandi. Þeir hafa sem sé ekki vitað hvað hann vex vel í garðinum mínum. Laufblöðin eru ljósgræn, sporbaug- ótt og ydd. Blómskipunin er kvísl- skúfur og upp eftir blómstönglinum sitja gagnstæð, legglaus blaðpör, hornrétt á næsta blaðpar fyrir neð- an. Blómin eru fallega hvít á lit, krónublöðin eru 5 talsins, en þau eru svo mikið skert að þau virðast tvöfalt fleiri. Blómið opnar sig svo vel að það sindrar sem hvít stjarna. Fræflarnir eru gulleitir, lítið áber- andi. Skógararfinn er fjölær, stönglarnir eru ekki mjög stinnir en hann lyftir sér þó 40 sm og fengi hann góðan stuðning nær hann sjálfsagt hálfum metra. Blómgun- artíninn er allur júlímánuður og hann hefur þann góða kost að hann sáir sér óverulega. Fræ af skógar- arfa er stundum á frælista Garð- yrkjufélagsins. Það vex arfi í garðinum mínum og ég er stolt af honum. S.Hj. SUMARIÐ er tími lagfæringa og endurnýjunar á öllum sviðum verklegra framkvæmda og ekki síst í gatnagerðinni. Verður gatnagerðin gerð að umtalsefni hér á eftir. Afar ánægjulegt er og þægilegt að aka um götur og stræti sem eru slétt og felld, lögð góðu slitlagi, laus við holur og með góðum yfirborðsmerk- ingum. Auk þægindanna þarf enginn að fara í grafgötur með hvemig ak- reinaskiptingin er og svo framvegis. Eitt atriði hefur hins vegar oft komið Víkverja á óvart þegar malbik er lagfært. Það er hversu ósléttar bætumar em. Er engu líkara en ógjörningur sé að laga viðgerðina þannig að malbikinu sem fyrir er að hennar verði ekki vart. Þegar ekið er um götur sem fengið hafa margar bætur er eins og menn séu bara á malarvegi. Því er Víkverja spum, og raunar fleimm sem hann hefur rætt þetta við, hvort útilokað sé að ná þessum endurbótum sléttum. Og hvar er brotalömin? Er það verk- eða tæknifræðingurinn sem mælir út endurbætur og mælir fyrir um til- högun? Er það malbiksvélin eða er það sá sem er á hrífunni og sléttir út malbikið þar sem skellurnar era litl- ar? Eða er það valtarinn sem fer ekki nógu oft yfir blettinn til að hann þjappist vel niður? Nógu fróðlegt væri nú að fá við- brögð við þessu frá réttum aðilum í borgarkerfinu. Kannski er þetta bara ekki hægt? xxx * UR því verið er að ræða gatna- kerfið mætti líka spyrja um merkingar eða leiðbeiningar fyrir ökumenn. Víða er mönnum bent á hvernig aka má úr einu hverfinu í annað, til dæmis af Kringlumýrar- braut í vesturbæinn, af Miklubraut í Fossvog og þar fram eftir götunum. Þessar leiðbeiningar birtast öku- mönnum hins vegar alltof seint. Þeg- ar menn era komnir að skiltunum og þeir þurfa að beygja til hægri eða vinstri geta þeir kannski ekki skipt um akrein á þeim kafla sem eftir er að gatnamótunum. Þetta er einfalt að laga með því að hafa leiðbeining- amar 50 til 100 m. lengra frá viðkom- andi gatnamótum. Og yfirleitt er pláss til þess, þannig að hér hlýtur að vera hugsunarleysi á ferðinni. UM hverja verslunarmannahelgi fer mikill hluti landsmanna á flakk eins og margar aðrar góð- viðrishelgar sumarsins. Um þessa tilteknu helgi er að vísu meira í boði og reynt að freista manna út og suð- ur á hátíðir og skrall eða bara í róleg- heit sveitasælunnar í einhverjum landsfjórðungnum. Þessi háttur breytist sjálfsagt seint og menn hafa vanið komur sínar á ákveðna staði og halda því áreiðanlega áfram lengi enn. Víkverji hefur hins vegar oftar en ekki, í seinni tíð að minnsta kosti, haldið sig heima við þessa miklu ferðahelgi og haft það náðugt. í mesta lagi farið út í garð og reynt að sýnast duglegur en þó alveg eins bara til að leggjast í sól með lesefni við höndina eða í félagi við aðra til að skrafa saman. Stundum hefur hann þó hætt sér í stutta ferð en ætíð reynt að haga ferðinni þannig að hann lendi hvorki í ös á leið út úr bænum né á leið heim. Hefur þetta tekist blessunarlega vel og mun hann áfram reyna að halda þessum sið. BLOM VIKUMAR 439. þáttur llmsjón Sigríður Hjartar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.