Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur ALLIR MEÐ SITT AÐ AFTAN Hvað er svona merki- legt við það að vera karl- maður? Suits Me, the double life of Billy Tipton, eftir Diane Wood Middle- brook. Gefín út af Virago Press 1999.326 síðna kilja. Kostar 1975 krónur hjá Pennanum Eymundsson. DIANE Wood Middlebrook er enskukennari við háskólann í Stan- ford og hefur einnig stundað rann- sóknir í kvennafræðum. Hún hefur sent frá sér nokkrar bækur og má þar Jnefna eigin ljóðabók, safnrit með ljóð- um bandarískra kvenna á 20. öldinni og ævisögu ljóðskáldsins Anne Sext- on. Áhugi Middlebrook á kvennafræð- um varð eflaust til þess að hún sam- þykkti að skrifa ævisögu píanóleik- arans og skemmtikraftsins Billy Tipton, enda er saga hennar afar forvitnileg. Höfundur hefur aflað sér heimilda víða, hjá fjölskyldu og samstarfs- mönnum Billy og fólki sem þekkir til í jazz-heiminum. Dorothy Lucille Tipton fæddist árið 1914, en þeg- ar hún var 19 ára pakk- aði hún niður kjóiunum *g öllu því sem dömum fylgir. Hún tók sér nafnið Billy og klædd- ist karlmannsfötum upp frá því og gerðist jazz-leikari. Hlut- verk karlmannsins hentaði henni bet- ur og leikur henn- ar var svo snillda- rlegur að samstarfsmenn hennar og meira að segjá sumar af eiginkonum hennar létu blekkjast. Bókin um íjilly Tipton er vel skrifuð og hispurs- laus. Hún veitir góða inn- sýn í skemmt- ana- og tónlist- arlíf í Ameríku á árunum í kringum seinni heimstyrjöld- ina og höfundurinn kemur því væmnis- iáúst til skila hvemig ákvörðun Dorothy, að verða „karlmaður", veitti henni eftirsóknar- vert írelsi til að lifa því lífi sem hún þráði en hneppti hana um leið í ánauð leyndarmálsins. Tngveldur Róbertsdóttir Hárgreiðsla guðanna Egyptar til forna, Nik Kershaw og fót- boltamenn - alltsaman hetjur með guð- lega hárffreiðslu. Silja Björk Baldurs- dóttir flæktist um og fann sitthvað um stórkostlegustu hárgreiðslu í heimi. EF VEL er að gáð leynist alltaf ein- hver með sítt að aftan í nágrenni þínu. Þú þarft bara að hafa augun hjá þér. Það getur verið nánast hver sem er: bréfberinn, bensínstöðvar- náunginn eða einhver fjarskyldur ættingi þinn. Á þessum nótum byij- ar bók þeirra Bamey Hoskyns og Mark Larsons, The Mullet - Hair- style of the Gods. Þeir vilja meina að fólk með hina klassísku hárgreiðslu, stutt að framan - sítt að aftan, sé al- staðar að finna. En þó sjaldnast í töffaralegum borgum eins og Lond- on eða New York. Þeir ættu nú að koma til Reykjavíkur... í bók sinni Jfjalla þeir um allt á milli himins og jarðar sem tengist eftirlætis hárgreiðslu þeirra. Bókin er sannur óður til greiðslunnar. Þeir fjalla um hið augljósa: Hver einasta hljómsveit m'unda ára- tugarins skartaði a.m.k. einum hljóðfæraleikara með sítt að aftan; en dýpka svo umfjöllunina. Þeir hafa útbúið lista yfir fræga fólkið með flotta hárið en gleyma ekki að hárgreiðsla almúgafólksins er oft ekki síðri. Þeir taka sig svo til og renna sér í gegnum mannkynssöguna með til- liti til lokkaprýði einstakra manna. Þeim er ekkert óviðkomandi og fjalla um allt sem að hár- greiðslunni snýr - hvort sem það er umhirða greiðsl- unnar eða Nik Kershaw nýkominn úr klippingu. upprum hennar. Egypti með ull- arhár- kollu. Ekki spillir brosið fyrir. Lítil vera - mikið hár. Hver sem er getur verið með sítt að aftan. Eiginleikar þessarar einstöku hárgreiðslu eru sérstakir, segir í bókinni. Ólíkt öðrum hár- greiðslum, tengir þessi greiðsla alla þá sem henni skarta bræðraböndum. Hún sameinar þjóð- imar, segja þeir fóstbræður. Og samtfmis veitir hún fólki kraft. Persónuleiki þess styrkist og dafn- Hefði hann skorað mörkin án hár- greiðslunnar? Hefði hann slegið f gegn með stutt hár? Allt unaðslegar vangaveltur sem kristallast í mottó- inu: „Ekki bara hárgreiðsla - heldur lífsstfll." Og hversvegna sítt að aft- an? Eftir lestur bókarinnar veistu hvemig þú átt að láta klippa þig næst. Hárgreiðslan sameinar kosti þess að vera með sítt hár og stutt hár. Stuttklipptur og snyrtilegur að framan, ólgandi frjálst villidýr að aftan. Og í kaflanum „Hársrótin" setja þeir fram kenningar sínar og hugmyndir um uppmna hárgreiðsl- unnar. Þar leiða þeir rök að því að mannfólkið hafi skorið hár sitt á þennan veg allt frá upphafi vega. Að greiðslan eigi hagnýt upptök. Hárið hafi yljað þér á hálsi á köldum nóttum en flæktist ekki fyrir augun- um þegar mikið lá við. Þeir benda á að Egyptar gengu með sítt að aftan, hárkollur úr ull, hör eða filti, en Rómverjar hunsuðu þessa tísku. Napóleon sagði seinna liárkollum konunga stríð á hendur og skartaði sínu eigin hári, síðu að aftan, enda alvöru maður. Og ýmis mismerkilegur fróðleikur fær að fylgja með - árið 1465 voru eggja- hvítur aðallega notaðar til að festa hárgreiðsluna. Furðufuglabók Það er spuming hvað höfundar hafa fyrir sér í þessum efnum. Eng- in heimildaskrá fylgir enda bókin öll á léttu nótunum. Þeir vitna samt sem áður í hina og þessa vísinda- menn, mannfræðinga og svipuð dýr, en áreiðanleiki heimildanna er oft á „ég sel það ekki dýrara en ég keypti það“ stiginu. Þeir leyfa sér líka að hafa sínar skoðanir þótt doktors- gráðuna vanti og er það vel. Höfundamir hika ekki við að gagnrýna hin og þessi hálffræðilegu rit sem skrifuð hafa verið um hár- greiðslur okkar mannanna og kvarta yfir of lítilli umfjöllun um sitt áhugasvið. Þeir era almennt ósáttir við þá litlu athygli sem áhugamáli þeirra er sýnd. En þótt lærðari menn virðist áhugalausir um fyrir- brigðið deyja höfundar ekki ráða- lausir. Þeir benda okkur á vefsíður til að skoða og glæsilegt Grand- Royal tímaritþeirra Beastie Boys, sem þeir vitna einnig óspart í. Það er best að taka bókina ekki alvarlega - höfundamir taka sjálfa sig heldur ekki of alvarlega, þeir era bullukollar og líkar það vel. Þeir hafa sett saman leiðarvísi um hvemig best er að greina fólk með umrædda hárgreiðslu. Virkar eins og besta fuglabók, með skýringa- myndum og útskýringum hvar er best að finna hina og þessa útfærslu hárgreiðslunnar. Þá má sjá í hvaða löndum best er að fara á veiðar og hvaða fatnaður og fylgihlutir einkenna það afbriðgi greiðslunnar sem skoðað er. Allar tegundir hennar hafa þeir flokkað niður listilega. Og þeir kalla það íþrótt að fylgjast með öðra fólki. Aðalsportið er að sjá sjaldgæfa út- færslu hárgreiðslunnar - líkt og að skyggnast um eftir hvítum hröfn- um. Homo Mulleticus Ekki nóg með það að þeir rugli út í eitt - þeir missa stundum þráðinn og fara að bulla um eitthvað allt annað sem kemur málinu ekkert við. Eins og hvernig best er að inn- rétta herbergið sitt. Og þeir passa sig vel á því að halda athygli lesa- ndans og skipta nógu oft um um- ræðuefni. Ef athyglin minnkar og textinn er orðinn þreytandi og þá fjarar hann bókstaflega út. Bókstaf- imir hætta að birtast og þú flettir og þá ertu komimi í alveg nýtt um- ræðuefni. Rétt eins og að skipta um stöð á sjónvarpi. Þú þarft aldrei að staldra of lengi við neitt. Hentar les- endahópnum eflaust vel. Og höfund- amir era við það að missa vitið inn- an um hárskúlptúrana og allt fær að flakka - mataruppskriftir fyrir síða að aftan, ráð fyrir elskendur, listi yfir tíu bestu klippara í alheiminum, vandamáladálkur, stuðningshópar, spcnnandi myndasaga um Mullet- man og leiðbeiningar hvernig best er að hugsa um hausinn á sér. Þvo oftar styttra hárið, ofan og framan á kollinum, en síða hárið sjaldnar - alls ekki oftar en tvisvar í viku. Síða hlutann má svo kralla, kemba og næra með réttum efnum eins og Mulletonin. Höfundamir tveir tapa sér alveg í vitleysunni - en það er eiginleiki sem flestir glata þegar unglingsár- um lýkur. Þeir mæla svo að lokum með téðri greiðslu sem hárgreiðslu hins nýja árþúsunds, þar sem allar reglur tískunnar hafa hvort eð er verið þverbrotnar. Svo er bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. J O E K L E I N Anonymous kastar grímunni The Running Mate eftir Joe Klein. New York, 2000.403 bls. Kostar 2.995 í Eymundsson, Kringlunni. FÁAR bækur hafa valdið jafn- miklu fjaðrafoki vestanhafs á síðustu árum og bókin „Primary Colors". Ástæðan er einfóld, hér var á ferðinni snilldarlega skrifuð lýsing á pólitískri vegferð skáldaðrar söguhetju - sem þó minnti meira en lítið á Bill Clinton Bandaríkjaforseta - alla leið á topp- inn, með þeim ósnyrtilegu uppákom- um sem því ferðalagi iylgdu. Ekki dró úr athyglinni að höfundur vildi ekki láta nafns síns getið. Upphófst mikil leit að manninum, sem kallaði sig ,AnonjTnous“ og um síðir kom upp úr dúrnum að sá var blaðamað- urinn Joe Klein hjá Newsweek. Klein hefur nú skrifað aðra bók og að þessu sinni undir eigin nafni. The Running Mate á margt sameiginlegt með Pi'imary Colors, fjallar um demókratann Charlie Martin sem þai-f að berjast fyrir endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður í kosning- unum 1994 og lendir í erfiðleikum eins og svo margir demókratar gerðu í Newt Gingrich-byltingu repúblik- ana sem átti sér stað það árið. Kemur fram í eftirmála bókarinnar að Klein byggir söguhetju sína nokkuð á sex núverandi eða fyrrverandi öldunga- deildarþingmönnum, m.a. þeim John Kerry, Boþ Kerrey og John McCain. Klein fylgir æviferli íyrirmyndanna, þó aldrei eins nákvæmlega og Prim- ary Colors, a.m.k. ef eitthvað er að marka bókmenntagagnrýnendur The New York Times. Það kryddar söguna óneitanlega að Klein bregður á það ráð að gera Jack Stanton að aukapersónu í þess- ari bók, en Martin hafði tapað ilhlega fyrir Stanton í forvali demókrata- flokksins 1992. Ljóst er frá upphafi að Martin er mun geðslegri maður en Stanton, geymir færri beinagrindur í skápnum og telst raunai' skilyrðis- laust til hinna heiðvirðari úr röðum stjómmálamannanna. Kannski er það þess vegna sem hann lendir í vandræðum í kosningunum. I öllu falli er ljóst að Klein er að reyna að koma þeim skilaboðum á framfæri að siðprúðir stjómmálamenn hafi átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjum Bills Clintons - á köflum óþarfa mikill predikun hjá Klein en kannski ein- faldlega mál til komið að hvetja til siðprýði. Meginþema bókarinnar er þannig þau innri átök sem Martin þarf að eiga við sjálfan sig um það hvort hann metur meira, persónulega hamingju eða pólitíska metnaðargirni. Er hann tilbúinn til að beita þeim brögðum sem þarf til að vinna og eiga þannig á hættu að fóma tækifærinu til ham- ingju með nýrri ástkonu, sem í sög- unni er „hlaupafélaginn"? Þetta er áhugaverð sýn í innviði bandarískra stjómmála sem stendur Primary Colors nokkuð að baki en má þó telj- ast skyldulesning fyrir áhugamenn. Davíð Logi Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.