Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 22
22 E SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Q GRUNNSKÓLAR SELTJARNARNESS Valhúsaskóli - kennarar - stuðningsfulltrúar Lausar stöður grunnskólakennara skólaárið 2000-2001. i skólanum eru um 290 nemendur í 7.-10. bekk. • Kennara í eðlisfræði og tölvukennslu (1/1) • Kennara í smíði (taeknimennt) (2/3), sögu (1/3), umsjón og kennsla í 7. bekk (1/4) • Tölvufagstjóri/umsjónarmaður (1/1). Verksvið m.a. uppsetning á tölvubúnaði skólans og eftirlit með honum, umsjón með heimasíðu, uppbygging tölvunotkunar í kennslu, fagstjórn, námskeið ofl. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum KÍ og HÍK við Launanefnd sveitarfélaga. Auk þess hafa verið gerðir samningar við kennara um viðbótar- greiðslur fyrir vinnu til eflingar skólastarfi á Seltjarnarnesi. Samningurinn gildirtil 31. desember 2000. • Stuðningsfulltrúa í 75% starf. Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum. Starfið felst fyrst og fremst í því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda félagslega og námslega. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu af starfi með fötluðum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Seltjarnarnesbæjar. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf þurfa að berast til skólastjóra, Sigfúsar Grétarssonar vs. 561-2040, netfang sigfus@ismennt.is, eða grunnskólafulltrúa vs. 595 9100, sem veita allar nánari upplýsingar um störfin. | | Umsóknarfrestur er | framlengdur til J 21. ágúst 2000. < Grunnskólafulltrúi Seltjarnarnesbær Styrktarfélag vangefinna Starfsfólk Óskum eftir að ráða starfsfólk á eftir- talin heimili félagsins: Bjarkarás, hæfingarstöð Tvær stööur þroskaþjálfa og stuöningsfull- trúa. Möguleikar á hlutastörfum e.h. Upplýsingar veitir Þórhildur Garðarsdóttir, forstööuþroskaþjálfi, í síma 568 5330 alla virka daga. Lækjarás, þjálfunarstöð Þrjár stöður þroskaþjálfa og stuðningsfull- trúa. Upplýsingar veitir Laufey Gissurardótt- ir, forstöðuþroskaþjálfi, í síma 553 9944 alla virka daga. Sambýli og skammtíma- vistanir Lausar stöður við heimili félagsins, bæði á sambýlum og skammtímavistunum. Um er að ræða heilar stöður og hlutastöður í vaktavinnu. Upplýsingar veitir Kristján Sig- urmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 551 5825. Umsóknum ber að skila á eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins, Skipholti 50c, og á heimilum þess. Hársnyrtinemi óskast á Hár og útlit Rún í Garðabæ. Strákar og stelpur, ef þið hafið áhuga, hafið þá samband í síma 565 6445 milli kl. 9 og 18. Hafnarfjörður Leikskólakennarar óskast í Hafnarfirði í Hafnarfirði eru starfandi tólf leikskólar, fyrir- hugað er að opna tvær nýjar deildir við leik- skólann Norðurberg í október nk. og tvo nýja leikskóla í byrjun næsta árs. í leikskólunum er unnið faglegt og metnaðarfullt starf en mismunandi áherslur og leiðir eru í leikskóla- starfinu. Við viljum bæta fleiri leikskólakennur- um í hópinn. Auglýst er eftir leikskólakennurum í eftir- talda leikskóla: Um er að ræða heilar stöður og hlutastöður: Arnarberg/Hraunkot, sími 555 3493, Hlídarberg, sími 565 0556, ennfremur er staða aðstoðarleikskóla- stjóra laus til umsóknar. Hörðuvellir, sími 555 2489, aðstoðarleikskólastjóri óskast í afleys- ingu í eitt ár. Hlíðarendi, sími 555 1440. Kató, sími 555 0198. Vesturkot, sími 565 0220. Við hvetjum leikskólakennara til að koma og kynna sér hvað Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða. Skrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustumiðstöð í þágu menntunar í bæjarfélaginu. Þar starfa sérhæfðir starfsmenn sem veita falega ráðgjöf og þjónustu til leik- og grunnskóla. Vakin er athygli á því að fáist ekki leikskóla- kennarar verða ráðnir leiðbeinendur í stöðurn- ar. Upplýsingar um störfin í leikskólunum gefa leikskólastjórar viðkomandi leikskóla, ennfrem- ur leikskólaráðgjafi og leikskólafulItrúi í síma 585 5800. Skólafulltrúi. Starfsfólk óskast Vaktstjórar ó Shellstöðvum Vaktstjórar hafa umsjón meS vaktinni auk þess sem þeir sinna afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini. Laus störf ó Shellstöðvunum við Suðurströnd og Miklubraut. Afgreióslufólk ó Selectstöðvum Störf við afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini auk annarra starfa ó stöðvunum. Laus störf ó Selectstöðvunum í Breiðholti og Smóranum. Hlutastörf Tilvalin störf fyrir dugmikið ungt fólk, 18 óra og eldra, sem vill nó sér í aukapening í vetur með skólanum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjó starfsmannahaldi Skeljungs hf., Suðurlandsbraut 4, 5. hæð. Nónari upplýsingar eru veittar ó staðnum eða ■ síma 560 3800. Sjó einnig vefsíðu Skeljungs hf., www.shell.is. Alltaf ferskt... Select www.shell.is SIGLUFJÖRÐUR Utanríkisráðuneytið Hjúkrunarfræðingar Störf í Kosovo og Bosníu-Hersegóvínu Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingum til starfa með friðargæslusveitum Atlantshafsbanda- lagsins í Kosovo (KFOR) og Bosníu-Herse- góvínu (SFOR). Gert er ráð fyrir að ráðningartíminn verði sex mánuðir og að viðkomandi hefji störf sem fyrst Leitað er að duglegum, samviskusömum ein- staklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfið- ar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi reynslu af störfum á bráðamót- töku eða gjörgæslu, gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælend- ur, sendist utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrif- stofu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Umsókn- ir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur ertil og með 21. ágúst 2000. Upplýsingar um kaup og kjör veita Auðunn Atlason og Skafti Jónsson í utanríkisráðu- neytinu. Leikskólastjóri Leikskólakennarar Þroskaþjálfi Hvers vegna ekki að prófa eitthvad nýtt og taka þátt í blómlegu mannlífi á Norður- landi? Staða leikskólastjóra við leikskólann Leik- skála á Siglufirði er laus til umsóknar. Um er að ræða ársráðningu með möguleika á lengri ráðningu. Einnig eru lausar stöður leikskólakennara. Leikskálar er gróinn leikskóli í nýlegu húsnæði og þar er góður aðbúnaður. Unnið er m.a. að gerð skólanámskrár. í skólanum eru um 100 nemendur í þremur deildum og eru 14,2 stöðu- gildi við skólann. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í vinnusíma 467 1359; netfang skalar@simnet.is eða 467 1781 heima. Staða þroskaþjálfa við grunn- og leikskóla á Siglufirði er einnig laus til umsóknar. Einnig má hafa samband við skólafulltrúa eða bæjarstjóra í síma 460 5600 eða netfang: skolaskr@sialo.is varðandi þessar stöður. Siglufjörður er 1.600 manna bær við samnefndanfjörð. Þar er öll almenn þjónusta s.s. sjúkrahús, heilsugæsla og ýmiss konar verslanir. Þar er einnig veglegt síldarminjasafn, blómlegt félags- og tónlistarlíf. Gott íþróttastarf er hér, sundlaugin er góð og nýlegt íþróttahús. Gott skiðaland er, svo og fjölbreyttar gönguleiðir. Það er vel þess virði að kynna sér málið betur með því að hafa sam- band við okkur. Skólaskrifstofa Siglufjarðar. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, nema annað sé sérstaklega tekið fram í um- sókninni. Fyrri umsækjendur, sem vilja koma til greina, eru beðnir um að endurnýja umsóknir sínar. Utanríkisráðuneytið. Byggingamenn Óskum eftir að ráða smiði (verktaka) og bygg- ingaverkamenn til starfa strax. Upplýsingar í símum 893 4335, 854 2968 og 565 3845. Friðjón og Viðar ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.