Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 184. TBL. 88. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússneskur kafbátur með rúmlega 100 manna áhöfn á botni Barentshafs eftir árekstur Tvísýnt um líf skipverja Kúrsk Moskvu, Ósló. AFP, Reuters, AP. VLADÍMÍR Kúrojedov, aðmíráll og yfirmaður rússneska flotans, sagði í gær í samtali við Itar-Tass-frétta- stofuna að ólíklegt væri að takast myndi að bjarga áhöfn kjarn- orkukafbátsins Kúrsk sem lá í gær mikið skemmdur á botni Barents- hafs með 116 manns innanborðs. Tíu skip voru á vettvangi í gær, kafbátar og ofansjávarskip, og búist við að reynt yrði að hefja björgun með að- stoð flugvéla í gærkvöldi. Hvassviðri var sagt torvelda aðgerðir og öflugir hafstraumar eru þar sem báturinn liggur. Kafbáturinn mun hafa lent í árekstri á sunnudag en ekki er ljóst hvað hann rakst á. Hann tók þátt í mikilli æfingu rússneska Norðurflot- ans og mun yfirmaður flotans, Vjatj- eslav Popov, stjórna björgunarðað- gerðunum. Að sögn talsmanna Rússa stafaði engin umhverfishætta frá kafbátnum og geislavirkni um borð var innan eðlilegra marka. „Þrátt fyrir að verið sé að gera allt sem hægt er, þá eru litlar líkur á að það takist að bjarga Kúrsk," sagði Kúrojedov í viðtali við Itar-Tass. „Það bendir allt til mikilla og alvar- legra skemmda ...ástandið er slæmt." Breskur hermálasérfræð- ingur sagði í gær að tíminn væri fWhJ "%&* jOOkm K'/tj. Svalbarði Novaya v •. Zemlya fV BARENTSHAF (f Kurská Kara- haf norÖ% h°,sbotni ^%r HRUSSLAND %^4 REUTERS # naumur vegna þess að ekki væri víst að áhófnin hefði súrefhi til meira en tveggja sólarhringa. Yfirvöld í Múrmansk sögðu síðdegis í gær að hættu á súrefnisskorti hefði verið bægt frá þar sem björgunarskipið Kolokol dældi nú súrefni og elds- neyti niður til skipverja. Ljóst er að slökkt var á aðal- kjarnaofninum um borð á sunnudag en ekki er vitað hvort áhöfnin var þar að verki eða hver ástæðan var. Rafmagnslaust var um borð í Kúrsk og því hætta á súrefnisskorti hjá áhöfn kafbátsins en fjarskiptasam- band rofnaði við bátinn á sunnudag. Segja heimildarmenn Itar-Tass að björgunarmenn hafi samband við áhöfnina með því að berja í skips- skrokkinn og skiptast þannig á morse-skeytum við þá. Önnur frétta- stofa í Rússlandi sagði á hinn bóginn að tekist hefði að koma aftur á fjarskiptasambandi í gær. Rakst Kúrsk á annan kafbát? Kafbáturinn er sagður vera á um 150 metra dýpi um 135 kílómetra norðan við flotastöðina Severom- orsk. Mun hann hallast um 60 gráður þar sem hann liggur á hafsbotninum, framhlutinn er fullur af sjó og hafa skipverjar leitað skjóls í skutnum. Seint í gærdag hafði Ítar-Tass- fréttastofan eftir heimildarmanni innan rússneska sjóhersins að líkleg- asta skýringin á slysinu væri talin sú að Kursk hefði rekist á erlendan kaf- bát sem þarna hefði verið á ferli og kynni sá kafbátur einnig að liggja skemmdur á hafsbotninum. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið, Pentagon, sagði í gær að ekkert benti til þess að bandarískt herskip hefði komið við sögu í slysinu. Tals- maður ráðuneytisins, Craig Quigley, sagði að bandarískt herskip hefði verið á svæðinu en „langt frá" staðn- um þar sem Kúrsk er. Quigley vildi Rússneski kjarnorkukafbáturinn Kúrsk, ekki er vitað hvar báturinn var þegar myndin var tekin. Kafbáturinn er um 14 þúsund tonn og einn af t'ull- komnustu kafbátum Rússa. Á innfelldu myndinni er Gennadi Ljatsín, skipstjóri Kúrsk. ekki tjá sig um það hvort bandarísk- ur kafbátur hefði verið í grennd við Kúrsk er slysið varð. Vitað er að stórveldin fylgjast ávallt með flota- æfingum hvort annars og oft eru not- aðir til þess kafbátar. Engin kjarnorkuvopn voru sögð um borð í rússneska kafbátnum sem getur borið allt að 24 stýriflaugar með kjarnaodda eða hefðbundið sprengiefni auk annarra vopna. Tals- maður norskra stjórnvalda sagði ástæðulaust að vantreysta yfirlýs- ingum ráðamanna Rússa um að ekki hefðu verið kjarnorkuvopn um borð en vandlega var fylgst með gangi mála af hálfu Norðmanna. Geisla- virkni var mæld á svæðinu í gær og reyndist eðlileg. Kúrsk er með fullkomnustu kaf- bátum Rússa, svonefndur árásarkaf- bátur og því aðallega ætlaður til að berjast við aðra kafbáta. Vestrænir sérfræðingar nefna gerðina Oscar II en slíkir kafbátar eru tæp 14.000 tonn að þyngd, með tvo kjarnaofna og geta náð 28 mílna hraða. Kúrsk var smíðaður árið 1994. ¦ Ekkertbendirtil/24 Landsþing demókrata í Bandaríkjunum hafíð Höfðað til miðj- unnar BILL Clinton Bandaríkjaforseti átti í nótt að flytja kveðjuræðu sína á fyrsta degi flokksþings Demókrata- flokksins sem hófst í Los Angeles í gær. Al Gore varaforseti verður formlega útnefndur forsetaefni flokksins á þinginu og mun flytja ávarp á fimmtudagskvöld, en þá lýk- ur þinginu. Clinton sagði í blaðavið- tali í gær að stefna repúblikana væri röng í öllum meginmálum er hefðu áhrif á líf Bandaríkjamanna, efna- hagsmálum, löggæslu og umhverfis- málum. Hillary Clinton, eiginkona forset- ans, átti einnig að ávarpa þingið í nótt en hún er nú í framboði í New York til öldungadeildar Bandaríkja- þings. Demókratar höfðu af því nokkrar áhyggjur að forsetahjónin myndu stela senunni og gera Gore erfitt um vik að koma fram sem sterkur, óháður leiðtogi, en Hillary hefur lofað því að forsetahjónin muni láta nægja að lýsa yfir stuðn- ingi við framboð Gores og verða síð- an,,alg5örlega á brott" af þinginu. I dag munu þingfulltrúar sam- þykkja stefnuskrá flokksins sem á að keppa við stefnu Repúblikana- Reuters Forsetaefhi demdkrata, Al Gore, faðmar Betty Hoover eftir að hafa ávarpað samkomu í bænum Independence í Missouri-ríki í gær. flokksins um hylli miðjusinnaðra kjósenda. I stefnu demókrata verður áhersla lögð á að skólar verði gerðir ábyrgir fyrir frammistöðu nemenda sinna, gæsla við landamærinverði hert, heimsviðskipti aukin, herinn styrktur og dauðarefsingu viðhaldið. En stefna demókrata er frábrugð- in stefnu repúblikana að því leyti að þeir fyrrnefndu eru hlynntir rétti til fóstureyðinga, að skylda verði að hafa gikklás á byssum og að endur- bætur verði gerðar á reglum um fjáröflun til kosningabaráttu. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem Gallup gerði um síð- ustu helgi sögðu 47% aðspurðra lík- legra kjósenda að það væri „alls enginn möguleiki" á að þeir myndu kjósa Gore í forsetakosningunum 7. nóvember nk. Aðeins 30% sögðu það sama um frambjóðanda repúblíkana, George W. Bush. Samkvæmt ann- arri skoðanakönnun hefur Gore sax- að mjög á það forskot sem Bush náði í kjölfar landsþings repúblikana í þarsíðustu viku og styðja nú 40% Gore og 43% Bush. Frambjóðandi Græningja, Ralph Nader, hefur 7% fylgi, og nýútnefndur frambjóðandi Umbótaflokksins, Pat Buchanan, 2% stuðning meðal aðspurðra. Hótanir skæruliða í Kasmír Boða sjálfs- morðsárásir Srinagar, Nýju-Delhí. AFP, The Daily Telegraph. HARÐLÍNUMENN úr röðum skæruliða i Kasmír-héraði, studdir af pakistönskum stjórnvöldum, sögðu í gær að þeir myndu hefja um- fangsmiklar árásir, þ.ám. sjálfs- morðsárásir, í héraðinu í dag og krefjast þannig sjálfstæðis héraðsins en í dag er sjálfstæðisdagur Ind- verja. Mikil spenna ríkir í héraðinu eftir öldu ofbeldisaðgerða undan- farna daga og á sunnudag féllu 22 og 52 særðust átök skæruliða og her- sveita Indlandshers. „Skæruliðar okkar munu hefja umfangsmiklar og grimmilegar ár- ásir á hersveitir sem halda Kasmír- héraði og breyta sjálfstæðisdegi Ind- verja í dag eyðileggingarinnar," sagði Amiruddin Mughal, talsmaður eins hóps Mujahideen-skæruliða í gær. Þá lýsti annar hópur skæruliða því yfir að sérsveitir hefðu verið skipaðar til að framkvæma sjálfs- morðsárásir á herstöðvar Indverja í héraðinu. „Við munum koma Ind- verjum verulega á óvart á sjálfstæð- isdaginn þrátt fyrir miklar öryggis- ráðstafanir þeirra," sagði talsmaður Lashkar-e-Taiba skæruliðahópsins. Mikill viðbúnaður var í Srinagar, höfuðstað Kasmír, um helgina og sagðist talsmaður öryggissveitanna í héraðinu mundu gera allt til að koma í veg fyrir yfirlýstar aðgerðir skæru- liða. Þá er öryggisviðbúnaður mikill í Nýju-Delhí enda talið að skæruliðar kunni að láta til skarar skríða þar. Pervez Musharraf, hershöfðingi og leiðtogi Pakistana, hét því í gær að koma á „ósviknu lýðræði" í Pak- istan og hvatti til þess að Indverjar og Pakistanar hæfu viðræður um málefni Kasmír-héraðis. í sjónvarpsávarpi sínu í gær sagði Musharraf þó að pakistönsk stjórn- völd styddu réttmæta baráttu íbúa Kasmír fyrir sjálfstæði héraðsins. Kenndi hann indverskum stjórn- völdum um það hættuástand sem skapast hefur í héraðinu á undan- förnum dögum. „I Suður-Asíu er af- ar ótryggt öryggisástand af völdum þrjósku Indverja vegna Kasmír," sagði Musharraf í ávarpi sínu. MORGUNBLAÐIÐ 15. AGUST 2000 0900"090000l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.