Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Innkaupastofnun fjallar um viðskiptin við Landssímann Fjarskiptaþjónusta Reykja- vfkurborgar verði boðin út INNKAUPASTOFNUN Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarfor- manns stofnunarinnar, að bjóða út alla gagnaílutn- ings-, fjarskipta- og símaþjónustu borgarinnar í opnu útboði. Fulltrúar minnihlutans, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson, lögðu einnig fram þá tillögu jafnframt því að leggja til að boðin yrði út fyrirhuguð ljósleiðaratenging grunnskóla Reykjavíkur en Landssíminn hefur kært Reykja- víkurborg til fjármálaráðuneytisins vegna samn- ings borgarinnar og Línu.Nets um ofangreinda tengingu. Verður sú tillaga tekin til athugunar á fundi borgarráðs í dag. „Ef R-listinn heldur því til streitu að semja við Línu.Net eru það ekkert annað en óeðlilegir og óheiðarlegir viðskiptahættir,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson en hann og Haukur Leósson eru full- trúar minnihlutans í stjóm Innkaupastofnunar. Að sögn Vilhjálms ætti það að vera meginregla Innkaupastofnunar að bjóða út alla fjarskiptaþjón- ustu borgarinnar. „Ef borgarfulltrúar R-listans samþykkja ekki tillögur okkar sjálfstæðismanna, um að ljósleiðaranet vegna grunnskóla Reykjavík- ur verði boðið út nú þegar það liggur fyrir að fleiri fyrirtæki á fjarskiptamarkaði hafa tæknilega getu og áhuga á því að veita þessa þjónustu, eru þeir að ganga þvert á þær tillögur sem stjóm Innkaupa- stofnunar samþykkti í gær.“ Að sögn Vilhjálms em það fagmannlegar for- sendur sem ráða tillögum sjálftæðismanna en hann segir gremju R-listans út í Landssímann stjóma ákvörðunum meirihlutans. Alfreð Þorsteinsson, stjómarformaður Inn- kaupastofnunar, sagði að kæra Landssímans hefði orðið til þess að íyrr hefði verið tekið á útboðsmál- um á fjarskiptaþjónustu Reykjavíkur en ella. Að hans sögn hefur Reykjavíkurborg um langt árabil átt bein samskipti við Landssímann um síma-, fjarskipta og gagnaflutningsþjónustu og hafa við- skiptin numið að meðaltali um 150 milljónum á ári. Alfreð sagði að þar til nýlega hafi Landssíminn verið eina fjarskiptafyrirtækið á landinu en eftir að önnur fyrirtæki hófu starfsemi hafi Innkaupastofn- un íhugað og svo ákveðið að bjóða hana út ef hún telur að fleiri en eitt fyrirtæki geti útvegað hana. 5 W'fáiY- ý ^vj / # ■ \7. * " N I-. V / . Morgunblaðið/Golli Stjórnarflokkarnir eru ósammála um hátekjuskattinn Utanríkisráðherra undrast ummæli fjármálaráðherra Fylgst með kylf- ingum ÁHUGI á landsmótinu í golfi, sem fram fór á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík um helgina, virðist ekki hafa einskorðast við menn. Að minnsta kosti leyndi sér ekki áhuginn og árveknin hjá þessum rjúpum sem fylgdust með kylfing- um leika listir sínar á Akureyri. Sex mánaða uppgjör deCODE HEILDARTAP deCODE genetics, móðurfélags íslenskrar erfðagrein- ingar, á fyrri helmingi ársins 2000 nam 22,0 milljónum Bandaríkjadala sem jafngildir um 1.760 milljónum íslenskra króna. Til samanburðar var heildartap 13,5 milijónir Banda- ríkjadala, um 1.080 milljónir ís- lenskra króna, á sama tímabili á síð- asta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deCODE um helstu afkomutölur samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Þar segir að deCODE hafi náð fjórða rannsóknaráfanga í samstarfinu við lyfjafyrirtækið Hoffman La Roche. I lok annars ársfjórðungs hafi verið búið að kortleggja fjögur gen, sem talið er að tengist ákveðnum sjúk- dómum, og fyrirtækið fengið áfangagreiðslur í samræmi við það. í gær var lokagengi deCODE á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum 26,875 dollarar en lokaverð á föstudag var 27,5. Gengi hlutabréfa deCODE hefur hæst far- ið í 31,5 frá því að viðskipti hófust með félagið á Nasdaq fyrir tæpum mánuði en lægst hefur það farið í 22 dollara á hlut. Miðað við lokagengi í gær er markaðsvirði deCODE tæp- ir 95 milljarðar íslenskra króna. ■ Heildartap/18 HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, undrast ummæli Geirs H. Haarde í Morgunblaðinu í fyrradag, þar sem hann segist vera hl}mntur því að afnema hátekjuskatt en það verði ekki gert nema með samkomu- lagi stjórnarflokkanna. „Þessi ummæli koma mér á óvart vegna þess að hátekjuskatturinn var hækkaður í ágætu samkomulagi þegar tekjuskattsprósentan var lækkuð,“ sagði Halldór og bætti því við að málið hefði ekki verið á dag- skrá ríkisstjórnarinnar nýlega. Vil halda við eina skattprósentu „Verkalýðshreyfingin hefur verið þeirrar skoðunar að það ætti að koma hér á fjölþrepaskattkerfi og ríkisstjórnin hefur samþykkt að láta fara yfir kosti þess og galla. Ég hef verið andsnúinn því og viljað halda mig við eina skattprósentu en það er hins vegar skoðun Framsóknar- flokksins að það sé rétt að viðhalda hátekjuskattinum til tekjujöfnunar í landinu enda ef hann yrði lagður af þyrfti að hækka hina almennu skattprósentu á móti eða minnka það svigrum sem við höfum til lagfæring- ar á barnabótum eða öðrum tekju- tengdum þáttum skattkerfisins.“ Látin eft- ir slysið á Suður- landsvegi STÚLKAN, sem slasaðist lífs- hættulega í bílslysinu sem varð á Suðurlandsvegi við bæinn Strönd, á milli Hellu og Hvols- vallar, síðastliðinn miðvikudag, lést í gær á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi, Fossvogi. Stúlkan var 16 ára gömul en áður höfðu karlmaður og kona látist í slysinu auk þess sem annar karlmaður slasaðist töluvert. Slysið átti sér stað þegar fólksbíll og gámaflutn- ingabíll lentu í hörðum árekstri. Stúlkan sem lést hafði setið í framsætinu far- þegamegin. Mannbjörg er bátur brann út afRifi MANNBJÖRG varð þegar eldur kviknaði í Guðrúnu SH-235, fimm tonna plastbáti, norður af Rifi á Snæfellsnesi í fyrrakvöld. Ekki tókst að ráða niðurlögum eldsins og sökk báturinn en skipverjan- um var bjargað. Málið er nú til rannsóknar hjá lög- reglunni í Ólafsvík. Ekki er vitað nákvæmlega hver voru upptök eldsins en hann kvikn- aði í framhluta bátsins. Skömmu eftir klukkan ell- efu í fyrrakvöld komu áhafnir tveggja báta, sem voru stadd- ir á þeim slóðum er slysið varð, auga á neyðarblys frá Guðrúnu. Bátarnir héldu þeg- ar á vettvang og fann annar þeirra björgunarbátinn með skipverjanum í. Báturinn sem fyrstur kom á vettvang reyndi að slökkva eldinn og taka Guðrúnu SH í tog en eldurinn blossaði upp aftur. Um klukkan eitt voru varð- skip Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Björg frá Rifi komin á staðinn en tókst heldur ekki að ráða niðurlög- um eldsins og sökk báturinn því á um 232 metra dýpi um klukkan hálftvö um nóttina. Guðrún SH var í eigu út- gerðarfélagsins Víglundar ehf. sem gerir út frá Olafsvík. Líðan pilt- anna óbreytt Líðan piltanna tveggja, sem lentu í flugslysinu í Skerjafirði á sunnudaginn fyrir viku, er óbreytt. Piltarnir, sem báðir eru 17 ára gamlir, liggja alvar- lega slasaðir á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkra- húss í Fossvogi, þar sem þeir eru tengdir öndunarvélum. Sérblöö í dag Á ÞRIÐJUDOGUM Heimíli mJr Með Morgun- blaðinu I dag fylgir átta síðna sérblað frá ACO HSÍÉUR Norðmenn vilja enga farþega í ólympíuhóp sinn / B1 . ........................ : Fylkir í undanúrslit bikar- : keppninnar í þriðja sinn / B2 ' Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.