Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Kaupsamningurinn um Valhöll á Þingvöllum Óljóst hvaða áhrif leigurétt- | indi hafa á sölu FRETTIR Morgunblaðið/RAX Við Skaftárdal þegar mest var í ánni þar á laugardagskvöld. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eldvatn þegar mest var í því fyrir hádegi á sunnudag. I baksýn sést bær- inn Ytri-Ásar. Fyrir neðan Eldvatn kvíslast áin í Skaftá og Kúðaflját. Hlaupið í Skaftá í rénun RENNSLI í Skaftá var komið í um 450 rúmmetra á sekúndu um tíu- leytið í gærkvöldi og hafði þá minnkað verulega síðan hlaupið náði hámarki um helgina. Venju- Iegt flæði í ánni er um 100-150 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið náði hámarki við Sveinstind neðan við Langasjú um miðnætti á laugar- dagskvöld og mældist rennslið þá rúmlega 1.300 rúmmetrar á sek- úndu. Flóðið náði hámarki í byggð í Skaftárdal á sunnudagsmorgni. Að sögn Snorra Zóphaníssonar, jarðfræðings hjá Vatnamælingum Orkustofnunar, er ekki að búast við því að vatnið flæði yfir þjóðveg- inn. Það gerðist 1977 í mun minna Tekinn á 162 km hraða MAÐUR sem ók á Mercedes Benz-bifreið var tekinn á 162 km hraða í Þrengslunum á leið til Reykjavíkur laust fyrir há- degi í gær. í Þrengslunum er 90 km hámarkshraði. Að sögn lögreglu á eftir að taka mál mannsins fyrir, en samkvæmt töflu sem lögreglan styðst við í svona málum gæti hann misst ökuskírteinið í tvo mánuði og fengið 25 þúsund króna sekt. hlaupi en verið hefur undanfarna daga og voru þá gerðar ráðstafanir gegn slíku, vegurinn m.a. hækkað- ur. Snorri segir enn mikið vatn í Eldhrauninu og að það muni halda áfram að aukast þangað til eðlilegt rennsli sé komið í ána. Það getur tekið nokkra daga, segir Snorri, allt að því út vikuna. Hlaup hófst í vestari sigkatli Skaflárjökuls fyrir tíu dögum. Það náði hámarki á sunnudag fyrir viku og mældist rennsli J>á 700 rúm- metrar á sekúndu. Á föstudag tók áin að vaxa mjög á nýjan leik og að- faranótt laugardags jókst vatns- rennsli mjög. Þá var hafið hlaup í eystri sigkatlinum. Undanfarin ár hafa hlaup úr kötlunum skipst á og hlaupið á tveggja ára fresti úr hvorum katli fyrir sig. Nú falla þau nánast saman. Hlaupið úr eystri katlinum var óvenjustórt, enda langt síðan hljóp úr honum síðast. SAMNINGUR sá um leigu á lóð undir Valhöll, sem Jón Thorsteins- son, prestur á Þingvöllum, gerði við framkvæmdanefndina, er stóð að byggingunni, var af Jóni undimtað- ur hinn 12. júlí 1899. Hinn 12. sept- ember sama ár var hann svo stað- festur af stiftsyfirvöldunum yfir íslandi. Þar segir meðal annars: „Eg Jón Thorsteinsson prestur í Þingvallaprestakalli, geri kunnugt, að eg með bréfi þessu byggi nefnd þeirri, er nú eða síðar kann að standa fyrir framkvæmdum við fundar- og gistihúsið Valhöll, sem nú er reist á Þingvallalóðareign[] [l]óð undir nefnd hús og kringum það eins og hér segir:...Fyrir ofan greinda lóð ásamt rétti til að veiða silung á stöng í Þingvallavatni frá bát, greiði nefndin árlega 15 - fimmtán krónur - fyrir lok septem- bermánaðar ár hvert, til mín eða þess er eftir mig býr á Þingvöllum, svo framarlega sem stiftsyfirvöldin samþykkja þennan samning... Leigusamningur þessi gildir frá 1. júní 1899 og helzt svo lengi sem leiguliðar standa í skilu, en vilji þeir segja upp leigunni, skal það gert með árs fyrirvara, ella gjaldist leiga næsta árs. Heimilt er þeim, sem hið nefnda svæði á leigu, [að] byggja á því eða á annan hátt nota það eftir vild sinni, en engum öðrum mega þeir leyfa að byggja á því án míns sam- þykkis, eða stiftsyfirvaldanna." 1918 eignaðist Jón Guðmundsson bóndi á Heiðarbæ Valhöll og tók hann þá yfir leigusamninginn. Sú breyting tók nú gildi, að Jóni Guð- mundssyni var heimilt að framselja og veðsetja leiguréttindin. Sam- þykkti Jón Thorsteinsson þessa breytingu á leigusamningnum hinn 25. júlí 1918 og var hún staðfest í dóms- og kirkjumálanefnd stjórnar- ráðsins hinn 2. júlí sama ár. Sam- þykki Jóns hljóðar svo: „Leigurétt- indi þau, er um getur í ofanrituðum samningi, sem Jón Guðmundsson bóndi á Heiðarbæ er nú orðinn eig- andi að, er honum heimilt að fram- selja og veðsetja, þó með því skil- yrði, að leigan fyrir lóðina hvíli sem kvöð á henni og [greiðist] á undan öllum veðréttum. Eg fyrir mitt leyti er samþykkur þessari breytingu á leigusamningn- um að tilskyldu samþykki lands- stjórnarinnar.“ 30. október 1928 gerðu Þingvalla- nefnd og Jón Guðmundsson með sér samning um, að Þingvallanefnd væri heimilt að flytja gistihúsið Val- höll burt af Völlunum og „á stað | vestan Öxarár, er nefndin kýs til þessa og skal þar í té látin fullkom- | lega eins stór lóð og gistihúseigandi hefur haft á gamla staðnum, með ekki lakari lóðarréttindum." Sú spurning hlýtur að vakna hvort eitthvað sé við því að gera, ef erlendur auðkýfingur, sem uppfyll- ir reglugerðir um eignakaup er- lendra manna á íslandi, kýs að kaupa Valhöll og reka þar áfram hótel. Að vísu komst Þingvallanefnd að þeirri niðurstöðu 1925, að samn- ingurinn við Jón Guðmundsson frá árinu 1918 leggi enga „kvöð á fyrir “ eptirkomandi presta og síst um ald- ur ævi, lengur en Jón Guðmunds- son lifir og er leigjandi lóðarinnar, eða sá, er hann hefir framselt leigu- rjettindi sín, heldur muni þurfa jaf[n]an[ ef lóðarrjettindin skulu framseld, að leita bæði samþykkis ábúandans á Þingvöllum og land- stjórnarinnar", en hafa ber í huga, i að hér er einungis um nefndarálit að ræða en ekki reglugerð eða laga- bókstaf. * Erfítt um upplýsingar Erfitt er að fá afgerandi svör í stjórnkerfinu um leiguréttindin, sem Valhöll fylgja, og hvaða áhrif þau hafi á þann samning, sem Jón Ragnarsson segist hafa gert um sölu á eigninni. Þá samninga, sem vitnað hefur verið í, fékk blaðið frá landbúnaðarráðuneytinu. Þegar Nigel Carter hjá Land- mark-management, sem hefur 1 milligöngu um málið fyrir kaup- andann, var spurður um hver kaupandinn væri, svaraði hann því til, að hann vildi ekki tjá sig um það fyrr en hann hefði fengið fyrirskip- anir frá viðkomandi aðila. Hinu sama svaraði hann, er hann var beðinn um upplýsingar um starf- semi fyrirtækisins Verino Invest- ments, sem er formlega kaupandi Valhallar. Bjöm Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að ef kaupandi væri búsettur í Mónakó hefði hann ekki sjálfkrafa rétt til kaupa á eignum á íslandi þar sem íbúar Mónakó teldust ekki til Evrópska efnahagssvæðisins. Þjónusta númer eitt! Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-18 iaugardagar kl. 12-16 BÍLAMNGÍEKLU Alurncr citf í noivi?um tf/vryt/ Laugavegi 174,105 Reykjavlk, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Til sölu Audi A6 1800. 4 dyra ssk., nýskráður 11.07.1997. Ekinn 48.000 km. Álfelgur, geislaspilari. Ásett verð 2.540.000 ath skipti á ódýrari Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500. Skipulagsstofnun samþykk- ir matsáætlun Reydaráls 0 SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á tillögu Reyðaráis hf. um mats- áætlun vegna framkvæmda við álver- í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Skipulagsstofnun gerði þó vissar at- huganir við áætlunina en að sögh Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnar- formanns Reyðaráls, er hann ánægður með niðurstöðuna. Reyðarál sendi Skipulagsstofnun matstillöguna hinn 7. júlí síðastliðinn í samræmi við 8. grein laga um mat á umhverfisáhrifum. Eftir að hafa skoðað tillöguna, ásamt tillögum og athugasemdum sem borist hafa stofnuninni, var ákveðið að fallast á hana, að undanskildum vissum at- hugasemdum. „Ég er ánægður með að hafa feng- ið þessa tillögu samþykkta," sagði Akveðnar athugasemdir gerðar Geir í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Geirs er þetta mikil- vægt skref í áttina að byggingu ál- vers á Reyðarfirði. „Við munum auð- vitað taka tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar, en þær segja til um það hvað þarf að koma skýrar fram áður en málið fer í umhverfis- mat.“ Gerir athugasemdir um vegi sem liggja að álveri Skipulagsstofnun gerði athuga- semd í sambandi við vegi sem eiga að liggja að álverinu og tekur undir með Vegagerðinni um að leggja þurfi fram í matsskýrslu áætlun um magn þungaflutninga um þjóðvegakerfið á framkvæmdatíma álversins og hvernig vegir að álveri og efnistöku- svæðum tengjast þjóðvegum. Einnig telur stofnunin að koma þurfi skýrar fram við hvaða hámarksmörk fram- kvæmdaraðili er reiðubúinn að miða við varðandi útblástur mengunar- efna. Mælt er með að umfjöllun um umhverfismat álvers á Reyðarfirði fari fram um svipað leyti og mat á umhverfisáhrifum vegna Kára- hnjúkavirkjunar, enda hvor fram- kvæmdin um sig háð hinni. Einnig vísar Skipulagsstofnun í tillögu Hafrannsóknarstofnunar um að lýsingar á rannsóknum um lífríki sjávar og hafstrauma séu ófullnægj- andi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.