Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Kaupsamningurinn um Valhöll á Þingvöllum Óljóst hvaða áhrif leigurétt- | indi hafa á sölu FRETTIR Morgunblaðið/RAX Við Skaftárdal þegar mest var í ánni þar á laugardagskvöld. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eldvatn þegar mest var í því fyrir hádegi á sunnudag. I baksýn sést bær- inn Ytri-Ásar. Fyrir neðan Eldvatn kvíslast áin í Skaftá og Kúðaflját. Hlaupið í Skaftá í rénun RENNSLI í Skaftá var komið í um 450 rúmmetra á sekúndu um tíu- leytið í gærkvöldi og hafði þá minnkað verulega síðan hlaupið náði hámarki um helgina. Venju- Iegt flæði í ánni er um 100-150 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið náði hámarki við Sveinstind neðan við Langasjú um miðnætti á laugar- dagskvöld og mældist rennslið þá rúmlega 1.300 rúmmetrar á sek- úndu. Flóðið náði hámarki í byggð í Skaftárdal á sunnudagsmorgni. Að sögn Snorra Zóphaníssonar, jarðfræðings hjá Vatnamælingum Orkustofnunar, er ekki að búast við því að vatnið flæði yfir þjóðveg- inn. Það gerðist 1977 í mun minna Tekinn á 162 km hraða MAÐUR sem ók á Mercedes Benz-bifreið var tekinn á 162 km hraða í Þrengslunum á leið til Reykjavíkur laust fyrir há- degi í gær. í Þrengslunum er 90 km hámarkshraði. Að sögn lögreglu á eftir að taka mál mannsins fyrir, en samkvæmt töflu sem lögreglan styðst við í svona málum gæti hann misst ökuskírteinið í tvo mánuði og fengið 25 þúsund króna sekt. hlaupi en verið hefur undanfarna daga og voru þá gerðar ráðstafanir gegn slíku, vegurinn m.a. hækkað- ur. Snorri segir enn mikið vatn í Eldhrauninu og að það muni halda áfram að aukast þangað til eðlilegt rennsli sé komið í ána. Það getur tekið nokkra daga, segir Snorri, allt að því út vikuna. Hlaup hófst í vestari sigkatli Skaflárjökuls fyrir tíu dögum. Það náði hámarki á sunnudag fyrir viku og mældist rennsli J>á 700 rúm- metrar á sekúndu. Á föstudag tók áin að vaxa mjög á nýjan leik og að- faranótt laugardags jókst vatns- rennsli mjög. Þá var hafið hlaup í eystri sigkatlinum. Undanfarin ár hafa hlaup úr kötlunum skipst á og hlaupið á tveggja ára fresti úr hvorum katli fyrir sig. Nú falla þau nánast saman. Hlaupið úr eystri katlinum var óvenjustórt, enda langt síðan hljóp úr honum síðast. SAMNINGUR sá um leigu á lóð undir Valhöll, sem Jón Thorsteins- son, prestur á Þingvöllum, gerði við framkvæmdanefndina, er stóð að byggingunni, var af Jóni undimtað- ur hinn 12. júlí 1899. Hinn 12. sept- ember sama ár var hann svo stað- festur af stiftsyfirvöldunum yfir íslandi. Þar segir meðal annars: „Eg Jón Thorsteinsson prestur í Þingvallaprestakalli, geri kunnugt, að eg með bréfi þessu byggi nefnd þeirri, er nú eða síðar kann að standa fyrir framkvæmdum við fundar- og gistihúsið Valhöll, sem nú er reist á Þingvallalóðareign[] [l]óð undir nefnd hús og kringum það eins og hér segir:...Fyrir ofan greinda lóð ásamt rétti til að veiða silung á stöng í Þingvallavatni frá bát, greiði nefndin árlega 15 - fimmtán krónur - fyrir lok septem- bermánaðar ár hvert, til mín eða þess er eftir mig býr á Þingvöllum, svo framarlega sem stiftsyfirvöldin samþykkja þennan samning... Leigusamningur þessi gildir frá 1. júní 1899 og helzt svo lengi sem leiguliðar standa í skilu, en vilji þeir segja upp leigunni, skal það gert með árs fyrirvara, ella gjaldist leiga næsta árs. Heimilt er þeim, sem hið nefnda svæði á leigu, [að] byggja á því eða á annan hátt nota það eftir vild sinni, en engum öðrum mega þeir leyfa að byggja á því án míns sam- þykkis, eða stiftsyfirvaldanna." 1918 eignaðist Jón Guðmundsson bóndi á Heiðarbæ Valhöll og tók hann þá yfir leigusamninginn. Sú breyting tók nú gildi, að Jóni Guð- mundssyni var heimilt að framselja og veðsetja leiguréttindin. Sam- þykkti Jón Thorsteinsson þessa breytingu á leigusamningnum hinn 25. júlí 1918 og var hún staðfest í dóms- og kirkjumálanefnd stjórnar- ráðsins hinn 2. júlí sama ár. Sam- þykki Jóns hljóðar svo: „Leigurétt- indi þau, er um getur í ofanrituðum samningi, sem Jón Guðmundsson bóndi á Heiðarbæ er nú orðinn eig- andi að, er honum heimilt að fram- selja og veðsetja, þó með því skil- yrði, að leigan fyrir lóðina hvíli sem kvöð á henni og [greiðist] á undan öllum veðréttum. Eg fyrir mitt leyti er samþykkur þessari breytingu á leigusamningn- um að tilskyldu samþykki lands- stjórnarinnar.“ 30. október 1928 gerðu Þingvalla- nefnd og Jón Guðmundsson með sér samning um, að Þingvallanefnd væri heimilt að flytja gistihúsið Val- höll burt af Völlunum og „á stað | vestan Öxarár, er nefndin kýs til þessa og skal þar í té látin fullkom- | lega eins stór lóð og gistihúseigandi hefur haft á gamla staðnum, með ekki lakari lóðarréttindum." Sú spurning hlýtur að vakna hvort eitthvað sé við því að gera, ef erlendur auðkýfingur, sem uppfyll- ir reglugerðir um eignakaup er- lendra manna á íslandi, kýs að kaupa Valhöll og reka þar áfram hótel. Að vísu komst Þingvallanefnd að þeirri niðurstöðu 1925, að samn- ingurinn við Jón Guðmundsson frá árinu 1918 leggi enga „kvöð á fyrir “ eptirkomandi presta og síst um ald- ur ævi, lengur en Jón Guðmunds- son lifir og er leigjandi lóðarinnar, eða sá, er hann hefir framselt leigu- rjettindi sín, heldur muni þurfa jaf[n]an[ ef lóðarrjettindin skulu framseld, að leita bæði samþykkis ábúandans á Þingvöllum og land- stjórnarinnar", en hafa ber í huga, i að hér er einungis um nefndarálit að ræða en ekki reglugerð eða laga- bókstaf. * Erfítt um upplýsingar Erfitt er að fá afgerandi svör í stjórnkerfinu um leiguréttindin, sem Valhöll fylgja, og hvaða áhrif þau hafi á þann samning, sem Jón Ragnarsson segist hafa gert um sölu á eigninni. Þá samninga, sem vitnað hefur verið í, fékk blaðið frá landbúnaðarráðuneytinu. Þegar Nigel Carter hjá Land- mark-management, sem hefur 1 milligöngu um málið fyrir kaup- andann, var spurður um hver kaupandinn væri, svaraði hann því til, að hann vildi ekki tjá sig um það fyrr en hann hefði fengið fyrirskip- anir frá viðkomandi aðila. Hinu sama svaraði hann, er hann var beðinn um upplýsingar um starf- semi fyrirtækisins Verino Invest- ments, sem er formlega kaupandi Valhallar. Bjöm Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að ef kaupandi væri búsettur í Mónakó hefði hann ekki sjálfkrafa rétt til kaupa á eignum á íslandi þar sem íbúar Mónakó teldust ekki til Evrópska efnahagssvæðisins. Þjónusta númer eitt! Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-18 iaugardagar kl. 12-16 BÍLAMNGÍEKLU Alurncr citf í noivi?um tf/vryt/ Laugavegi 174,105 Reykjavlk, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Til sölu Audi A6 1800. 4 dyra ssk., nýskráður 11.07.1997. Ekinn 48.000 km. Álfelgur, geislaspilari. Ásett verð 2.540.000 ath skipti á ódýrari Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500. Skipulagsstofnun samþykk- ir matsáætlun Reydaráls 0 SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á tillögu Reyðaráis hf. um mats- áætlun vegna framkvæmda við álver- í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Skipulagsstofnun gerði þó vissar at- huganir við áætlunina en að sögh Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnar- formanns Reyðaráls, er hann ánægður með niðurstöðuna. Reyðarál sendi Skipulagsstofnun matstillöguna hinn 7. júlí síðastliðinn í samræmi við 8. grein laga um mat á umhverfisáhrifum. Eftir að hafa skoðað tillöguna, ásamt tillögum og athugasemdum sem borist hafa stofnuninni, var ákveðið að fallast á hana, að undanskildum vissum at- hugasemdum. „Ég er ánægður með að hafa feng- ið þessa tillögu samþykkta," sagði Akveðnar athugasemdir gerðar Geir í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Geirs er þetta mikil- vægt skref í áttina að byggingu ál- vers á Reyðarfirði. „Við munum auð- vitað taka tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar, en þær segja til um það hvað þarf að koma skýrar fram áður en málið fer í umhverfis- mat.“ Gerir athugasemdir um vegi sem liggja að álveri Skipulagsstofnun gerði athuga- semd í sambandi við vegi sem eiga að liggja að álverinu og tekur undir með Vegagerðinni um að leggja þurfi fram í matsskýrslu áætlun um magn þungaflutninga um þjóðvegakerfið á framkvæmdatíma álversins og hvernig vegir að álveri og efnistöku- svæðum tengjast þjóðvegum. Einnig telur stofnunin að koma þurfi skýrar fram við hvaða hámarksmörk fram- kvæmdaraðili er reiðubúinn að miða við varðandi útblástur mengunar- efna. Mælt er með að umfjöllun um umhverfismat álvers á Reyðarfirði fari fram um svipað leyti og mat á umhverfisáhrifum vegna Kára- hnjúkavirkjunar, enda hvor fram- kvæmdin um sig háð hinni. Einnig vísar Skipulagsstofnun í tillögu Hafrannsóknarstofnunar um að lýsingar á rannsóknum um lífríki sjávar og hafstrauma séu ófullnægj- andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.