Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arni Sæberg Frá vinstri: John Smellie, Mary Chapman, Ian Skilling, Magnús Tumi Guðmundsson, Virginia C. Gulick og Sveinn Jakobsson, skipuleggjendur ráðstefnunnar. Alþjóðleg ráðstefna um eldgos í jöklum Móbergsmyndanir á Islandi og Mars ALÞJÓÐLEGRI ráðstefnu um eld- gos í jöklum sem fram fer í Háskóla Islands lýkur í dag. Þar er meðal annars rædd sú tilgáta vísindamanna hjá Geimferðastofnun Bandaríkj- anna (NASA) að á Mars sé líklega að finna bæði móbergshryggi og mó- bergsstapa líka þeim sem finnast hér á landi, en slík jarðfræðifyrirbæri eru afar sjaldgæf utan íslands. Ian Skilling kemur frá Bandaríkj- unum og er einn skipuleggjenda ráð- stefnunnar. Hann segir rannsóknir á eldgosum undir jöklum á íslandi nýt- ast fræðimönnum í rannsóknum sín- um á Mars. Með því að skoða aðstæð- ur á íslandi geta vísindamennirnir nýtt sér þær hliðstæður sem finna má á Mars. Hann segir líkindin með móbergsmyndunum hér á landi og á Mars með ólíkindum. Fyrsta ráðstefhan um eldgos í jöklum Háskóli íslands og Náttúrufræði- stofnun íslands eru gestgjafar ráð- stefnunnar en hún hefur verið skipu- lögð af vísindamönnum frá íslandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Magn- ús Tumi Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur og einn skipuleggjend- anna, segir ráðstefnuna merkilega, einkum fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefna sem þessi er haldin. Aldrei fyrr hefur verið haldin ráðstefna þar sem eingöngu er fjallað um samspil eldfjalla og jökla. Þarna gefst vísindamönnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmennt var á ráðstefnunni sem för fram í Háskóla íslands, stofu 101 f Odda. því kostur á að leiða saman hesta sína, kynnast rannsóknum og að- ferðafræði annarra. Ráðstefnan hef- ur því mikið gildi, segir Magnús Tumi. Á ráðstefnunni hefur verið fjallað um samspil jökla og eldgosa í víðu samhengi og viðfangsefnið rætt út frá ýmsum sjónarhornum. Þar hefur verið fjallað um niðurstöður rann- sókna á eldgosum á íslandi og móbergsfjöll hér á landi, Suður- skautslandinu og Kanada. Einnig er fjallað um rannsóknir á bröttum eldkeilum í Mexíkó, Bandaríkjunum og yíðar þar sem jöklar eru í hh'ðum. Astæða þess að ráðstefnan er haldin hér á landi er sú að ísland er eini staðurinn þar sem gos undir jöklum eru algeng, segir Magnús Tumi. „Gos undir jöklum brenna því á Islendingum", bætir hann við. Þátttakendur á ráðstefnunni koma víða að. Þeir koma meðal annars frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Frakklandi, Japan, Austurríki, Nor- egi og Mexíkó. 50 erlendir fræði- menn komu til landsins til að fylgjast með ráðstefnunni og um 25 Islend- ingar taka þátt í henni. Settu hlýjan svip á heimilið eða í sumarbústaðinn. Úrvalið er hjá okkur Guðrun Arnardóttir í góðu formi Síðasta ólympíuferðin Z-brautir & gluggatjöld -• Faxafen 14 1108 Reykjavík | Slml 525 8200 \ Fax 525 8201\ Netlang vmw.zeta.ls < ARANGUR Guðrún- ar Arnardóttur í frjálsum fþróttum hefur verið afar athyglis- verður að undanfórnu, hún setti íslandsmet í 400 metra grindahlaupi á stór- móti í London 5. ágúst sl. og á því móti og því næsta á eftir, sem var í Malmö í Svíþjóð, sigraði hún ól- ympíumeistarann Díönu Hemmings frá Jamafka. Hvað skýrir þennan góða árangur að undanförnu - hver er lykillinn? „Miklar æfingar í vetur og síðustu ár hafa skilað sér. Á síðasta ári var ég um tíma raunar nær far- lama vegna meiðsla, allt síðasta sumar var ég að jafna mig eftir tognun á læri og hásinabólgur. En ég fór að ná mér á strik þegar innanhúss- æfingar hófust sl. haust. Síðan hef ég æft mjög mikið en ekki tekið þátt í mörgum mótum." - Hvað er gert fyrir íþróttafólk þegar svona meiðsli koma upp? „Iþrótta- og Ólympíusamband- ið er með afreksmannasjóð sem hefur lsekni á sínum snærum sem greinir meinið og síðan tekur við meðferð hjá sjúkraþjálfara. Svo byggði þjálfarinn minn, sem þá var Norbert Elliott, upp æfinga- prógramm sem ég fór eftir fram áhaust. Þá tók við þjálfun minni Paul Doyle, þeir eru báðir banda- rískir. Eg æfí í Bandaríkjunum, bý í Athens í Georgíu. Elliott var háskólaþjálfarinn minn en Doyle er þjálfari æfingahóps sprett- hlaupara frá fimmtán þjóðum sem éghefunniðmeð." -Voru þetta sterk mót í London ogMalmó? „Já, þau voru tiltölulega sterk en samt voru þar ekki mjög marg- ar konur af topp-tíu listanum í frjálsíþróttagreininni. Mínir sterktustu keppinautur á þessum mótum voru Sandra Glover frá Bandaríkjunum, sem á besta tím- ann í minni grein í ár og svo auð- vitað ólympíumeistarinn Díana Hemmings. Ég hef oft og mörg- um sinnum keppt við þessar stúlkur en þekki þær ekki í gegn- um þjálfun." -Þúertá leið á Ólympíuleikana um miðjan september nk. Er ekki kominn í þig „glímuskálfti"? „Jú, ég hlakka verulega til að takast á við þetta verkefni. Ég ætla að hugsa um að hlaupa mitt hlaup og hinar hugsa um sig, svo sjáum við til hvernig fer." - Sumar tala um að þú hafír verið að „toppa" á röngum tíma, hvað segir þú um þaðl „Ég bætti mig líka svona mikið á svipuðum tíma fyrir Ólympiu- leikana 1996 þannig að ef ég gat þá þá get ég lfka haldið áfram að bæta mig núna." - Hefur þjálfuninni verið breytt meðnýjum þjálfara? „Já, það er aðeins áherslu- breyting, meira lagt upp úr al- mennri styrktarþjálfun, lögð áhersla á að styrkja alla litlu vöðva lfkamans í stað- inn fyrir stóru vöðvana mest." -Hvað með matar- æði, hefur þaðbreyst? „Nei, ekki mataræð- iðsjálft,enéghefalltaf fylgt þeirri stefnu að borða alhliða matartegundir, ekki sneiða hjá fitu og sykri t.d., allt er gott í hófi, það er mín stefna. Miðað við krakkana sem ég hef verið með í æfingahópum þá kem ég ekki verr út í fítumælingum. Það eru marg- ir sem halda að íþróttafólk, sem er Guðrún Arnardóttir ? Guðrún Arnardóttir fæddist í Reykjavík 24. september 1971. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Kópavogi 1991 og BS-gráðu í íþróttafræð- um frá Georgíu-háskóla í Banda- ríkjunum. Hún hefur tekið mik- inn þátt í frjálsiþróttum, byrjaði æfingar 1985, er margfaldur fs- Iandsmeistari og hefur einnig náð miklum árangri á erlendri grundu. Hún starfar sem at- vinnumanneskja í fþróttum og hefur gert það frá árinu 1996, eftir Ólympíuleikana þá. í fullu starfi sem slfkt, þurfi að lifa meinlætalífi í sambandi við mat- aræði, en það er að mínu mati ekki rétt. Það þarf bara að finna hinn gullna meðalveg." - Þú ert búsett í Bandaríkjun- um, hvernig líkar þér þaff! „Með hverju árinu líkar mér betur að búa þar. Þetta er mjög ólíkt umhverfi frá íslandi, bæði hvað veðurfar snertir en líka menningarheimurinn. Ég hef að- lagast og eignast vini en alltaf þegar maður er að burtu að heim- an þá saknar maður eðlilega fjöl- skyldu sinnar. Ég á foreldra í Kópavogi og þrjú eldri systkini. Eg er öll sumur meira og minna heima, milli þess sem ég fer á mót í Evrópu, en er í Bandaríkjunum á yetruna. Égleigiíbúð með íslend- ingi, Sigurbirni Arngrímssyni, sem er í doktorsnámi í íþróttum." - Hver eru þín helstu áhugamál fyrir utan íþróttirnar? ^ „Það hefur ekki gefist mikill tími til annarra áhugamála." - Þú hefur haft við orð að þú ætlir að hætta keppni eftir Ól- ympíuleikana núnaíhaust, erþað endanleg ákvörðun eða ætlarðu að halda áfram ef þér gengur mjógveP. t „Þetta er endanleg ákvörðun. Eg ætla að hætta að keppa eftir Ólympíumótið núna í Sydney í Ástralíu, en ég ætla hins vegar ekki að hætta þjálfun. íþróttirnar eru það stór þáttur í lífi mínu að ég get ekki alveg hætt, en það verður eflaust ekki mikil alvara í þeim æfingum." - Hvað ætlar þú að taka þér fyrir hendurl „Ég ætla að fara í skóla í Norður-Georg- íu. Þar ætla ég að stunda undirbúnings- nám fyrir hjúkrun og stefni á að verða hjúkr- unarfræðingur þegar fram líða stundir. Eg hef haft mörg ár til að hugsa um hvað ég vilji eyða lífinu í og þetta er niðurstaðan. Ég var eina önn í meinatækni í Tækni- skólanum. Mitt áhugasvið er á heilbrigðissviðinu, ég vil gjarnan hjálpa fólki." Stefnirað því að verða hjúkrunar- fræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.