Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 8

Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá vinstri: John Sniellie, Mary Chapman, Ian Skiiling, Magnús Tumi Guðmundsson, Virginia C. Gulick og Sveinn Jakobsson, skipulcggjendur ráðstefnunnar. Alþjóðleg ráðstefna um eldgos í jöklum Móbergsmyndanir á Islandi og Mars Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmennt vará ráðstefnunni sem fór fram í Háskóla íslands, stofu 101 í Odda. ALÞJÓÐLEGRI ráðstefnu um eld- gos í jöklum sem fram fer í Háskóla Islands lýkur í dag. Þar er meðal annars rædd sú tilgáta vísindamanna hjá Geimferðastofnun Bandaríkj- anna (NASA) að á Mars sé líklega að finna bæði móbergshryggi og mó- bergsstapa líka þeim sem finnast hér á landi, en slík jarðfræðifyrirbæri eru afar sjaldgæf utan Islands. Ian Skilling kemur frá Bandaríkj- unum og er einn skipuleggjenda ráð- stefnunnar. Hann segir rannsóknir á eldgosum undir jöklum á íslandi nýt- ast fræðimönnum í rannsóknum sín- um á Mars. Með því að skoða aðstæð- ur á íslandi geta vísindamennirnir nýtt sér þær hliðstæður sem finna má á Mars. Hann segir líkindin með móbergsmyndunum hér á landi og á Mars með ólíkindum. Fyrsta ráðstefnan um eldgos í jöklutn Háskóli íslands og Náttúrufræði- stofnun fslands eru gestgjafar ráð- stefnunnar en hún hefur verið skipu- lögð af vísindamönnum frá íslandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Magn- ús Tumi Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur og einn skipuleggjend- anna, segir ráðstefnuna merkilega, einkum fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefna sem þessi er haldin. Aidrei fyrr hefur verið haldin ráðstefna þar sem eingöngu er fjallað um samspil eldfjalla og jökla. Þarna gefst vísindamönnum því kostur á að leiða saman hesta sína, kynnast rannsóknum og að- ferðafræði annarra. Ráðstefnan hef- ur því mikið gildi, segir Magnús Tumi. Á ráðstefnunni hefur verið fjallað um samspil jökla og eldgosa í viðu samhengi og viðfangsefnið rætt út frá ýmsum sjónarhomum. Þar hefur verið fjallað um niðurstöður rann- sókna á eldgosum á íslandi og móbergsfjöll hér á landi, Suður- skautslandinu og Kanada. Einnig er fjallað um rannsóknir á bröttum eldkeilum í Mexíkó, Bandaríkjunum og víðar þar sem jöklar eru í hlíðum. Ástæða þess að ráðstefnan er haldin hér á iandi er sú að ísland er eini staðurinn þar sem gos undir jöklum eru algeng, segir Magnús Tumi. „Gos undir jöklum brenna því á Islendingum", bætir hann við. Þátttakendur á ráðstefnunni koma víða að. Þeir koma meðal annars frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Frakklandi, Japan, Austurríki, Nor- egi og Mexíkó. 50 erlendir fræði- menn komu til landsins til að fylgjast með ráðstefnunni og um 25 Islend- ingar taka þátt í henni. Settu hlýjan svip á heimilið eða í sumarbústaðinn. Úrvalið er hjá okkur Guðrún Arnardóttir í góðu formi Síðasta ólympíuferðin Guðrún Arnardóttir ARANGUR Guðrún- ar Arnardóttur í frjálsum íþróttum hefur verið afar athyglis- verður að undanfórnu, hún setti íslandsmet í 400 metra grindahlaupi á stór- móti í London 5. ágúst sl. og á því móti og því næsta á eftir, sem var í Malmö í Svíþjóð, sigraði hún ól- ympíumeistarann Díönu Hemmings frá Jamaíka. Hvað skýrir þennan góða árangur að undanfórnu - hver er lykillinn? „Miklar æfingar í vetur og síðustu ár hafa skilað sér. Á síðasta ári var ég um tíma raunar nær far- lama vegna meiðsla, allt síðasta sumar var ég að jafna mig eftir tognun á læri og hásinabólgur. En ég fór að ná mér á strik þegar innanhúss- æfingar hófust sl. haust. Síðan hef ég æft mjög mikið en ekki tekið þátt í mörgum mótum.“ - Hvað er gert fyrir íþróttafólk þegar svona meiðsli koma upp? „Iþrótta- og Ólympíusamband- ið er með afreksmannasjóð sem hefur lækni á sínum snærum sem greinir meinið og síðan tekur við meðferð hjá sjúkraþjálfara. Svo byggði þjálfarinn minn, sem þá var Norbert Elliott, upp æfinga- prógramm sem ég fór eftir fram áhaust. Þá tók við þjálfun minni Paul Doyle, þeir eru báðir banda- rískir. Eg æfi í Bandaríkjunum, bý í Athens í Georgíu. Elliott var háskólaþjálfarinn minn en Doyle er þjálfari æfingahóps sprett- hlaupara frá fimmtán þjóðum sem ég hef unnið með.“ - Voru þetta sterk mót í London ogMalmö? „Já, þau voru tiltölulega sterk en samt voru þar ekki mjög marg- ar konur af topp-tíu listanum í frjálsíþróttagreininni. Mínir sterktustu keppinautur á þessum mótum voru Sandra Glover frá Bandaríkjunum, sem á besta tím- ann í minni grein í ár og svo auð- vitað ólympíumeistarinn Díana Hemmings. Ég hef oft og mörg- um sinnum keppt við þessar stúlkur en þekki þær ekki í gegn- um þjálfun." - Þú ert á leið á Ólympíuleikana um miðjan septembernk. Erekki kominn í þig „glím uskálfti"? „Jú, ég hlakka verulega til að takast á við þetta verkefni. Ég ætla að hugsa um að hlaupa mitt hlaup og hinar hugsa um sig, svo sjáum við til hvernig fer.“ - Sumar tala um að þú hafír verið að „toppa" á röngum tíma, hvað segirþú um þaSl „Ég bætti mig líka svona mikið á svipuðum tíma fyrir Ólympíu- leikana 1996 þannig að ef ég gat þá þá get ég líka haldið áfram að bæta mig núna.“ - Hefur þjálfuninni verið breytt með nýjum þjálfara? „Já, það er aðeins áherslu- breyting, meira lagt upp úr al- mennri styrktarþjálfun, lögð áhersla á að styrkja alla litlu vöðva líkamans í stað- inn fyrir stóru vöðvana mest.“ -Hvað með matar- æði, hefurþað breyst? „Nei, ekki mataræð- ið sjálft, en ég hef alltaf fylgt þeirri stefnu að borða alhliða matartegundir, ekki sneiða hjá fitu og sykri t.d., allt er gott í hófi, það er mín stefna. Miðað við krakkana sem ég hef verið með í æfingahópum þá kem ég ekki verr út í fítumælingum. Það eru marg- ir sem halda að íþróttafólk, sem er ► Guðrún Arnardóttir fæddist í Reykjavík 24. september 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1991 og BS-gráðu í íþróttafræð- um frá Georgíu-háskóla í Banda- ríkjunum. Hún hefur tekið mik- inn þátt í fijálsíþróttum, byrjaði æfingar 1985, er margfaldur ís- landsmeistari og hefur einnig náð miklum árangri á erlendri grundu. Hún starfar sem at- vinnumanneskja í íþróttum og hefur gert það frá árinu 1996, eftir Ólympíuleikana þá. í fullu starfi sem slíkt, þurfi að lifa meinlætalífi í sambandi við mat- aræði, en það er að mínu mati ekki rétt. Það þarf bara að finna hinn gullna meðalveg." - Þú ert búsett í Bandaríkjun- um, hvernig líkar þér þaS! „Með hveiju árinu líkar mér betur að búa þar. Þetta er mjög ólíkt umhverfi frá Islandi, bæði hvað veðurfar snertir en líka menningarheimurinn. Ég hef að- lagast og eignast vini en alltaf þegar maður er að burtu að heim- an þá saknar maður eðlilega fjöl- skyldu sinnar. Ég á foreldra í Kópavogi og þrjú eldri systkini. Ég er öll sumur meira og minna heima, milli þess sem ég fer á mót í Evrópu, en er í Bandaríkjunum á vetruna. Ég leigi íbúð með íslend- ingi, Sigurbirni Arngrímssyni, sem er í doktorsnámi í íþróttum.“ - Hver eru þín helstu áhugamál fyrir utan íþróttimar? „Það hefur ekki gefist mikill tími til annarra áhugamála.“ - Þú hefur haft við orð að þú ætlir að hætta keppni eftir 01- ympíuleikana núna íhaust, er það endanleg ákvörðun eða ætlarðu að halda áfram ef þér gengur mjögvefí „Þetta er endanleg ákvörðun. Ég ætla að hætta að keppa eftir Ólympíumótið núna í Sydney í Ástralíu, en ég ætla hins vegar ekki að hætta þjálfun. íþróttirnar eru það stór þáttur í lífi mínu að ég get ekki alveg hætt, en það verður eflaust ekki mikil alvara í þeim æfingum." - Hvað ætlar þú að taka þér fyrir hendur? „Ég ætla að fara í skóla í Norður-Georg- íu. Þar ætla ég að stunda undirbúnings- nám fyrir hjúkrun og stefni á að verða hjúkr- unarfræðingur þegar fram líða stundir. Ég hef haft mörg ár til að hugsa um hvað ég vilji eyða lífinu í og þetta er niðurstaðan. Ég var eina önn í meinatækni í Tækni- skólanum. Mitt áhugasvið er á heilbrigðissviðinu, ég vil gjarnan hjálpa fólki.“ Stefnir að því að verða hjúkrunar- fræðingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.