Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 10

Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Um 1.100 atvinnuleyfí fyrir útlendinga hafa verið gefín út á árinu Andlát GUÐNIÞ. Byggingarframkvæindir í Mosfellsbæ. hefði þurft eftir erlendu vinnuafli í fyrrasumar og aftur nú. Ástæðan væri bæði almennur skortur á smið- um og nú væri meira um það en áður að menn tækju fullt sumarfrí meðan verk stæðu sem hæst. Reyna að ráða íslendinga Talsmaður Byggingarfélags Gunnars og Gylfa tjáði Morgunblað- inu að ekki hefði gengið nógu vel að fá smiði að undanfömu. Starfsmenn eru nú um 100 manns og ný verkefni krefjast fleiri smiða. Hann sagði nokkuð um að smiðir hópuðu sig saman til að taka að sér verkefni en fyrirtækið vildi fremur ráða ein- staklinga í vinnu enda byði það sam- bærileg kjör með uppmælingu. Reyna á í lengstu lög að ráða íslend- inga til vinnu þar sem talsvert um- stang væri við að fá erlent vinnuafl. Helga Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri ráðningarstofunnar Liðsauka, segir ástandið nú svipað því sem oft gerist á haustin, m.a. þegar skólafólk hverfur af vinnumarkaði. Helst vanti fólk í ýmis láglaunastörf, t.d. af- greiðslu. Þá sé og skortur á sér- menntuðu fólki tO starfa í tækni- og hugbúnaðargeiranum sem stafi af fjölgun atvinnutækifæra þar. Þetta eigi einnig að nokkru við um fjár- málaheiminn. Helga segir ekki mildð spurt um iðnaðarmenn hjá sér, helst þegar menn leiti eftir fagmönnum til sölustarfa og segir hún lítið framboð af þeim um þessar mundir. Þeir haldi sig frekar við verkefni í fagi sínu þegar uppgrip séu þar. Nokkuð er spurt um rafvirkja og rafeinda- virkja, menn sem geta komið við Morgunblaðið/Golli sögu í tækni- og tölvutengdum störf- um. Ragnheiður Dagsdóttir hjá Gallup segir skort á fólki til starfa mjög al- mennan, síðustu tvö árin hafi verið spenna í tækni- og hugbúnaðargeir- anum en nú vanti starfsfólk á mjög mörgum sviðum atvinnulífsins. Hún segir mikla hreyfingu á fólki í lág- launastörfum, stundum staldri fólk ekki nema nokkra daga í starfi og stundum aðeins nokkra mánuði. Aðspurð sagði Ragnheiður undir- mönnun valda fyrirtækjum erfiðleik- um og það kostaði bæði fé og fyrir- höfn að þjálfa sífellt nýtt fólk í störfin. Hún kvað ekki reynslu komna á þá leið sem einn stór- markaðurinn hefur auglýst, að bjóða starfsmönnum kaupauka vilji þeir ráða sig til tveggja ára. Segir hún þá leið þekkta í öðru formi hjá starfs- fólki með sérmenntun, að þeim sé t.d. boðinn bónus í formi hlutabréfa fyrir að festa sig í ákveðinn tíma. Störfum íjölgar í tölvuheiminum Þórir Þorvarðarson, hjá ráðninga- stofunni PricewaterhouseCoopers, segir að alltaf sé meiri þörf fyrir fólk á haustin og að enn vanti talsvert af fólki í tækni- og tölvustörf og í fjár- málageirann. Þar hafi störfum fjölg- að mjög, m.a. vegna nýrra verkefna í hugbúnaðar- og vefsíðugerð, útflutn- ingi á slíkri þekkingu og hvers kyns störfum er tengjast Netinu. Einnig segir hann verkfræðinga hneigjast til að fara í störf sem tengjast rekstri og fjármálum, jafnvel byggingaverk- fræðinga og vélaverkfræðinga. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nordjamb 2000 lauk á Úlfljótsvatni á sunnudag en formleg mótsslit vour í Stekkjargjá á Þingvöllum. Ólafur Ás- geirsson, skátahöfðingi, ávarpaði mótsgesti í Stekkjargjá Skátamótinu Nordjamb 2000 slitið á Þingvöllum Alþjóðlega skátamótinu Nortljamb 2000, sem skátahreyfingar á Norð- urlöndunum stóðu að, var slitið á Þingvöllum á sunnudag. Þátttak- endur voru um 450 talsins á al- drinum 15-30 ára frá öllum heims- hornum. Skátarnir fóru í ýmsar svaðilfarir og gátu m.a. valið að ganga á Hvannadalshnjúk, kafa við Kjalames, stökkva úr fallhlíf og róa á kajökum. Þetta var í fyrsta skipti sem mót af þessu tagi er haldið hér. Áður hafa verið haldin samnorræn skátamót en með nokkuð öðru sniði. GUÐMUNDSSON GUÐNI Þ. Guðmunds- son, organisti í Bústaða- kirkju, varð bráðkvadd- ur á heimili sínu aðfaranótt sunnudags- ins 13. ágúst. Guðni fæddist 6. októ- ber árið 1948 í Vest- mannaeyjum. Hann tók gagnfræðapróf úr Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja. Að því loknu fór hann í Tónlist- arskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með tónmenntakenn- arapróf. Eftir það fór hann til Danmerkur þar sem hann stundaði nám við Det kongelige danske musikkonservatorium. Guðni dvaldi í Danmörku í sjö ár en á þeim árum tók hann minna organistapróf, diplom próf og meira organistapróf. Samhliða náminu í tónlistarháskólanu stund- aði hann nám í trompetleik og instrumentation. Guðni var organ- isti við fangelsin í Kaupmannahöfn í fimm ár. Þegar Guðni kom heim tók hann við stöðu organista í Lang- holtskirkju. Guðni hóf störf í Bústaða- kirkju árið 1976. Auk starfa sem organisti tók Guðni þátt í fjölmörgum námskeiðum í gospelsöng og stjórnun kóra s.s. bjöllu-, barna- og kirkjukóra. Hann kenndi einnig stundakennslu í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. Guðni lætur eftir sig eiginkonu, Elínu Héiðberg Lýðsdóttur að- stoðarskólastjóra og tvo syni, Ólaf Magnús og Halldór Örn. Lítið sé þó fyrir iðnaðarmenn að gera víða á landsbyggðinni þar sem lítið sé byggt. Þorbjörn segir næsta útilokað fyr- ir einstaklinga að fá iðnaðarmenn í smáverk, þeir gefi sér ekki tíma í slík verkefni meðan nóg sé að hafa fyrir stóra verktaka. Þá segir Þorbjörn þá þróun hafa verið hér eins og víða er- lendis að stórverkin séu drifin í gegn á tiltölulega stuttum tíma. Byggingartími stórverkefna eins og í Smáranum og margra virkjana væri varla nema hálft annað til tvö ár. Sagði hann slík verkefni verka eins og sprengju á vinnumarkaði því þau soguðu tO sín mikið vinnuafl. Fyrir fáum árum hefðu svona verkefni kannski tekið fjögur ár. Um það bil 2.500 iðnaðarmenn, einkum trésmið- ir og málarar, eru innan Samiðnar. Hjá ístaki fengust þær upplýsing- ar að af um 500 manna starfsliði væru 30-40 útlendingar við störf í Smáranum og Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, Pólverjar, Svíar og von væri á nokkrum Dönum á næstunni. Leita Mestur skort- ur á tækni- og iðnaðar- mönnum Mörg stórverkefni verktaka á suðvestur- horni landsins sem vinna þarf á stuttum tíma hafa tekið til sín fjölda iðnaðarmanna. Á meðan sinna þeir síður verkefnum fyrir einstaklinga. FÓLK vantar víða til starfa og segja talsmenn ráðningarstofa að skortur á vinnuafli sé nokkuð almennur. Skortur er á fólki til ýmissa af- greiðslustarfa, tæknimönnum í hug- búnaðarvinnu og iðnaðarmenn vant- ar, einkum smiði. Þetta ástand á þó ekki við nema í þéttbýli. Verktakar hafa leitað eftir erlendu vinnuafli og sömuleiðis sláturhús. Um 1.100 at- vinnuleyfi hafa verið gefin út á árinu sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Hjá Vinnumálastofnun fengust þær upplýsingar að Pólverjar væru fjölmennastir útlendinga í útgefnum atvinnuleyfum. Leyfin eru gefin út til árs og eru háð samþykki viðkom- andi stéttarfélags og dvalarleyfi út- lendingaeftirlits. Þá koma nokkuð stórir hópar frá Tælandi, Filippseyj- um og Júgóslavíu. Aðeins þarf að Jeita eftir atvinnuleyfi fólks frá öðr- um löndum en þeim sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu. Sláturfélag Vesturlands grípur til þess ráðs í haust að fá erlent vinnuafl í sláturtíðina eins og gert var í fyrra. Marteinn Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri, segir að milli 20 og 25 manns verði ráðnir frá Bretlandi og Norðurlöndum, einkum Svíþjóð. Hann hefur fengið inni fyrir hópinn á Mótel Venusi, sunnan Borgarfjarð- arbrúar, frá miðjum september og út október og tekur hópurinn stóran hluta gistirýmisins þennan tíma. Marteinn sagðist hafa verið með 10- 12 útlendinga í vinnu í fyrra og útlit væri íyrir að tvöfalda þyrfti þá tölu nú. Alls þarf hann um 70 manns í störfin við slátrunina. Mikil spenna væri á vinnumarkaði á Vesturlandi og þvi hefði hann gripið til þess ráðs að láta auglýsa fyrir sig erlendis. Kvaðst hann vita til þess að fleiri sláturhús væru í sömu stöðu. Iðnaðarmenn fást ekki í smáverk Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, sambands iðnfélaga, segir að talsvert sé um er- lent vinnuafl í íslenskum byggingar- iðnaði um þessar mundir. Einna mest sé um Pólverja sem þurfi að sækja um atvinnuleyfi en nokkuð sé einnig um sænska trésmiði. Hann segir útlit íyrir næga vinnu iðnaðar- manna næsta vetur, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.