Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 11 FRETTIR Engin beiðni til Islands HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir enga beiðni hafa kom- ið frá bandarískum yfirvöldum, hvorki formlega né óformlega, um að herstöðin í Keflavfk eða ratsjárstöðv- ar á íslandi tengist eða gegni hlut- verki í fyrirhuguðu gagnflaugavarn- arkerfi Bandarfkjanna. Hann segist ennfremur ekki vita til þess að rat- sjárstöðvum hér á landi sé ætlað hlut- verk í þeim áætlunum sem eru fyrir hendi af hálfu bandarískra yfirvalda. í fréttatilkynningu frá Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði kem- ur fram að Steingrímur J. Sigfússon, formaður hreyfingarinnar og fulltrúi í utanrfkismálanefnd, hafi óskað eftir fundi i nefndinni. Þá kemur fram að þess sé óskað að utanríkisráðherra veiti nefndinni upplýsingar um tvö málefni sérstaklega. Annars vegar er um að ræða ofangreint málefni og hins vegar hver sé staðan í viðræð- um, eða væntanlegum viðræðum, milli íslenskra og bandarískra stjórn- valda um umsvif í herstöðinni á Mið- nesheiði eftir að núgildandi sam- komulag rennur út. Utanrflrisráðherra segir að hvorki íslensk stjórnvöld né bandarísk hafi óskað eftir viðræðum um málið en þó sé hafinn undirbúningur á málinu í ráðuneytinu. Hann segir stefnu ráðu- neytisins vera þá að mál verði með svipuðum hætti og þau hafa verið. Samkomulagið rennur út í apríl 2001. Morgunblaðið/Dagný Indriða Séra Lára G. Oddsdóttir prédikar með aðstoð meðhjálparans, Hákons Aðalsteinssonar, sem heldur á gjallar- horni. Krossinn er verk Sigrúnar Benediktsdóttur. Norður-Héraði. Morgunblaðið. SÉRA Lára G. Oddsddttir, sóknar- prestur á Valþjófsstað, messaði við Snæfell síðasta sunnudag. Messan var haldin í Snæfellsnesi skammt innan við Hafursárufs. Séra Lára segir að sig hafi lang- að til að hafa eina guðsþjónustu úti og lá beint við að hafa hana í Val- þjófsstaðarprestakalli enda land Valþjðfsstaðar víðfeðmt og nær yf- ir allt Snæfellssvæðið inn að Jökli milli Jökulsár í Fljótsdal og Jökuls- ár á Brú. Útiguðs- þjónustavið Snæfell Markmiðið með að hafa messuna þarna var að hitta fólk sem er á ferðinni ásamt heimamönnum og „ræða guðs góðu sköpun við það". Messugestir komu víða að á land- inu en flestir voru þd af Austur- landi og úr Valþjófsstaðarsókn, alls um 60 manns. Veður var hlýtt, þurrt og bjart þótt ekki hafi verið full fjallasýn, nokkuð hvasst var en það kom ekki að sök. Messukaffið var með nokkuð sérstæðu sniði, en nokkrir létu sig hafa það að að setj- ast út í' vindinum og drekka þar kaffið. „Það var alls ekki kalt að sirja úti. Þetta var gaman og ég er þakklát fyrir það hvað margir konui," sagði séra Lára. Ibúar við Laufásveg 19 geta ekki geymt sorptunnur á baklóð í eigu sendiráðs Kaupin hafa ekki öðlastgildi Mikill erill vegna ölvunar í Hafnarfirði MIKILL erill var hjá lög- reglunni í Hafnarfirði á laug- ardagskvöld og aðfaranótt sunnudags vegna ölvunar í heimahúsum og í bænum Kalla þurfti til aðstoð frá lög- reglunni í Reykjavfk. Komu sex lógreglumenn á tveimur bílum. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var þetta aðallega hávaði og slagsmál í fbúðar- hverfum og þurfti að leysa upp hópa til að stilla til frið- ar. Þá var brotist inn í sölu- turn klukkan sjö í gærmorg- un en málið er í rannsókn. Ekið á tvo á Selfossi EKIÐ var á tvo gangandi vegfarendur á Selfossi um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags. Þeir voru báðir fluttir með sjúkrabíl á Heilsu- gæslustöðina á Selfossi. Eftir aðhlynningu lækna fengu þeir síðan að fara heim og var um minniháttar meiðsl að ræða. LÖGMAÐUR Húseigendafélagsins, sem beitir sér í máli íbúðareigenda að Laufásvegi 19 í Reykjavfk, sem ekki hafa stað fyrir sorptunnur eftir að baklóð hússins var seld bandaríska sendiráðinu, hyggst senda erindi til dómsmálaráðuneytis þar sem bent er á að kaup bandaríska sendiráðsins á baklóðinni hafi ekki verið samþykkt af ráðuneytinu líkt og lög kveði á um. í erindinu er ráðuneytið enn fremur hvatt til að veita ekki samþykki sitt þar sem kaupin brjóti í bága við fjöl- eignarhúsalög sem voru í gildi þegar afsal fyrir kaupunum var gefið út í júní 1995 auk þess sem kaupin brjóti meðal annars gegn heilbrigðislögum. Níu íbúðir eru í húsinu að Laufás- vegi 19. Bakstigagangur í húsinu liggur út í bakgarðinn en lóðarrétt- indi þau sem fylgja húsinu ná ekki til baklóðarinnar. Af þessum sökum geta íbúar í húsinu ekki geymt rusla- tunnur á baklóðinni. Sendiráðið, sem er tíl húsa að Laufásvegi 21-23, keypti baklóðina ásamt bílskúrum sem þar voru. Af öryggisástæðum vilja starfsmenn sendiráðsins ekki leyfa íbúum að Laufásvegi 19 að hafa afnot af baklóðinni. Sigurður Ingi Guðjónsson, lögmað- ur Húseigendafélagsins, segir málið nokkuð sérkennilegt þar sem að ef íbúarnir opni dyrnar út í bakgarðinn og stingi tánum út um þærséu þeir þar með komnir inn á bandarískt yfir- ráðasvæði. Sigurður Ingi segir að ný fjöleign- arhúsalög hafi gengið í gildi 1. janúar 1995 og því hafi kaupin ekki verið lög- mæt því að afsal fyrir þeim hafi verið gefið út í júní á sama ári. „Við teljum að þessi sala á baklóðinni og bílskúr- um hafi brotið í bága við fjöleignar- húsalögin," segir Sigurður Ingi. Hann segir enn fremur að afsal vegna kaupa á baklóðinni og bfiskúr- um hafi ekki verið samþykkt af dóms- málaráðuneytinu lfkt og lög um eignarétt og afnotarétt fasteigna kveði á um þar sem um sé að ræða kaup erlendra aðila á íslenskum eign- um. Samkvæmt lögunum hafi kaupin því ekki öðlast gildi, segir Sigurður Ingi en hann undirbýr nú erindi til dómsmálaráðuneytis þar sem hann bendir á þetta og að auki að ekM sé heimilt eftir á að samþykkja kaupin vegna þess að þetta sé gerningur sem standist hvorki fjöleignarhúsalóg né önnur lög. Hann segir það ekki stand- ast byggingarlög, skipulagslög og heilbrigðislög að húsið sé svipt lóð- arafnotum lfkt og þarna sé um að ræða. Grundvallarskilyrði búsetu að hægt sé að losna við sorp Það sé grundvallarskilyrði fyrir búsetu, og að húsnæði sé íbúðarhæft, að hægt sé að losna við sorp. Sigurður Ingi segir íbúa hússins þurfa oft að safna sorpi í heila viku og sitja svo fyrir sorpbfium til að losa sig við rusl- ið. Þá hafi þeir einnig brugðið á það ráð að losa sorp í ruslatunnur ná- grannanna svo lítið beri á eða að leita á náðir vina og ættingja. Sigurður Ingi segir að íbúarnir hafi leitað til utanrfkisráðuneytisins, borgarstjóra og sendiherra Banda- rfkjanna (þ.e. forvera núverandi sendiherra) en án árangurs. Heil- brigðisyfirvöldum hefur einnig borist beiðni um að málið sé athugað. Ónæði vegna sprengjuleitar á næturnar íbúum hefur jafnframt stafað ónæði af því að starfsmenn sendiráðs- ins fari um Laufásveginn jafnt að nóttu sem degi með „skröltandi trill- ur með speglum til þess að leita að sprengjum undir bílunum," segir Sig- urður Ingi enn fremur. Þá bendir hann á að þeim bfiskúr- um sem sendiráðið keypti og voru á bakióðinni hafi verið breytt en sam- kvæmt gildandi reglugerðum sé breyting á hagnýtingu húsnæðis háð samþykki bygginganefndar og að því er hann best viti hggi slíkt samkomu- lag ekki fyrir. Húsnæðið var upphaflega í eigu eins aðila sem seldi síðan íbúðirnar í húsinu og undanskildi baklóðina í þeim kaupsamningum. Erftngjar þessa manns seldu síðan sendiráðinu lóðina. Sigurður Ingi segir að aldrei hafi verið gerður samningur við sendiráðið um afnotarétt íbúanna af baklóðinni. Hann segist vonast tíl þess að málinu lyktí með því að sam- komulag náist við sendiráðið um af- notafbaklóðinni. Lóðarréttindi undanskilin í kaupsamningi 1959 Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri borgarverkfræðings, segir að salan á baklóð Laufásvegar 19 ásamt bílskúr- um, sem nú hafi verið breytt í skrif- stofuhúsnæði, hafi farið fram í árslok 1994 en þá voru ný fjöleignarhúsalög ekki gengin í gildi en þau kveða á um að skylt sé að gera ráð fyrir stað fyrir sorptunnur á lóð við fbúðarhúsnæði. Ágúst segir að í kaupsamningi um íbúð í húsinu 1959 þar sem tekið sé fram að lóðarréttindi sem tengist íbúðinni séu bara lóðin undir húsinu en baklóð og bílskúrar fylgi ekki með og því hafi baklóðin verið strax þá skilin frá húsinu. Ágúst segir málið ekki vera á könnu borgaryfirvalda heldur sé það á milli húseigenda og bandaríska sendiráðsins. Hafi kaupsamningur- inn ekki verið sem skyldi hafi það ver- ið í verkahring sýslumanns að sjá til þess að honum yrði ekki þinglýst en ekki borgaryfirvalda, segir Ágúst enn fremur. Hann segir byggingu hússins vera samþykkta um 1930 og þá hafi ekki gilt nein lög um að gert sé ráð fyrir sorptunnum á teikningum enda hafi svo ekM verið á þeim teikningum sem hann hafi séð af húsinu sem séu frá 1933. Morgunblaðið/Golli Maðurinn sem féll í hellinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysamóttöku. Ferðamaður féll niður í helli BANDARISKUR ferðamaður á fimmtugsaldri slasaðist er hann féll fjóra til fimm metra niður í helli í Heiðmörk um klukkan 15 í dag. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði slasaðist hann nokkuð og var fluttur með sjúkrabifreið á slysamóttöku. Maðurinn var í hópi ferðamanna, á vegum Ferðaskrif- stofu Guðmundar Tyrfingssonar, sem hjólað höfðu í Heiðmörk. Hann var á gangi ofan á Maríuhell- um þegar hann hrasaði og datt of- an í hellismunna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.