Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Islandsmót í siglingum á optimistbátum Morgunblaðið/Birkir Björnsson Þátttakendur á Islandsmótinu í siglingum á optimistbátum við verðlaunaafhendingu sem fram fór í Kjarna- skógi um helgina að mótinu loknu. Bikarar og verðlaunapeningar voru veittir keppendum á mótinu. Kappar úr Ymi sigur- sælir ÍSLANDSMÓT í siglingum á optim- ist-bátum var haldið á Akureyri um helgina, en Siglingaklúbburinn Nökkvi hélt mótið að þessu sinni. Keppendur voru ríflega tuttugu tals- ins og komu þeir frá Akureyri, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík. Vindurinn blés á þátttak- endur úr hinum ýmsu áttum þannig að þeir fengu að reyna sig við marg- víslegar aðstæður. Kepptítveimur flokkum Úrslit urðu þau að í A-flokki varð Elvar Steinn Þorvaldsson, Ými, Kópavogi, í fyrsta sæti, Pétur Orri Tryggvason í öðru og Valgeir Torfa- son í þriðja en báðir eru í Siglinga- klúbbnum Nökkva, Akureyri. í B-flokki varð Teitur Gunnars- son, Ými, i fyrsta sæti, Aron Böð- varsson, Nökkva, í öðru sæti og Björgvin Ingi Jónsson, Þyt, Hafnar- firði, varð í þriðja sæti. Horfur á góðri kartöfluuppskeru ÞRÁTT fyrir mikla þurrka í sumar stefnir í góða kartöfluuppskeru hjá kartöflubændum á Norðurlandi eystra. Kartöflugrösin hafa sprottið fyrr en á síðasta ári og eru bændur ánægðir með þær kartöflur sem þeir hafa þegar tekið upp. Morgunblaðið heyrði hljóðið í tveimur kartöflu- bændum á svæðinu. Eiríkur Sigfússon er bóndi á Síla- stöðum, rétt utan Akureyrar. Hann segir að horfur séu á góðri uppskeru. „Þetta er allt annað en í fyrra, þá spruttu grösin svo seint. Reyndar voru miklir þurrkar að gera mörgum erfitt framan af sumri, en við slepp- um áætlega því hér er svo jarð- djúpt," sagði Eiríkur. A Sflastöðum var byrjað að taka upp kartöflur fyrir sumarmarkað fyrir rúmri viku og segir Eirfkur þær kartöflur líta mjög vel út. ,Að mínum dómi eru þessar kartöflur mjög góðar, þær eru stórar og þurr- efnisríkar." Eiríkur sagðist búast við að byrja að taka upp af krafti um næstu mánaðamót. „Ég er mjög bjartsýnn á góða uppskeru. Sumarið er búið að vera alveg einstakt og ég man bara varla eftir svona góðu sumri áður," sagði hann. Bergvin Jóhannson er kartöflu- bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi. Þar byrjuðu menn að taka upp kartöflur á sumarmarkað 27. júlí síðastliðinn. „Hér á svæðinu er útlit fyrir góða uppskeru og ég tel að hún verði betri en í fyrra. Þurrkurinn hamlaði sprettu framan af en í rign- ingum síðustu daga hafa grösin þotið upp," sagði Bergvin. Hann telur að kartöflurnar verði heldur betri en á síðasta ári, en það komi betur í ljós þegar uppskerutím- inn hefst fyrir alvöru í byrjun sept- ember. BÚDARVOGIR • Verðútreikningur kr/kg • 30 verðminni kr/kg • Stór upplýsingaskjár Kynningarverð frá kr. 29.700 án vsk. • - vogir cru okkar fag ¦¦ Síoumúla 13, sími 588 2122 Morgunblaðið/Rúnar Þór Gestur á handverkssýningunni á Hrafnagili fylgist áhugasamur með listamanni að störfum. Góð aðsókn að hand- verkshátíð AÐSÓKN að handverkshátíðinni að Hrafnagili var gdð að sögn for- ráðamanna og talið er að allt að átta þúsund manns hafið komið á hátíðina þá fjóra daga sem hún stóð yfir. Þær upplýsingar fengust að fiestir hefðu komið á laugardegin- um en annars hefði aðsóknin verið jöfn og þétt. Vegna góðs veðurs dreifði fólkið sér um útisvæði sýn- ingarinnar og lét fara vel um sig. Morgunblaðið/BFH Hollendingarnir hjólandi Mývatn. Morgunblaðið. ÞETTA hjólandi par var á Ieið austan af landi og í Mývatnssveit. Þau komu til íslands frá Hollandi til að hjóla tvi'menning um landið næstu vikurnar. Varla vita þau það en trúlega hafa þau nú þegar lagt að baki erfiðasta hluta fslandshringsins, eða sjálf Möðrudals- öræfin. Fagurtón- leikar falla niður ÁÐUR auglýstir fagurtónleik- ar Rósu Kristínar Baldursdótt- ur söngkonu og Helgu Bryndís- ar Magnúsdóttur píanóleikara sem fyrirhugaðir voru í Deigl- unni þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20 á vegum Listasumars á Ak- ureyri falla því miður niður af óviðráðanlegum orsökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.