Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 16

Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 16
16 ÞRIÐ JUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ f LANDIÐ Sendi- herra Breta á Höfn Höfn - Sendiherra Breta á Islandi, James McCullock, sem brátt lætur af störfum, er nú á hringferð um ísland ásamt konu sinni Margaret, til að kveðja land og þjóð. Sendi- herrahjónin komu til Hornafjarðar íyrir skömmu og skoðuðu þar Jök- lasýninguna sem sett hefur verið upp í Sindrabæ. Á myndinn eru frá vinstri: Frú Margaret McCullock, James McCullock sendiherra, Guðrún Ingimundardóttir starfsmaður Jöklasýningar og Inga Jóna Hall- dórsdóttir aðstoðarmaður bæjar- stjóra Hornafjarðar. Að baki þeirra eru jöklatjald og fleiri munir. Morgunblaðið/Sigurður Hannesson Morgunblaðið/Hafþór D orgveiðikeppni Húsavík - Dorgveiðikeppni er einn hluti dagskrár mærudaga og fór hún fram á suðurgarðinum. Þátt- takendur voru margir og veitt voru verðlaun frá Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Fyrstu verðlaun fyrir stærsta fískinn hlaut Ingibjörg Valdimarsdóttir og hlaut hún einnig önnur verð- laun fyrir flesta físka. Þriðju verðlaun fyrir næstflesta físka hlaut Ásþór Sigurgeirsson. Myndin sýnir þau Óla, Birgi og Þóru en þau tóku þátt í dorgveið- inni. Morgunblaðið/B FH Víðirhólskirkja Sami organ- istinn í 55 ár Mývatnssveit - Árleg sumarmessa hjá einum fámennasta söfnuði landsins, Víðirhólssöfnuði fór fram laugardaginn 5. ágúst að viðstöddu fjölmenni, eða eins og kirkjan frekast rúmaði. Sóknarpresturinn sr. Örnólfur J. Ólafsson á Skútu- stöðum predikaði, tók fjölmarga til altaris og skýrði eitt barn. Aðeins eru nú 6 sóknarbörn í Víðirhólssöfnuði, þar á meðal org- anistinn Kristín Axelsdóttir, sem rekur sumargistingu í Gríms- tungu. Kristín hefur verið organ- isti síðan 1945, hún lék við þessa athöfn eins og allar aðrar í 55 ár, á orgelið sem er jafngamalt kirkjunni og er enn hið ágætasta harmóníum. Hlín Torfadóttir org- elleikari á Dalvík lék forspil og eftirspil. Söngur var mikill og góð- ur enda fjölmargt þjálfað söngfólk í kirkjunni. Að athöfn lokinni var öllum viðstöddum boðið í kirkju- kaffi til Margrétar Pálu Ólafsdótt- ur meðhjálpara, sem á þarna sum- arhús á föðurleifð sinni. Kirkja var fyrst byggð á Víðir- hóli 1864 en áriðl880 varð Víðir- hóll prestssetur til 1907 eftir það tilheyrði sóknin Skinnastaða- prestakalli til 1966 er sóknin var lögð til Skútustaðaprestakalls. Verulegar lagfæringar Núverandi kirkja var byggðl926 og var Ingvar Jónsson frá Kópa- skeri yfirsmiður. Á sl. tveim sumr- um hafa verið framkvæmdar veru- legar lagfæringar á henni og sá Aðalsteinn Marinósson frá Sauðár- króki um þær. Ástand byggingar- innar er nú mjög gott. Kirkjan er látlaus en stílhreint steinsteipuhús með fallega bogadregnum glugg' um í stálumgjörðum. Sæti eru fyr- Fujifilm Ijósmyndapappír endist 334% lengur en sá næst besti* ~ FUJI FRAMKÖLLUN Ljósmyndavörur, Skipholti 31 • Úlfarsfell, Hagamel 67 • Barna og fjölskylduljósmyndir, Núpalind 1 • Ljósmyndastofa Grafarvogs • Framköllun Mosfellsbæjar • Framköllunarþjónustan, Borgarnesi U UM LAND ALLT Ljósmyndavörur, Akureyri • Myndsmiðjan, Egilsstöðum • Ljósey, Höfn • Filmverk, Selfossi • Fótó, Vestmannaeyjum • Geirseyrarbúðin, Patreksfirði • Myndastofan, Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.