Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI s Arshlutauppgjör Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. Mikið bókfært tap af skuldabréfaeign HAGNAÐUR Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf., EFA, lækkaði um 65% á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og var 46,6 millj- ónir króna nú en 132,7 milljónir króna í fyrra. Samkvæmt tilkynningu frá fé- laginu skiptist hagnaðurinn í 60 millj- óna króna óinnleystan hagnað vegna hækkunar á markaðsvirði hlutabréfa- eignar og 13,3 milljóna króna innleyst tap. Við samanburð á milli ára er rétt að athuga að félagið stofnaði þrjú dótturfélög á miðju síðasta ári og ger- ir nú upp miðað við samstæðuna, en það var ekki gert á fyrri helmingi síð- astaárs. Umskipti urðu á fjármunaliðum sem voru jákvæðir um 297,5 milljónir króna í fyrra en neikvæðir um 37,6 milljónir króna á fyrri hluta þessa árs. Hrein gjöld af skuldabréfaeign voru 186,6 miUjónir króna nú en í fyrra voru hreinar tekjur af skuldabréfa- eign upp á 87,1 milljón króna. Til fjár- munagjalda telst meðal annars óinn- leyst gengistap vegna lækkunar á markaðsvirði skuldabréfa. Hreinar tekjur af hlutabréfaeign námu 149,1 milljón króna. Rekstrartekjur félagsins námu 58 milljónum króna en rekstrarkostnað- ur 38,6 milljónum króna. Starfsmenn voru að meðaltali sex á tímabilinu og laun og launatengd gjöld 17,6 milljón- ir króna. 800 milljóna króna duldar eignir Á fyrri hluta ársins fjárfesti félagið fyrir 1.591 milljón króna í hlutabréf- um, þar af voru 94% í óskráðum inn- lendum og erlendum félögum. í júní síðastliðnum keypti EFA ásamt hópi fjárfesta nær öll hlutabréf í Kaupási hf., sem rekur Nóatún, 11- 11 og KÁ-verslanir, og er stefnt að því að skrá Kaupás á markað á næsta ári. í tilkynningu frá EFA segir að starfsemi félagsins byggist á því að fjárfesta í óskráðum innlendum og er- lendum félögum og taka síðan virkan þátt í því að auka verðmæti þessara félaga. Að því loknu sé stefnt að því að skrá félögin á hlutabréfamarkað. Þá kemur fram í tilkynningunni að EFA færir óskráð félög á framreiknuðu kostnaðarverði í bækur sínar og er verðmætaaukning félaga í heild ekki færð til bókar. Stjóm félagsins og framkvæmdastjóri þess telja að myndast hafi verulegar duldar eignir umfram bókfært eigið fé í félaginu. í tilkynningu félagsins kemur fram að þessi dulda eign sé nú rúmlega 800 milljónir króna og að hún hafi hækkað nokkuð frá síðustu áramótum. Vamaruppgjör Gylfi Ambjömsson, framkvæmda- stjóri EFA, segir milliuppgjör félags- ins nú vera vamaruppgjör og að hann hafi trú á að afkoma seinni hluta árs- ins verði betri en á fyrri hluta þess. „Miðað við þau markmið sem við setj- um okkur eram við ekkert ánægðir með þessa afkomu," segir Gylfi, „hins vegar emm við tiltölulega stórir þátt- takendur á skuldabréfamarkaði og ef eitthvað einkennir þetta uppgjör öðm fremur er það sú óvissa sem var á þeim markaði." Gylfi segir jafnframt að þó hann sé ekki ánægður með af- komuna af skuldabréfunum hafi af- koman af hlutabréfunum verið viðun- andi miðað við aðstæður. Hann segist ennfremur telja að skuldabréfamark- aðurinn muni batna og sá bati sé raunar þegar hafinn. Verð EFA veltur á Kaupási Edda Rós Karlsdóttir hjá Búnaðar- bankanum verðbréfum, segir afkom- una endurspegla aðstæður á markaði. ® Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Úr milliuppgjöri 2000 Samstæða Móðurfélag Rekstrarreikningur jan. -júní 2000 1999 Breyting Fjármunatekjur Milljónir króna 80,0 355,4 -77,5% Fjármagnsgjöld 117,6 57,9 +103,1% Hreinar fjármunatekjur (gjöld) -37,6 297,5 -112,6% Reiknaðir skattar 4,9 6,7 -27,3% Hagnaður til hækkunar á eigin fé 46,6 132,7 -64,9% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyling Eignir samtals Milljónir króna 6.946,6 5.346,6 +29,9% Eigið fé 3.279,2 3.124,4 +5,0% Skuldir 3.667,4 2.222,2 +65,0% Skuldir og eigið fé samtals 6.946,6 5.346,6 +29,9% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Arðsemi eigin fjár 7,4% 11,0% Eiginfjárhlutfal! 47,2% 58,4% Handbært fé frá rekstri M. króna 55,2 44,7 +23,5% , Arðsemi eiginfjár var 7,4% á tímabil- inu,“ segir hún, „sem er auðvitað óvið- unandi. Eignarhaldsfélagið er fjár- festingafélag og verðmæti eigna þess sveiflast því í takt við markaðinn. F élagið er þó að fikra sig inn á nýj- ar brautir með stofnun áhættusviðs og ráðgjafar- og þjónustusviðs. Með þessu er félagið að nýta sérfræði- þekkingu sem þegar er til staðar og ef vel tekst til mun þetta minnka afkomusveiflur í framtíðinni. Rekstr- artekjur sem rekja má beint til þess- arar starfsemi vom 58 milljónir króna á fyrri helmingi ársins og vega vel upp aukin rekstrargjöld. Innra virði eignarhaldsfélagsins er 2,7 og miðað við að duldar eignir séu 800 milljónir króna, eins og fram kemur í tilkynn- ingu frá félaginu, þá er markaðsvirði félagsins (4,1 milljarður króna.) mjög í takt við upplausnarvirðið. Stærstu einstöku eignir félagsins em hlutur í íslandsbanka FBA og nýleg eign í Kaupási hf. og því skiptir gengi þeirra miklu máli. Eignarhaldsfélagið lagði mikið undir við kaupin á Kaupási í vor og núverandi verð félagins veltur á því að hlutafélagavæðing þess gangi vel.“ Afkoma deCODE genetics á öðrum ársfjórðunffl Heildartap 22 milljón- ir Bandaríkjadala á fyrri helmingi ársins HEILDARTAP deCODE genetics, móðurfélags Islenskrar erfðagrein- ingar, á fyrri helmingi ársins 2000 nam 22,0 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir um 1.760 milljónum íslenskra króna. Til samanburðar var heildartap samstæðunnar 13,5 milljónir Bandaríkjaldala, um 1.080 milljónir íslenskra króna, á sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deCODE um helstu afkomutölur samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung þessa árs sem lauk 30. júní síðastliðinn og birt var í gær. Heildartap deCODE á öðram ársfjórðungi 2000 var 12,8 milljónir Bandaríkjadala, um 1.020 milljónir íslenskra króna, en var um 8,0 milljónir dala, um 640 milljónir íslenskra króna, á sama tímabili á síðasta ári. í janúar síðastliðnum til- kynnti Islensk erfðagreining að fyr- irtækið ætlaði að leggja fram hluta- bréf í deCODE til stofnunar á Velferðarsjóði íslenskra bama. Bók- færður kostnaður vegna þessa nam um 3 milljónum dala, eða um 240 milljónum íslenskra króna. Tap á hvern almennan hlut var 2,91 Bandaríkjadalur á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 en var 2,25 dalir á sama tímabili á síðasta ári. Rekstrartekjur deCODE á fyrri helmingi ársins 2000 vom 8,4 mill- jónir Bandaríkjadala, um 670 millj- ónir íslenskra króna, en vom um 8,1 milljón dala á sama tímabili árið 1999, en það jafngildir um 650 millj- ónum íslenskra króna. Útgjöld á fyrri helmingi ársins 2000 til rann- sóknar- og þróunarstarfsemi vom 19,2 milljónir Bandaríkjadala, um 1.530 milljónir íslenskra króna, en vom 14,6 milljónir dala á sama tíma- bili í fyrra, eða um 1.170 íslenskar krónur. Hinn 30. júní síðastliðinn hafði deCODE um 34 milljónir Banda- ríkjadala, um 2.700 milljónir ís- lenskra króna, til ráðstöfunar í handbæm fé. Hinn 8. mars 2000 lagði deCODE inn skráningammsókn hjá banda- rísku verðbréfa- og kauphallar- nefndinni (SEC) í þeim tilgangi að hefja almennt hlutafjárútboð. Út- boðinu lauk 21. júlí síðastliðinn og aflaði félaginu hlutafjár alls að fjár- hæð 198,7 milljónir dala, eða um 15,9 milljarða íslenskra króna. Svokallað „þagnartímabil“ hófst þegar deCODE lagði inn skráning- aramsóknina, og hafði það í för með sér að deCODE mátti aðeins ræða það sem fram kom í útboðslýsingu þess fram að staðfestingu umsóknar um skráningu á almennan hluta- bréfamarkað í Bandaríkjunum. Þessu „þagnartímabili" er nú lokið. Félagið komið vel á veg til að takast á við verkefni sem bíða Hannes Smárason, framkvæmda- stjóri Islenskrar efðargreiningar, segist vera mjög sáttur við afkomu- tölur deCODE genetics á öðmm ársfjórðungi þessa árs og að þær séu mjög I samræmi við það sem gert hafi verið ráð fyrir. „Síðastliðn- ir átta mánuðir fóra í að ljúka útboði á hlutabréfum í deCODE og þáð kláraðist að okkar mati með miklum sómabrag. Þetta er líklega annað stærsta líftækniútboð frá upphafi. Aðaláhersla hefur verið lögð á að gera þetta vel. Samhliða útboðinu tókst þó að ljúka einum af þeim samningum sem hafa verið í bígerð, við Partners HealthCare System Inc., en þeir skipta félagið miklu máli. Við erum því mjög ánægð með stöðuna og teljum að félagið sé kom- ið vel á veg méð þá fjárhagslegu burði sem þarf til að takast á við þau verkefni sem bíða,“ segir Hannes. Viggó Þórir Þorsteinsson hjá Kauphöll Landsbréfa segir að af- koma deCODE sé enn sem komið er í samræmi við væntingar. Hann seg- ir félagið nýkomið á markað og að fjárfestar séu meðvitaðir um að nokkur tími geti liðið þar til félagið fari að skila hagnaði. „Þó að tekjur hafi ekki aukist í takt við útgjöld má búast við því að þær muni aukast á næstu ámm eftir því sem að félagið treystir sig í sessi og samstarfsverk- efnum við önnur lyfjafyrirtæki fjölgar.“ ^CODE fxxxxxf Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Dollarar 8.446.913 8.069.650 +5% Rekstrargjöid 26.946.803 18.042.063 +49% Rekstrartap 18.499.890 9.972.413 +86% Áhrif af rekstri dlutdeildarf. -68.237 -309.679 -78% Fjármunatekjur (gjöld) 1.278.540 174.371 +633% Skattar 0 0 Tap tímabilsins 17.289.587 10.107.721 +71% Tap almennra hluthafa 22.049.458 13.550.416 +63% Tap á hvern alm. hlut 2,91 2,25 +29% Viggó segir að deCODE standist vel samanburð við önnur félög í genageiranum sbr. Human Genome (HGSI) og Celera Genomics (CRA). HGSI hafi aðeins verið með tekjur upp á 21 milljón Bandaríkjadala á seinasta ári en tap upp á 108 millj- ónir dala. CRA hafi á sama tíma ver- ið með tekjur upp á 48 milljónir dala en tap upp á 93 milljónir. „Þar sem fjárfestar bjuggust við þessum niðurstöðum úr áarshluta- uppgjöri deCODE hafa þessar frétt- ir ekki haft teljandi áhrif á gengi félagsins í dag,“ segir Viggó Þórir. Lehman Brothers í Bandaríkjun- um spá því að framtíðarverð á gengi hlutabréfa í deCODE sé 35 Banda- ríkjadalir og Morgan Stanley Dean Witter spá verðinu 37 dalir. Gengi bréfa deCODE var 18 dalir við skráningu í sumar. Furstadæmið Sealand og ör- uggar fjárhagslegar aðgerðir UM tíu kílómetra suðaustur af strönd Englands er jámeyja, borin uppi af tveimur steinsteyptum súlum. Bretar reistu eyju þessa í seinni heimsstyrj- öldinni til vamar skipalestum sem sigldu inn og út um mynni Thamesár. Um 200 hermenn vom þá staðsettir á eyjunni. Bresk stjómvöld yfirgáfu hana skömmu eftir að styijöldinni lauk og var hún mannlaus til ársins 1966 er maður að nafni Roy Bates, fyrrverandi major í breska hernum, og fjölskylda hans tók sér bólfestu þar. Þann 2. september árið eftir dró fjölskyldan sinn eigin fána að húni á eyjunni og lýsti jafnframt yfir stofn- un nýs ríkis, furstadæmisins Sealand. í dag gæta fjórir vopnaðir verðir ör- yggis eyjarinnar allan sólarhringinn. Bresk stjómvöld hafa ekki sýnt furstadæminu Sealand mikinn áhuga á undaníornum ámm ef undan em skildar tilraunir til að loka útvarps- stöð sem var þar fyrir rúmum þrem- ur áratugum. I viðtali við vikuritið Newsweek nýlega er hins vegar haft eftir manni að nafni David Cantor, sem stýrir alþjóðlegri fjarskiptadeild bandaríska lögfræðifyrirtækisins Weil, Gotshal & Manges í Brussel, að breyting geti orðið á afstöðu breskra stjómvalda til Sealand. Hann segir að ef stjómendur á Sealand fari að gera eitthvað ólöglegt eða það sem stjómir vestrænna ríkja sætti sig ekki við verði hún rýmd. Ástæða þessara orða David Cantor era fyrirætlanir um uppsetningu á tölvubúnaði og starf- rækslu eins konar tengifyrirtækis sem nefnt er HavenCo á Sealand. Roy Bates, „prinsinn" af Sealand, eins og hann kallar sig, hefur boðið Bandaríkjamanni að nafni Sean Hastings, stofnanda og forstjóra fyr- irtækisins HavenCo, aðstöðu á Sea- land. Á heimasíðu HavenCo á Netinu (www.havenco.com) segir meðal ann- ars að öryggi í varðveislu gagna og fjárhagslegum aðgerðum ýmiss kon- ar verði sífellt mikilvægari fyrir fyrir- tæki, stjómvöld og samsteypur víðs vegar um heiminn og að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir þessu. Þá segir að HavenCo muni bráðlega bjóða upp á öragga varðveislu gagna og mögu- leika á fjárhagslegum aðgerðum með mesta og besta öryggi sem nokkurs staðar verður völ á. Engin leið verði fyrir stjómvöld í nokkm landi að gera gögn fyrirtækja í vörslu HavenCo upptæk og fjárhagslegar aðgerðir, sem fari fram í gegnum tölvubúnað þess, muni fara fram án nokkurs möguleika á þvi að óviðkomandi aðil- ar fái vitneskju þar um. David Cantor segir að ef þær ör- uggu fjárhagslegu aðgerðir sem Hav- enCo ætlar að bjóða upp á nái til pen- ingaþvotts eða undanskots frá skatti verði líftími fyrirtækisins varla mikið yfir stundarfjórðungur. Newsweek segir hins vegar frá því að Roy Bates og Sean Hastings reikni með því að starfa töluvert lengur, því þeir hafi sankað að sér matarbirgðum og öðr- um nauðsynjum ef til þess skyldi koma að jámeyjan verði lokuð af frá umheiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.