Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ r VIÐSKIPTI Minni hagnaður hjá Tryggingamiðstöðinni TRYGGINGAMIÐSTOÐIN hf. var rekin með 99,4 milljóna króna hagnaði á fyrra helmingi ársins en á sama tímabili í fyrra var hagnað- urinn 162,1 milljón króna og dróst hagnaðurinn því saman um tæp- lega 63 milljónir króna eða 38,6%. Þess ber þó að geta að í fyrra var breyting á útjöfnunarskuld 85 mil- ljónir króna og hagnaður að sama skapi meiri. Hins vegar var útjöfn- unarskuld engin í ár þannig að það skekkir myndina verulega. Tap af rekstri dótturfélagsins Tryggingar hf. var 7,5 milljónir króna á tímabilinu. Hagnaður af vátryggingarekstri var 113,5 millj- ónir króna á móti 147,0 milljónum fyrir sambærilegt tímabil árið áð- ur. Veltufé frá rekstri nam 1.141 milljón króna á móti 983,3 milljón- um í fyrra og handbært fé frá rekstri var 292 milljónir á móti 72,1 milljón króna í fyrra. Eigin iðgjöld voru 1.688,6 millj- ónir króna á móti 1.328,7 milljónum árið áður og hækkuðu um 27,1%. Eigin tjón voru 1.664,5 milljónir króna á móti 1.378,1 milljónum árið áður og hækkuðu um 20,8%. Hreinn rekstrarkostnaður var 340,2 milljónir króna á móti 271,7 milljónum árið áður og hækkaði um 25,2% en að sögn Ragnars Ragn- arssonar hjá Tryggingamiðstöðinni má að miklu leyti rekja þessa hækkun til þess að umboðslauna- tekjur frá endurtryggjendum lækkuðu um 39 milljónir króna frá sama tímabili í fyrra vegna breyt- inga á endurtryggingafyrirkomu- lagi félagsins. Fjárfestingatekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur voru 429,6 milljónir króna á móti 383,7 milljónum árið áður og hækk- uðu um 12,1%. Hagnaður af fjár- málarekstri var 86,4 milljónir króna á móti 113,8 milljónum árið áður og lækkaði um 24,1%. Að sögn Ragnars stafar þessi lækkun af því að hærri fjárhæð var yfirfærð á fjárfestingartekjur af vátrygging- arekstri en áður. Undir liðnum önnur gjöld er gjaldfærsla á af- skrift á viðskiptavild vegna kaupa á Tryggingu hf. að fjárhæð kr. 51,5 milljónir. Afkoman ekki viðunandi I tilkynningu frá Tryggingamið- stöðinni segir að afkoma félagsins á tímabilinu sé ekki viðunandi miðað við eiginfjárstöðu félagsins. Veru- legt tap varð á ökutækjatrygging- um og tap af lögboðnum ökutækja- tryggingum nam 123,1 milljón króna. Afkoma annarra vátrygg- ingagreina er viðunandi. Að sögn Ragnars hefur verið tap á lögboðn- um ökutækjatryggingum hjá Tryggingamiðstöðinni um árabil. Aðspurður segir Ragnar að hækk- anir á iðgjöldum vegna ökutækja í sumar muni aðeins að litlum hluta skila sér inn í þetta rekstrarár en muni væntanlega bæta afkomu greinarinnar á því næsta. I tilkynningu frá Tryggingamið- TRYGGINGAMIÐSTOÐIN Úr milliuppgjöri samstæðu 2000 Rekstrarreikningur jan. -júni Eigin iðgjöld Milljónir króna Fjárfest.tekjur af vátrygg.rekstri Eigin tjón Hagnaður af vátryggingarekstri Hagnaður af fjármálarekstri Aðrar tekjur (gjöld) af reglul. starfs. Tekju- og eignarskattur_________ Hagnaður tímabilsins Efnahagsreikningur Eignir samtals Milljónir króna Eigið fé Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé samtals Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri MMjónir króna 2000 1999 \Breyting 1.688,6 429,6 1.664,5 113,5 84,6 -73,4 27,1 99,4 30.06.00 15.360,2 13.477,0 1.328,7 383,1 1.378,1 147,0 113,8 -44,4 54,3 +27,7% +12,1% +20,8% -22,8% 162,1 -25,7% +65,3% -50,1% 31.12.99 3.771,1 11.589,1 2000 1999 3.636,9 9.840,1 -38,7% Breyting +14,0% +3,7% +17,8% 15.360.2 13.477,0 '=£ 1.141,0! 983,3 +14,0% Breyting +16,0% stöðinni segir að mjög erfitt sé að áætla rekstrarhorfur til skamms tíma hjá vátryggingafélagi þar sem langstærsti gjaldaliður félagsins, tjónin, er háður miklum sveiflum. Það sé þó mat félagsins að afkoma þess verði nokkru betri á síðari hluta ársins en þeim fyrri. Mikil hagnaðaraukn- ing hjá Opnum kerfum Hagnaður samstæðu Opinna kerfa hf. á fyrri helmingi ársins var 137 milljónir króna en var 40 milljónir á sama tfmabili í fyrra og hefur hagnaðurinn því aukist um 240% milli tímabila. Heildarvelta sam- stæðunnar jókst um 47% frá sama tímabili í fyrra og er nú 2.570 millj- ónir en aukningin skýrist af góðum vexti í rekstri móðurfélagsins (34%) og vexti hjá dótturfélögun- um, Skýrr og Tölvudreifingu, sem urðu hluti af samstæðu Opinna kerfa í fyrravor. Rekstrarhagnaður samstæðunn- ar fyrir fjármagnsliði og skatta var 300 milljónir en það er 175% hækk- un frá sama tíma í fyrra, þar af eru 99 milljónir frá móðurfélaginu. Veltufé frá rekstri var á tímabilinu 195 milljónir og jókst um 75 millj- ónir frá sama túna í fyrra. Mikil umskipti hjá dóttur- og hlutafélögum Að sögn Gylfa Arnasonar, fram- kvæmdastjóra Opinna kerfa, hefur velta móðurfélagsins aukist veru- lega á tímabilinu, eins og raunar undanfarin ár, en auk þess hafi dóttur- og hlutdeildarfélög skilað miklu betri afkomu nú en í fyrra; áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga OPIN KERFI hf. Úr reikningum ársins 2000, samstæða: Rekstrarreikningur 31.06 2000 1999 Breytiag Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 2.570 1.742 +48% +39% 2.270 1.634 Hreinar fjármunatekjur 20 24 -17% Tekjuskattur -99 -39 +154% Hagnaður eftir tekjuskatt 199 55 -15 +262% +320% Hlutd. minnihl. í afkomu dótturf. -63 Hagnaður tímabilsins 137 40 i +243% Efnahagsreikningur 30.06.00 31.12.99 Breytlag Eignir samtals Mllljónir króna 3.059 2.409 +27% Eigið fé 8961 798 \ +12% Skuldir og hlutdeild minnihl. 2.1631 1.610f +34% Skuldír og eigið fé samtals 3.059 2.409 ¦ +27% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 f 1999 ¦ Breytlng Arðsemi eigin fjár 35,6% | 38,5% | Eiginfjárhlutfall 29% | 33% í Veltufjárhlutfall 1,04 1,41 Veltufé frá rekstri 30.06 Milljónir króna 195 ! 120 +62,5% hafi verið jákvæð um 68 milljónir króna á fyrri helmingi ársins en hafi verið neikvæð um 29 milljónir á fyrri árshelmingi 1999, einkum vegna erfiðleika í rekstri Tækni- vals. Gylfi segir að rekstur Skýrr hafi gengið framúrskarandi vel það sem af er árinu og þá hafi orðið verulega góð umskipti hjá Tækni- vali og Tölvudreifingu. Opin kerfi hf. eru með beina eignaraðild að um 17 félögum þar sem bókfært verð þeirrar eignar er 1.100 millj- ónir en áætlað markaðsverðmæti um 4.400 milljónir. Söluhagnaður óverulegur Hagnaður móðurfélagsins eykst um 50%. Söluhagnaður móðurfé- lagsins vegna hlutabréfa var óveru- legur á tímabilinu, eða sex milljónir króna eftir skatta, en um 28 millj- ónir á sama tímabili í fyrra. Vöxt- urinn í rekstri móðurfélagsins er nokkuð jafn eftir deildum og á sér rætur í sölu á UNIX- og NT-net- þjónum og tengdri þjónustu svo sem rekstrarþjónustusamningum. Einnig var góður vöxtur í sölu á PC-tölvum, ClSCO-netbúnaði og Microsoft-samningum ásamt til- heyrandi þjónustu. Auknum um- svifum móðurfélagsins hefur meðal annars verið mætt með fjölgun starfa úr 51 á fyrri helmingi síð- asta árs í 62 nú. Þá hefur birgða- stýring verið mjög virk og magn sölubirgða aukist mun hægar en veltan. Gert ráð fyrir meiri hagnaði Að sögn Gylfa var gert ráð fyrir 210 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu öllu og menn vildu ekki breyta þeirri áætlun þótt þriggja mánaða uppgjör hafi lofað góðu. Forráðamenn félagsins telja hins vegar nú að hagnaður félags- ins fyrir árið 2000 í heild verði yfir 280 milljónir króna. Gengi hlutabréfa Opinna kerfa hf. var um 24 um áramót (að teknu tilliti til jöfnunar) en er nú um 54, sem samsvarar 125% hækkun. Hluthafar eru um 1.500. Hlutabréfaeign vanmetin Velta móðurfélags Opinna kerfa jókst um 34% milli ára sem er tals- vert yfir vexti geirans í heild, segir Arnbjörn Ingimundarson hjá Greiningu og útgáfa íslandsbanka- FBA. „Veltan var þrátt fyrir það örlítið minni á öðrum ársfjórðungi en á þeim fyrsta, og nokkuð minni en spá Greiningar og útgáfu FBA gerði ráð fyrir. Varasamt er að draga of sterkar ályktanir vegna breytinga á einum ársfjórðungi þar sem sveiflur innan ársins geta ver- ið nokkrar. Kostnaðaraðhald hefur gengið vel, launakostnaður sem hlutfall af veltu stendur í stað hjá móðurfélaginu og lækkar hjá sam- stæðunni. Auk þess er aldurssam- setning birgða hagstæðari," segir Arnbjörn. „Fjárfestingar Opinna kerfa í öðrum fyrirtækjum eru stór þáttur í rekstrinum. Ljóst er að hlutabréfaeign Opinna kerfa er verulega vanmetin í bókum félags- ins. Bókfært verð eignarhluta í 17 félögum er um 1.100 m.kr., en markaðsvirðið er 4.400 m.kr. skv. áætlun Opinna kerfa. Á heildina lit- ið teljum við uppgjör Opinna kerfa allgott, sér í lagi í ljósi afkomu annarra fyrirtækja í geiranum." SÍMENNT Háskólans í Reykja- vík mun bjóða upp á nám í verð- bréfamiðlun frá og með haustinu og er það í samræmi við reglur prófanefndar um nám í verðbréfa- miðlun. Að sögn Arndísar Thorarensen, verkefnisstjóra, er það prófanefnd verðbréfamiðlunar sem leggur til námsefnislýsingu og sér um fram- kvæmd prófa en Háskólinn í Reykjavík sé nýr valkostur til und- irbúnings fyrir próftöku. Arndís segir að námið taki tvær annir og að það skiptist í þrjá hluta, lögfræði- hluta, viðskiptafræðihluta og fjár- magnsmarkaðshluta og vegur lög- fræðihlutinn og viðskiptahlutinn 30% hvor en fjármagnsmarkaðs- hlutinn 40%. Öllum heimilt að sækja um Arndís segir að öllum sé heimilt að sækja um nám í verðbréfamiðlun hjá Símennt Háskólans í Reykjavík en við mat á umsóknum verði bæði tekið mið af menntun umsækjenda og starfsreynslu þeirra. Stefnt sé að því að takmarka fjöldann sem Símennt Háskólans í Reykjavík Boðið upp á nám í verð- bréfamiðlun í haust stuðlar meðal annars að því að sterkara samband myndist á milli kennara og nemenda og auki gildi námsins. Að sögn Arndísar er vaxandi þörf fyrir nám af þessu tagi, ekki síst vegna hertra reglna um að dagleg stjórnun í verðbréfafyrir- tækjum sé í höndum þeirra sem lokið hafa prófi í verðbréfamiðlun. „Háskólinn í Reykjavík hefur þeg- ar fengið til liðs við sig reynda sérfræðinga vegna þessa náms, til viðbótar við þá kennara sem starfa hjá skólanum. Hlutverk skólans^r að efla sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs og því hlutverki er vel sinnt með því að bjóða upp á nám í verðbréfa- miðlun," segir Arndís. Undanþágureglur um prófskyldu Arndís tekur fram að þeir sem hafi lokið prófi frá lagadeild Há- skóla íslands þurfi ekki að þreyta próf í lagahluta verðbréfanámsins og þeir sem hafi lokið lokaprófi frá viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands eða sambærilegu námi séu undanþegnir töku prófa í viðskiptahlutanum og því megi gera ráð fyrir að allmargir nemendur þurfi aðeins að þreyta próf í tveim- ur hlutum námsins. Þá sé námið einnig þannig upp byggt að nem- endur eigi að geta stundað sína vinnu á meðan á því stendur; kennt sé eitt kvöld í viku og svo laugar- dagsmorgna. Lögfræðihluti námsins hefst 20. september og stendur til 8. nóvember og verður þar farið yfir grunnatriði lögfræðinnar og réttar- reglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði. í viðskiptafræðihlutanum, sem stendur frá 20. nóvember til 24. jan- úar, verður farið í grundvallarþætti fjármálafræðinnar. Síðasti og stærsti,hluti námsins, þar sem fjafl- að er um fjármagnsmarkaði, hefst síðan 7. febrúar á næsta ári. Þar verður meðal annars farið í lög og Arndís Thorarensen. reglur um fjármagnsmarkaði, teg- undir verðbréfa, samval verðbréfa og verðbréfasöfn, fjárvörslu og ráð- gjöf. Að sögn Arndísar kostar nám í lög fræðihlutanum og viðskipta- fræði hlutanum 57.000 krónur hvort námskeið en námskeiðið um fjár- magsnmarkaðinn 76.000 krónur. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.