Morgunblaðið - 15.08.2000, Page 21

Morgunblaðið - 15.08.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI PRIÐ JUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 21 339 milljóna króna hagnaður hjá Búnaðarbankanum Búnaðarbanki íslands hf. Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan. -júní 2000 1999 Breyting Vaxtatekj u r Milljónir króna 6.108 4.309 +41,7% Vaxtagjöld 4.187 2.579 +62,3% Hreinar vaxtatekjur 1.921 1.730 +11,0% Aðrar rekstrartekjur 1.012 1.406 -28,0% Hreinar rekstrartekjur 2.933 3.136 -6,5% Önnur rekstrargjöld 2.244 1.996 +12,4% Framlag á afskriftarreikning 255 335 -23,9% Hagnaður fyrir skatta 434 805 -46,1% Skattar 95 215 -55,8% Hagnaður tímabilsins 339 590 -42,5% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 128.448 117.660 +9,2% Eigið fé 7.408 7.072 +4,8% Skuldir og skuldbindingar 121.040 110.588 +9.5% Skuldir og eigið fé samtals 128.448 117.660 +9-2% 693 m.kr. nei- kvæð sveifla af skuldabréfum GENGISTAP skuldabréfa, hluta- bréfa og gjaldeyrisviðskipta á fyrri hluta ársins var 111 miHjónir króna miðað við 582 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta er nei- kvæð sveifla upp á 693 milljónir króna. Stefán Pálsson, aðalbanka- stjóri Búnaðarbankans, segir þetta ekki áhyggjuefni því þessi liður sé háður sveiflum en hefðbundin banka- starfsemi hafi styrkst mjög mikið og komi vel út. „í ljósi aðstæðna erum við sáttir við uppgjörið,“ segir Stefán, og bætir því við að það sé til marks um styrk bankans að hann skuli þola svo mikla sveiflu í afkomu af skulda- bréfum sem raun ber vitni. Stefán segir að áætlun fyrir af- komu ársins í heild hafi verið endur- skoðuð og nú sé reiknað með 1.000 milljóna króna hagnaði fyrir skatta, sem sé lægri upphæð en áður hafi verið gert ráð fyrir. Vaxtamunur lækkar Vaxtamunur hjá Búnaðarbankan- um hefur lækkað jafnt og þétt síðustu árin. Á fyrri hluta ársl996 var hann 4,72% en í ár var hann kominn niður í 3,12% fyrir sama tímabil. Efnahagsreikningui- bankans stækkaði um 9% fyrstu sex mánuði ársins og var 128 milljarðar króna í lok júní í ár. Hann hefur stækkað mikið síðustu ár, en árið 1996 var hann 54 milljarðar króna. Raunarð- semi eigin fjár eftir skatta dróst mik- ið saman milli ára, hún var 9,8% á fyrri hluta þessa árs en 19,9% á sama tímabili í fyrra. Stefna bankans gerir ráð fyrir að eiginfjárhlutfall hans samkvæmt CAD-reglum sé um 10%, en hlutfallið um mitt ár nú var 9,8%. Útlán í lok júní voru 97 milljarðar króna og hlutfallslega mest aukning varð í erlendum endurlánum til fyrir- tækja og varð mikil aukning lána í er- lendri mynt. Innlán voru 63 milljarð- ar króna. Hlutdeild bankans í útlánum um mitt ár 2000 var um 18%, en hlutdeildin í innlánum um 23%, samkvæmt bráðabirgðatölum Seðla- bankans. Framlag í afskriftareikning bank- ans lækkaði úr 335 milljónum króna í 255 milljónir og segir Stefán að þetta sé niðurstaða athugunar á líklegum afskriftum og bendi hún til þess að bankinn sé með góð útlán. Endanleg útlánatöp á tímabilinu voru 82 miHj- ónir króna og bankinn á nú £ sjóði tæpa tvo milljarða króna til að mæta mögulegum útlánatöpum. I fréttatilkynningu frá bankanum kemur fram að notendur Heimilis- banka Búnaðarbankans, þ.e. af- greiðslu bankans á Netinu, séu um 15.000 og að hver þeirra noti bankann um 5,3 sinnum að meðaltali í mánuði. Viðbótarsparnaður lítill ÆTLA má að innan við tíundi hver launþegi hafi nýtt sér þann mögu- leika að greiða aukið viðbótarfram- lag í lífeyrissparnað, samkvæmt upplýsingum frá fjármálastofnunum og sjóðum sem Morgunblaðið hafði samband við. Um þetta var samið í kjarasamningum síðastliðið vor og tekið var á því með breytingum á lögum um tekju- og eignaskatt á Ai- þingi. Upplýsingar um viðbótai-lífeyris- greiðslur eru misjafnlega nákvæmar eftir fjármálastofnunum og sjóðum. Þeir starfsmenn stofnana og sjóða sem annast þessi mál, þar sem ná- kvæmar upplýsingar liggja ekki fyr- ir, segja að umsóknir um hækkun á viðbótarlífeyrissparnaði séu stöðugt að berast til þeirra og þeir hafi ekki haft tækifæri til að vinna haldbærar tölur um nákvæma stöðu þessara mála nú. Hjá þeim fjármálastofnun- um og sjóðum sem höfðu upplýsing- ar kom hins vegar fram að fjöldinn er frá því að vera um 8% þeirra sem höfðu nýtt sér 2% lífeyrissparnað upp í um þriðjung þeirra. Fjármálaráðherra greindi frá því á Álþingi síðastliðið vor að sam- kvæmt könnun sem gerð hafi verið fyrir fjármálaráðuneytið í upphafi þessa árs hafi rúmlega 27% launa- manna þá nýtt sér möguleikann á 2% viðbótarsparnaði. Samkvæmt því og þeim upplýsingum sem nú hafa feng- ist frá fjármálastofnunum og sjóðum er líklegt að innan við 10% launa- manna hafi nýtt sér þann möguleika að leggja 4% af launum sínum í við- bótarlífeyrissparnað. Hafa ber í huga að þá er gengið út frá því að ekki hafi verið um mikla aukningu þerra sem nýta sér viðbótarlífeyris- spai-nað heldur að flestir þeirra sem hafi farið út í aukinn viðbótarsparn- að hafi verið með 2% sparnað áður. Frá 8% og upp í 33% hafa aukið sparnað Samkvæmt upplýsingum frá Þorkatli R. Sigurgeirssyni hjá sér- eignadeild Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins höfðu 4.009 launþeg- ar gert samning við séreignadeild LSR um greiðslu viðbótarlífeyris- sparnaðar í byrjun ágúst. Þar af eru 3.699 með 2% sparnað og 310 með 4% sparnað. Um 8% þeirra launþega sem eru með viðbótarlífeyrisspamað hjá LSR eru því með aukinn sparn- að. I kringum 10 þúsund launþegar eru með lífeyrissparnað hjá Lands- bankanum að sögn Ástu Þórhalls- dóttur, forstöðumanns Islenska líf- eyrissjóðsins, sem rekinn er af Landsbréfum. Hún áætlar að rúm- lega 20% þeirra hafi aukið lífeyris- sparnað sinn úr 2% í 4%. Hún segir að jafnframt hafi nokkur fjöldi fólks byrjað með 4% sparnað, sem ekki hafi verið með 2% sparnað áður. Brynja Kjærnested, ráðgjafi í lífeyr- isdeild VIB, segir að VIB hafi farið strax af stað með kynningu á hækk- un viðbótarlífeyrissparnaðarins síð- astliðið vor þegar lögin höfðu verið samþykkt. Haft hafi verið samband við þá sem voru með viðbótarlífeyris- sparnað fyrir hjá VÍB, en fjöldi þeirra er nú 4.542. Af þeim hafi 33% aukið sparnaðinn í 4%. Brynja segir að beðið verði til haustsins með að fara í almenna kynningu á viðbótar- lífeyrissparnaðinum. Úm 12.000 launþegar eru með áskriftir að viðbótarlífeyrissparnaði hjá Kaupþingi, samkvæmt upplýs- ingum frá Leó Haukssyni á þjón- ustudeild lífeyrissjóða.Hann telur að um fjórðungur þeirra hafi hækkað sparnaðinn úr 2% í 4%. Þess má geta að sparisjóðirnir og flestar vátrygg- ingamiðlanirnar í landinu eru sölu- aðilai’ að lífeyrissparnaði Kaupþings. Morgunblaðið hafði samband við fleiri fjármálastofnanir og sjóði sem bjóða upp á viðbótarlífeyrissparnað. Upplýsingar um fjölda þeirra sem eru með slíkan sparnað hjá þessum aðilum fengust ekki gefnar upp. Morgunverðarfundur á Hótel Sögu fimmtudaginn 17. ágúst 2000, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu ER ÞENSLAN I EFNAHAGS- LÍFINU AÐ HJAÐNA ? • Eru merki um minni eftirspum? • Hvemig stendur atvinnulífiö? • Er verðbólgan á niðurleið? • Helst gengið stööugt? FRAMSOGUMENN: _________________________________ Bjami Armannsson, forstjóri Íslandsbanka-FBA Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóöhagsstofnunar Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss hf. FUNDARSTJÓRI: Bogi Pálsson, formaður Verslunarráðs íslands Fundargjald (morgunveröur innifalinn) kr. 2.000,- Fimdurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eöa með tölvupósti mottaka@ehamber.is. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS 4 STAÐ Burnham International hefur haft það gott á Engjateignum undanfarið ár. En nú erum við að stækka og það kallar á nýtt og glæsilegt húsnæði i Vegmúla 2. Til að fagna þessum tímamótum bjóðum við þér að fjárfesta í fyrirtækjum sem skráð eru á Verðbréfaþingi fslands án umboðslauna allan ágústmánuð.* BURNHAM INTERNATIONAL Rétt að byrja - * Lágmarksfjárfesting 1 m. kr. að markaðsvirði. Engin umboðstaun, aðeins kr. 2.000 amsýshigjatd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.