Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt Berjatíminn hafinn Vatnssía KÍSILL ehf. hef- ur sett á markað vatnssíu. í frétta- tilkynn- ingu seg- ir að sían sótt- hreinsi vatn, fjarlægi meðal annars salmonellu og e-coli gerla. Á síunni er snúra sem tengd er við vatnskrana. Þannig er vatnið leitt inn í tækið þar sem það hreinsast. Sían er á stærð við kaffivél og geng- ur fyrir rafhlöðum. Hún fæst meðal annars í Húsasmiðjunni, Byko, Ell- ingsen og Vatnsvirkjanum. Brauð- stangir og pitsur DREIFING ehf. hefur sett á markað hvít- lauksbrauðstang- ir með osti og tvær tegundir af örbylgjupitsum. í fréttatilkynningu segir að brauð- stangirnar séu hitaðar í ofni í 8-10 mínútur en pits- urnar á að hita í örbylgjuofni í 3 mín- útur. E-vítamín er öflug vörn fyrír frumur líkamans ÉK náttúrulegal eilsuhúsið Skólavöróustíg, Kringlunni & Smáratorgi Ber allt árið Krækiber, bláber og aðalbláber hafa ver- ið tínd hér á landi allt frá landnámi. Berjatíminn er nú hafinn og víst að margir eiga eftir að leggja leið sína í berjamó enda eru berin talin holl og af mörgum hreinasta sælgæti. MARGIR berjatínslumenn eiga sitt uppáhalds berjasvæði þar sem þeir fylla ílát sín ár hvert um þetta leyti. Áðrir ferðast um landið þvert og endilangt til að leita uppi ný berja- svæði og kynnast um leið margs kon- ar náttúru enda útiveran stór hluti berjatínslunnar. REVEf ISOmtar Morgunblaðið/Ásdís Börn ekki síður en fullorðnir hafa gaman af berjatínslunni. „Krækiber, bláber og aðalbláber þroskast í ágúst og september,“ seg- ir Nanna Rögnvaldsdóttir, ritstjóri hjá bókaforlaginu Iðunni. ,Annars fer þetta allt eftir tíðinni hverju sinni. Ber hafa áreiðanlega alltaf verið höfð til matar á íslandi. í bók Hall- gerðar Gísladóttur, Islensk matar- hefð, kemur fram að samkvæmt ís- lensku þjóðveldislögunum mátti tína ber upp í sig á eignarlandi annarra en það varðaði sektum að tína þau og flytja burtu. Þar kemur einnig fram að krækiberjavín var bruggað í Skálholti snemma á öldum, senni- lega vegna skorts á innfluttu messu- víni.“ Berjaskyr var algengur réttur síðsumars og á haustin áður fyrr að sögn Nönnu og voru berin gjarnan geymd í súru skyri fram eftir vetri eða í sýru og drukkin með henni til bragðbætis. „Berin hafa áreiðanlega oft stuðlað að því að draga úr skorti á C-vítamíni, sem var mjög algengur hérlendis, einkum á vetrum. Krækiber eru óvíða borðuð annars staðar en á Islandi þó þau vaxi í fleiri löndum eins og t.d. á Grænlandi, í Kanada og í Skandinavíu. Samar, In- úítar og norður-amerískir indíánar borða raunar mikið af þeim.“ Treíjar og C-vítamín eru gildi berjanna „í dag er ýmislegt gert úr berjum. Úr krækiberjum má gera bragðgóða saft og hlaup. Þá eru berin tilvalin á skyrið og einnig má gera úr þeim Ijúffengar sósur, t.d. með villibráð eða ábætisréttum.“ Bláber og aðalblá- ber eru náskyld en aðalbláberin þykja betri enda sætari og safaríkari. Bláber eru fremur smá hér á landi en þykja bragð- góð. Þau eru vinsæl- ust fersk en einnig notuð í bökur, grauta og í skyr. Þau má f'rysta og þurrka og gera úr þeim saft, hlaup og sultur. „Hérlendis vaxa aðalbláber víða en aðallega þó um norðanvert landið og var lyngið töluvert notað í grasate fyrrum. Berin eru notuð á svipaðan hátt og bláber, svo sem í bökur og tertur, ábætisrétti, grauta, sultur og hlaup. Þá er afbragðsgott að borða þau með skyri og rjóma.“ Uppskriftir að berjaréttum, eink- um súpum og grautum, safti og sult- um, eru í mörgum, gömlum íslensk- um matreiðslubókum. Árið 1940 kom til dæmis út mat- reiðslubókin Berja- bókin eftir Gunn- laug Claessen og Kristbjörgu Þor- bergsdóttur sem fjallar eingöngu um matreiðslu og nýt- ingu á berjum. „Trefjar og C- vítamín eru gildi berjanna," segir Brynhildur Briem, lektor við Kennara- háskóla íslands. „Berin eru holl, sér- staklega ef þau eru borðuð fersk og án mikils sykurs og rjóma. Við suðu eyðilegst C-vítamínið og sykur sem bætt er í sultuna getur ekki talist hollustuvara." Best er að borða berin fersk, næstbest er að frysta þau því þá varðveitist eitthvað af C-vítamíninu en versti kosturinn með tilliti til nær- ingargildis er að gera sultu eða saft. Beijakrukkur í jólapakkana Sveinn Rúnar Hauksson heimilis- læknir og kona hans, Björk Vilhelmsdóttir félags- ráðgjafi, hafa í mörg ár haft mikinn áhuga á berjatínslu. ,Ár hvert fer ég í hálfan mán- uð í sumarfrí um landið og fer í berjamó, þá tel ég ekki með þá eftir- miðdaga sem ég hleyp úr vinnunni og eins helgarnar," segir Sveinn Rúnar. „Konan mín er traustur bakhjarl og má segja að ég sé aðal- lega í tínslunni og hún í vinnslunni, þannig að það er ákveðin verkaskipting. Þá hafa börnin í fjölskyldunni unað sér vel með mér í brekkunum og sýnt mikla þrautseigju við tínsluna." Sveinn Rúnar segist oft tína lang- tímum saman og glejnna sér í hita leiksins. „Við eigum það mikið af berjum að við gefum oft fjölskyldu og vinum og þess má geta að stund- um setjum við eina og eina berja- krukku í jólapakkana." Að sögn Sveins Rúnars tínir hann allskonar ber en aðal- lega krækiber, bláber og aðalbláber. „Aðal- berjatínslutíminn er í kringum mánaðamót- in ágúst september en þetta fer auðvitað mikið eftir tíðinni. Á bestu árum er hægt að tína ber um mánaðamótin júlí ágúst og langt fram í september." Góð berjasvæði Sveinn Rúnar ferðast vítt og breitt um landið í berjatínsluferðunum sín- um. „Ég hef lengi haldið upp á Reyk- hólasveitina. Mjög gott er einnig að tína í Böggvistaðafjalli fyrir ofan Dalvík, við Upsaströndina og í Svarfaðar- dalnum. Fyrir austan eru einnig mikil og góð berjalönd, ekki síst í fjörðunum eins og Mjóafirði. í ná- grenni við höfuðborgina finnst mér gott að fara í Esjuhlíðar og í Grafn- inginn.“ Aðalmálið þegar kemur að útbún- aðinum að sögn Sveins er að eiga næg ílát og segir hann frægar sög- urnar um ógöngur berjatínslumanna sem lenda í því í miðjum berjamó að verða uppiskroppa með ílát. „Fólk tekur þá oft upp á því að fækka föt- um, binda fyrir ermar og tína í skyrt- urnar. Best er einfaldlega að hafa nokki’a plastpoka í vasanum, það fer svo lítið fyrir þeim.“ Aðspurður segir hann það mis- jafnt hvort hann noti berjatínur eður ei. „Ég nota tínur ekki síst þegar ég tíni krækiber en bláber finnst mér skemmtilegra að handtína. Þetta fer líka eftir tímanum, í byrjun tímabils- ins er gott að handtína bláberin ein- faldlega vegna þess að þau eru ekki öll orðin fullþroskuð og í millitíðinni ná grænjaxlarnir að þroskast." Að sögn Sveins Rúnars hefur svo- lítið verið deilt um tegundir bláberja. Sérstaklega hvort til sé fleiri en ein teg- und af aðalbláberjum. „Sam- kvæmt grasafræðinni þá er bara til ein tegund af aðal- bláberjum. Aðalbláberin geta samt verið ólík, þau svörtu eru oft sætari en enginn stærðarmunur er á þeim.“ Þau hjónin Sveinn og Björk gera saft, sultu og hlaup úr berjunum og ekk- ert er eins góm- sætt að sögn Sveins og aðal- bláberjasaft. „Hún verður gjarnan þykk og það er dýrlegt sælgæti ásamt nokkrum rjómadropum. Við eigum ber allt árið í frystikist- unni og það er mikið sælgæti að nota þau í tertur og eftirrétti enda gerum við það óspart.“ Bláberiaterta Bjarkar _____________Botn;______________ __________2 1 /2 dl sykur______ _____________2egg_______________ _______1 tsk. vanilludropar_____ __________1 tsk. lyftiduft_____ __________3 msk. kalt voin______ __________4 msk, hveiti_________ 100 g saxað suðusúkkulaði _______100 g heslihnetuflögur _______2 1 /2 dl saxaðar döðlur Þeytið saman egg og sykur. Setjið síðan vanilludropa, vatn, hveiti og lyftiduft i. Að lokum er súkkulaði, hnetum og döðlum blandað rólega út í deigið. Bakað í 26" tertuformi við 175° C í um eina klukkustund. Á botninn eru settir um 2 dl af ferskum eða frosnum íslenskum (að- al-)bláberjum og yfir það rúmlega peli af þeyttum rjóma. Tertan þarf að standa í a.m.k. þrjár klukkustund- ir til að berjasafinn nái að mýkja botninn. Best er að borða berin fersk og næst- best er að frysta þau því þá varðveit- ist eitthvað af C- vítamíninu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.