Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Danska blaðið Jyllandsposten segir vetnissprengju á hafsbotni við Thule Bandaríkjamenn segja all- ar sprengjur hafa eyðzt Utanríkisráðherra Danmerkur segir málið ekki nýtt og enga hættu á ferðum NIELS Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, gerði í gær lítið úr frétt sem upp kom um helgina um það að bandarísk vetnissprengja hefði í 32 ár legið á hafsbotni utan við Thule-herstöðina á Grænlandi. Sagði Petersen þessar upplýsingar „ekkert nýtt“. „Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er að ábyrgt hreinsunarstarf hafi verið unnið eftir slysið," segir í yfirlýsingu ráðherrans sem gefin var út í gær í kjölfar íréttar Jyllandsposten á sunnudag. Bryan Whitman, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, fullyrti í gær að frétt blaðsins væri ekki rétt. Allar fjórar vetnissprengjumar, sem verið hefðu um borð í B-52-sprengju- flugvélinni sem fórst við Thule hinn 21. janúar 1968, hefðu eyðilagzt í eldi í slysinu. í frétt Jyllandsposten var vitnað í leyniskjöl úr Thule-stöðinni sem sagt var að fyrrverandi starfsmenn þar hefðu látið blaðinu í té. Segir blaðið koma fram í skjölunum, að einungis Stengur í kjarnaofninum stýra hrað- anum á orkuframleiðslunni, þær fær- ast upp þegar þörf er á meiri orku en niður þegar þörfin er minni. Það getur verið að sjálfvirkt kerfi í skipinu hafi farið af stað og slökkt á ofninum vegna þess að mikið högg hafi komið á kafbátinn. En ekki er víst að áhöfnin geti komið ofninum af stað aftur. Allt eru þetta samt getgátur, þeir þijár af fjórum vetnissprengjum, sem um borð voru, hefðu verið fiskaðar upp úr flakinu. Sú fjórða hefði ekki fundizt í köfunarleiðöngrum sem famir vom niður að flakinu, sem ligg- ur á um 300 metra dýpi undir ís, og leit að henni hefði verið hætt. I bandarískri skýrslu sem gefin var út að rannsókn brotlendingarinnar lokinni um mitt ár 1968 og Jyllands- posten vísar til segir að allar kjam- orkusprengjumar væm vísar en ekki er tekið fram hvort þær hafi allar fjórar verið sóttar upp af hafsbotni. Þetta mál skarar eld að þeirri um- ræðu sem verið hefur í Danmörku og á Grænlandi um það hvort Banda- ríkjamönnum skuli heimilt að nota Thule-stöðina, þar sem er öflugur radarbúnaður, í hinni nýju eldflauga- vamaáætlun sinni, NMD-áætluninni svokölluðu. Petersen tjáði frétta- eins og hún hefur lengi gert. Aðalútstreymið er með Austur- Grænlandsstraumnum og tungur úr honum fara fyrir norðan og austan Island. En ég á ákaflega erfitt með að sjá fyrir mér eitthvað sem gæti valdið því að áhrif frá þessum kafbáti hefðu í för með sér aukna geislavirkni við ísland. Og efnin yrðu auk þess ára- tugi, jafnvel aldir, að berast hingað," segir Sigurður M. Magnússon. mönnum í Kaupmannahöfn í gær að fréttin myndi ekki hafa nein áhrif á væntanlegar viðræður milli banda- rískra og danskra stjómvalda um það hvort Bandaríkjamönnum skuli heim- ilt að nota stöðina í þessum tilgangi. „Þessi mál eru allsendis óskyld," sagði ráðherrann. Grænlenzkir stjómmálamenn hafa tekið þeirri hugmynd mjög illa að Thule-stöðin gegni hlutverki í NMD-áætluninni af ótta við að það geri Grænland að lík- legra skotmarki á átakatímum. Var skoðað fyrir þrettán árura í yfirlýsingu Petersens kemur fram að fullyrðingar um að fjórða sprengjan úr farmi B-52-vélarinnar lægi enn á hafsbotni hefðu verið kannaðar í umboði danska þingsins árið 1987. Danskir þingmenn og hermálasérfræðingar gaumgæfðu þá BJ ÖRGUN ARLIÐ AR á kajökum koma til aðstoðar keppanda í stökk- keppni sem fram fór í Mostar í Bosníu-Hersegóvínu á sunnudaginn. Var stokkið fram af Gömlu brúnni, eða leifum hennar, sem er frá því á kvikmynd af vettvangi, sem tekin var úr bandarískum kafbáti, og komust að þeiiTÍ niðurstöðu að engin ástæða væri til að véfengja fullyrðingar Bandaríkjamanna um að hreinsunar- starfi hefði verið lokið með viðunandi hætti. Petersen tjáði blaðamönnum í gær að Bandaríkjamenn hefðu síðast árið 1995 fullvissað dönsk stjómvöld um þetta. Danskur prófessor í kjameðlis- fræði, Povl Lebeck 01gaard, sagði í samtali við danska útvarpið í gær, að væri það rétt að þama lægi vetnis- sprengja á hafsbotni væra hverfandi líkur á að hún gæti sprangið - kveiki- búnað vantaði á allar sprengjumar fjórai- - og geislavirk efni, plútón og úran, lækju svo hægt úr henni að eitr- unaráhrif á umhverfið yrðu í algjöra lágmarki. Benti 01gaard á að kjamorku- sprengjur lægju víðar á botni heims- hafanna, sem kosið hefði verið að láta liggja óhreyfðar. Það væri enda af- farasælast að hans mati. tímum Ottómankeisaradæmisins, en var eyðilögð í Bosníustríðinu. Hafði liðið yfír þennan keppanda, en af 62 sem skráðu sig til leiks luku 29 keppni. Er þessi stökkkeppni ár- legur viðburður í Mostar. Geislun og sprenging álíka ólíkleg við Thule Ekki heilsufars- leg hætta ÍSLENDINGUM ætti ekki að stafa heilsufarsleg hætta af kjarn- orkusprengju sem hugsanlega leynist á hafsbotninum mjög norð- arlega við vesturströnd Grænlands að sögn Sigurðar M. Magnússonar hjá Geislavörnum ríkisins. Hann segir að kjarnorkusprengjur séu hannaðar og framleiddar með það í huga að þær þoli margvíslegt hnjask og eigi því ekki að springa fyrir slysni. Sigurður segir erfitt að ímynda sér að alvarleg hætta stafi af sprengju sem liggi á hafs- botni við Thule á Grænlandi. Hann segir afar ólíklegt að sprengjan springi fyrir slysni og að geislun frá sprengjunni stöðvist líklega á nokkrum metrum í sjónum. Tærist á löngum tíma Hann segir að málmur tærist upp á mjög löngum tíma vegna seltunnar í sjónum og það gerist mjög hægt þarna vegna þess hve kaldur sjórinn er. Eftir mjög lang- an tíma, jafnvel hundruð ára, gæti plútón lekið frá sprengjunni. Plút- ón leysist ekki upp í sjónum og myndi því vera í formi agna sem væntanlega myndu falla á botninn og festast í setinu á hafsbotni. Til þess að velta vöngum yfir hugsan- legri dreifingu geislavirkra efna þarf að þekkja botnstraumana á staðnum svo og hversu mikil lóð- rétt blöndun er í efri lög sjávar þar sem fiskur heldur sig. Ytra áreiti sem myndi hafa áhrif til hins verra á sprengjuna þyrfti t.d. að vera í formi ísaldar sem yrði til þess að Grænlandsjökull stækkaði og botnfrysi á svæðinu þar sem sprengjan er. Við það gætu plútón- klumparnir pressast saman og keðjuverkun hugsanlega orðið. Sigurður segir þó að þetta sé bæði mjög ólíklegt og mjög fjarlægt okkur í tíma. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra „Ekkert nýtt kom- ið fram í málinu“ EKKI virðist tilefni til áhyggja af hálfu Islendinga vegna fregna í dönskum fjölmiðlum um að kjarnorkusprengja liggi á hafsbotni úti fyrir Græn- landsströndum. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu og að þær upplýsingar sem fengist hafa frá dönskum stjórnvöld- um séu þess efnis að fullnaðar- skýring í málinu hafi fengist frá bandarískum stjórnvöldum fyrir fimm áram. Sérfræðingar danska hersins telji enn fremur að ekki stafi hætta af því þó svo að sprengja kunni að liggja á hafsbotni, hvorki sprengju- hætta né hætta á geislun. Áfram fylgst með Ráðherra segir að sam- kvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum sé vit- að um afdrif allra þeirra sprengja sem um ræðir. Hann segir þó að áfram verði fylgst með málinu þó svo að hann geti ekki sé að neinar nýjar upp- lýsingar hafi komið fram í mál- inu. Forstöðumaður Geislavarna ríkisins um kafbátinn Kúrsk Ekkert bendir til að slysið muni hafa áhrif hér RÚSSNESKI kjarnorkukafbáturinn Kúrsk var ekki búinn kjarnorku- vopnum og afar ósennilegt er að geislavirkni frá kjamaofninum verði svo mikil að hún berist í mælanlegu magni að ströndum íslands, að sögn Sigurðar M. Magnússonar, forstöðu- manns Geislavama ríkisins. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að erfitt sé að meta hættuna á geisla- virkni frá flakinu vegna þess að ein- vörðungu Rússar sjálftr viti hve vel sjálfur kjamaofninn sé varinn gegn tæringu í sjónum, hve mikið hafi ver- ið af geislavirkum úrgangi í bátnum og hvaða gerð eldsneytis hann hafi notað. Ekki sé líklegt að ráðamenn rússneska flotans verði fúsir að láta slíkar upplýsingar í té. Ekkert bendir til óeðli- legrar geislunar . „Það er ekki neitt sem bendir til þess að slysið eigi rætur sínar að rekja til einhvers í kjarnaofninum," segir Sigurður. „Ekkert gefur til kynna að um óeðlilega geislun sé að ræða inni í kafbátnum. Hann virðist hafa tekið þátt í æfingum hjá norður- flotanum. Síðan verður árekstur snemma að morgni sunnudags, hvort sem það er við annan bát, herskip eða hann hefur hreinlega siglt á eitthvað á sjávarbotninum, klett eða annað. Það hefur komið leki að bátnum og þeir hafa orðið að leggja honum á hafsbotninn. Fram kemur að slökkt sé á kjarna- ofninum. En við getum ekki vitað hvort áhöfnin slökkti á ofninum eftir að báturinn var sestur á botninn eða fyrr og hver orsökin hefur verið. einu sem vita nákvæmlega hvað gerðist era skipveijar sjálfir." Rússar eiga marga mun eldri kjamorkukafbáta og mikið er af ónýtum kjamaofnum og geislavirk- um úrgangi í flotabækistöðvum þeirra á þessum slóðum. Sigurður er spurður hvað verði um geislavirk efni sem berist frá flakinu, hvaða straum- ar hafi þar áhrif. „Ef báturinn verður þama á hafs- botninum um aldur og ævi hefur bæst við safnið sem er á hafsbotnin- um, í kafbátnum era einn eða tveir ofnar. Báturinn mun á mjög löngum tíma tærast upp og ofninn á enn lengri tíma, þá geta farið að leka úr ofninum einhver efni. í kjarnaofnin- um getur verið einhver úranblanda sem er mjög þungt efni og myndi væntanlega bindast setinu á sjávar- botninum á staðnum og næsta ná- grenni bátsins. Síðan er það sem við köllum geisla- virkan úrgang en það era efni sem myndast við orkuframleiðsluna þeg- ar úranið klofnar og myndar orku. Það era efni eins og sesín 107 og strontín 90 en fylgst er með magni þeirra í umhverfinu. Þau leysast upp í sjónum og myndu berast með haf- straumum. Yfirborðsstraumar liggja þarna til austurs svo að mestar líkur era á að efnin myndu berast austur á bóginn úr Barentshafi í Karahaf og blandast þar því sem fyrir er. Ég er ekki viss um að hægt yrði að greina marktæka aukningu í Karahafi, það er fyrir töluvert af geislavirkum efn- um þarna, þau berast líka með ánum frá Síberíu út í Norður-íshafið. Síðan myndi þessi súpa hringsóla þarna Reuters Keppni í Mostar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.