Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Úkrafnsk kona á bæn fyrir utan Kristskirkjuna í Moskvu í gær. Heldur konan á íkonamyndum af Maríu mey og Nikulási öðrum. Heilagur Nikulás RÚSSNESKA rétttrúnaðarkirkjan tók ( gær sfðasta keisara Rússlands, Nikulás annan, og fjölskyldu hans, f dýrlingatölu, að því er fréttastofan Interfax greindi frá. Var þetta ein- rónia samþykkt á fundi f biskupa- ráði kirkjunnar er haidið var í Moskvu. Nikulás og fjölskylda hans var skotin til bana f Jekaterfnborg f Úralfjöllum 17. júlí 1918 af bolsév- fskum byltingarmönnum. Jarð- neskar leifar fjölskyldunnar fund- ust eftir fall Sovétríkjanna 1991 og voru grafnar aftur fyrir tveim ár- um í Pétursborg, sem var höfuð- borg rússneska keisaradæmisins. Alexei II, patrfarki kirkjunnar, sagði að taka ætti keisarann í tölu heilagra vegna þess hvernig andlát hans hafi borið að, en ekki vegna gjörða hans. Kohl fjarri há- tíðarhöldum Berlín. AFP. HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzl- ari Þýzkalands, verður ekki við- staddur opinber hátíðarhöld í Dresden hinn 3. október næstkom- andi, þegar rétt 10 ár verða liðin frá sameiningu þýzku ríkjanna tveggja. Kohl hafði verið boðið til hátíðar- haldanna aðeins sem gesti, ekki sem ræðuhaldara. Á undan þessari ákvörðun Kohls höfðu verið uppi háværar deilur um þá ákvörðun að fá Kohl, „kanzlara sameiningarinnar", ekki til að halda ræðu á 10 ára sameiningardaginn. Höfðu nokkrir forystumenn Kristi- legra demókrata, CDU, hótað því að sniðganga hátíðarhöldin sem fram eiga að fara í Dresden í Saxlandi, þar sem Kurt Biedenkopf, gamall innanflokksandstæðingur Kohls, ræður ríkjum sem forsætisráðherra. Gagnrýndu CDU-menn - Volker Riihe, einn varaformanna flokksins þar á meðal - þá ákvörðun að bjóða Lothar de Maiziere, sem var síðasti forsætisráðherra Austur-Þýzka- lands, að halda hátíðarræðu. Óstað- festar ásakanir þess efnis, að de Maiziere hefði á árum áður látið hafa sig út í samstarf við austur- þýzku öryggislögregluna Stasi, varð sumum CDU-mönnum tilefni til að ásaka aðstandendur sameiningar- dags-hátíðarhaldanna um að beita tvöföldu siðgæði við valið á ræðu- mönnum dagsins. Auk de Maizieres hefur núverandi forsetum Þýzka- lands og Frakklands, Johannesi Rau og Jacques Chirac, verið boðið að halda hátíðarávörp. Situr málþing flokksstofnunar í yfirlýsingu Kohls í gær, þar sem hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni að mæta ekki á hátíðarfundinn 3. október, segir að hann vilji með þessari ákvörðun leggja sitt af mörkum til þess að dægurþras stjórnmálanna skyggi ekki á hátíð- arhöldin á sameiningardeginum. Hann muni sjálfur, óháð því sem fram fer 3. október, taka þátt í mál- þingi um þemað „Sameinað Þýzka- land í tíu ár", sem Konrad-Adenau- er-Stiftung (fræðastofnun tengd CDU) mun standa fyrir í Berlín í lok september. Hague vill lífstíðardóma fyrir barnaníðinga London. Daily Telegraph. í BRETLANDI gætu barnaníðingar átt von á lífstíðardvöl bak við fang- elsismúrana nái tillögur Williams Hagues, formanns breska íhalds- flokksins, um breytingar á lögum um meðhöndlun andlega sjúkra glæpa- manna fram að ganga. Grein eftir Hague birtist í blaðinu Sunday Tim- es og hefur henni verið vel tekið af bresku stjórninni sem sagði tillög- urnar gagnlegt innlegg í umræðuna um endurskoðun laganna. Að sögn John Prescott aðstoðarforsætisráð- herra hafa tillögur Hagues nú þegar verið teknar til athugunar. „Komist stjórnmálaflokkarnir að LJOSMYNDALEIKUR á mbl.is mmm Taktu þátt í sumarmyndaleik sem Canon og <0>NÝHERJI standa fyrir á mbl.is og sendu myndirnar þínar inn. \jj| Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir skemmtilegustu myndirnar. samkomulagi um endurskoðun lag- anna þá væri það kærkomið. Slíkt veitir gjörólíkt andrúmsloft frá því sem við höfum séð í Portsmouth," sagði Prescott og vitnaði þar til múg- æsings sem varð í húsahverfinu Paulgrove í Portsmouth í síðustu viku í kjölfar nafnabirtingarherferð- ar dagblaðsins News ofthe World. í tillögum sínum bendir Hague á fjórar leiðir til að auka aðhald með barnaníðingum. Lífstíðarfangelsis- dómur ætti að bíða þeirra, en slíkt sagði Hague tryggja að yrðu ein- hverjir barnaníðinganna látnir lausir þá yrði það samkvæmt lagaheimild sem gerði yfirvöldum kleift að fylgj- ast með þeim áfram. Þá yrði þeim sem látnir yrðu lausir bannað að setja sig í samband við fórnarlömb sín eða að búa í nágrenni við þau. Hague lagði einnig til að rafrænu merki yrði komið fyrir á þeim barna- níðingum sem látnir yrðu lausir og að fylgst yrði með þeim í yfir áratug. Enn fremur skyldu þeir Bretar sem sakfelldir yrðu eriendis neyddir til að skrá sig hjá breskum yfirvöldum við komuna til landsins. í skrifum sínum fordæmdi Hague ofbeldisaðgerðirnar og múgæsing- inn sem ríktu í Portsmouth í síðustu viku. „Hversu sterkar og skiljanleg- ar sem tilfinningar foreldra í Pauls- grove húsahveríinu í Portsmouth eru, þá er múgæsing ekki forsvaran- leg. Hana fordæmi ég ekki einungis af því að saklaust fólk hefur verið gert að fórnarlömbum, heldur einnig af því að friður og öryggi velta á því að lögum sé fylgt eftir," sagði Hague. Getur leitt til færri sakfellinga Paul Cavadino, yfirmaður stofn- unar sem sér um málefni fanga, var ekki alls kostar sáttur við tillögur Hagues. „Það eru sterk rök fyrir hertari dómum sem kveðnir eru upp til óákveðins tíma í málum barnaníð- inga. Það á hins vegar að vera hlut- verk dómstóla að úthluta þeim," sagði Cavadino. Hann varaði við því að biði barnaníðinga sjálfkrafa lffs- tíðar fangelsisvist kynni það að leiða til þess að hinir ákærðu yrðu síður viljugir að játa sem gæti leitt til auk- innar hættu fyrir börn. „Lýsi færri yfir sekt sinni, þá kunna fleiri barna- níðingar að vera úrskurðaðir sak- lausir af dómstólum." gtMHMB ÞINAR MYNDIR A mbl.is Clinton fliugar friðarfund BILL Clinton Bandaríkjafor- seti mun bíða með að ákveða hvort hann boði til annars frið- arfundar með leiðtogum Pal- estínumanna og ísraela uns sendifulltrúi Bandaríkjanna hefur rætt við samningamenn beggja aðila, að því er ísraelsk- ur embættismaður sagði í gær. Fulltrúi Clintons, Dennis Ross, mun halda til Mið-Austurlanda innan nokkurra daga og ræða við samningamenn um það hvort þeim hafi tekist að færast nær samningum en þeir voru er fundurinn í Bandaríkjunum í síðasta mánuði fór út um þúfur. Svínafár í Bretlandi DÝRALÆKNANEFND Evr- ópusambandsins mun koma saman í næstu viku til þess að ákveða til hvaða ráðstafana skuli gripið vegna svínafárs sem komin er upp í Bretlandi. Belgar og Hollendingar, sem hafa bannað innflutning á lif- andi svínum frá Bretlandi, fóru fram á að fundurinn yrði hald- inn. Spánverjar hafa einnig bannað innflutning og franskir bænur krefjast þess að þar í landi verði sett samskonar bann. Strokufangi náðist FANGI sem slapp úr hámarks- gæslufangelsi með því að keyra 18 hjóla vörubíl í gegnum girð- ingu hefur náðst aftur eftir að hafa leikið lausum hala í um það bil viku. Fanginn slapp úr Huntsville-fangelsinu í Texas, og er hann kom út fyrir fangels- isgirðinguna ók hann á brott í bíl með konu sinni, sem hafði beðið eftir honum. Sex dögum síðar, eða sl. sunnudag, fundust hjónakornin í felum í skóglendi aðeins um 15 km frá fangelsinu. Fanginn, Terry Rhodes, hafði afplánað tvö ár af 45 ára fang- elsisdómi fyrir innbrot á heimili og nauðgun í Texas. Líklegt er að hann sæti nú frekari ákær- um. Flóttamenn handteknir LÖGREGLA í Tyridandi hefur handtekið 250 ólöglega flótta- menn sem voru flestir að reyna að komast til Evrópusambands- landa, að því er tyrkneska fréttastofan Anatolia greinir frá. Voru þeir að reyna að kom- ast frá Tyrklandi yfir landa- mærin til Grikklands. í hópnum voru m.a. Palestínumenn, íran- ir, írakar og Azerbædsjar. Á hverju ári reyna þúsundir manna frá Mið-Austurlöndum, Asíu og Austur-Evrópu að komast til Grikklands í gegnum Tyrkland. Reyna margir að komast til annarra Evrópu- sambandslanda. Fjögur hjól sprungu ENGAN sakaði er fjögur af sex hjólum á Boeing 737-400 þotu Malaysian Airways sprungu í lendingu í Kuala Lumpur á sunnudagskvöld. 130 farþegar voru með vélinni, og gengu þeir frá borði án vandræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.