Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Líf í orku- stöðvum Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Hluti af verki Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá, Laxárvirkjun. Vatnsflauta Hafsteins Austmanns við Ljósafoss. Lokan (túban) listræna, Laxárstöð. MYNDLIST Ljðsafossstöð Laxárstöð / Landsvirkjun LIST í ORKUSTÖÐVUM Framlag Félags islenzkra mynd- listarmanna til dagskrárinnar Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Ljósafossstöð: Guðjón Bjamason/ Ilmur María Stefáns- dóttir/Anna Jóa/ Eyjólfur Einars- son/ Gréta Mjöll Bjamadóttir/ Guðrún Gunnarsdóttir/ Gunnar Om/ Hafsteinn Austmann/ Jó- hanna Bogadóttir/ Jóhanna Þórð- ardóttir/ Kristin Geirsdóttir/ Magðalena Margrét Kjartansdótt- ir/ Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbaim/ Pjetur Stefánsson/ Steinunn Helgadótt- ir/ og Sveinn Lúðvík Bjömsson/ Valgarður Gunnarsson. Laxár- stöð: Eggert Einarsson/ Guðbjörg Lind Jónsdóttir/Guðrún Einars- dóttir/ Guðrún Kristjánsdóttir/ Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá/ Ólöf Oddgeirsdóttir/ Sara Vilbergsdóttir/ Sigurður Örlygs- son. Sýningarstjórar Jón Proppé listheimspekingur og Aðalstcinn Ingólfsson listfræðingur. Opið alla daga eftir hádegi og eftir sam- komulagi. Til 15. september. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 300 krónur. FRAMLAG FÍM til dagkrárinn- ar, Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000, er hin tvískipta sýning, List í orkustöðvum í Ljósa- fossstöð og Laxárstöð. Hún telst með svipmeiri viðburða menning- arárs og þótt báðir framníngamir séu utan borgarmarkanna, annar jafnvel hinum megin á landinu, er framtakið fullgilt og góðra gjalda vert. Þannig skal ekki litið framhjá að þetta er einnig ár Listahátíðar í Reykjavík, sem í þrjátíu ára sögu sinni hefur í vaxandi mæli smitað út frá sér til landsbyggðarinnar, sem er mikið vel og ber að fylgja eftir. Má þó vera áleitin spurn, hvort listasamtök eigi að biðla til menningarviðburða eða menning- arviðburðir til listasamtaka og listamanna, hvort hérlendir lista- menn eigi að þjóna eða miðla og uppskera um leið full mannréttindi til lífs, en það hæfir öðrum vett- vangi að ræða það og skilgreina. Einnig hvort listamenn telji eigin hyggjuvit metnað og yíirsýn full- gildar stærðir líkt og fyrrum, sbr. sýningamefndir, eða þurfi er svo er komið að leita forsjár utanað- komandi. Þá er nokkuð undarlegt, í ljósi 'þess að af 40 félagsmönnum sem sendu inn hugmyndir vora 23 valdir, en að auk þrír gestir, sem hlýtur að virka eins og köld vatns- gusa framan í þá sem var hafnað, sem væri þó réttlætanlegt ef um heimsþekktar stærðir væri að ræða. En í þessu formi er eðlilega hætta á að þeir 17 sem eftir sátu hugsi sig tvisvar um áður en þeir borga félagsgjöldin næst, en inn- heimta slíkra er (eðlilega) mesti og afdrifaríkasti höfuðverkur ís- lenzkra listasamtaka og hefur alla tíð staðið þeim fyrir þrifum. Hér er ég þó ekki á nokkurn hátt að amast við boðsgestunum en í þessari mynd virkar sem frákastið hafi verið undirmáls og þessi háttur því brýn nauðsyn. Ekki verður þó annað séð, en að FÍM sé hér í stórsókn við að skapa félagsmönnum sínum verðug verk- efni, hvort sem það getur talist hlutverk félagsins að hafa þar for- ustu í þessa vera og láta félags- menn um að borga með sér. Þó er framtakið hvernig sem á málið er litið, til stórra muna metnaðar- fyllra en hinar svonefndu smá- mynda- eða frímerkjasýningar, sem endurvaktar Haustsýningar félagsins era nefndar manna á meðal ... - Framkvæmdin í Ljósafossstöð er öllu viðameiri en fyrir norðan, þar era 18 myndlistarmenn mættir til leiks, bæði inni í stöðvarhúsinu sem úti kringum það. Sjálft stöðv- arhúsið er ekki ýkja vel fallið til listsýninga þótt fallegt sé og mynd- rænt og gjalda flest verkanna inni þess. Birtan eðlilega einhæf og stöðluð þar sem ekki hefur verið gert ráð íyrir þesslags fyrirtektum í húsinu. Einn veggur getur verið vel fallinn fyrir málverk, en annar ekki, þannig tóku formsterk mál- verk Kristínar Geirsdóttur, er við blasa er inn í sýningarrýmið kemur sig mjög vel út, en málverk Eyjólfs Einarssonar á vegg til hliðar síður, hálfvegis úti að aka ef svo má kom- ast að orði. I hinum salnum er það samsett málverk Pjeturs Stefáns- sonar sem hefur vinninginn, en önnur njóta sín síður. Við slíkar að- stæður er rýnirinn í vanda, því inn- setning verka í rými er mikið mál og þegar borðleggjandi er að verk njóta sín ekki sem skyldi, nái ekki eðlilegu flugi er allur samanburður út í hött. Þannig taka sum verk- anna sig afburða vel út í hinni veg- legu sýningarskrá sem íylgir fram- kvæmdinni, með litmyndum af verkum allra listamannanna ásamt mynd af þeim sjálfum, en era svo kannski hvorki íúgl né fískur á staðnum, en einnig öfugt eins og málverk áðumefndrar Kristínar Geirsdóttur, sem er hins vegar full dökkt í skránni. En hvemig sem á allt er litið vinna þau Kristín og Pétur hér umtalsverðan listasigur, þótt það sé óneitanlega að nokkra fyrir hegpilega staðsetningu verka þeirra. Áberandi minna verður til að mynda úr skúlptúrverki Val- garðs Gunnarssonar, Straumöndin, og segulverki Magðalenu Margrét- ar, Adam Eva - vituð ér enn - eða hvat?, en bæði taka sig mjög vel út í skrá og era í sjálfu sér hin athygl- isverðustu. En við eigum vonandi eftir að sjá þessi verk og fleiri ann- ars staðar þar sem þau fá notið sín betur. Eftir daufari heimtur inni fyrir en efni stóðu til, nálguðust menn ekki útiverkin af alltof mikilli bjartsýni, höfðum þó áður komið auga á táknrænt skúlptúrverk Hafsteins Austmanns, Vatnsflaut- una, sem trónaði á grasbletti ofan við hlið stöðvarhússins. Afar traust einfalt og formrænt, mjög skylt verkinu við Stjómarstöð Lands- virkjunar við Bústaðaveg. Eftir að hafa gengið niður stiga og þrönga leiðina meðfram framhlið veitunn- ar með háskalegan iðandi vatns- flauminn fyrir neðan, blöstu fleiri útilistaverk við og þá lyftist brúnin. Þannig fer málað skúlptúrverk Onnu Jóa, T(aflstöðvar), í láginni afar vel í umhverfinu, er um leið hið hrifríkasta sem sést hefur frá hendi listakonunnar til þessa. Sér í þyrpingu fimm lóðréttra fer- hyrndra eininga, sem geta minnt á taflmenn og hvíla á lágum stöplum. Glaðhlakkalegir litir og táknræn bylgjuform kallast á við hrátt um- hverfið og eykur því frjómögn, og þótt ekki sé verkið ýkja framlegt sýnir listakonan á sér nýja og áhugaverða hlið, að hið yfirvegaða og mónumentala liggi ekki síður fyrir henni en frjáls óheft tjáning. Minna en skyldi verður úr stór- um múrristu og mósaikverkum Jó- hönnu Bogadóttur, Hótel Jörð og Brothætt veröld, og á undarlega hrá staðsetningin helst sök á því, en verkin hins vegar áhugaverð. Eitthvert samspil og nálgun skort- ir hér á, sem hins vegar er á fullu hvað fimm eininga skúlptúrverk Gunnars Arnar í hallandanum, Tenging, og málverk Jóhönnu Þórðardóttur, Myndbrot, eftir endilöngum veggnum fyrir ofan, sem kallast á og auðga hvort ann- að. Ein sér næðu þau síður þessu flugi. í hólfuðum undirgöngum naut ofurfínt og dularfullt Ijósverk Ilmar Stefánsdóttur sín mun betur en Gunnars Amars sem rétt grillti í þá stundina en er mjög áhugavert á mynd í skránni. En þama inni náðu ástþrangnar fígúrmyndir Magðalenu Margrétar góðu flugi. í heildina litið má segja að framtakið hafi gengið upp miðað við stuttan undirbúningstíma og munar þá mestu um útiverkin, en væri ekki hugmynd að setja sýninguna upp á höfuðborgarsvæðinu, í húsakynn- um og umhverfi þar sem öll verkin nytu sín nokkum veginn til jafns, hefðu í að minnsta jafna mögu- leika..? -Að sjálft rýmið skipti máli varð- andi innsetningarverk er sýningin í göngum Laxárstöðvar með sóma og sann til vitnis um. Aðkoman hrikaleg, göngin sprengd inn í bergið og era hin myndrænustu hvert sem litið er jafnvel svo að á stundum er manni um og ó, þýðir þar lítið að fara í samkeppni við náttúrana sem er hinn óumdeildi meistari í smíð sinni. Hér era ís- lenzkir listamenn með sitthvað í lúkunum sem erlendir eiga ekki og ber að gefa meiri gaum. Lista- mennirnir átta, sem eiga þar verk þannig í allt annarri og þakklátari aðstöðu en hinir á Ljósafosstöð, að maður segi ekki öfundverðri. Rým- ið virðist hafa togað í þá á alla vegu, veitt þeim innblástur til svip- mikilla athafna og gefið þeim hinar fjölþættustu hugmyndir til út- færslu. I raun vora þeir í sam- keppni við rýmið, en hana af þakk- látara taginu, þar sem hver viðbót varð að lífi, einungis mismunandi áhrifamiklu. Innan handar að skrifa heilsíðugrein um áhrif hvers eins verks og umhverfi þess, á stundum hafði umhverfið sjálft vinninginn eins og risastór kring- lótt loka (túba), sem leit út sem hnitmiðað manngert listaverk, en markar þó einungis hagnýtt gildi. Upphaf að framkvæmdum sem náttúravemdarmenn í héraðinu, með Þorgrím Starra í fararbroddi, stöðvuðu á sínum tíma eins og frægt er. Kjarni allra dyggða telst að ganga ekki lengra en undirstað- an þolir, líf og náttúra leyfir. Það er öðru frekar hugkvæmnin og fjölbreytnin er við blasir sem heillar, hvoratveggja gerð marg- brotinna bergganga, sem og við- bótarinnar frá hendi listamann- anna. Ég bið einungis væntanlegan skoðanda að ímynda sér ef hér hefði stöðluð hugmynd ráðið för en ekki hugarflug hvers listamanns fyrir sig. Þótt augljósra áhrifa að utan gæti að sjálfsögðu í sumum verkanna, eins og t.d. Anselms Kiefers í hinum hrifríka framníngi Kristínar Jónsdóttur frá Munka- þverá, öðlast þau merkilegt sjálf- stæði þarna inni og hver listamað- urinn á fætur öðram afhjúpar á sér nýja hlið. Þannig er rneiri og óræð- ari dýpt í verki Kristínar en Kief- ers, og það er mikið annað að hafa þetta umhverfi sér til fulltingis en kalda veggi listasafnanna og svo nægir listakonunni ekki sagan ein, heldur stílar á framtíðina sem er að sjálfsögðu viðbót. Verkið er lýsandi dæmi um vinnubrögðin, en allir hafa lista- mennimir drjúgan sóma af fram- lagi sinu sem og listfræðingurinn og lisheimspekingurinn sem fengn- ir vora til að fylgja verki eftir á báðum stöðunum. Þá hefur Landsvirkjun ómældan sóma af sínum hlut og geta ber að stuðn- ingsaðilar vora; Byko, bygginga- vöraverslun, Hringbraut, Tré- smíðaverkstæði Guðmundar, Norðlingabraut, Blindrafélagið Hamrahlíð, Japis Brautarholti, Studio 12, Ljósmyndaver Marisu Arason, en hún tók allar myndir í hina vel hönnuðu skrá. Þetta era sýningar sem fæstir sem leið eiga um mega láta fram hjá sér fara, einkum hljóta hrikaleg og mynd- ræn göng Laxárvirkjunar, í bland við undirheima, að verða hverjum og einum eftirminnileg. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.