Morgunblaðið - 15.08.2000, Page 29

Morgunblaðið - 15.08.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 29 LISTIR AGRASRÓT 2000 í Nýlista- safninu sýna ungir og upprennandi listamenn verk sín og stunda í leið- inni ýmisskonar uppákomur og fremja gjörninga sem löngum hefur þótt góður siður þar á bæ. Sýninguna segjast listamennirnir hafa hugsað sem eina heild þar sem ólík verk þeirra tengjast innbyrðis í því sem þau kalla „bræðing" en þar er um að ræða stefnumót listamannna og list- greina auk ýmisskonar tenginga inn- an veggja safnsins sjálfs, svo sem milli ljósapera, herbergja og lýsinga. Líkt og nærri má geta verður líf og fjör í safninu þá daga sem sýningin stendur yfir og þar verður boðið upp á ýmsa nýbreytni í listalífinu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þannig mun „útvöldum" listamönnum úr elítum borgarinnar vera boðið uppá DJ- námskeið, en DJ-ar nútímans eru komnir langan veg frá því sem einu sinni var kallað plötusnúður. Þá býðst gestum og gangandi námskeið í hárgreiðslu og akvarellu-mynd- listarsköpun og hljómsveit með ást- kæru og ylhýru íslensku nafni, Mjólk, fremur galdur sinn. Útvarpið Útvarp sendir út dagskrá sína með- an á sýningunni stendur, frá opnun- ardegi til 3. september næstkom- andi. Hljómsveitir koma í heimsókn og tónlistin ómar ef að líkum lætur um sali safnsins sem aldrei fyrr og óvæntir og ófyrirséðir atburðir mæta augum sýningargesta. Ráðhildur Ingadóttir hefur haft veg og vanda af því að velja lista- mennina sem standa að sýningunni. Hún segist hafa kennt í Myndlista- og handíðaskóla Islands síðastliðin sjö ár og hún þekki þar af leiðandi vel til þeirra sem útskrifast hafa frá skólanum undanfarið. Margir góðir og athyglisverðir listamenn hafa að dómi Ráðhildar útskrifast frá MHÍ á undanfömum áram en að vel athug- uðu máli brá hún á það ráð að miða val sitt við þá listamenn sem luku námi árin 1997, ’98 og ’99. Þess ber þó að geta að einn meðlimur hópsins er „ómyndlistarskólagenginn" sem mun vera nýyrði, eitt af mörgum sem orðið hafa til innan hópsins. Lista- mennirnir sem þátt taka í sýningunni era Hilmar Bjarnason, Ingirafn Steinarsson, Jóní Jónsdóttir, Kar- lotta Blöndal, Kiddi, Ólöf Bjömsdótt- ir, Særún Stefánsdóttir, Haddi, Unn- ar Auðarson og hljómsveitin Mjólk. Hangsið Á sýningunni verður Hangs (hang- out) á einum stað í húsinu, þar getur hver sem er komið á framfæri hug- myndum sínum meðan á sýningunni stendur og lagt á þann hátt fram sinn skerf til sýningarinnar. í Hangsinu verða líka uppákomur sem auglýstar verða með einum eða öðram hætti á sýningartímabilinu. Jónas Ingimundarson spilar á Seyðisfirði JÓNAS Ingimundarson píanóleik- ari flytur verk eftir Chopin og Mozart á Seyðisfirði annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Tónleikarnir eru í tónleikaröð- inni Bláa Kirkjan. Miðar á tónleik- ana fást á skrifstofu Bláu Kirkjunnar, Ránargötu 3 á Seyðis- firði, og í kirkjunni fyrir tónleik- Vorum að fá 100% driflæsingar að aftan og framan og 5,38:1 drifhlutföll. Ósjálfráð tilfínn- ingaleg viðbrögð Grasrót 2000 er heiti sýningar í Nýlista- safninu við Vatnsstíg, þar sem ungir og nýútskrifaðir listamenn kynna verk sín og bjóða upp á ýmsa nýbreytni við sýningarhald. Þorvarður Hjálmarsson leit inn í Nýlistasafnið og forvitnaðist um sýninguna. „í Hangsinu koma þau hvert og eitt með sitt framlag,“ segir Ráðhild- ur. „Jóní ætlar að koma með gamalt orgel heiman frá sér og hún ætlar að vera með hárgreiðsluhorn þar sem hún býður upp á hárgreiðslu. Ein ætlar að kenna útvöldum mynd- listarmönnum að „DJ-a“, útvarps- stjórinn Ingirafn ætlar að reyna að fá til liðs við sig Rússa sem ferðast nú hérlendis á mótorhjóli og er mállaus, Hilmar ætlar að kenna akvarellu- málun í ákveðnu formi. Hann ætlar að mála pínulitlar myndir og leið- beina fólki um hvernig það er gert. Þarna verða hljóðfæri og þetta verð- ur sá staður á sýningunni þar sem allir geta komið og fundið eitthvað viðsitt hæfi.“ í Hangsinu verða húsgögn sem listamennimir völdu í sameiningu og fengu lánuð meðan á sýningunni stendur. Jóní segir að í Hangsinu eigi öllum að líða vel, það hvort þeir dreifa huga sínum við föndur, ýmis- skonar dundur eða dagblaðalestur skipti engu höfuðmáli, aðalatriðið sé að Hangsið sé einhverskonar athvarf allra á sýningunni. Unnar bætir því við að fólk hafi þá einhveija ástæðu til að koma aftur á sýninguna og er á honum að heyra að honum leiðist myndlistarsýningar. Með Hangsinu reyni þau að skapa andrúmsloft þar sem fólki geti liðið vel og Unnar get- ur þess í leiðinni að listasöfn séu staðir þar sem fólki líði almennt ekki stjóri sýningarinnar og dagskrár- stjóri útvarpsins, Útvarp, sem senda mun út á tíðninni 105,7 meðan á sýn- ingunni stendur. „Ég verð með gróðurhús og út- varpssendingu, segir Ingirafn kot- roskinn á svip. „Ég ætla að reyna að útvarpa Nýlistasafninu meðan á sýn- ingunni stendur, því sem fram fer í húsinu, samtölum milli gesta og hverju sem hljóðnemarnir nema.“ Særún Stefánsdóttir og Hafsteinn Ingimundarson verða með ljósmynd- ir af félögum sínum, gamlar bekkjar- myndir frá 1984. „Þetta er tímabil sem er dálítið týnt í dag,“ segir Særún. „Við eram að reyna að endurvekja það. Við ósk- um í leiðinni eftir því að hitta þessa félaga okkar aftur og munum gera tilraun til þess að hittast öll á sýning- unni og rifja upp gömul kynni.“ Þá era ótalin þau Hilmar Bjarna- son, Ólöf Bjömsdóttir og Kiddi. „Hilmar ætlar að vera með borð niðri,“ segir Ráðhildur, „með mörg- hundruð málverkum á. Þau era öll lítil og hann týndi þeim. Hann ætlar að mála Hangsið fyrir okkur í þeim litum sem myndirnar vora í og hann ætlar líka að vera með hljóðverk þar sem hann verður með nema sem hann leiðir eftir göngunum, eins og krossganginum sem liggur uppí Súm-salinn og á aðra hönd inn í Hangsið og á hina inn á salemið. Þegar einhver fer þarna í gegn fær hann einhverja setningu í bakið sem við vitum ekki alveg hver verður. Ólöf verður með „lopameyju", sem er nýyrði eins og „ómyndlistarskóla- genginn" og „hangs“. Við eram svona frjó héma að við búum bara til okkar eigið tungumál og Nýlista- safnið á líka sinn þátt í þessu öllu. Kiddi verður með ljósmyndir, stemmningsmyndir af fólki, húsum og af innivera og útivera. Af daglegu lífi og næturlífi." Sýningin „Grasrót 2000“ hefur verið rámt ár í undirbúningi og hafa listamennimir ásamt sýningarstjór- anum Ráðhildi Ingadóttur hist reglu- lega og viðrað skoðanir sínar og hug- myndir. Þannig varð að lokum til sá „bræðingur" sem þau telja mikil- vægasta þátt sýningarinnar, sú hug- myndalega samvinna sem gerði Grasrót 2000 mögulega. Sumir lista- mannanna era ekki alveg sáttir við nafngift sýningarinnar og telja sig lengra á veg komna en nafngiftin gefur til kynna. Um þá hlið mála verða aðrir að dæma en aftur á móti má fullyrða að þrótturinn er óbeisl- aður og gleðin mikil. Isuzu Trooper Morgunblaðið/RAX Sýninguna segjast listamennirnir hafa hugsað sem eina heild þar sem ólík verk þeirra tengjast innbyrðis í því sem þau kalla „bræðing". vel. Þarna geti fólk rætt hindranar- laust saman og skipst á skoðunum. Hugmyndin um Hangsið þróaðist hjá hópnum sjálfum og þau taka það fram að Hangsið sé bara hangs og ekkert annað en hangs. Ráðhildur segir að á sínum ung- dómsáram hafi hennar kynslóð hangið inni á herbergjum sínum svo þarna sé um framför að ræða. Hangsið hafi í för með sér miklu meiri gæði í mannlegum samskiptum en þá tíðkaðist. í nöp við Nýlistasafnið En hvað skyldu listamennimir vera að hugsa um? Hvað liggur þeim á hjarta og hvaða verkum munu þau bjóða fólki að kynnast á sýningunni Grasrót 2000? „Ég er listamaður sem allir geta skilið,“ segir Jóní Jónsdóttir kímin í bragði. „Mitt eigið dót er bara bland- að, blönduð tækni og þar fram eftir götunum en að þessu sinni þreyti ég framraun mína sem söngkona og er með tónlistarmyndbönd. Þá hef ég líka lagt nokkra stund á að fremja gjörninga." Karlotta Blöndal er ekki alveg eins ákveðin og Jóní en lætur þó til leið- ast. __ „Ég ætla að vera með „perform- ans“ hérna á opnunni sem fjallar um það hvernig það er að vera listamað- ur. Þá sýni ég tvö myndbönd sem fjalla um ósjálfráð tilfinningaleg við- brögð.“ Setningin „ósjálfráð tilfmningaleg viðbrögð" vekur mikla kátínu meðal samlistamanna hennar af einhverj- um ótilgreindum orsökum en svarið við þeirri gátu bíður væntanlega sýn- ingargesta. Unnar Auðarson segist líka vera með verk þar sem hann lýsir tilfinn- ingum sínum, að þessu sinni í garð þessarar mætu stofnunar, Nýlista- safnsins. „Ég var alinn upp í andúð á myndlist og myndlistarmönnum," segir hann ákveðinn og heldur áfram: „Ég ætla að reyna að loka safninu með því að negla fyrir glugg- ana og annað verk mitt verður garðs- langa sem hlykkjast um safnið að innanverðu. Ég hef alltaf hatað Ný- listasafnið! Þannig má kannski segja að myndlistin mln sé hálfgerð með- vituð meðferð.“ Ingirafn Steinarsson er útvarps- Umgyörð urrt gott tíf... ELDASKAUNN Invita sérverslun Brautarholti 3, 105 Reykjavík Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Persónulega eldhúsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.