Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • THE Wineland MUIenium, ensk þýðing bókarinnar Vínlandsgátan eftir Pál Bergþórsson í þýðingu Önnu Yates. Forseti Islands, Ölafur Ragnar Grímsson, ritar formála að bókinni. Bókin kom út árið 1997 og var til- nefnd til Islensku bókmenntaverð- launanna í flokki fræðirita. Vínlandsgátan fjallar um landa- fundi norrænna mannaí Vesturheimi um árið 1000, og þá aðallega Leifs heppna og Þorvalds Eiríkssona og Þorfinns karlsefnis. Höfundurinn, Páll Bergþórsson, leggur Vínlands- sögumar, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, til grundvallar, rekur þær áfanga eftir áfanga og kortleggur leiðir manna og dvalar- staði. Lýsingar sagnanna eru bornar saman við þá þekkingu sem afla má á annan hátt um siglingatækni fom- manna, staðhætti, loftslag, gróður og dýralíf í Vesturheimi og þjóðhætti indíána og ínúíta. Og lesendur sjá kunnuglegar slóðir í nýju Ijósi og geta ímyndað sér íslenska menn reikandi um á þeim stað þar sem nú er New York - en þeir nefndu Hóp. En Páll hefur ekki látið þar við sitja í leit sinni að lausn Vínlandsgát- unnar. Sjálfur lagði hann land undir fót í tengslum við rannsóknir sínar, kannaði staðhætti vestanhafs og fann meðal annars villtan vínvið og sjálfsáið hveiti eða villirís. í bókinni em m.a. birt dagbókarbrot og ljós- myndir úr þeirri ferð hans. I viðauka er birtur texti Vínlandssagnanna, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða með nútímastafsetningu. Páll Bergþórsson er fæddur árið 1923. Hann er fil. kand. í veðurfræði frá Stokkhólmsháskóla, var Veður- stofustjóri um hríð og hefur á undan- fórnum áratugum ritað og þýtt bæk- ur og greinar um veðurfræði og veðurfar. Einnig hefur hann flutt yfir 200 útvarpserindi um sömu málefni. Útgefandi erMál ogmenning. Bókin er 304 bls. Verð: 3.490 kr. Te Kanawa í Líbanon Sópransöngkonan Kiri te Kanawa kom fram á fyrstu tónleikum sum- arhátíðarinnar í Libanon. Það var Konserthljómsveitin í Búdapest sem lék á þessum tónleikum undir stjórn Robins Stapletons. Meðal annarra listamanna, sem koma fram á sumartónleikunum, eru Jessye Norman og arabiska söng- konan Fayrouz. Reuters Vinsælt myndefni Áhugamálarar festa óperuhúsið í Sydney á léreft. I höfninni liggja sögufrægir farkostir og er þetta vinsælt mynd- efni manna. Magnea Tómasdóttir í loka- keppni Wagner-radda MAGNEA Tómasdóttir komst í lokakeppni Alþjóðlegrar keppni Wagner-söngradda í Þýskalandi, en undanúrslitin fóru fram dagana 6. og 7. ágúst í Bayreuth. Magnea er í hóp 16 söngvara sem þreyta munu lokakeppni. Um það bil 100 umsækjendur sóttu um þátttöku og var Magnea ásamt 45 öðrum söngvurum valin til keppn- innar. Richard Wagner félagið á íslandi ákvað í byrjun árs að styrkja Magneu Tómasdóttur söngkonu til að taka fyrir hönd fé- lagsins þátt í Alþjóðlegri söng- keppni Wagner-radda í Þýska- landi. Það eru Alþjóðasamtök Wagner-félaga sem standa að þessari keppni ásamt Richard Wagner-félaginu í Saarbrúcken og óperuhúsinu þar í borg, en þar verður einnig lokaáfangi keppninn- ar haldinn í október nk. Að sögn Hermanns Kronzs, forsvarsmanns keppninnar, voru keppendur í ár í mjög háum gæðaflokki og dóm- nefnd mikill vandi á höndum að velja þá 16 sem áfram komust. Magnea stundaði nám hjá Unni Jensdóttur við Tónlistarskóla Seltjarnarness en lauk síðan fram- haldsnámi frá Trinity College of Music í London árið 1996. Hún hefur sungið m.a. við óperuna í Köln á árunum 1997-1999, hlotið styrki úr Söngmenntasjóði Marín- ós Péturssonar og frá Félagi ís- lenskra leikara og var bæjarlistar- maður Kópavogs árið 1998. Einn litur í stórri mynd ✓ Hörður Askelsson kórstjórí segir kórhlutann í Baldri reyna á söngvarana þar sem kröfur um tónhæð og styrkbreytingar séu miklar. Hörður Áskelsson Morgunblaðið/Arnaldur HÖRÐUR Áskelsson, organisti í Hall- grímskirkju og stjórnandi Mótettukórsins, hefur það sérkennilega verkefni með hönd- um að stýra Schola cantorum kórnum í upp- færslunni á Baldri eftir Jón Leifs. Sérkenni- lega í þeim skilningi að hinn sungni þáttur verksins er nánast „án orða“. Hvert hlutverk kórsins er, þegar hann er ekki að segja sögu eða færa atburðarásina áfram, er ekki vel ljóst okkur leikfólki - og svo hlýtur stærð kórsins, 25 manns, að koma á óvart. í þessu risastóra verki, með risa- stórri sinfóníuhljómsveit, danshöfundi og hljómsveitarstjóra sem eru ekki af smærri tegundinni. Þegar kórstjórinn er spurður hvers vegna kórinn sé ekki stærri, segir hann: „Að sjálfsögðu væri betur við hæfi að hafa stærri kór, miðað við stærð verkefnis- ins, en kammerkórinn Schola cantorum er kominn með mikla reynslu af því að syngja verk Jóns Leifs vegna þess að við höfum sungið mörg verka hans í hljóðritunum sem sænska útgáfufyrirtækið BIS er að taka upp. BIS er að gefa út hljómsveitarverk hans pg við höfum verið, ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands, að vinna að þessum upptökum síð- ustu árin og erum langt komin.“ Þéttriðinn tónlistarvefur „Ástæðan fyrir því að ákveðið var að Schola cantorum tæki að sér kórþáttinn í uppfærslunni er sú að þetta er svo harður ritháttur fyrir kór að það þurfti helst at- vinnumenn til þess að syngja hann og þessi kór er samsettur af lærðum söngvurum. í verkinu eru vægðarlausar kröfur um tón- hæð, styrkbreytingar og allt slíkt. Ef ég hefði 200 manna kór með þá hæfni sem Schola cantorum hefur, myndi ég fremur kjósa það en að vera með 25 manns. En jafn- vel 200 manna kór hefði varla roð við svo þéttriðnum tónlistarvef sem er í þessu verki og verkum Jóns Leifs yfirleitt - og þá á ég m.a. við hið gríðarlega slagverk sem er í verkum hans eins og þeir vita sem þekkja Jón Leifs. Þess vegna er gripið til tækninnar og kórinn magnaður upp og því á kór með 25 söngvurum, sem eru vel heima í stíl Jóns, að duga vel.“ Hvert er hlutverk kórsins? Jón ætlar kórnum lítið hlutverk, því miður, hann notar kórinn sem hljóðgjafa til þess að bæta ákveðnum lit í hljómsveitina. Hann er yfirleitt með kórinn baksviðs, hann er eins og hljómur úr fjarska. Með mögnun er hægt að hafa áhrif á-það hvernig þessi litur virkar sem var auðvitað ekki hægt á þeim tíma sem verkið var skrifað. Reyndar eru fyrirmæli sem Jón skrifar inn í nótur raddskrárinnar um framvindu dramans svo nákvæm að það er eins og hann hafi verið að skrifa kvikmyndahandrit. Margt af því er ábyggilega illframkvæmanlegt á leiksviði." Hvað geturðu sagt mér um kórinn? Scola cantorum er þriggja ára gamall kór og fellur undir skilgreininguna kammerkór og frá upphafi hafa verk hans verið af tvennum toga, annars vegar barokk- og endurreisnar- tónlist, það er að segja gamla tónlistin og hins vegar ný tónlist. Við höfum verið að frumflytja ný verk eftir íslensk tónskáld og í þeim efnum er mikið framundan hjá okkur. Ég kom fyrst að upptökum á verkum Jóns Leifs fyrir kór og hljómsveit fyrir BIS með Mótettukór Hallgrímskirkju sem er hinn kórinn minn. Svo var ég beðinn um að ann- ast áfram kórhlutann í næstu verkefnum og sá að það hentaði betur að vinna þessar upp- tökur með minni kór.“ Tónskáld hinna miklu öfga Hver eru helstu einkennin í tónsmíðum Jóns Leifs? „Ef við erum að tala um það mjög almennt, þá er hann tónskáld hinna miklu öfga. Hann er alltaf að fara út á jaðra þess sem mögulegt er. Þetta á ekki síst við hvað sönginn snertir. Hann fer mikið út á jaðarsvæði í tónhæð, bæði hæð og dýpt, sem sjaldan er gert þegar skrifað er fyrir raddir. Þessar öfgar koma vel fram í hljómsveit- arverkum hans, meðal annars í mjög mikilli notkun slagverks og mjög yfirdrifinni notk- un á endurteknum áherslum. Eftir að hafa kynnst verkum þessa tónskálds, finnst mér hann alltaf vera sjálfum sér samkvæmur. Það verður að segjast eins og er að hann skrifar ekki vel fyrir söngraddir. Hann notar kórinn eins og hljóðfæri og er ekkert að spekúlera í þvi hvað sé þægilegt að syngja. Kórinn er „effekt" sem hann beitir - og auðvitað nær hann fram miklum áhrifum með þessu hætti. Á Kristnitökuhátíðinni á Þingvöllum í sumar flutti ég tvo þætti úr verki eftir Jón sem heitir Þjóðhvöt og var skrifað fyrir sam- keppni Alþingishátíðar 1930. Þar var ég með næstum 200 manna kór og Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Það var heilmikil reynsla að upplifa verk hans í því samhengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.