Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Náms- og starfsráðgjöf - Anna Sigurðardóttir, Björg Birgisdóttir og Sigríður Hulda Jónsdóttir eru náms- og starfsráðgjafar og starfa allar innan skólakerfísins í Reykjavík. Þær hafa hannað og stýrt stuðningskerfí fyrir nemendur sem standa á tímamótum eða vilja bæta árangur sinn í námi. I greininni fjalla þær um stuðningskerfíð sem hefur verið nefnt Sjálfstæði - Oryggi - Arangur, en þær segja kerfíð löngu tímabært í íslensku skólakerfi. Sjálfstæði, • • oryggi og árangur A annað hundrað nemendur hafa tekið þátt í stuðningskerfínu. Nemendur setja sig hver í annars spor, gefa ráð og hvetja. STUÐNINGSKERFIÐ, Sjálfstæði - Öryggi - Arangur, byggist á ein- staklingsviðtölum og hóp- ráðgjöf við nemendur í fámennum hópum. Stuðningskerfið hefur verið notað á þremur skólastigum, grunn- skóla-, framhaldsskóla- og háskóla- stigi. Á annað hundrað nemendur hafa tekið þátt í stuðningskerfinu. Niðurstöður mats sýna að þessi að- ferð er árangursrík til að bæta náms- árangur og auka vellíðan nemenda innan skólakerfisins. Breytingar á lífsmynstri einstaklings kalla á við- brögð. Sumir hræðast breytingar en aðrir sjá þær sem tækifæri til aukins þroska. Nemendur þurfa sífellt að takast á við breytingar á námstíma sínum og sumar þeirra geta reynst flóknar. Það getur verið jafnmikil ögrun fyrir fullorðinn einstakling að hefja nám í háskóla eins og fyrir barn að hefja skólagöngu sína. Áhersla á fjölbreytt námsval I lögum um framhaldsskóla segir að „allir sem lokið hafa grunnskóla- námi eða hlotið jafngilda undirstöðu- menntun skulu eiga kost á að hefja nám í framhaldsskóla." (1996, nr. 80, gr.15). Sá tími þegar framhaldsnám ein- kenndist af fáum og illaðgengilegum latínuskólum er liðinn. Nokkuð er þó um að framhaldsskólar leyfi sér að taka aðeins inn nemendur með háar einkunnir úr grunnskóla. Þetta setur marga unglinga og fjölskyldur þeirra í mjög erfiða stöðu. Þessi stefna ákveðinna skóla lýsir hræðslu og áhugaleysi við að takast á við krefjandi verkefni, þ.e. unglinga landsins sem eru misjafnlega á vegi staddir hvað varðar þroska og náms- getu. Slík stefna er engan veginn í takt við áherslur nýrrar aðalnámskrár sem kveður á um að innan fram- haldsskólans eigi að rúmast marg- víslegt nám þannig að hver og einn geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ný aðalnámsskrá leggur áherslu á aukið svigrúm nemenda varðandi sam- setningu náms og námsval. Einnig er lögð áhersla á að auka náms- og Björg J. Birgisdóttir, Sigríður Hulda Jónsdóttir og Anna Sigurðardóttir hafa hannað og stýrt stuðningskerfi fyrir nemendur. Mikil áhersla er Iögð á að bæta ástundun og sjálfsstyrk nemendanna. starfsráðgjöf innan skólakerfisins sem er nauðsynleg þjónusta við nem- endur í flóknu umhverfi. Námsleiðir eru margar og nú við upphaf 21. aldar er flóknara en nokkru sinni fyrr að velja sér farveg í námi og starfi. Margvíslegir mögu- leikar og stöðug endurmenntun ein- kenna nútímann. Sá sem stendur á tímamótum þarf að þekkja sjálfan sig og umhverfi sitt. Til þess að geta valið leið sem reynist farsæl er nauðsynlegt að átta UTSALA - UTSALA Ótrúlega lágt verð 80-90% afsláttui Aöeins í tvo daga Dæmi um v erð Áður Nú Siffonblússa 3.100 700 Herraskyrta 3.200 700 Sumarkjóll 4.100 800 Síð pils 3.600 700 Buxur 4.600 900 Toppur 2.900 400 Og margt, margt fleira. Opið frá kl. 10.00 til 18.00 I IvZ* I Iv-J» Iv-*^v Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. sig á eigin áhugasviði og hæfni. Með tilkomu náms- og starfsráðgjafar hafa einstaklingar möguleika á að ræða við fagaðila um námsmögu- leika sína og framtíð. Fram til þessa hefur ráðgjöf að mestu farið fram í einstaklingsviðtölum. Með stuðn- ingskerfinu Sjálfstæði - Öryggi - Árangur, er farin önnur leið til að nálgast nemendur því þar er unnið með nemendur í hópum. Um er að ræða hópráðgjöf, þar sem sex til tíu nemendur mynda hóp sem hefur sameiginleg málefni að meginvið- fangsefni, s.s. ástundun, framtíðar- sýn, námstækni og sjálfsmat. Stuðningskerfið byggt upp Veturinn 1998-1999 var byggt upp stuðningskerfi fyrir nemendahópa í þeim skólum sem höfundar störfuðu sem náms- og starfsráðgjafar. Meg- ináhersla var lögð á að bæta ástund- un og sjálfsstyrk nemendanna. Byggt var á meistaraverkefni Bjarg- ar Birgisdóttur frá California State University í Northridge í Bandaríkj- unum. I verkefninu voru rannsökuð árangursrík stuðningskerfi sem not- uð hafa verið víða í Bandaríkjunum. Einnig var byggt á ýmsum erlendum kenningum og aðferðum varðandi hópráðgjöf. Stuðningskerfi sem þetta er nýj- ung innan skólakerfisins. Svigrúm fyrir nýjungar innan skólakerfisins er takmarkað, sérstaklega ef þær hafa aukinn kostnað í för með sér og þurfa að rúmast innan skóladagsins. Allt er þó hægt ef nægur vilji er fyrir hendi. Stuðningskerfið hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð. Flestir þeir sem hafa kynnst því telja að þarna sé á ferðinni löngu tímabært verkefni þar sem skólinn, sem mennta- og fræðslustofnun, á að sinna því hlut- verki að þjálfa nemendur sína í vinnubrögðum og móta jákvæða sjálfsvitund þeirra. Einkaviðtöl og hópráðgjöf Sérstaða þessa stuðningskerfis er sú að boðinn er tvenns konar stuðn- ingur. Annars vegar hópráðgjöf sem felur í sér jákvæð samskipti við skólafélaga sem mynda stuðnings- hóp og hins vegar einkaviðtöl við náms- og starfsráðgjafa. í hópráðgjöf verður samkennd og virkni hópsins einn aðaldrifkraftur- inn. Nemendur setja sig í spor hver annars, gefa ráð og hvetja jafningj- ann. Jákvæður þrýstingur myndast innan hópsins í þá átt að hver og einn vill standa sig sem best. Þetta er oft áhrifameira en hvatningarorð utan- aðkomandi aðila. Náms- og starfsráðgjafinn stýrir hópnum og nýtir sér þekkingu sína til þess að mynda jákvæð tengsl á persónulegum nótum við þátttak- endur. Það er mikilvægt fyrir ein- stakling að finna að hann tilheyri já- kvæðum hópi. Sú breyting sem nemendur upplifa þegar þeir flytjast af einu skólastigi yfir á annað veldur oft óöryggi. Þegar nemendur byrja í framhaldsskóla upplifa þeir oft ör- yggisleysi og litla eftirfylgd miðað við þá nálægð sem rfkjandi er í grunnskólanum. Á þessum tímamót- um getur markviss stuðningur hjálp- að og reynsla af hópráðgjöf sýnir að tengslin sem myndast í hópi nem- enda sem eru í svipuðum aðstæðum hefur jákvæð áhrif á líðan þeirra, ástundun og námsárangur. Stuðningskerfið byggist á sjö vikulegum samverustundum hópsins með ráðgjafa. Hver stund inniheldur ákveðið efni s.s. námstækni, tímast- jórnun, ákvarðanatöku, kvíða, lífs- stíl, áhugasvið o.fl. Lögð er áhersla á virkni þátttakanda, samkennd, upp- byggjandi andrúmsloft, traust og virðingu innan hópsins. I lok hverrar stundar setur hver nemandi sér skriflegt markmið fyrir næstu viku og hver stund hefst á því að farið er yfir árangur markmiða frá síðustu stund. Helstu markmið stuðningskerfis- ins eru að aðstoða nemandann við að hámarka árangur sinn, efla jákvætt viðhorf nemandans og styrkja sjálf- svitund hans, kenna markvissa ákvarðanatöku varðandi framtíðina og undirbúa nemandann fyrir frek- ara nám eða til starfs. Nýtist á öllum skólastigum Eftir að höfundar höfðu stýrt stuðningskerfinu í þremur skólum var félögum í Félagi náms- og starfs- ráðgjafa, FNS, boðið námskeið til að geta stýrt slíku stuðningskerfi. Á námskeiðinu fengu þátttakendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.