Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 37

Morgunblaðið - 15.08.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 37 gögn og handleiðslu. Þrettán náms- ráðgjafar fóru af stað með stuðn- ingskerfið á síðasta skólaári. Nú hafa á annað hundrað nemendur á aldrinum 15 til 57 ára tekið þátt í stuðningskerfinu í sex framhalds- skólum, fimm grunnskólum og tveimur háskólum á Reykjavíkur- svæðinu. Grunnhugmyndin að stuðningskerfinu er alls staðar sú sama en áherslur eru breytilegar til samræmis við aldur þátttakenda. Stuðningskerfið nýtist því á öllum skólastigum og er einkum ætlað nemendum sem standa á tímamótum eða vilja bæta árangur sinn. Þegar byggt er upp nýtt starf inn- an faglegs ramma er nauðsynlegt að reikna með því frá upphafi að meta skuli árangur starfsins. Þannig verð- ur ljóst hvort markmið hafi náðst og einnig hvernig má endurbæta kerfið. Til þess að meta árangur af stuðn- ingskerfinu er afar mikilvægt að nota mismunandi matsaðferðir tii þess að fá raunhæfar niðurstöður. Spumingalistar voru lagðir fyrir þátttakendur í upphafi og lok stuðn- ingskerfisins. Einnig var fylgst með einkunnum og mætingum nemenda. Samkvæmt spumingalistunum vom allir þátttakendur ánægðir með að hafa tekið þátt í stuðningskerfinu. Flestir nemendurnir sýndu aukinn árangur varðandi markmiðssetn- ingu, fundu fyrir minni kvíða, sýndu árangur varðandi tímastjórnun, höfðu sterka tilfinningu fyrir því að þeir tilheyrðu jákvæðum hópi og fengju persónulegan stuðning og höfðu jafnframt gert áætlun fyrir framtíðina. Marktækur munur kom fram á ástundun og námsárangri. Þessar niðurstöður benda sterklega til þess að flest þau markmið sem sett vom í upphafi hafi náðst. Kynningar á stuðningskerfinu Menntamálaráðuneytið hefur veitt þróunarstyrk til þessa verkefn- is, sem gefur tækifæri til þess að halda áfram að þróa stuðningskerfið. Styrkurinn hefur vissulega verið hvatning og einnig opnað leiðir til þess að kynna stuðningskerfið víða. Á málþingi um skólamál sem haldið var 9. október sl. í Kennaraháskóla íslands og bar yfirskriftina: Rann- sóknir - Nýbreytni - Þróun, var stuðningskerfið kynnt. Einnig var stuðningskerfið kynnt á námskeiði fyrir náms- og starfsráðgjafa. í ágúst 1999 var stuðningskerfið kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu náms- og starfsráðgjafa í Englandi sem bar yfirskriftina Lifelong Careers Guid- ance for Lifetime Career Develop- ment. Verkefnið var einnig kynnt sl. vor á ráðstefnu náms- og starfsráð- gjafa á Prince Edward Island í Kan- ada. Yfirskrift þeirrar ráðstefnu var Looking Back - Thinking Forward. Stuðningskerfið vakti athygli og við- brögð vora mjög jákvæð á þessum ráðstefnum. Hver nemandi er einstakur Hópráðgjöf er aðferð til þess að ná til fleiri nemenda en í einstaklings- miðaðri ráðgjöf. Stuðningskerfi, svipað því sem hér er kynnt, er löngu tímabært í íslensku skólakerfi. Rannsóknir frá Bandaríkjunum sýna að það er afar mikilvægt að sér- hver nemandi upplifi að hann sé ein- stakur og að það sé a.m.k. einn starfsmaður innan skólans sem læt- ur sér annt um hag hans og framtíð. Stuðningur getur leitt til jákvæð- ari reynslu einstaklingsins úr skól- anum og gefið honum þá tilfinningu að hann tilheyri sínum skóla. í þjóð- félagi sem einkennist af miklum hraða, mikilli vinnu fullorðinna og minni samskiptum, er það skylda skólakerfisins að leggja sitt af mörk- um til þess að nemandi upplifi að hann skipti máli sem einstaklingur innan skólans og ljúki námi með skýrt mótaða framtíðarsýn. Átta nýjar námsleiðir í Háskóla Islands FRAM kemur í fréttatilkynningu frá Háskóla Islands að í haust hefjist við skólann átta nýjar námsleiðir. Um er að ræða diplóma-námsleiðir en haustið 1999 bauð Háskóli íslands í fyrsta skipti upp á svonefnt diplóma- nám. Þá hófust níu námsleiðir með á þriðja hundrað nemendum. Nám- stíminn er eitt og hálft ár með sjálf- stæðum námslokum eftir 45 eining- ar. I haust bætast eftirtaldar náms- leiðir við. í lagadeild er viðbótin námsleið fyrir lögritara, aðstoðar- fólk lögfræðinga og í viðskipta- og hagfræðideild bætist við reiknings- hald. í heimspekideild fjölgar um fimm námsleiðir en þar verður kennt þýðingarnám sem og hagnýt danska, enska, þýska og spænska fyrir at- vinnulífið. I félagsvísindadeild er ný námsleið, menntun leiðbeinenda í uppeldis- og félagsstarfi. Fyrir vora eftirtaldar diplómari- ámsleiðir við Háskóla íslands. í við- skipta- og hagfræðideild var kennd hagfræði, markaðs- og útflutnings- fræði, rekstrarstjórnun, viðskipta- tungumál og rekstur fyrirtækja og tölvunotkun. I heimspekideild var kennd hagnýt íslenska. í verkfræði- deild var kenndur s rekstur tölvuk- erfa og í raunvísindadeild var það ferðamálafræði. Nánari lýsingar má finna á heima- síðu Háskóla íslands www.hi.is, heimasíðu viðskipta- og hagfræði- deildar www.hag.hi.is/diplom og heimasíðu lagadeildar www.hi.is/ nam/laga. Skráning er til 18. ágúst hjá Nem- endaskrá Háskóla íslands. ' verslunarmiðst. Eiöstorgi, sími 552 3970. FÉLAG HÖFUOBEINA* CX3 SPJALDHRYGGSJAFNARA Nám Höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfmm www.simnet.is/cranio S. 699 8064 og 564 1803 Nýr staður fyrir iri notoöo bfla Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stæróum og gerð- um. Bílaland er í nýja B&L-húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select vió Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. Renault 19 RT Fyrsta skrán.dags. 26/07/1995. Árgerð 1995. Slagrými 1794. 4 d. Skipting S. Vínrauður. Ekinn 28 þús.km ..........N Peugeot 306 SL Fyrsta skrán.dags. 13/08/1996. Árgerö 1996. Slagrými 1400. 4 d. * l|| \Skipting 5 g. Dökkgrænn. Ekinn 58 þús.km. Renault Megane Berline RT. Fyrsta skrán.dags. 22/03/1996. Árgerð 1997. X^^ ^SIagrými 1598. 5 d. Skipting 5 g. . Dökkblár. Ekinn104 þús.km. V \ /• 'Y’ Álfelgur. Verd 770.000 Opel Astra Caravan GL Diesel. Fyrsta skrán.dags. 03/05/1996. Árgeró 1996. Slagrými 1700. 5 d. y Skipting 5 g. Hvítur. Ekinn 100 þús.km. Lada Sport i. Fyrsta skrán.dags. 11/12/1996. Árgerð 1997. .Slagrými 1690. 3 d. Skipting 5 g. Blár. Ekinn 34. þús.km. Renault 19 RN. Fyrsta skrán.dags. 28/11/1995. Árgerð 1996. Slagrými 1390. 4 d. Skipting 5 g. Vínrauður. Ekinn 96 þús.km. Álfelgur. Hyundai Accent GLSi. Fyrsta skrán.dags. 09/06/1999. Árgeról 999. Slagrými 1495. 5 d. /ú jyS Skipting 5 g. Silfurgrár. $/_ Ekinn 19 þús.km. ''""wnr n, Verð 590.000 Honda Civic ESi. Fyrsta skrán.dags. 12/08/1992 Árgerð 1992. Slagrými 1590. 3 d. r Skipting 5 g. Rauður. Ekinn 148 þús.km. Álfelgur, vetrardekk, -,ll[ cd ofl. jte . Verð 104.000 Hyundai Elantra GLSi Fyrsta skrán. dags. 25/06/1998. Árgerð 1998. Slagrými 1599^ 4 d. Skipting 5 g. Vínrauður. Ekinn 56 þús.krof*^ ■ Álfelgur. f Suzuki Swift GLXi. Fyrsta skrán.dags. 20/01/1998. Árgeró 1998. Slagrými 1298. 5 d. Skipting 5 g. Grænblár. Ekinn 41 þús.km. Veró 690.000 Hyundai Coupe. Fyrsta skrán.dags. 14/05/1997. Árgerð 1997. Slagrým 1600. 2 d. SkiptingS. Rauðurggg Ekinn 38 þús.km. Grjóthálsi 1 sími 5751230 Verð1.050.000 notaóir bílar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.