Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMSKIPTI í REKSTRI RÍKISSJÓÐS s ISLENDINGAR hafa skipað sér á bekk með ríkjum, sem beztum hafa náð árangri í baráttunni við að halda ríkissjóði í jákvæðum rekstri. Þetta kemur berlega fram af ummælum Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra í Morgunblaðinu í fyrradag. Islendingar hafa sem sé greitt niður skuldir ríkissjóðs í góðærinu undan- farið, þannig að hlutfall þeirra af þjóðarframleiðslu hefur lækkað tals- vert og er nú svo komið að aðeins fjór- ar þjóðir innan OECD skulda minna en Islendingar, Ástralía, Svíþjóð, Finnland og Noregur. Þrjár þær síð- astnefndu skulda raunar ekkert, heldur eiga sjóði, sem þær bíða með að nota þar til harðnar á dalnum. í brezka blaðinu The Economist, sem út kom 5. ágúst síðastliðinn, er birt línurit, sem lýsir skuldum ríkja innan OECD og þar eru Belgar efstir með skuldir, sem nema 116% af vergri þjóðarframleiðslu. Því er þó spáð að þeir nái að komast undir 100 prósentumarkið á næsta ári. ítalir eru í öðru sæti en spár eru um að skuldir ríkissjóðs ítala aukist og því muni draga saman með þeim og Belg- um. Island er í 13. sæti næst á eftir Dönum. Er gert ráð fyrir, að opinber- ar skuldir þessara tveggja ríkja haldi áfram að minnka á næsta ári. Það er ánægjulegt hvað staða ríkis- sjóðs Islands er sterk að þessu leyti. Að hluta til er þetta árangur mikils góðæris en að öðru leyti er þetta árangur af einkavæðingarstefnu nú- verandi ríkisstjórnar. Auðvitað væri æskilegast að borga alveg upp opin- berar skuldir og hefja sjóðssöfnun eins og t.d. Norðmenn hafa gert og hlýtur sú leið að koma til umræðu þegar og ef samkomulag næst um greiðslu auðlindagjalds vegna nýt- ingar á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar og vegna ýmiss konar takmarkaðra réttinda. Að óbreyttu höfum við burði til að komast í sömu stöðu og Norðmenn að þessu leyti. I fyrrnefndu samtali við Morgun- blaðið sagði fjármálaráðherra m.a.: „Skuldir ríkissjóðs hafa minnkað með stórfelldum hætti á undanförnum ár- um. Slíkar ráðstafanir eru mjög fljót- ar að skila sér í lægri vaxtakostnaði og skipta þess vegna miklu máli gagn- vart framtíðarafkomu ríkissjóðs. Ekki síður skiptir það miklu máli að við höfum nýtt hluta afgangsins til að girða fyrir framtíðarvanda í mál- efnum lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins og ráðstafað nokkru fé inn á þær skuldbindingar sem þar verða. Mikill vandi er fyrirsjáanlegur í málefnum lífeyrissjóðsins eftir tíu til tólf ár verði ekkert að gert og því hyggilegt að ráðstafa hluta af afganginum með þessum hætti.“ Það er yfirlýst stefna ríkissjóðs að áfram verði haldið á sömu braut og skuldir ríkissjóðs verði upp greiddar á meðan nokkur tekjuafgangur er af rekstri ríkissjóðs. Á síðasta ári var 23,5 milljarða afgangur af rekstrinum og því má vænta þess að enn muni hagur ríkissjóðs fara batnandi og þau miklu umskipti í rekstri hans, sem átt hafa sér stað, fari að segja til sín í öllu þjóðfélaginu. PINOCHET SVIPTUR FRIÐHELGI HÆSTIRÉTTUR Chile ákvað í síðustu viku formlega að svipta Augusto Pinochet, fyrrum leiðtoga herforingastjórnarinnar, friðhelgi þeirri er hann hefur notið frá því að hann skipaði sjálfan sig öldunga- deildarþingmann ævilangt fyrir ára- tug. Þar með er engin lagaleg hindr- un lengur í vegi þess að Pinochet verði sóttur til saka fyrir glæpi þá er framdir voru á tímum herforingja- stjórnarinnar. Árin sem Pinochet og herforingjar hans fóru með völd í Chile eru svart- ur kafli í sögu landsins. Voru framin hrikaleg grimmdarverk á þessum tíma er mynduðu sár er enn hafa ekki gróið og munu aldrei gróa. Rétt- arhöld í máli Pinochet kunna að ýfa þau upp á nýjan leik en jafnframt gefa þau vonandi chilensku þjóðinni tækifæri til að gera upp við fortíð sína þannig að hægt sé að ljúka þess- um kafla í sögu hennar. Slík réttarhöld yrðu jafnframt áminning til harðstjóra um allan heim um að þeir séu ábyrgir gjörða sinna og eigi á hættu að verða látnir svara til saka fyrir dómstólum, jafn- vel áratugum síðar. Hver þjóð verður þó að fá að gera upp fortíð sína á þann hátt sem henni hentar best. í Suður-Afríku var skip- uð sérstök sannleiksnefnd er hafði það fyrst og fremst að verkefni að koma sannleikanum upp á yfirborð- ið. I Þýskalandi hafa margir sem báru ábyrgð á dauða þeirra er voru skotnir er þeir reyndu að flýja yfir Berlínarmúrinn verið ákærðir. Þá hefur sérstakur stríðsglæpadómstóll til meðferðar þá glæpi er framdir voru á Balkanskaga í hildarleik síð- asta áratugar. Á jafnvel forseti Serb- íu yfir höfði sér handtöku fari hann út fyrir landsteinana. Handtaka Pinochets í Bretlandi á sínum tíma er sönnun þess að slíkar handtöku- tilskipanir hafa raunverulegt gildi. Þótt heimsbyggðinni hafi staðið ógn af grimmdarverkum Hitlers og Stalíns hafa einræðisherrar síðustu hálfrar aldar haldið uppteknum hætti. Þessir menn hafa komizt upp með þetta með einum eða öðrum hætti. Mál Pinchets í Chile og stofnun al- þjóðlegs stríðsglæpadómstóls sýnir að það er að verða grundvallarbreyt- ing á viðhorfi þjóða heims til þessara voðaverka. Það er ekki lengur sjálf- sagt að horfa fram hjá slíkum verkn- aði, þótt hann sé framinn af einstakl- ingum eða í skjóli einstaklinga, sem hafa náð formlegum völdum í ein- stökum ríkjum. Forsetatitill eða aðr- ir slíkir titlar eiga ekki að skapa mönnum skjól um alla framtíð. Þess vegna er niðurstaða Hæstaréttar Chile söguleg og mikilvæg. Danskur víkingur á Leifshátíð horfir yfir dalinn og tii fjalla frá tjaldi sínu, en skandinavisku víkingarnir slógu upp tjaldbúðum í dalnum. Jón Gunnar Stefánsson, 10 ríkur rauði, veitist að Þorg inn er af Lárusi Gunnólfsi Leifshátíð var form- lega sett síðastliðinii laugardag er Halldór s Asgrímsson utanríkis- ráðherra flutti hátíðar- ræðu að viðstöddu fjöl- menni. Gunnlaugur Arnason var í Dölun- um og fylgdist með því sem fram fór. ÞUSUND ár eru liðin síðan Dalamaðurinn Leifur heppni kom fyrstur evrópskra manna til Am- eríku. I tilefni afmælisins settu Dalamenn á laggirnar hátíð til þess að minnast landafundanna. Talið er að norrænir menn hafi ferðast eins langt suður og þangað sem nú er New York-fylki og siglt til nýja heimsins oftar en einu sinni, en Leifsbúðir á L’anse Aux Meadows voru reistar í einni slíkri ferð. Seiðmáttur Islands Margt var um manninn á Leifs- hátíð er blaðamann Morgunblaðs- ins bar að garði, en talið er að um 3.000 manns hafi verið á hátíðinni, sem haldin var frá 11.-13. ágúst, síðastliðinn á Eiríksstöðum f Haukadal. Á meðal gesta voru for- seti íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, og Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra, sem formlega setti hátíðina, ásamt fleira fyrirfólki, innlendu sem erlendu. Einnig voru viðstödd hátíðina Benedikte Thorsteinsson, formaður landa- fundanefndar á Græniandi, Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, og Berghild, kona hans. Á meðan utanríkisráðherra beið eftir því að stíga fram og flytja ræðu sína börðust ungir og ljóshærðir víkingar með trésverð- um klæddir að fornra manna sið og sólin gægðist öðru hveiju inn á milli skýjanna og horfði á. Halldór sagði Eiríksstaði í Haukadal vera merkan stað í heimsferðum Evrópumanna og fæðingarstað fyrsta Evrópumannsins sem stýrði skipi til meginlandsins í vestri og sté þar á Iand með búsetu fyrir augum. En hann minntist einnig á seiðmátt íslands. „íslenska strönd- in er heillandi. Seiðmáttur hennar dregur okkur að sér. Hún dró hina miklu landkönnuði til baka og enn dregur hún þá til baka sem yfir- gefa hana um stund. Er það ekki ánægjulegt að flestir þeir sem fara til útlanda til náms eða vinnu vilja koma heim? Er það ekki ein- stæður máttur sem býr í okkar landi og er það ekki sami máttur- inn sem togar í okkur í dag og fékk forfeður okkar til þess að yf- irgefa vesturheim?" sagði Halldór og í lokin þakkaði hann heima- mönnum fyrir ómetanlegt starf við að leggja rækt við sögulega arfleifð allra fslendinga. Þrek, þol og dáð Boðið var upp á íjölbreytta dag- skrá á Leifshátíð og gátu allir, ungir sem aldnir, fundið eitthvað við sitt hæfi. Að lokinni ræðu utan- ríkisráðherra söng samkór Dala- manna og Breiðfirðinga nokkur Um þijú þúsund manns komu saman á Leifshátíð, sem haldi 13. ágúst. Víkinga í Dölui lög. Að söng loknum fór bama- leikhópur með leikþátt um Eirík rauða og afdrif hans og þegar honum var lokið töluðu þau Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Kolbrún Halldórsdóttir, al- þingismaður og leikstjóri, um minni karla og kvenna á land- náms- og söguöld. Kolbrún sagði það hafa útheimt þrek, þol og dáð í þúsund ár að byggja Island, en ekki síður þúsund skáld af drott- ins náð. „Og þessa fléttu eiginleika færðu landnemarnir í fymdinni þeirri þjóð, sem nú byggir landið, í vöggugjöf,“ sagði Kolbrún. „En hveijir vom þessir landnáms- menn?“ hélt hún áfram. „Voru þeir allir af konungakyni og vom þeir allir norrænir? Nei, ó nei. Og þeir vom sannarlega ekki allir frjálsir, þótt allir hafi eflaust verið farmenn hins fijálsboraa anda. Það kennum við á okkar körlum enn í dag,“ sagði Kolrún í ræðu sinni og bætti við að eiginleikar þreks, þols og dáðar hefðu meitlað hinn dæmigerða íslenska karl- mann, fijálsan eða ófijálsan. Þær hafa ekkert breyst þótt þær hafi fengið ryksugn „Þá var engin byggðastefna, enda segir í sögubókum að tíunda öldin hafi verið blómaskeið land- búnaðar á íslandi, enginn kvóti og óbeislaðar tilfinningar fiæddu um landið," sagði Einar Már Guð- mundsson rithöfundur i upphafi ræðu sinnar um minni kvenna á sögu- og landnámsöld. Hann sagði „þessar stórbrotnu konur“ lítið hafa breyst í gegum aldirnar og vitnaði þá í vin sinn úr Dölunum sem sagði: „Blessaður vertu, þær Forseti Islands, Ólafur Eiríkss Smiðað úr járni á Le komu á hátíði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.