Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 39 i ára, sem Ei- Danski fornleifafræðingurinn Eric Zehmke brá sér í gervi Eiríks ;esti sem leik- rauða á Leifshátíð. Hér er hann staddur inni í tilgátubænum og syni, 10 ára. horfir upp einn ljóra skálans. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason in var á Eiríksstöðum í Haukadal dagana 11.- dagar num Ragnar Grímsson, afhjúpaði styttu af Leifi yni eftir Nínu Sæmundsson. ifshátíð, en um 40 skandinavískir víkingar na og er járnsmiðurinn einn af þeim. hafa ekkert breyst þótt þær hafi fengið ryksugu." „Sjálfur hef ég sótt mína sögu- og landnámsaldarkonu til ömmu minnar sem um aldamótin flutti úr sveit á mölina," sagði Einar en að hans sögn var amma hans bæði róttæk og mikill kvenskörungur sem komst í snertingu við guð- dóminn í gegnum bænina og ljóð. „Þess vegna las hún Hallgrím, Matthfas og önnur ljóðskáld en hún var minna fyrir sagnaskáld og bar því við hvað flest þeirra gengu um með Ijóta hatta.“ Einar sagði ömmur, og allai- okkar formæður, án efa skemmti- legustu konur sem lifað hafa á Is- landi og að þær væru undirstaða bókmennta og sagnalistar. „Það er ekkert skáld án ömmu, ekkert skáld án konu, ástin er besta nær- ing orðanna,“ sagði Einar í lokin. Mjöður drukkinn i skálanum Þegar ræðum og skemmtiatrið- um lauk, en Öm Árnason leikari kitlaði hláturtaugar gesta og Hanna Dóra Sturludóttir og Álfta- gerðisbræður sungu nokkur lög, var haldið að Eiríksstöðum þar sem forseti íslands afhjúpaði styttu Nínu Sæmundsson af Leifi heppna, ungum og óvopnuðum. Forseti líkti þeim saman, Nínu og Leifi, en bæði héldu þau vestur um haf á vit nýrra ævintýra, Nína sem listamaður en Leifur sem land- könnuður. Því næst var haldið að tilgátubænum sem var reistur að fyrirmynd fornbæjar Eiríks rauða. Mikil vinna hefur verið lögð í byggingu hússins jafnt að utan sem innan. Hönnuður húss- ins, Stefán Örn Stefánsson arki- tekt, sagði forseta og öðmm gest- um frá byggingu hússins og var þeim síðan boðið upp á mat að hætti fornra manna sem var svo skolað niður með miði. Skandinaviskir víkingar sýndu listir sínar Að sögn aðstandenda hátfðar- innar stfluðu þeir inn á íjölskyldu- fólk og nóg var við að vera fyrir bömin, en á svæðinu var hopp- kastali, brúðuleikhúsið Tíu fingur sýndi leikrit um Leif heppna, skandinavískir víkingar reistu víkingabúðir, elduðu mat, smíð- uðu úr járni og bökuðu brauð og var gestum velkomið að taka þátt í herlegheitunum. Er líða tók á dag- inn sýndu danskir víkingar bar- dagalistir og leystu þrautir á hest- um. Per Rumberg og Lisa Byers spiluðu víkingatónlist og fólk gat fylgst með fomleifauppgreftri á Eirflcsstöðum þar sem Guðmund- ur Ólafsson fomleifafræðingur greindi frá fomleifarannsóknum á svæðinu, en þó nokkuð er enn að finna af forngripum þar. Veður var með ágætum á laug- ardaginn, milt og gott, og gestir hátíðarinnar virtust skemmta sér vel. Þegar húma tók að kveldi gæddu gestir sér á grillmat, en rúmlega tuttugu skrokkar voru grillaðir að víkingasið. Torfi Ól- afsson trúbador spilaði í veitinga- Ijaldinu, en Selma og Todmobile slógu botninn í kvöldið með úti- tónleikum. Hátíðarhöld héldu áiram íram á sunnudag og bless- aði herra Karl Sigurbjörnsson biskup tilgátubæinn. Leifshátíð var svo slitið klukkan Qögur þann sama dag og héldu hátíðargestir heim á leið eftir góða daga í Döl- unum. Alþjóða heilbrigðisstofnunin og Alþjóðabankinn spyrna við fótum gegn hættunni sem stafar af tóbaksnotkun Verðhækkanir árang-. ursríkastar til að draga úr reykingum Morgunblaðið/Eiríkur P. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags — Reykjavfkur, Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdasljóri tóbaksvarnar- nefndar og Þorsteinn Njálsson, formaður tóbaksvarnamefndar. Þau standa við teljara sem settur var í gang við upphaf alþjóðlegu ráðstefn- unnar um tóbaksvarnir í Chicago í síðustu viku. Talið er að um 4 milljón- ir manna deyi af völdum reykinga árlega, en teljarinn sýndi samkvæmt því hversu margir myndu láta lífið á meðan á ráðstefnunni stóð. Myndin er tekin snemma á 5. degi ráðstefnunnar, en þá var teljarinn kominn í 47.437 manneskjur, en um 8 manns deyja á hverri minútu í heiminum af völdum tóbaks. Fulltrúar tóbaksvarnar- nefndar og Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur telja verðhækkan- ir nauðsynlegar hérlendis HÆKKUN á verði vindl- inga er talin ein einfald- asta og áhrifaríkasta leiðin til að draga úr reykingum í heiminum í dag, að því er fram kom á 11. alþjóðlegu ráð- stefnunni um baráttuna gegn tó- baksncitkun í Chicago í síðustu viku. I riti sem kynnt var á ráð- stefnunni, Tobacco Control in Developing Countries, og unnið var á vegum Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, og Alþjóða- bankans kemur í ljós að á síðasta ári létu fjórar milljónir manna lifið í heiminum vegna reykinga, eða einn af hverjum tíu fullorðnum sem létust á árinu. Miðað við óbreytt ástand er reiknað með að tíu milljónir manna deyi af völdum reykinga árið 2030 og sjúkdómar af völdum tóbaks or- saki dauða 500 milljóna núlifandi jarðarbúa. Til þess að bregðast við þessu alvarlega vandamáli, að mati þessara stofnana, er skattahækkun á tóbakssölu lykillinn að því að draga úr reykingum, og þá sér- staklega meðal fátækara fólks, yngra fólks og þeirra sem hafa frekar litla menntun. Islenskir þátttakendur á ráð- stefnunni taka undir þessi rök og vilja að tóbak hækki verulega í verði hér á landi og tóbaksneysla verði ekki vísitölutengd, enda sé það óeðlilegt þar sem reykingafólki hérlendis virðist ætla að fækka verulega á þessu ári. Ennfremur telja þeir að nauðsynlegt sé að hjálpa þeim sem hafa hætt, með því að hækka verð á sígarettu- pakkanum. I inngangsræðu sinni á ráðstefn- unni sagði Gro Harlem Brundt- land, aðalframkvæmdastjóri Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar, að þótt merkja mætti árangur í bar- áttunni við reykingar í hinum vest- ræna heimi væru tóbaksreykingar engu að síður vaxandi vandamál á heimsvísu sem líkja mætti við al- næmisfaraldurinn, enda gera spár ráð fyrir að dauðsföllum af völdum reykinga fjölgi verulega í þróunar- löndunum á næstu áratugum. Verðhækkanir leiða til færri dauðsfalla og aukinna skatttekna „Tóbak er ekki aðeins mannleg- ur harmleikur, tóbak leggur einnig miklar byrðar á heilbrigðiskerfi okkar. Það kostar skattgreiðendur peninga. Það dregur úr framleiðni í efnahagskerfum okkar. Við höfum séð þetta eiga sér stað í Banda- ríkjunum og Evrópu. En nú eru þessar byrðar að leggjast á þróun- arlöndin, lönd sem þurfa á öllum sínum auðlindum að halda til að byggja sig upp félagslega og efna- hagslega. Þau hafa ekki fjármagn til að eyða í ónauðsynlegan kostnað vegna faraldurs af manna völdum.“ Brundtland sagði að WHO væri búið að taka að sér lykilhlutverk í heimsbaráttunni gegn tóbaki, og ástæðan væri augljós. Meginmark- mið stofnunarinnar væri að vinna að bættri heilsu um heim allan og því fylgdi m.a. barátta við malaríu, berkla og alnæmi, en til þess að uppfylla markmiðin yrði Alþjóða heilbrigðisstofnunin einnig að leggja allt í sölurnar til að draga úr hinum hræðilegu afleiðingum tó- baksnotkunar. Þær aðgerðir sem menn einblíndu fyrst og fremst á væru vel þekktar og árangursrík- ar: Verðhækkanir, algert bann við tóbaksauglýsingum og því að þiggja styrki frá tóbaksframleið- endum, áhrifaríkar auglýsingar gegn reykingum, greiðari aðgang- ur að aðferðum til að hætta, reyk- frí svæði og barátta gegn smygli. Þessar aðferðir eru kynntar í riti WHO og Alþjóðabankans og sagði Brundtland að ritið sýndi fram á að aukin skattlagning á tóbakssölu drægi bæði úr reykingum og yki jafnframt skatttekjur. „Það eru virkilega góðar fréttir og uppgötv- un sem ríkisstjórnir um heim allan þurfa að nýta sér.“ Samkvæmt niðurstöðum þeirra ríflega 40 sérfræðinga frá 13 lönd- um sem unnu að ritinu fyrir WHO og Alþjóðabankann myndi 10% skattahækkun á sígarettuverði leiða til þess að um 42 milljónir manna í heiminum hættu að reykja og slíkar hækkanir kæmu í veg fyr- ir um tíu milljónir dauðsfalla af völdum tóbaksnotkunar. Auk þess sem dauðsföllum fækkaði ættu skatttekjur ríkja af tóbakssölu að aukast um 7% í kjölfar 10% hækk- unar á álagningu. Reykingar á íslandi minnka verulega á fyrri hluta ársins Þau Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameins- félags íslands, Þorgrímur Þráins- son, framkvæmdastjóri tóbaksv- arnarnefndar og Þorsteinn Njálsson, læknir og formaður tó- baksvarnarnefndar, voru meðal þeirra tólf íslendinga sem sóttu ráðstefnuna í Chicago. Svo virðist sem góður árangur hafi náðst í baráttunni gegn reykingum hér á landi á þessu ári, en samkvæmt könnun sem PriceWaterhouse Coopers vinnur fyrir tóbaksvarn- arnefnd á hverju ári hafa reyking- ar minnkað um 18% á fyrri hluta þessa árs frá í fyrra. Undanfarin 3-4 ár hafa reyking- ar hins vegar aðeins minnkað um 1% árlega, þannig að þetta er um- talsverður árangur. Þennan árang- ur þakka þau öflugri auglýsinga- herferð á fyrri hluta ársins, auk þess sem hugsanlega hafi margir ákveðið að hætta á aldamótaárinu. Þorsteinn segir jafnframt að starfi 'ið undanfarin ár skipti þarna miklu máli, en eitt af markmiðum tóbaks- varnarnefndar hefur verið að auka umræðuna um tóbak og reykingar og draga þannig fram skaðsemi og alvöru þess að reykja. Guðlaug sagði í samtali við Morgunblaðið á ráðstefnunni að sérstök áhersla hefði verði lögð á verðhækkanir meðal ráðstefnu- gesta. Þorgrímur tók undir það og sagði að á öllum þeim fundum sem hann hefði sótt hefðu skilaboðin verið þau að hækkun verðs á sígar- ettum skilaði fyrst og fremst ár- angri í baráttunni gegn reykingum. Verðhækkun lijálpar fólki að hætta reykingum „Því miður er tóbaksverð tengt framfærshmsitölu á íslandi og stjórnmálamenn hafa haldið aftur af sér í verðhækkunum í ljósi þess að það hækkar verðbólguna o.s.frv. En þá spyr maður á móti: Hvernig meta stjórnmálamenn mannslíf? Ef það er gefið mál að 10% hækkun á tóbaki forðar kannski þúsund ungl- ingum frá því að byrja að reykja, hvað bjarga stjórnmálamenn þá mörgum mannslífum til lengri tíma litið með þessu?“ Þorsteinn telur mjög óeðlilegt að vísitölutengja tóbak og segir nefndina ítrekað hafa ályktað um það mál og beint þeim tilmælum til stjórnmálamanna að þeir taki tóbaksverð út úr vísitölunni. „Og mér finnst núna orðin ennþá meiri ástæða til þess að íhuga það. Nú erum við að tala um að 22% full- orðinna noti tóbak og við eigum ekki að hafa þetta inni í vísitölunni. Það er engin ástæða til þess, það væri hins vegar mikill munur ef yf- ir 30% notuðu tóbak. En við verðum að fá tóbaks- hækkun og verulega tóbakshækk- un. Tíu prósenta hækkun á tóbaki þýðir 5% samdrátt í reykingum. Þannig að með þennan samdráU núna í reykingum, úr 27% niður í 22% sem er um 18-20% lækkun, verðum við að hækka verð á tóbaki til að hjálpa því fólki sem hættir núna til að byrja ekki aftur. Verð- hækkun kemur í veg fyrir að fólk byrji aftur. Það bara verður að gerast, þetta er svo ódýr leið og einföld," segir Þorsteinn. <,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.