Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kurteisi til sölu „Jú, jú, þettavar svo sem ágæt sýning. En það ergreinilegt að ekkertykkar kann að beita hnífapörum." Aframhaldsskóiaárum mínum lék ég einu sinni í gamanleikriti sem gerðist á ensku sveitasetri. Einn þáttur leiksins fór fram við há- degisverðarborð fjölskyldunnar þar sem við snæddum soðinn fisk milli þess sem við fórum með samtölin. Að frumsýningu lokinni kom til okkar skorinorður ensk- ukennari skólans og mælti: „Jú, jú, þetta var svo sem ágæt sýn- ing. En það er greinilegt að ekk- ert ykkar kann að beita hnífapör- um." Fákunnátta okkar í borðsiðum hafði sem sagt truflað hann alla sýninguna og skyggt á gleðina sem af gamanleiknum átti að hljótast. Við unglingarnir brost- um að smámunasemi okkar ágæta kennara, enda skildum við uinunoE ekki bráða VRfflUnr nauðsynþess L_ —^. aðkunnaskil SS-* áóskrifuðum Þrastardóttur reglumsið- mennmgar- innar. Og skiljum kannski ekki enn. Sum okkar hafa þó lært hand- brögðin með árunum, en fyrir okkur hin sem eftir sitjum er lausn nú í sjónmáli. Mannasiðir eru nefnilega orðnir blússandi söluvara úti í hinum stóra heimi og með aðstoð bóka, myndbanda og kvöldnámskeiða má nú nema allt sem máli skiptir í meðferð hnífapara, glasa, munnþurrkna og annarra hluta sem halda ver- öldinni gangandi. Að ekki sé minnst á kurteisishjalið sem nú er hægt að læra nánast utanað heima hjá sér áður en mætt er í matarboð. Bækur á borð við The Times Book of Modern Manners og Debrett's New Guide to Etiq- uette & Modern Manners eru meðal nýútkominna breskra handbóka um góða nútímahegð- un og vefsíðan EtiquetteS- ource.com er dæmi um banda- ríska útgáfu á sama sviði. Ótal skólar um allar jarðir bjóða leið- sögn í framkomu og góðum sið- um, auk þess sem á markaði finn- ast kennslumyndbönd í borðsiðum, félagslegum form- legheitum og almennum sam- skiptum - m.a. frá fyrirtæki sem heitir því hallærisnafni Manners 2000. Það er ekki síst í athafnalífinu sem námskeið og handbækur af nefndum toga blómstra. Mikil- vægi ímyndar fer sívaxandi í við- skiptum og því eins gott að starfsmenn verði hvorki sér né fyrirtæki sínu til skammar á fundum eða í veislum. Sama gild- ir um sölumenn í heimahúsum, verslunum og sjónvarpskringlum - þeir verða að kunna allar réttu reglurnar til þess að geta kjaftað sig nógu kurteisilega inn á gafl hjá fólki. Með sífellt flóknari samskiptaleiðum - svo sem tölvu- pósti, myndsímum, talhólfum og farsímum - verða líka til nýjar hegðunarreglur sem nauðsynlegt mun að kynna sér. Vissulega er það skrýtin stað- reynd að á Netinu sé að finna leiðbeiningar um hvernig maður eigi að hegða sér í biðröð, kjör- búð eða í lyftu - jafnvel fyrirmæli um hversu mikið ilmvatn/ rakspíra maður skuli setja á sig fyrir viðskiptafund. Meiri akkur hlýtur að vera í leiðbeiningum sem varða framandi hefðir, svo sem japanska borðsiði, indverska viðskiptahætti eða amerísk kvöldverðarboð í heimahúsum, sem finna má víða á Netinu. Það er nefnilega þannig að „siðaregl- ur eru vegvísar sem miða að því að viðurkenna og virða aðra ein- staklinga, menningarsvæði og hefðir" eins og segir réttilega á amerískri heimasíðu undir yfir- skriftinni Mannasiðir á heims- vísu. Almennri þekkingu fólks á kurteisisvenjum virðist hafa hrakað á síðustu áratugum, sem skýrir víst eftirspurnina eftir leiðsögn nú. Sérfræðingar halda því fram að því frjálslegri sem samfélagsgerðin sé, því meiri þörf virðist á ráðgjöf um rétta hegðun. „Sá sem býr í „ströngu" þjóðfélagi, lærir þessa hluti strax í bernsku," var nýlega haft eftir Jacqueline Fraser, eiganda siða- regluskóla í London, í The Sun- day Times. Hún bætti við að því minni stéttaskipting sem væri í samfélaginu, því óöruggara væri fólk þegar kæmi að félagslegum siðvenjum. Samkvæmt þessu ætti að vera mikil þörf á formlegri tilsögn í siðvenjum hér á landi, og gott ef það er ekki hárrétt. í það minnsta er agaleysi áberandi á ýmsum sviðum íslensks þjóðlífs, sem hlýtur að skrifast á skort á hegðunarviðmiðum eða leti fólks við að fara eftir þeim. Nægir að taka sem dæmi skemmtanalíf landans þar sem allt logar í óreiðubáli, troðningi og stjórn- leysi í stað biðraða, hófsemi og kurteisi. Ur skólum berast þær sagnir að nemendur hafi kastað fyrir róða virðingu fyrir kennur- um og öðrum fullorðnum en vaði þess í stað uppi með munnsöfnuði og þjósti. Þetta mun ekki síður vera vandamál í grunnskólum en framhaldsskólum, að sögn kunn- ugra. Þá er ónefnd skemmdar- fýsnin sem sumir kjósa að taka út á bifreiðum, listaverkum og mannvirkjum, en slík meðferð á eignum annarra lýsir sorglegum skorti á virðingu og kurteisi. Af- leiðingarnar verða svo enn al- varlegri þegar agaleysið teygir sig inn á svið þar sem beinlínis er lífsnauðsynlegt að reglum sé fylgt. Nærtækasta dæmið er um- ferðin, en þar getur agaleysi valdið óbætanlegum skaða eins og alltof mörg dæmi sanna. Kannski er í sjálfu sér allt í lagi að sötra súpuna sína í kvöld- verðarboði eða troðast inn í lyftu áður en aðrir ná að stíga út úr henni. Og kannski er lika hégóm- legt að eltast við reglur um hvernig beita skuli hnífi og gaffli. En einhvers konar rammar og reglur hljóta þó að vera nauðsyn- leg í samfélagslegu uppeldi, þótt ekki sé til annars en að temja ein- staklingnum sjálfsaga og þroska til þess að taka þátt í sambúð við umheiminn. Ef agi er þjálfaður í smærri atriðum daglegs lífs frá byrjun hlýtur hann að verða sjálfsagður í víðara samhengi seinna meir. Slíkt uppeldi miðar að því að koma í veg fyrir þá hættu sem af óstjórn getur stafað og eflir um leið gagnkvæma virð- ingu milli einstaklinga og ólíkra menningarsvæða. GUÐRUN ARNALDS + Guðnín Arnalds fæddist í Reykja- vík28.júlíl919. Hiin lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Hrefna Lárus- dóttir, f. 29.3.1893, d. 25.6. 1928 og Hall- grúnur Axel Tulinius, f. 14.2. 1896, d. 6.3. 1963. Systkini Guð- rúnar voru: Axel Valdimar Tulinius sýslumaður, f. 4.4. 1918, d. 26.1. 1976; Málfríður Tulinius húsmóðir, f. 11.2. 1926, d. 3.3.1979. Hálfbróðir samfeðra: Hrafn Tulinius læknir, f. 20.4. 1931. Uppeldisbróðir: Hag- barður Karlsson forsljóri, f. 4.12. 1913, d. 28.3.1971. Guðrún giftist hinn 8.8. 1942 Þorsteini Arnalds, fv. fram- kvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur, f. 24.12. 1915. Börn þeirra: 1) Hrefna framhaldsskóla- kennari, f. 5.4. 1943, gift Sigurði Gils Björgvinssyni hagfræðingi. Þeirra börn eru Björgvin sagn- fræðingur, f. 17.9.1971 og Guðrún Sessejja, nemi í Kennaraháskólan- um, f. 12.11. 1977. Björgvin er í sambúð með Bjarnheiði Margréti Ingimundardóttur hjúkrunarfræð- ingi, f. 2.9. 1972. Barn þeirra er Látin er í Reykjavík tengdamóðir mín, Guðrún Arnalds, nýlega orðin 81 árs. Aðrir munu geta rakið lífsferil Guðrúnar betur en ég en sá atburður sem án efa hefur haft mest áhrif á lífs- feril hennar er að missa móður sína þegar hún var níu ára gömul. A sólríkum vordegi í maí 1928 var fjölskyldan í bifreið á leið til þess að vígja nýjan sumarbústað í Rauðhól- um. Á leið þangað varð skelfilegt slys og Hrefna Lárusdóttir, móðir Guð- rúnar, lét lffið. Síðar um daginn var fáni dreginn í hálfa stöng við Gimli, hús fjölskyldunnar við Lækjargötu. Vinir, sem fyrr um daginn höfðu sam- glaðst og næstum öfundað vinkonu sína vegna sumarbústaðarins nýja, samhryggðust. Þennan dag varð þessi unga og áhyggjulausa stúlka fullprðin. Ég kom fyrst á heimili tengdafor- eldra minna, Þorsteins og Guðrúnar, að Barmahlið 13 um jólin 1965. Ég var þá í fylgd með Ara, syni þeirra, sem ég giftist síðar. Ég man að mér var tekið af mikilli ljúfmennsku en ég kynntist þeim hjónum betur síðar. Fyrstu árin eftir að við Ari giftum okkur dvöldum við erlendis við nám en bjuggum í kjallaranum í Barma- hlíðinni í sumarleyfum. Eg kynntist þeim hjónum því töluvert á þeim ár- um og enn betur síðar þegar við kom- um heim frá námi í árslok 1973. Sam- fylgd okkar Guðrúnar, sem aldrei hefur borið skugga á, hefur því staðið í 35 ár. Ég sá stax að Guðrún var hæglát kona og ákaflega umburðar- lynd en hún gat líka verið ákveðin. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og fylgdist vel með því sem gerðist heima og erlendis. Um- ræðurnar í eldhúsinu í Barmahlíðinni voru því stundum mjög líflegar þegar allir voru heima á sumrin. En það sem mér finnst einkenna líf Guðrúnar framar öðru er samúð hennar með öðrum. Hún virtist alltaf hafa nægan tíma tO þess að hugsa um annað fólk. Ef einhver var veikur eða eitthvað bjátaði á var hún alltaf reiðubúin til þess að koma til hjálpar. Öll aðstoð var veitt af umhyggju, elskusemi og ræktarsemi. Ef til vill má rekja þessa eiginleika til þess atburðar er hún missti móður sína á unga aldri og tók á sig mikla ábyrgð þrátt fyrir ungan aldur.Á námsárum okkar Ara í Liver- pool sendi Guðrún okkur blöð og bækur til þess að við gætum fylgst með þjóðmálum á íslandi. Skemmti- legasti pakkinn sem við Ari fengum sendan til Englands á þessum árum var þó án efa rjúpur um jólin 1967 þegar við vorum nýgift. Rjúpurnar bárust eftir einhverjum dularfullum Þorgils Björn, f. 21.11. 1997. Guðrún Sesselja er í sambúð með Sigur- jóni Erni Steingrúns- syni, nema í Tækni- skólanum,f. 3.11.1977. 2) Ari verkfræðingur, f. 15.12.1944, kvæntur Sigrúnu Helgadóttur tölfræðingi. Þeirra börn eru Þorsteinn verkfræðingur, f. 5.9. 1972 og Guðbjörg Halla menntaskóla- nemi, f. 24.2. 1982. 3) Hallgrímur verkfræð- ingur, f. 4.5. 1956, kvæntur Helgu Eyfeld viðskipta- fræðingi, f. 24.8. 1958. Þeirra börn eru Herdís Helga, f. 30.9.1988, Guð- rún, f. 15.11.1992 og Erla Kristúi, f. 20.6. 1998. Dóttir Helgu af fyrra hjónabandi er Hildur Bergmann. Guðrún lauk stúdentsprófi frá máladeild Menntaskólans í Reykja- vik 1937. Stundaði síðan nám í ensku og þýsku við Kðbenhavns Translat- orskole og lauk þaðan prófi eftir tveggja ára nám. Síðar stundaði hún einnig nám i spænsku við Háskóla ís- lands. Guðrún réð sig til starfa hjá fyrirtækinu Bernhard Petersen og starfaði þar í tæp 50 ár eða til ársins 1988. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfh- inklukkan 13.30. leiðum með togara um Grimsby eða Hull og þaðan til Liverpool. Með fylgdi langt bréf með nákvæmum leiðbeiningum um hvernig ætti að hamfletta og matreiða rjúpurnar. Eg hafði að vísu borðað rjúpur áður en aldrei séð þær eldaðar. En leiðbein- ingarnar voru svo nákvæmar að mér tókst að útbúa glæsilega rjúpnamál- tíð á aðfangadagskvöld um þessi jóL Eftir að fjölskyldan flutti aftur til ís- lands urðu samverustundirnar fleiri og reglulegri og rjúpnamáltíðirnar á aðfangadagskvöld í Barmahlíðinni urðu að föstum lið. Þá eldaði amma sjálf eftir kúnstarinnar reglum og hún sá alltaf til þess að öll barnabörn- in fengju möndlugjöf. Guðrún mun hafa haft hug á að stunda nám þegar hún var ung. Einu sinni sagði hún mér að sig hefði langað til þess að læra geðlækingar. Það var dæmigert fyrir hana að vilja læra eitthvað sem kæmi öðrum að gagni. Ýmislegt mun hafa orðið til þess að Guðrún gat ekki sinnt þessari köllun sinni. Þau hjón dvöldu um skeið í Kaupmannahöfn við nám og störf en stríðið batt enda á þá dvöl. Svo fór að Guðrún stundaði skrifstofustörf alla sína starfsævi. En hún las alltaf mjög mikið og fylgdist vel með. Hún var oft búin að lesa jóla- bækurnar fyrir jól. Undir lok starfs- ævinnar stundaði Guðrún um skeið spönskunám við Menntakólann við Hamrahlíð og við Háskóla íslands. Náminu sinnti hún af áhuga og alúð eins og öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Þorsteinn og Guðrún ferðuð- ust mikið alveg fram á síðustu ár. Þau ferðuðust víða um Evrópu og mikið um ísland. Asamt nokkrum öðrum kom Þorsteinn upp litlu veiðihúsi í Þjórsárdalnum og þar dvöldu þau oft á sumrin. Elstu barnabörnin nutu þeirra forréttinda að fá að dvejja þar með þeim. Og þá var nú ýmislegt brallað sem foreldrarnir vissu sem minnst um. Guðrún hafði alla tíð mik- ið yndi af litlum börnum. Þegar litla stúlkan okkar fæddist man ég hvað Guðrún varð glöð þegar hún hélt á henni í fyrsta sinn og sagði að það væri svo góð lykt af litlum börnum. Seinna þegar sjúkdómurinn, sem leiddi hana til dauða, hafði náð tökum á henni veittu lítil börn henni hvað mesta ánægju. Andlitið Ijómaði þegar lítil börn voru nærri. Við vorum svo heppin að geta haldið upp á áttræðis- afmælið hennar á heimili okkar í fyrrasumar og eiga með henni stund heima um síðastliðin jól. Og þá voru það litlu börnin sem vöktu mesta hrifningu.Það er átakanlegt að sjá ástvin sinn verða hræðilegum sjúk- . dómi að bráð og að sjá þessa gáfuðu og glæsilegu konu missa smám sam- an tök á lífi sínu. En alltaf var hún jafnljúf og tókst á undraverðan hátt að halda reisn sinni til hins síðasta. Nú þegar ég lít yfir árin mín með Guðrúnu er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það góða sem hún gaf okkur. Það var alltaf svo bjart yfir henni. Ég er sannfærð um að sólin mun ætíð skína á hana hvar sem hún dvelur. Fyrir hönd fjölskyldunnar langar mig til þess að færa starfsfóllddeilda Ll á Landakoti og A3 á Hrafnistu innileg- ar þakkir fyrir þá góðu hjúkrun sem Guðrún naut síðasta árið og fyrir ein- staka nærgætni í hennar garð. Sigrún Helgadóttir. „Það var gæfa mín að giftast henni Göju." Þannig orðaði Þorsteinn mág- ur minn oft hug sinn til konu sinnar og þeim sem til þekktu blandaðist ekki hugur um að það voru orð að sönnu. Traustari lífsförunaut hefði hann ekki getað kosið sér. Þó stund- um bryti á skerjum, eins og gengur, var hún ávallt kletturinn sem haggað- ist ekki, hæglát, réttsýn og einstak- lega geðprúð, enda ávann hún sér ást og virðingu allra sem kynntust henni. Guðrún gekk í Menntaskólann í Reykjavík og brautskráðist þaðan stúdent 17 ára gömul. Það sýnir hve hún var bráðger og óvenjulega skarp- greind. Síðan lá leiðin til Kaupmanna- hafnar til framhaldsnáms í dönsku og þýsku. Hún var ekki ein í för því að þá voru þau Þorsteinn, skólabróðir hennar og samstúdent, búin að opin- bera trúlofun sína og hann fór einnig utan til náms, í endurskoðun. Siðgæð- is þess tíma var þó gætt með því að þau bjuggu þar ekki undir sama þaki. Heimsstyrjöldin síðari varð til þess að binda endi á námsferil unga fólks- ins í Danmörku og þau komu heim með Esju frá Petsamo eins og margir aðrir íslendingar. Menntunin nýttist þeim þó báðum vel. Guðrún stundaði eftir það talsvert tungumálakennslu og þótti afbragðs kennari. Síðar á æv- inni ferðuðust þau hjónin um flest lönd Evrópu, en Danmörk skipaði jafnan sérstakan sess í huga þeirra, þar fannst þeim eins og að koma heim. Þegar ég kynntist Guðrúnu fyrst bjuggu þau Þorsteinn í leiguíbúð á Blómvallagötu en skömmu síðar eign- uðust þau íbúðina í Barmahlíð 13 sem var heimili þeirra æ síðan. Það var erfiður hjalli að koma sér upp þaM yf- ir höfuðið þá, ekki síður en nú, og Guðrún réð sig í vinnu á skrifstofu hjá Bernhard Petersen til að afla tekna. Þar starfaði hún með litlum hléum til sjötugsaldurs og naut mikils álits. Eigendur fyrirtækisins mátu færni hennar og dugnað að verðleikum. í þá daga var fremur fátítt að giftar konur ynnu úti, sem kallað er, en Guðrún taldi það sjálfgefið að konan legði fram sinn skerf til að sjá heimilinu farborða og augljóst var að Þorsteinn gerðist liðtækari við heimilisstörf en títt var um karlmenn af hans kynslóð. Þau leystu þessi mál þannig af skyn- semi og gagnkvæmri tillitssemi áður en Rauðsokkahreyfingin hóf upp raust sína. Oft var gestkvæmt á heimilinu í Barmahlíð og vinir og ættingjar voru þar ávallt velkomnir. Guðrún og Þor- steinn voru bæði afar gestrisin og greiðvikin og hjálpsöm með afbrigð- um. Mikill samgangur var á milli heimila okkar, enda var mjög kært með þeim bræðrum öllum, Einari, Sigurði og Þorsteini, sem nú er einn þeirra á lífi. Mér er minnisstætt sumarið sem við Göja dvöldum saman í sumarbú- staðnum við Álftavatn með yngstu drengina okkar, hún með Hallgrím á 1. ári. Það var frumstæður og skemmtilegur búskapur í nánum tengslum við náttúruna. Þar voru engin nútíma þægindi, ekld rafmagn, ekki rennandi vatn, kolakynding - og engar pappírsbleiur. Einnig minnist ég margra ánægjustunda með þeim Þorsteini austur í Þjórsárdal þar sem þau áttu sér athvarf. Ógleymanlegust eru samt ferðalög með þeim um land- ið. Þau bjuggu að mikilli reynslu í þeim efnum og vissu jafnan hvar besta tjaldstæðið var að finna á hverj- um stað, hvort sem það var uppi í Hjörleifshöfða, austur á Héraði eða í Öræfunum. í Skaftafelli tjölduðum við tajn. að þeirra ráði á grasræm- ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.