Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 43 MINNINGAR unni uppi undir klettunum neðan við túnið, einmitt þar sem tjaldstæðið er nú, en í það sinn mátti aðeins sjá þar tjöldin okkar því Skeiðará var þá enn óbrúuð og raunar flestar ár í Öræf- um. Við höfðum því farið með bflana sjóleiðina til Djúpavogs. Öll höfðum við yndi af að skoða landið og það verður best gert fótgangandi. Það hafði Guðrún snemma staðreynt því að hún og tvær skólasystur hennar unnu það afrek á meðan þær voru í menntaskóla að ganga hringinn í kringum landið og þótti fréttnæmt. Það má raunar einn- ig telja til afreka að ekki eru liðin nema fjögur til fimm ár síðan þau hjónin voru enn að fara í útilegur og flakka um landið en þá með tjaldvagn í eftirdragi. Síðan tók heilsunni að hraka. Aðdá- unarvert var að fylgjst með af hve mikilli nærgætni Þorsteinn umgekkst og annaðist konu sína er Alz- heimer-sjúkdómurinn tók að sækja á hana af æ meiri þunga. Það var falleg: ur þakklætisvottur fyrir ljúfa sam- fylgd í langri sambúð. Síðasta sprett- inn naut hún umönnunar fyrst á Landakotsspítala og síðan á Hrafn- istu. Mig langar að tíúka þessum línum með eigin orðum Guðrúnar er hún mælti við mig fyrir fáum árum: „Ég er hamingjusöm því mesta lán hvers manns er góð heilsa, góður eiginmað- ur eða -kona og góð og heilbrigð börn - og ég hef notið þess alls." Um leið og ég kveð góða vinkonu með söknuði votta ég Þorsteini og öðrum aðstandendum innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Ásdís Arnalds. Krónukökurnar í Hlíðabakaríi voru eftirsóknarverðar fyrir stelp- urnar að austan, sem ekki voru vanar slíku bakkelsi. Heima fékkst þetta venjulega fransbrauð, normalbrauð, reyndar var stökka skorpan á því oft álíka vinsæl og besta bakkelsi, rúg- brauð, kringlur, einstaka sinnum snúðar, vínarbrauð sem ekki áttu mikið skylt við danska nafna sína og skonrokk í tunnum. Krónukökurnar fengum við þegar við heimsóttum Gauju frænku í Reykjavík og hún gaf okkur sína krónuna hvorri til að fara í bakaríið og kaupa þessar bragðgóðu kökur, sem voru sneiðar af brúnum deigkenndum massa með bleiku marsipani utanum. Reyndar fengum við stundum illt í magann af þeim, þær voru svo árans þungar í melt- ingu, en yfir þeim var sérkennilegur Ijómi ævintýrisins að koma til Reykjavíkur og hitta fólkið hans pabba. Ferðin suður gat tekið nokkra daga. Fara þurfti yfir óbrúaðar ár, ör- æfavegi um svarta, langa sanda, fjall- vegi, firði og í gegnum óendanlega mekki af ryki. Eitt sinn ferðuðumst við í ljósbláa Volvonum, þessum með stóra skottinu og við þurftum að skiptast á að sitja ofan á farangrinum. Bfllinn var mikið hlaðinn og bakdyrn- ar áttu það til að opnast. Var þá spotti festur við húninn og ein stelpan látin halda í. Það var óvinsælt og endaði með því að aðeins ein fórnaði sér mestalla leiðina. Þegar til Gauju kom furðaði hún sig á útliti stelpunnar. Hárið var þykkt af ryki og kekkir af ryki sátu í nefinu sem tvo daga tók að blása út. Þótti henni mikið til koma að leggja slíkt á sig til að koma í heim- sókn. En það var alltof svo Ijúft að kom- ast á leiðarenda. í Barmahlíðinni var alltaf nóg pláss fyrir þessa sex manna fjölskyldu, meira að segja við borðið sem stækkað var til hins ýtrasta svo allir kæmust fyrir. Fannst okkur allt sem tengdist Gauju frænku stórt og mikilfenglegt. Gáfur hennar, þekk- ing, Steini maðurinn hennar umvaf- inn vindlailmi, heimilið hennar hlý- legt og fallegt. Síminn, já símreikningurinn hlýtur að hafa hækkað mikið þegar Austfirðingarnir komu í heimsókn. Það var göldrum lflcast að heyra í klukkukonunni í sím- anum. Strætóferðir sem voru á við rútuferð í Egilsstaði og leikvöllurinn við enda götunnar. Allt umvafið ævin- týraljóma. Oftast voru teknar fjölskyldu- myndir við þessi tæMfæri, sem í dag eru eins og hornsteinar í minning- unni. Þarna er Magga amma bros- andi, Fríða frænka í plísereða gull- kjólnum sínum sem hún giftist honum Jóni sínum í, strákarnir hans Hrafns frá útlöndunum, við fjórar brosandi út að eyrum í nýjum borgarkjólum og börnin hennar Gauju. Gauja sjálf, hógvær, traust og alltaf til staðar. Síðar fluttum við suður og varð þá samgangur mikill á milli okkar allra, enda fluttum við líka í Hlíðarnar og gátum verslað á hverjum degi í Hlíða- bakaríi. En það varð aldrei eins, krónukökurnar misstu Ijóma sinn og fjölskyldutengslin fengu aðra merk- ingu. Gauja aðstoðaði við að bæta menntun okkar með kennslustundum í tungumálum, leigði herbergin í kjallaranum vinum okkar sem komu tfl mennta suður og var til stuðnings þegar á móti blés og núna heimsótt- um við Gauju og Steina á hverjum jól- um. Steini á afmæli á aðfangadag og því var siður að ganga yfir til þeirra þegar búið var að opna pakkana og heilsa upp á hitt afmælisbarnið. Þar var farið í leiki langt frameftir kvöldi og borðuð fræg lagkaka Gauju áður en farið var heim aftur. Okkur langar með þessum fáu minningarbrotum að þakka Gauju samfylgdina og allt það traust sem hún sýndi okkur og við höfum haft í hávegum allt okkar líf. Með henni er genginn stór hluti þess kjarna sem við tengjum æsku okkar. Móðir okk- ar, Áslaug Tulinius, þakkar henni ævilanga vináttu og viljum við færa Þorsteini, Hrefnu, Ara, Hallgrími og öðrum ástvinum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Hrefna, Berta, Guðrún Halla og Helga Tulinius. Mig langar að minnast æskuvin- konu minnar, Guðrúnar Arnalds, með örfáum orðum. Við Göja, eins og hún var alltaf kölluð, kynntumst þegar við hófum nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1931. Sátum við saman öll menntaskólaárin, lásum saman og skemmtum okkur saman. Sú vinátta, sem myndaðist þá, hélst til ævfloka Göju. Það er mikil eftirsjá að henni Göju, vinkonu minni. Hún var bráðgreind, hafði mikla námshæfileika og var sér- staklega fljót að átta sig á hlutunum. Hún var jafnvíg á allar námsgreinar og rökvís með afbrigðum. Hún var sérstaklega heflsteyptur persónu- leiM, réttsýn og traust. Hún var jafn hjálpsöm við alla og leituðu margir til hennar með ráð, bæði vinir og fjöl- skylda. Hún hlustaði á alla með at- hygli og vildi hvers manns vanda leysa. Göja var líka svo skemmtilegur fé- lagi og vel ritfær. Við vorum duglegar að skrifast á, þegar önnur hvor okkar var í útlöndum. Bréfin hennar til mín bæði frá Danmörku og sem hún skrif- aði mér til Bandaríkjanna og Mexíkó, sem ég á sum ennþá, voru hvert öðru skemmtilegra. Bekkjarbróðir okkar í M.R. var Þorsteinn Arnalds, ungur og glæsi- legur maður, og urðu þau Göja yfir sig ástfangin og opinberuðu trúlofun sína, þegar við urðum stúdentar 1937. Göja innritaði sig í læknisfræði eft- ir stúdentspróf og var í Háskólanum einn vetur og er ég fullviss um að hún hefði orðið afbragðs læknir. Hún venti samt sínu kvæði í kross og ákváðu þau Þorsteinn 1938 að fara saman í nám í Kaupmannahöfn. Voru þau þar, þegar Danmörk var her- numin af Þjóðverjum, en komust heim í ævintýraleri ferð með Esju frá Petsamoíokt.1940. Göja og Steini giftu sig í okt. 1942. Því miður gat ég ekki verið viðstödd brúðkaupið, því ég dvaldist þá í Bandaríkjunum. En mér hlotnaðist sú ánægja að kaupa brúðarskartið á Göju og sá ég hana í anda sem yndis- lega brúður. Þau eignuðust 3 yndisleg og mannvænleg börn. Bjuggu þau á Blómvallagötu 13 fyrstu hjúskaparárin. Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum 1944 og kynntist Einari heitnum manni mín- um, sagðist hann leigja á Blómvalla- götu 13 og kom upp úr kafinu að hann var í næstu íbúð við Göju, en þau þekktust ekkert þá. Þegar við Einar giftumst fluttum við þar inn, svo við æskuvinkonurnar bjuggum hlið við hlið í nokkurn tíma. Áttum við fjögur margar ánægjustundir saman. Nokkrum árum seinna reistu þau hús að Barmahlíð 13, þar sem þau bjuggu síðan. Heimili þeirra var sér- staklega fallegt og voru þau bæði ákaflega gestrisin. Göja og Steini voru alltaf sem nýtrúlofuð og miklir félagar. Ferðuðust þau mikið saman, bæði innanlands og erlendis. Göja veiktist fyrir nokkrum árum og smáhrakaði, þannig að hún var lögð inn á sjúkradeild Hrafnistu og andaðist þar 1. ágúst sl. Ég sakna Göju mjög mikið, en mér er þakklæti í huga fyrir að hafa eignast svona ynd- islega vinkonu en samgleðst henni fyrir að hafa fengið hvfldina. Elsku Steini minn, ég samhryggist þér af öllu hjarta og veit hve mikið þú hefur misst. Innilegar samúðarkveðj- ur til barna ykkar og allrar fjölskyld- unnar. Margrét Thoroddsen. Hinn 1. ágúst sl. féll bernskuvin- kona mín Göja (Guðrún) frá eftir langvarandi veikindi. Minningarnar um trausta og trygga vinkonu ná yfir 75 ára tímabil, jafnvel öllu lengur. Mér er í barnsminni einn sumardag, við vorum átta ára og ég fór í heim- sókn frá æskuheimili mínu, Thor- valdsensstræti 2 í Gimli Lækjargötu, þar sem Göja bjó með foreldrum sín- um og systkinum. Þau voru þá að út- búa sig í bfltúr. Átti að vera reisugildi sumarbústaðar, sem verið var að byggja í Rauðhólum. Mér fannst þau eiga gott en kvöldinu gleymi ég aldrei. Horfði út um gluggann heiman frá mér að flaggið var dregið í hálfa stöngíGimli. Hrefna, móðir hennar, hafði látist í bflslysi. Þá kom í ljós, hversu mikill kraftur, óeigingirni og seigla bjó í Góju vin- konu. Hún var sterkust af öllum í sorginni. Studdi eldri bróður, litlu systur Málfríði tveggja ára og tók að sér móðurhlutverkið. Var hjálpar- hella alls staðar og studdi pabba sinn. Seinna eignaðist hún k'tinn hálfbróð- ur, Hrafn, sem er læknir og fylgdist ég með hversu vænt henni þótti um hann og gætti hans vel. Minningarnar eru margar og Ijúf- ar. Alltaf var Göja á sinn hógværa hátt til staðar, jafnt í gleði og í sorg. Hún var afburða góðum gáfum gædd og kom alltaf fram til sóma. 11 ára gömlum datt okkur í hug að taka inn- tökupróf í Menntaskólann í Reykja- vík. Göja flaug inn sem nr. 2 en ég rak lestina ásamt þrem öðrum nr. 25. Móðir mín fékk mig til að bíða í eitt ár svo þá skildu leiðir í bekk, en tryggðin og yináttan hélt áfram. Árið 1936 var mér boðið í bíltúr á afmælisdag Göju og var þá ungur maður með í hópnum, Þorsteinn Arn- alds, fyrrv. framkvstjóri BÚR og dró ég þá ályktun að þau væru líklegast trúlofuð er hann rétti henni pakka með armbandi í. Gója tók stúdentspróf með láði 1937 og korrespondentpróf í Trans- latörskólanum í Kaupmannahöfn 1940 í ensku og dönsku. Hvort sem hún var í námi eða á vinnumarkaðn- um var hún fremst allra og kvödd var hún með söknuði er hún hætti hjá Bernhard Petersen eftir áratuga starf. Hinn 8. ágúst 1942 giftist hún unn- usta sínum Þorsteini og áttu þau þrjú mannvænleg og dugmikil börn. Dáð- ist ég að glæsilegum heimilisbrag þeirra hjóna og hversu samhent þau voru og var ég svo lánsöm að njóta vináttu þeirra beggja. Minnist ég hversu góð þau voru mér og börnun- um, þegar Gunnar maðurinn minn dó og hversu þau af alúð vildu styðja börnin mín. Ánægjulegar voru ferð- irnar sem ég fór með þeim í tvígang til Spánar og Portúgals og naut ég leiðsagnar þeirra og fróðleiks um löndin þver og endilöng. Elsku Göja mín, ég þakka þér beint frá hjartanu ómetanlega trygga vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Um leið votta ég af alhug eiginmanni, Steina , Hrefnu, Ara og Hallgrími og þeirra fjölskyldum innilega samúð við fráfall yndislegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Megi algóður Guð og Ijúfar endur- minningar milda sorgina og söknuð- inn. Hugur minn er hjá ykkur. Ég fel Göju vinkonu mína Guði og þakka fyrirallt. IngileifBryndís Hallgrúnsdóttir (Inga). t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐNI Þ. GUÐMUNDSSON organisti f rá Landlist í Vestmannaeyjum, Rauðagerði 60, Reykjavík, lést sunnudaginn 13. ágúst. Elín Heiðberg Lýðsdóttir, Ólafur Magnús Guðnason, Halldór Örn Guðnason. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR INGVARSDÓTTIR, Sunnubraut 11, Vík í Mýrdal, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 8. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Baldvin Einarsson, Þóroddur Gunnarsson, Kristín Pétursdóttir, Elín Dóra Baldvinsdóttir Gestur Már Þórarinsson, Þórhildur Þóroddsdóttir, Berglind Þóroddsdóttir, Þóroddur Þóroddsson, Sandra Þóroddsdóttir, Kristjana Rán Björnsdóttir, Svanhildur Anna Gestsdóttir, Heiðrún Huld Gestsdóttir, Baldvin Þór Gestsson, Perla Kristín Smáradóttir. + Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn, frænka, og mágkona, GUÐRÚN BJÖRK GÍSLADÓTTIR, Grundarhúsum 28, Reykjavík, sem lést af slysförum fimmtudaginn 10. ágúst, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mið- vikudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Gísli G. Guðjónsson, Guðlaug Gísladóttir, Aldís Bára Gísladóttir, Jóna Rún Gísladóttir, Anna Dögg Gfsladóttir, Guðrún Þorgerður Hlöðversdóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Arnór Fannar Theodórsson, Valdís Ósk Theodórsdóttir, Eyþór Reynisson. Guðrún Alexandersdóttir, Theodór Sveinjónsson, Reynir Jónsson, >-~ + Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, bróðir, bamabarn og tengdasonur SIGURBJÖRN FANNDAL ÞORVALDSSON, lést á heimili sínu, Karlagötu 1, sunnudaginn 13. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ása Lára Þórisdóttir, Þorvaldur Skaftason, Hafdís Þorvaldsdóttir, Jónas Fanndal Þorvaldsson, Skafti Fanndal Jónasson, Sigurbjörn Sigurðsson, Guðríður Ásgrfmsdóttir, Þórir Bjarnason, Erna Sigurbjömsdóttir, Björgvin Bragason, Ragna Magnúsdóttir, Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, Margrét Arnadóttir, Anna Filippía Sigurðardóttir. + II j-JiWPi! "~ ? """^Hi Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS SVEINSSON, Berjarima 3, lést sunnudaginn 13. ágúst. f ¦ ' !¦ Svanhildur Fjóla Jónasdóttir, Ásmundur Vilhjálmsson, Dagmar Lilja Jónasdóttir, Kári Hallsson, Maríanna Björk, Rebekka Sól og PéturMár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.