Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 15.08.2000, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 MINNINGAR JÓN - BRYNGEIRSSON + Jón Bi-yngeirsson var fæddur á Búastöðum í Vest- mannaeyjum 9. júní 1930. Hann lúst á Landspítalanum í Reykjavík 7. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru: Bryn- geir Torfason, skip- stjóri frá Söndu á Stokkseyri, Nikulás- sonar formanns, f. 26. september 1895, d. á Vífilsstöðum 9. maí 1939 og Lovísa Gísladóttir, Eyjólfs- sonar formanns, f. á Búastöðum 18. júní 1985, d. í Vestmannaeyj- um 30. marz 1979. Systkini hans voru: Jóhann, f. 6.9.1924, d. 8.4. 1932; Ingibjörg, f. 6.10. 1925; Torfi, f. 11.11. 1926, d. 16. júlí 1995; Gísli, f. 13.5. 1928; Bryngerður, f. 3.6.1929; óskírður, f. 11.4.1934, d. 17. maí 1934. Eiginkona Jóns er Hrafnhildur Helgadóttir, f. 16. ágúst 1943 í Reykjavík. Þau bjuggu á Búastöð- um fram að gosi, er húsið fór und- , ir hraun. Þau settust að í Hafnar- firði og eignuðust þar Heiðvang 30, þar sem þau áttu heimili utan stuttra tíma, er þau dvöldu í Bol- ungarvík og í Þorlákshöfn. Börn þeirra eru: a) Skarphéðinn, f. 18.2. 1964, kvæntur Guðrúnu E. Guðmundsdóttur. Börn þeirra; Jón Bryngeir, f. 9.5. 1984, Krist- ján Ágúst, f. 20.6. 1986 og Helga Björg f. 29.9.1989. b) Heiðar Dag- ur, f. 10.4. 1968 í Vestmannaeyj- um, bókagerðarmaður, kvæntur Jóhönnu Berentsdóttur. Bam þeirra er Guðný Hildur, f. 13.1. 1996. c) Lovísa Agnes, f. 28.9. 1970, í Vest- mannaeyjum, hjúkr- unarfræðingur. Sambýlismaður hennar er Þorleifur Kr. Alfonsson. d) Eyjólfur Gísli, f. 28.12. 1979, nemi, unnusta Karen B. Guðjónsdóttir. Jón ólst upp á Búastöðum og átti þar heimili allt fram að Vestmannaeyja- gosinu 1973. Hann hóf sjó- mennsku aðeins 14 ára gamall, er hann var hálfdrættingur á síld- veiðum á m/b Kára VE 27. Jón tók vélstjórapróf 1946 og skipstjóra- próf 1960 í Vestmannaeyjum. Jón stundaði sjómennsku, sem háseti, vélstjóri, stýrimaður og skipstjóri til ársins 1963, lengst á m/b Mugg, vélstjóri 1949-1951 og skipstjóri 1952 og 53. Árin 1956-58 gerðu þeir bræður, Jón og Torfi, út m/b Bryngeir, sem þeir létu smíða í Hafnarfirði 1955 og var Jón for- maðurinn. Árið 1963 fór Jón að vinna í fiskimjölsverksmiðjum, fyrst í FES og svo í Fiskimjöls- verksmiðjunni í Vestmannaeyj- um, til 1974. Varð siðan verksm- iðjustjóri í Keflavík, Hafnarfirði, Bolungarvík, Grindavík, var 1996 við að setja upp verksmiðju á Kyrrahafsströnd Mexíkó og síðast f Þorlákshöfn, til 1999. Útför Jóns fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hinn slyngi sláttumaður minnir á sig dag hvern, en þó að Jón frændi minn hafi ekki gengið heill til skógar sl. ár, kom kallið óvænt og skyndilega. Við vorum systkinasynir og var ávallt mjög kært með okkur. Við höfðum reglulega samband og fylgdumst hvor með öðrum. Samband þeirra systkinanna, Lovísu, móður Jóns, og föður míns Eyjólfs, var öllum til fyrirmyndar, náið og innilegt. Foreldrar þeirra, afi okkar og amma á Búastöðum, voru Guðrún Magnúsdóttir Jóns- sonar frá Berjanesi í Vestur-Land- eyjum og Gísli Eyjólfsson Eiríks- "sonar frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Meðal fimm systra Guðrúnar var Kristín í Litlabæ í Vestmannaeyjum, kona Ástgeirs Guðmundssonar skipa- smiðs. Öll systkini Gísla Eyjólfs- sonar á Búastöðum settust að í Vestmannaeyjum. Bræður hans voru Guðjón á Kirkjubæ og Jóel á Sælundi sem kvæntust dætrum Guðmundar Þórarinssonar á Vest- urhúsum, systrum Magnúsar, sem þar bjó, þeim Höllu og Þórdísi. Systur Gísla voru Margrét, gift Guðlaugi Jónssyni í Gerði, og Rósa, gift Jóni Péturssyni í Þor- laugargerði. Fjölmargir afkomend- ur þessa fólks og þekktir Vest- ■'“mannaeyingar eru búsettir í Vestmannaeyjum. Jón Bryngeirs- son var frændrækinn og þótti hon- um mjög vænt um þetta fólk og tengsl þess við sögu Vestmanna- eyja á mestu umbrota- og fram- faratímum í sögu Eyjanna. Afi okkar, Gísli Eyjólfsson, and- aðist 1914 og bjuggu þau systkinin, Lovísa og Eyjólfur, með ömmu okkar Guðrúnu að Búastöðum, þar til þau stofnuðu sjálf heimili; Eyj- ólfur með síðari konu sinni, Guð- rúnu Brandsdóttur, árið 1928. Lov- .. ísa frænka og Bryngeir fluttu um svipað leyti að Búastöðum og bjuggu þar með Guðrúnu ömmu, þar til hún andaðist 1936. Bryngeir missti heilsuna á besta aldri og var í mörg ár sjúklingur á Vífílsstöð- um, þar sem hann andaðist 1939, Ingibjörg, sem var elst systkin- anna, fermdist það sama vor, en vJón var yngstur, níu ára gamall. Þau systkinin, Eyjólfur og Lovísa, nytjuðu áfram jörðina. Á Búastöðum voru í æsku okkar tvær kýr í fjósi og heyjuðu fjöl- skyldurnar, móðir mín og Lovísa frænka, tún jarðarinnar með okkur krökkunum á sumrin. Faðir minn, Eyjólfur frændi, eins og Jón og þau Búastaðasystkinin nefndu hann ávallt, var við sjóróðra öll sumur. Lovísa frænka hirti og sá um kýrnar og áttum við hálfa kú á móti henni; var mjólkin sótt þang- að hvern dag. Auk þess ræktuðu þau systkinin, Eyjólfur og Lovísa, sameiginlega kálgarða vestur í Hrauni og niður við Skildingafjöru, gamla Gunnarsslippinn, sem afi þeirra og amma á Kirkjubæ höfðu átt. Ferðir í kálgarðana, vor og haust, voru okkur krökkunum mik- ið tilhlökkunarefni. Búastaðir voru ein 16 Ellireyjajarða og átti jörðin þar nytjar og í Hellisey, auk sam- eiginlegra nytja allra Vestmanna- eyjajarða í Súlnaskeri og Geirf- uglaskeri. Allt þetta vafstur í kringum búskapinn, úteyjarnar, fuglaveiðar, eggjatöku og verkun fuglsins og nytjar, varð til þess að systkinin á Búastöðum, börn Lov- ísu og Bryngeirs, voru sem systk- ini okkar bræðranna á Bessastöð- um, sem stóðu steinsnar sunnan Búastaða, en allt þetta umhverfi fór undir hraun og eimyrju í jarð- eldunum 1973. Ekki leið sá dagur að við bræðurnir, kæmum ekki að Búastöðum. Ég var sérstaklega hændur að Lovísu frænku og sýndi hún mér og okkur Gísla sama atlæti og sínum börnum. Allt það sem hér er ritað, kemur fram í hugann við andlát og kveðjustund Jóns frænda á Búa- stöðum. Hann var tæplega fimm árum eldri en ég og við áttum ótrúlega margar og góðar minn- ingar saman frá viðburðaríkum æsku- og unglingsárum; sérstak- lega frá heyskap á túnum Búast- aða og úteyjaferðum með Jóni og þeim bræðrum á trillunni Soffíu, en þeir bræður, Jón og Gísli, voru ágætir lundaveiðimenn og stund- uðu veiðar í fjöldamörg ár í Brand- inum, þar sem þeir höfðu ásamt fleirum byggt veiðiból. Þegar ég man fyrst eftir mér, um og eftir 1940, var Vestmannaeyjahöfn til- tölulega hrein. Á góðviðrisdögum var þá iðulega farið undir Löngu, sunnan undir Heimakletti, til að busla í sjónum og baða sig í sól og sandi. Við Jón fórum þangað stundum, þegar sólin skein glaðast og tók hann mig strax sem félaga og vin og var svo alla tíð, mein- bægni var ekki til. Þetta meta börn mikils á þessum árum og gleyma aldrei. Jón Bryngeirsson var eins og þau öll systkinin bráðgjör og fylg- inn sér, sterkur og liðugur. Á ungl- ingsárum fetaði Jón í fótspor Torfa bróður síns, sem varð landsfrægur og um tíma heimsþekktur íþrótta- maður. Jón keppti fyrir íþróttafé- lagið Þór. Hann varð 15 ára gamall unglingameistari Vestmannaeyja í langstökki og þrístökki og í Kapp- glímu Vestmannaeyja árið 1946 sigraði hann í öðrum flokki og vann silfurbikar Týs. En lífsbaráttan kallaði þau systkinin ung til starfa, þó að þau nytu góðrar og dugmikillar móður og Eyjólfs frænda síns, sem Jón mat ávallt mikils, skírði yngsta son sinn í höfuð honum og ritaði ein- staklega hlýja og góða minningar- grein um Eyjólf er hann andaðist 98 ára gamall árið 1995. Aðeins 14 ára gamall, lýðveldis- árið 1944, fór Jón hálfdrættingur til síldveiða fyrir Norðurlandi á Kára VE 47 með Sigurði Bjarna- syni í Svanhól. Jón var ágætlega ritfær, var minnugur og sagði vel frá, ritaði hann stórfróðlega og skemmtilega grein um þetta út- hald, lífið um borð, vinnubrögð og aðbúnað allan, í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja árið 1994. Jón var síðan á Kára á vetrarvertíð. Hann lauk vélstjóranámskeiði í Eyjjum haustið 1946 og varð nokkru síðar vélstjóri á Mugg VE 322 með Ein- ari Sv. Jóhannssyni, áður hafði hann 16 ára gamall verið með Binna í Gröf á togaranum Sævari (áður v.s Þór) og Vestmannaeyja- togaranum Helgafelli VE 32. Jón tók við skipstjórn á Mugg vertíð- ina 1953 og var með hann í tvær vertíðir. Arið 1955 keyptu þeir bræður, Jón og Torfi, 10 til 12 tonna bát, súðbyrtan, með svo- nefndu Breiðfirðingslagi, sem þeir nefndu Bryngeir VE 232. Jón var skipstjóri og aflaði prýðilega. Róið var með handfæri og línu og höfðu þeir með sér þriðja mann. Þeir bræður gerðu bátinn út í þrjú ár. Eftir þetta fór Jón á togarann Narfa, einnig var hann á Sindra með Grétari Gilsa og á ísleifi með Eyjólfí frænda sínum. Jón lauk hinu minna fiskimannaprófi á skip- stjórnarnámskeiði í Vestmannaeyj- um, sem haldið var frá haustdög- um og fram í lok janúar, 1959 og 1960. Jón Bryngeirsson hafði því orðið langa og víðtæka sjómannsreynslu, þegar hann rúmlega þrítugur að aldri sneri sér að þeim störfum, sem hann átti eftir að gegna í nærri fjörutíu ár. Hann hóf störf í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sig- urðssonar FES- árið 1962 og fékk strax mikinn áhuga á þeim störf- um. Aflaði hann sér víðtækrar þekkingar og reynslu á þessu sviði, bæði hér innanlands og erlendis. Þetta vakti athygli og skömmu eft- ir að fjölskyldan flutti frá Vest- mannaeyjum í kjölfar eldgossins árið 1973 varð hann verksmiðju- stjóri við fyrirtæki Einars Guð- finnssonar í Bolungarvík, þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni í fimm ár. Síðar varð Jón verk- smiðjustjóri í Fiskimjöli og lýsi í Grindavík og fór hann í tengslum við það fyrirtæki til Mexikó, þar sem þau Hrafnhildur dvöldu í nærri eitt ár. Eftir að þau hjón komu aftur heim til Islands vann Jón síðustu árin í Þorlákshöfn og stjórnaði þar verksmiðju Afla- mjöls. Jón var mikill fjölskyldumaður. Þau hjónin, Hrafnhildur og Jón, voru samhent og bjuggu fyrstu bú- skaparárin og fram að eldgosinu í Heimaey árið 1973 að Búastöðum. Eftir eldgosið settist fjölskyldan að í Hafnarfirði, þar sem þau keyptu eitt af húsum Viðlagasjóðs, sem voru reist í norðurbænum í Hafnarfirði og bjuggu að Heið- vangi 30 í nágrenni við fleiri Vest- mannaeyinga. Þarna bjuggu þau hjónin vel um sig. Jón var snyrti- menni og bráðlagtækur, lék öll smíðavinna í höndum hans. Lovísa frænka bjó hjá þeim Hrafnhildi og Jóni fyrstu árin eftir eldgosið og þar til hún flutti á Dvalarheimilið Hraunbúðum í Eyjum og síðar Sjúkrahús Vestmannaeyja, þar sem hún andaðist árið 1986. Að lokum þökkum við Anika Jóni frænda allt gott frá fyrstu tíð. Ég mun lengi sakna hans en við áttum þar síðast tal saman að skemmtilegt yrði að rifja upp bet- ur liðna æskudaga frá Éyjum. Við Anika og fjölskylda okkar vottum Hrafnhildi, börnum þeirra og fjölskyldum, svo og eftirlifandi systkinum Jóns og þeirra fjöl- skyldum innilega samúð vegna hins skyndilega fráfalls hans. Blessuð sé minning Jóns Bryn- geirssonar frá Búastöðum. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Ekki datt mér í hug, að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi og rabb- aði við Jón frænda minn, er frænd- ur og vinir komu saman á heimili hans og Hrafnhildar, í tilefni 70 ára afmælis hans í júní sl. Að vísu vissi ég að hann gekk ekki heill til skógar og þrekið var ekki það sama og áður var, en hann gekk um meðal gesta sinna glaður og reifur, að vanda. En, allt á sinn tíma, og þegar kemur að kveðju- stund leita löngu liðnir atburðir á hugann, leikir og störf. Lovísa móðir hans og Eyjólfur faðir minn voru þau einu fimm systkina, sem náðu fullorðinsaldri og var stutt á milli heimilanna og daglegur sam- gangur. Lovísa bjó á föðurleifðinni Eystri-Búastöðum, en maður hennar, Bryngeir, var á Vífils- staðahæli. Búastaðir voru ein af 48 gömlu jörðunum í Vestmannaeyj- um og fýlgdu ítök í úteyjum hverri jörð. Búastaðir voru ein af 16 jörð- um, sem áttu beit og lundaveiði í Elliðaey, eggja- og fuglatekju í Hellisey og hlut úr súlu úr Súlna- skeri. Éyjólfur faðir minn byggði sér hús, sunnan við Búastaða- garða, eins og sagt var, og kallaði Bessastaði eftir grunninu Bessa; sem er sunnan við Bjarnarey. I fjósinu á Búastöðum voru tvær kýr, átti Frænka, eins og við bræð- ur kölluðum Lovísu, aðra kúna, en hin var sameign systkinanna. Frænka sá um að mjólka og hirða kýrnar, en hjálpast var að við hey- skap og áburð á túnin, og skipst á við þrjá aðra bæi, að reka og sækja kýrnar á sumrin í hagann, sem var suður á Haugum, austan við Helgafell. Ein fyrsta minning mín, er stór hrúga af súlu, sem sturtað hafði verið af bíl sunnan við Traðir, (mjór vegur að Búastöðum), því faðir minn hafði farið til súlna í „leigumálann". Búastaðabræður, Torfi, Gísli og Jón, og ég fengum eina súlu hver í hjólbörur okkar, til að færa gamalli konu sem ekki hafði jarðarítök. Leikir barna mót- uðust mjög af starfi fullorðna fólksins og leikföng ekki mikil eða fjölbreytt á þessum árum. Auð- vitað heyrðum við og vissum um fjallaferðir og fuglaveiðar. Við Jón vorum ekki háir í loftinu, er við vorum að safna lundalöppum, þeg- ar Frænka var að verka fuglinn í salt. Við dreifðum þeim í Traðar- garðinn, sem okkur fannst all hár, kannski lVz~2 m þar sem hæst var, og síga svo eftir „fuglinum", eða fórum lausir. Þannig snérust leikir okkar barnanna „uppi“ á bæjum oft um það sem seinna varð að al- vöru. Jón stundaði ungur fjalla- ferðir, aðallega lundaveiðar og var einn okkar fjögurra félaga, sem byggðum veiðikofa í Brandi 1952, og „lá“ þar við mörg sumur, síðast 1999. Sem drengur stundaði Jón íþróttir og keppti fyrir íþróttafé- lágið Þór, í knattspyrnu, frjálsum íþróttum og glímu. Hann varð Glímukóngur drengja á síðasta móti sem keppt var um þann titil í Vestmannaeyjum, enda snemma vel að manni og fylginn sér. Framan af ævi stundaði Jón sjó- mennsku og var aðeins 14 ára þeg- ar hann fór hálfdrættingur á síld fyrir Norðurlandi, á m/b Kára V.E 27, með Sigurði í Svanhól, þekkt- um aflamanni, á móti Jóhanni (Hanna) syni hans. M/b Kári þótti all stór bátur á þeirri tíð, 36 tonn og 17 menn um borð. Jón tók vél- stjórapróf haustið 1946, og var 2. vélstjóri á m/b Skógafossi, en lengst var Jón á m/b Mugg, 1. vél- stjóri frá 1949 til 1951 og formaður vertíðirnar 1952 og 1953. Haustið 1955 keyptu þeir bræður, Jón og Torfi, nýbyggðan 10 tonna bát í Hafnarfirði, sem þeir skírðu Bryngeir V.E.232 og var Jón for- maðurinn. Þeir seldu bátinn eftir vertíðina 1958. Jón stundaði sjó- mennsku til 1963, ýmist sem vél- stjóri eða stýrimaður, en þeirra réttinda aflaði hann sér 1960, í Eyjum. Nokkur sumur, milli vertíða, vann Jón við húsa- og bátamálun hjá Tryggva Ólafssyni málara- meistara og varð góður málari, enda mjög laghentur. Eftir að Jón hætti sjómennsku vann hann í fiskimjölsverksmiðj- um, fyrst hjá Einari Sigurðssyni og síðar í Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum, til 1974. Eftir að fjölskyldan settist að í Hafnar- firði var hann verksmiðjustjóri í nokkrum verksmiðjum og var eft- irsóttur sem slíkur, og skilaði verð- launaafurðum. Fram að eldgosinu í Vestmanna- eyjum, 23.janúar 1973, átti Jón heimili á Búastöðum. Hann bjó þar með Lovísu móður sinni og Bryn- geiri, systursyni sínum, sem ólst upp hjá þeim, og þar byrjuðu þau Hrafnhildur búskap 1967. Þessi unga Reykjavíkurstúlka samdi sig strax að því mannlífi, sem fyrir var „uppi“ á bæjum og drengnum hennar gekk Jón í föðurstað og leit ávallt á sem sinn eigin son. Þegar gosið hófst fór Hrafnhildur með börnin, Skarphéðin, Heiðar Dag og Lovísu, til lands eins og all flestir Eyjabúar, en Lovísa frænka vildi ekki fara, þó gosið væri ekki langt undan, og voru því Jón og Bryn- geir eftir hjá henni. Um morgun- inn hitaði Frænka kaffi og eldaði ilmandi kjötsúpu í hádeginu, segir Árni Johnsen í bók sinni Eldar í Heimaey. Þegar hún seinna um daginn fór út með rusl, og ösku og eimyrju rigndi í kringum hana, fannst Frænku tími kominn til að yfirgefa húsið, og þau feðginin fóru til lands, hún einna síðust kvenna. Jón stoppaði stutt í landi og komst út í Eyjar aftur næsta dag, þrátt fyrir boð og bönn, því Vestmanna- eyingum var meinað að fara til Eyja og aðrir en við, sem þarna vorum fæddir og uppaldir, virtust taldir óhultari. Jón var einn í fá- mennum hópi manna sem lögðu nótt við dag við að bjarga úr hús- um, sem ýmist brunnu, fóru á kaf í vikur eða undir hraun, en eigendur flestir í farbanni uppi á landi. Þegar loðna fór að veiðast var Fiskimjölsverksmiðjan sett í gang, þrátt fyrir að gosið héldi áfram, og var Jón þar við sín fyrri störf. Fjölskyldan var í Hafnarfirði og settist þar að, því Búastaðir voru horfnir undir þykkt hraun, eins og allur eystri hluti Vestmannaeyja- bæjar. Þau eignuðust húsið Heið- vang 30 og áttu þar heimili síðan. Lovísa fylgdi Jóni og Hrafnhildi og átti þar skjól, meðan heilsa leyfði. Jón var mikill fjölskyldumaður og lét sér mjög annt um konu sína og börn og gladdist yfir velgengni þeirra. Ég man hve glaður hann var, er hann hringdi á gamlárs- kvöld, frá Bolungarvík, þar sem þau dvöldu um skeið, og sagði frá fæðingu Eyjólfs Gísla. Nú, þegar leiðir skiljast um skeið, leita minningarnar frá leik og starfi á hugann, minningar sem ég þakka og geymi og kveð gamlan leikbróður og frænda með söknuði. Hrafnhildi, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum sendum við, ég og fjölskylda mín, innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar á ókomnum tímum. Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.