Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 45 INGVAR V. BR YNJÓLFSSON + Ingvar V. Bryry- ólfsson verslun- armaður var fæddur í Reykjavík 11. sept- ember 1918. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. ágúst síðastliðinn. Faðir Ingvars var Brynjólfur sjómaður frá Skrautási, Jóns- sonar á Þverspyrnu. Móðir hans var Guðrún Hannesdóttir frá Skipum, Hannes- sonar, Skipum. Ingvar átti átta systkini, þau eru; Þorbjörn Óskar, f. 19.8. 1909, d. í september 1910; Gísli Óskar, f. 11.11. 1910, d. 10.9. 1935; Sigur- björg, f. 18.9. 1912, d. mjög ung; Hannes, f. 2.10. 1913, d. ungur; Guðmundur, f. 13.8. 1915, d. 15.5. 2000; Vigdís, f. 19.12. 1916, d. 22.12. 1996; eftirlifandi bræður hans eru: Jón, f. 4.2.1920, og Egg- ert,f. 4.9.1923. Sambýliskona Ingvars var Arn- Kæri Ingi okkar, allir sem minn- ast þín muna eftir hlýja brosinu þínu og létta skapinu. Fólk man eftir bamgóða manninum, sem alltaf hafði tíma til þess að aðstoða aðra og ætlaðist ekki til þess að fá neitt í staðinn. Þú ólst upp á Bergstaðastrætinu í stórri fjölskyldu þeirra sæmdar- hjóna sem foreldrar þínir voru. Fað- ir þinn var annálaður dugnaðarsjó- maður og ekki veitti af á þeim tímum enda var lífsbaráttan mjög hörð. En í þá daga urðu bömin fljótt að fara að vinna og bjarga sér. Þú byrjaðir ung- ur að vinna hjá símanum, sem sendill og gast þannig lagt til heimilisins. Síðan vannstu hjá súkkulaðigerðinni Víkingi og minnast þín margir frá þeim tíma fyrir það að þú gaukaðir að þeim súkkulaðimola, hvað ungur nemur gamall temur. Þegar móðir mín kynntist þér sá hún í þér góðan og hjálpfúsan og traustan félaga og stóðust allar hennar væntingar til þín fyllilega. Þið hafið svo sannarlega átt margar góðar stundir saman í margra ára- tuga sambúð. Ekki get ég lokið þessu öðmvísi en að minnast á starf þitt hjá Sölustofn- un lagmetisins síðar íslenskt mar- fang, þar starfaðir þú af slíkri sam- viskusemi, að aðdáun vakti, var vera þín þar þér mikið meira en aðeins starf, enda var þér alltaf goldið með mikilli hlýju og velvild til hins síðasta og eiga samstarfsmenn þínir þar all- ir miklar þakkir skilið fyrir það. Fyrir þína hönd, Ingi minn, og fjölskyldu þinnar, vil ég skila inni- legu þakklæti til starfsfólksins á Sól- vangi, sem annaðist þig af slíkri alúð og hlýju. Þessi góða umönnun var okkur ættingjunum til mikils hugar- friðar, á þessu síðasta veikindatíma- bili þínu, það að vita af þér við stöð- uga umönnun með alúð og fagmennsku, var okkur ómetanlegt. Einnig vil ég koma á framfæri kær- um kveðjum til vistfólksins, sem sumu hverju þú tengdist vináttu- böndum. Þinn einlægur stjúpsonur, Guðmundur Svavarsson. Elsku Ingi. Nú þegai- þú ert allur reikar hugurinn um liðin ár og upp kemur fjöldinn allur af góðum minn- ingum. Góða skapið þitt, sem þú varst svo óspar á og viljinn til að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda eru þær bestu minningar sem hægt er að láta eftir sig. Ingi var ekki hræddur við að taka til hendinni og var eins og óþreytandi, alltaf léttur á fæti og fljótvirkur til vinnu. Hann var leigubílstjóri í mörg ár framan af ævinni og ökukennari. Hann vann líka mikið við verslunarstörf og var lagermaður um langt skeið hjá Mið- stöðinni sem var heildverslun í Reykjavík. Eftir að Sölustofnun lagmetis var björg Markúsdóttir verslunarkona, f. í Reykjavík 9. mars 1920, Jónssonar og konu hans Jóhönnu Jónsdóttur. Stjúpbörn Ingvars eru: Helga Svavars- dóttir, f. 20.8. 1942, d. 9.11. 1993; Sævar Svavarsson, f. 31.1. 1944, hans kona Unnur Þórðardóttir; Guðmundur Sva- varsson, f. 10.2.1948. Ingvar byijaði ungur að keyra leigubfl, stríðsárin og þar á eftir var hann við akstur. Hann vann síðar hjá SH og var sölumaður hjá Miðstöðinni h/f lengi. Ingvar starfaði hjá Sölustofnun lagmetis- ins nánast frá upphafí hennar, það er hátt í þriðja áratug, alveg þar til hann fór á eftirlaun. Utför Ingvars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Lágafellskirlyugarði. stofnuð vann hann þar sem lager- stjóri á meðan kraftar entust og síð- an ýmis léttari störf eftir því sem hann treysti sér til. Honum þótti ákaflega vænt um Lagmetið eins og hann nefndi það og minntist for- svarsmanna þess og vinnufélaga með miklum hlýhug. Þegar Ingi og Adda tengdamóðir mín hófu búskap saman eignaðist nýfædd dóttir okkar Sævars annan afa, því einn átti hún fyrir. Ingi var ákaflega bamgóður og hafði gott lag á bömum og var ólatur að rabba við þau og segja sögur. Það vom oft góð- ar stundir hjá Oddu og Inga sem ég hugsa um með þakklæti í huga. Þökk fyrir góðar og ljúfar minn- ingar, Ingi minn. Unnur Ingibjörg. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa enda var ég þar mikið sem krakki. Ingi afí var alltaf léttur í lund og mjög barngóður. Hann hafði gaman af að segja ævintýri, eins og til dæmis ævintýrið um smjörhák. Hann var einnig sem gamall Reyk- víkingur og leigubílstjóri ákaflega kunnugur gömlu Reykjavík og sagði gjarnan frá því hvernig borgin var hér áður fyrr og hvað Höfði hafði nú verið langt uppi í sveit. Eftir á að hyggja hefði maður átt að hlusta bet- ur. Hann var líka fjall af þolinmæði, fór með mig niður að tjöm að gefa öndunum brauð eða las fyrir mig skrítlumar á milli þess sem hann gaukaði að mér einhverju góðgæti. Síðan eftir að ég fór að stækka var hann kannski stundum óþarflega minnugur á það sem ég hafði sagt og gert. Sagðist til dæmis alltaf vera að bíða eftir því að ég stæði við að sauma hár á skallann á honum. Það sem stendur upp úr í minningunni er hvað hann var alltaf greiðvikinn og léttlyndur. Hann hélt vakandi barn- inu í sálu sinni, tapaði aldrei hæfi- leikanum til barnslegrar gleði og var alltaf með gamanyrði á vömm. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt sam- an, og fyrir þína léttu lund. Blessuð sé minning þín. Guð veri með ömmu og veiti henni styrk. Guðrún Ambjörg. Góðin- vinur og samstarfsmaður til margra ára er látinn. Ingvar V. Brynjólfsson eða Ingi, eins og við öll kölluðum hann, fékk loksins kær- komna hvíld eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar fréttin um andlát Inga barst mér á ferðalagi um hálendi Is- lands var eins og endurminningin fengi rétta umgjörð. Stórbrotin nátt- úra landsins, umvafin líparít-bjarma fagurra fjalla, varpaði birtu á minn- ingu um einstaka ljúflingslund. Margar stundir áttum við félag- amir saman og ætíð varð stund með Inga til að létta á manni brúnina og brjóta upp hinn vanabundna hvunndag annríkis. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég gekk til liðs við Sölustofnun lagmetis fyrir rúmlega 20 árum. Ingi var okkur öll- um til aðstoðar við hin ýmsu skrif- stofu og lagerstörf ásamt því að vera sendiherra okkar gagnvart flestum þjónustuaðilum bæjarins. Við Ingi áttum eftir að starfa saman allar göt- ur síðan, næst hjá Norðurstjömunni hf í Hafnarfirði og nú síðast hjá ís- lensku marfangi ehf. Ingi var alltaf glettinn og gamans- amur og bjó yfir einstökum frásagn- arhæfileika sem varð til þess að hann var alltaf velkominn þar sem hann birtist í dagsins önn enda naut hann sérstakrar hylli hinna mörgu sam- starfsaðila okkar. Bæjarlífsmyndir hans um eftirstríðsárin voru einstak- + Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, SIGMUNDUR JÓHANNESSON húsamíðameistari, lést sunnudaginn 13. ágúst. Rannveig Grétarsdóttir, Bjðrg Sigmundsdóttir, Sara Sigmundsdóttir Jóhannes Steinþórsson, Guðrún Sigmundsdóttir Grétar Sveinsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Kolbrún Jóhannesdóttir, Axet Gíslason, Þórunn Grétarsdóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Sveinn Ómar Grétarsson, Linda Reimarsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Klambraseli, er látin. Jóhannes Kristjánsson, Kristján Jóhannesson, Kolbrún Friðgeirsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Jón ísaksson Ragnheiður Jóhannesdóttir, Gunnar Hallgrímsson, og barnabörn ar en Ingi þekkti tímana tvenna í at- vinnusögu Reykjavíkur. Ingi var röskur í hverju sem hann tók sér fyr- ir hendur og lagði ávallt metnað í að gera veg vinnuveitanda síns sem mestan. Alltaf var hann tilbúinn að leggja á sig enn eina sendiferðina eða klára eitthvert annað verk. Ég minnist t.d. hversu stoltur hannn var þegar vel gekk og útflutningur lag- metis var mikill. Hann hugleiddi oft með mér mikilvægi útflutnings fyrir þjóðarbúið og gladdist mjög að fá að vera þátttakandi í að skapa störf í hinum ýmsu byggðum landsins. Dugnaður, glaðvært viðmót og virð- ing fyrir iðnaðinum og samverka- mönnum verða ávallt þættir sem standa upp úr í minningunni um Inga. Megi ísland eignast fleiri slíka menn! Ingi var ekki margorður um eigin persónulega hagi eða tilfinningar en hann var mjög sáttur í fjölskyldulífi sínu. Barngóður var hann með af- brigðum og var það sérstök ánægja fyrir hann að fylgjast með uppvexti barna minna. Avallt spurði hann um þeirra hagi og alltaf átti hann eitt- hvað handa þeim þegar þau komu í heimsókn til okkar á vinnustað. Um- hyggja Inga er þökkuð. Að leiðarlokum vil ég þakka Inga fyrir samverustundimar og góð störf. Við starfsfélagamir hjá ís- lensku marfangi minnumst hans með hlýhug og félaga sem veitti okk- ur margar gleði- og ánægjustundir. Kæra Arnbjörg við vottum þér og fjölskyldunni innilega samúð. Blessuð sé minning góðs drengs. Rafn A. Sigurðsson. Okkar kæri, Ingi Brynki, hefur kvatt að sinni. Mig langar til þess að þakka þér fyrir vinskapinn við fjöl- skyldu mína. Við vorum svo lánsöm að eiga þig að, því önnur eins barna- gæla er vandfundin. Vinir, ættingjar og nágrannar okkar fengu að njóta gæsku þinnar og urðu að þínum vin- um. Þú sagðir okkur margar sögur en sagan um Smjörhák er minnis-. stæðust. Þú sagðir okkur hana aftur og aftur og alltaf var hún jafn- skemmtileg. Eins gastu platað okkur endalaust með fuglinum sem þú fald- ir í lófunum þínum. Á ferðalögum var slegist um að vera í bíl með þér og sungum við Magga Pálma og Gunna Angantýs þá ekki um „Bjössa á mjólkurbílnum", heldur Inga á Óla- bflnum, Inga barnagull, og segir það allt um hug okkar til þín. Eg var allt- af dálítið montin þegar þú sagðir frá því, þegar þú fórst með okkur í Tív- olí. Hvemig Óskar hafði grætt á tá og fingri og þegar einhver spurði Kjartan hversu gamall hann væri eða hvenær hann ætti afmæli þá mundi hann það ekki og spurði alltaf „systir, hvað er ég gamall" eða „syst- ir, hvenær á ég afmæli“. Ég, litla systir, svaraði þá fyrir hann en við vorum þá þriggja og fjögurra ára gömul. Skemmtilegast þótti þér ef okkur tókst að plata þig á einhvem hátt. T0 dæmis þegar Óskar kenndi þér nýjasta „karatebragðið" sem fólst í því að þú áttir að leggjast á fjóra fætur, lyfta upp öðmm fæti, sem þú og gerðir fúslega, en þá hlammaði Oskar sér í besta stólinn sem þú hafðir setið í og hrópaði „Þú ert eins og hundur að pissa“. En það var einmitt ætlunin, að tæla þig upp T úr stólnum. Þú fórst í margar veiði- ferðir með bræðmm mínum og fleir- um. Mér tókst að komast með í eina. Mig minnir að ég hafi haft meiri áhuga á að fá pylsu og kók í sjopp- unni undir Ingólfsfjalli heldur en á sjálfum veiðiskapnum. Þegar ég bar út Morgunblaðið stakk ég alltaf blaði inn um gluggaopið hjá þér á Miklu- brautinni og þá brást það ekki, að þar lægi einhver glaðningur til mín, miklu meira virði en blaðið sjálft. Ef ég var stödd í miðbænum var alltaf gott að hlaupa upp Vesturgötuna og koma í Miðstöðina til þín. Þú bauðst mér og þeim sem með mér vom allt- af upp í kaffistofu, upp á kaffi og kex að dýfa í eða ávexti. Mikið varð ég hissa þegar mamma bað mig í fyrsta skipti að hringja í þig niður í Miðstöð og bjóða þér í mat. Þú borðaðir svo til alltaf hjá okkur en hún sagði að þú kæmir ekki ef hún gleymdi að bjóða þér. Það var svo eðlilegt að þú kæmir bara. Það var mikil hamingja þegar þú hittir Öddu þína með sitt stóra hjarta. Ekki var laust við að ég hafi verið dálítið afbryðisöm þá, því að ég vildi ekki að bömin mín fæm á mis við að kynnast þér. Eftir á að hyggja þekktu þau þig bara nokkuð vel, því ég hef sagt þeim frá þér og sögurnar þínar. Þú vildir líka vita allt um þau þegar við hittumst. Ég vona að þú ritskoðir þessi skrif mín núna eins og forðum daga þegar ég skrifaði þér bréfið úr sveitinni. Ég sé þig og pabba núna fyrir mér, sitjandi inni í stofu í svörtu og hvítu stólunum, sadda og glaða. Takk fyrir allt og allt. Ég, Gísli Már og fjölskyldur okk- ar, vottum Öddu og öðmm aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Minn- ing þín mun lifa áfram í hjörtum okkar. Guðrún Ólafs. + Ástkær móðir okkar, tengadmóðir, amma og fyrrum eiginkona, BERGLJÓT STEFÁNSDÓTTIR, Norðurvöllum 24, Keflavík, andaðist á heimili sonar síns, Grænumýri 26, Seltjarnarnesi, laugardaginn 12. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey. Stefán Arnarson, Elín Guðjónsdóttir, Erlingur Arnarson, Hjörtur Arnarson, Björg Ólafsdóttir, Örn Arnarson, barnabörn, Örn Erlingsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGER MARIE NIELSEN, dvalarheimilinu Hlévangi, áður til heimilis á Valiargötu 31 a, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 16. ágúst kl. 14.00. Guðmundur Helgason, Kristinn Helgason, Jófríður Björnsdóttir, Elvína Helgadóttir Dolcé, Vigdís Helgadóttir Arnone, Jóhann Helgason, Guðrún Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.